Morgunblaðið - 06.03.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.03.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 Yfirlit Þjóðhagsstofnunar um vísitölukerfi: Kerfið víðtækast og sjálMrkast hér á landi Þjóðhagsstofnun hefur tekið saman yfirlit yfir tilhögun vísi- tölutengingar launa í nokkrum löndum. Mun þetta yfirlit hafa verið lagt fram á fundum við- ræðunefndar ríkisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins um viðmiðunarkerfi, sem gæti kom- ið í stað núverandi vísitölukerf- is. Fer þetta yfirlit Þjóðhags- stofnunar hér á eftir, en það er miðað við stöðu mála í einstök- um löndum nú í ársbyrjun. ÁGRIP Tenging launa við verðlagsvísi- tölu er líklega hvergi eins víðtæk og sjálfvirk og hér á landi. Yfir- leitt ér sjaldnast um beina reglu- bundna tengingu að ræða, en þar sem slíkt tíðkast (Danmörk, Belgía, Holland), er tengingin yf- irleitt talsverðum takmörkunum háð. Á hinn bóginn verður að hafa í huga, að verðbreytingar hafa ekki verið nándar nærri eins örar í þessum löndum og hér á landi, þannig að tilefnið til beinna tengsla kann að vera minna. Þannig má nefna, að á árinu 1981 námu verðbreytingar í þeim lönd- um, sem hér er fjallað um, að með- altali rétt rösklega 10% saman- borið við um 50% hér á landi. Ef reynt er að draga saman helztu þætti í launamálum ná- grannalandanna að undanförnu, má segja, að í stað sjálfvirkrar breytingar launa og verðlags, komi grunnkaupshækkanir á fyrirfram ákveðnum tímum, þar sem fyrst og fremst er miðað að því að tryggja kaupmátt lægstu launa. Verðbótatímabilið er yfir- leitt lengra, enda verðbreytingar mun hægari en hér á landi. Víða eru verðbætur einungis greiddar — eða launaliður í samningum endurskoðaður — ef hækkun verð- lags fer fram úr tilteknum mörk- um og þá gjarnan með nokkurri töf. í Danmörku og Hollandi eru greiddar krónutölubætur og jafn- framt miðað við framfærsluvísi- tölu að frádregnum óbeinum sköttum, svo og útgjöldum vegna heilbrigðisþjónustu (Holland) og orkukaupa (Danmörk). Hér á eftir er í stuttu máli gerð grein fyrir vísitölutilhöguninni í ýmsum nágrannalöndum. FINNLAND Tenging launa við verðlag hefur verið nokkuð skrykkjótt í Finn- landi á undanförnum árum. Þann- ig voru vísitöluákvæði í kjara- samningum árin 1945—51, 1964-65 og 1967-68. Frá 1968/69 og allt fram á árið 1979 var vísi- tölubinding launa bönnuð með lögum. Frá 1979 hafa hins vegar verið í gildi ákvæði um takmark- aða tengingu launa við verðlags- vísitölu. Þannig var í samningum á árinu 1979 gert ráð fyrir vísi- töluuppbótum á laun, ef fram- færsluvísitalan hækkaði umfram tiltekin mörk. Til þess kom þó ekki 1979. Á árinu 1981 var svipað ákvæði í samningum, þó með þeirri viðbót, að áhrif viðskipta- kjara skyldu koma til lækkunar eða hækkunar verðbóta. Þetta ákvæði var sett inn í samninga að tillögu launþegasamtakanna. Áhrif viðskiptakjara eru þannig metin, að þriðjungur breytingar- innar er reiknaður til hækkunar eða lækkunar á verðbótum og er þá miðað við hlutfall utanríkis- viðskipta af þjóðarframleiðslu. Ákvæði samninganna, sem eru til tveggja ára, um launahækkanir og verðbætur, eru í stuttu máli á þá leið, að gert er ráð fyrir grunn- kaupshækkunum í fjórum áföng- um á sex mánaða fresti, hinn 1. marz og 1. september 1981 og 1982, auk sérstakrar hækkunar á lægstu laun. Hækki framfærsluvísitalan að teknu tilliti til áhrifa viðskipta- kjara umfram tiltekin mörk, sem eru raunar svipuð launahækkun- armörkunum, kemur til verðbóta- greiðslna einu sinni á ári, sem þessum mun nemur. Fyrra markið — eða þröskuldurinn — var miðað við desember 1981 og hið síðara við desember 1982. Fari verð- hækkun fram yfir þessi mörk, kemur til verðbótagreiðslna tveimur mánuðum seinna, þ.e. í febrúar. NOREGUR Almenna reglan um launabreyt- ingar hefur verið sú að semja um grunnkaupshækkanir í kjara- samningum, en tengja laun ekki sjálfvirkt við verðlagsvísitölu. í kjarasamningum eru hins vegar yfirleitt ákvæði um endurskoðun launaliðarins, ef verðlag hækkar umfram ákveðin mörk á samn- ingstímanum. Undir lok ársins 1978 voru sett lög um verðstöðvun og bann við launahækkunum og giltu þessi lög til loka ársins 1979. I framhaldi af því voru síðan sett ný lög, sem gilda fyrir tímabilið 1. janúar 1980 til 31. marz 1982. Með þessum lögum var verð- og launa- stöðvuninni aflétt og kveðið á um, að laun skyldu einungis hækka með samkomulagi aðila vinnu- markaðarins. Á grundvelli þess- ara laga var síðan samið um ákveðnar grunnkaupshækkanir og jafnframt var í samningunum ákvæði i’"> endurskoðun launa, ef framfærsluvísitalan hækkaði um- fram tiltekið mark. Ennfremur er beinlínis gert ráð fyrir því, að slík endurskoðun taki mið af almennu ástandi efnahagsmála, sérstak- lega samkeppnisstöðu atvinnuveg- anna út á við, svo og þróun kaup- máttar ráðstöfunartekna á samn- ingstímanum. Kauphækkunar- þörfin er því metin — ekki með einhliða tilliti til þróunar kaup- máttar kauptaxta — heldur fyrst og fremst með tilliti til þróunar tekna og skattgreiðslna, auk efna- hagsástandsins almennt. DANMÖRK Allt frá árinu 1946 hafa kjara- samningar kveðið á um greiðslur verðbóta á laun. Meginreglan hef- ur yfirleitt verið sú að greiða fyrirfram fastákveðnar krónu- töluuppbætur á laun fyrir hver þrjú stig, tveir skammtar fyrir hækkun um sex stig o.s.frv. Kaup- gjaldsvísitalan er reiknuð út frá framfærsluvísitölunni að frá- dregnum óbeinum sköttum og að viðbættum niðurgreiðslum. Ennfremur var ákveðið í ársbyrj- un 1980 að taka alla orkuliði út úr viðmiðuninni og var sú breyting afturvirk til 1. janúar 1979. Rétt er að benda á, að vísitölubinding launa er ekki lögbundin heldur háð samkomulagi aðila vinnu- markaðarins hverju sinni. SVÍÞJÓÐ Almenna reglan um launabreyt- ingar hefur til skamms tíma verið sú, að samið er um grunnkaup í kjarasamningum, sem yfirleitt eru til tveggja ára, en ekki gert ráð fyrir sjálfvirkri tengingu launa og verðlags. Hins vegar hef- ur á síðari árum jafnan verið endurskoðunarákvæði í samning- unum, þar sem kveðið er á um formlega endurskoðun, hækki framfærsluvísitalan umfram ákveðið mark. í kjarasamningum, sem gerðir voru á síðasta ári, var hins vegar vikið frá þessari meg- inreglu og gert ráð fyrir verðbóta- greiðslum á laun tvisvar á samn- ingstímabili, ef framfærsluvísi- talan færi fram úr tilteknum mörkum. BELGÍA Líklega er vísitölubinding launa hvergi eins víðtæk í Evrópu og í Belgíu, að íslandi undanskildu. Nær öll samningsbundin laun hafa um alllangt skeið verið vísi- tölubundin og nú hin síðari ár hafa verðbætur verið greiddar á þriggja mánaða fresti, þó með þeirri takmörkun, að hækkanir eru því aðeins bættar, að hækkun- in sé meiri en 2% á undangengnu þriggja mánaða tímabili. HOLLAND Meginreglan er sú, að laun eru tengd framfærsluvísitölu, þó að frádregnum óbeinum sköttum og útgjöldum vegna heilbrigðisþjón- Stykkishólmur: Kristniboðar STARFSMENN kristniboðssam- bandsins, þeir Jónas Þórisson og Benedikt Arnkelsson, hafa verið á ferð um Snæfellsnes að undanfornu til að vekja athygli fólks á því mikla starfi sem unnið er í Afríku á vegum Kristniboðsins og útbreiðslu fagnað- arerindisins þar. í Stykkishólmi héldu þeir tvær samkomur í kirkj- unni og sýndu myndir frá starfinu. Einnig heimsóttu þeir sjúkrahúsið og dvalarheimili aldraðra. Frá Stykkishólmi héldu þeir í Grundarfjörð og Ólafsvík þar sem þeir héldu samkomur með mynda- sýningum í kirkjunum þar og loks héldu þeir samkomu í félagsheim- ilinu Röst á Hellissandi. Þá komu þeir við á heimleiðinni í Borgar- nesi þar sem þeir kynntu skóla- nemendum kristniboðið, árangur og útbreiðslu. Nú eru að verða 30 ár liðin frá því að fyrstu íslendingarnir fóru til Eþíópíu og reistu fyrstu ísl. kristniboðsstöðina í heiðnu landi, meðal Konsóþjóðflokksins. Nú eru um 10 þúsund Konsó- menn kristnir og þeim fjölgar með hverju ári. Þúsundir Konsómanna hafa notið menntunar í skólum kristniboðsins og tugir þúsunda koma á hverju ári til að fá bót meina sinna \ sjúkraskýlinu í Konsó. Ýmislegt annað hjálpar- starf hefur verið unnið þar á liðn- um árum. ustu. Verðbætur eru greiddar á sex mánaða fresti, raunar með þriggja mánaða töf. Á miðju ári 1980 var horfið frá hlutfallslegum verðbótagreiðslum og teknar upp krónutölubætur, sem miðuðu að því að tryggja kaupmátt lægstu launa. FRAKKLAND Vísitölubinding launa annarra en hinna lægstu er bönnuð með lögum. Lægstu launin hækka hins vegar því aðeins, að framfærslu- vísitalan hækki um meira en 2% á undangengnu þriggja mánaða tímabili. I reynd má þó segja, að flest laun séu verðtryggð með þeim hætti, að grunnkaup hækkar að jafnaði 3—4 sinnum á ári sam- kvæmt samningum. VESTUR-ÞÝZKALAND Vísitölubinding launa er bönnuð með lögum, en samningar eru hins vegar yfirleitt aðeins gerðir til tólf mánaða í senn. BRETLAND Laun hafa yfirleitt ekki verið tengd verðlagsvísitölu, nema í sér- stðkum undantekningartilvikum. AUSTURRÍKI Laun eru ekki visitölutengd, en á hinn bóginn eru í samningum gjarnan ákvæði um grunnkaups- hækkanir á samningstímabilinu til þess að tryggja kaupmátt lægstu launa. KANADA Almennt eru laun ekki tengd vísitölu verðlags, en á síðari árum hefur þó færzt í vöxt, að samhliða lengri samningstímabilum komi reglubundnar grunnkaupshækk- anir tengdar verðlagshækkunum. Enn sem komið er, taka þessi ákvæði aðeins til lítils hluta heild- arvinnuafls og vega því ekki þungt. í heimsókn Vonir standa nú til að Jónas Þórisson kristniboði og fjölskylda hans fari aftur til Eþíópíu síðar á þessu ári, því þrátt fyrir andstöðu yfirvalda gegn trúarlegu starfi, fá kristniboðar að dveljast í landinu. Árið 1978 hófu íslendingar kristniboð meðal Pókotmanna í Kenya. Á stöðinni þar er kirkja og skóli og nú er áformað að reisa þar sjúkraskýli. Tvenn íslensk hjón starfa þar meðal Pókotmanna. Hið fjölþætta kristniboðsstarf er borið uppi af frjálsum framlögum einstaklinga. Gert er ráð fyrir að til kristniboðsins þurfi eitthvað á aðra milljón ísl. króna á þessu ári. Islenska kristniboðið er í senn út- breiðsla kristinnar trúar og þróunarhjálp. Það fer ekki milli mála að því fé er vel varið sem látið er renna til Kristniboðsins. Það skilar marg- földum arði í betra mannlífi og gleði þeirra sem gefa, yfir að geta bætt úr böli þeirra sem hafa verið utan við heilbrigt líf og verið í stöðugum ótta um sína tilveru. Starfið í Konsó og Kenya sýnir að það er hægt að lyfta björgum ef vilji er fyrir hendi. Um leið og ég bið þessu góða starfi allrar blessunar vil ég beina því til landsmanna að þeir leggi þessu máli lið. Fréttaritari Bókamarkaðurínn Góóar bækur Gamalt veró SÝNINGAHÖLLINNI ÁRTÚNSHÖFÐA Opió 1 dag, kl 9 -18 næst síóasti dagur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.