Morgunblaðið - 06.03.1982, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982
Paisley-sinni
í þriðja sæti
Belfa.st, 5. marz. AP.
FRAMBJÓÐANDI Sambandsflokksins (OUP) sigraði í aukakosningu til
brezka þingsins í SudurBelfast í dag, fdstudag, en frambjódandi flokks séra
Ian Paisleys vard í þriðja sæti.
Svokallaður Alliance-flokkur
hófsamra manna, sem reyna að
brúa bilið milli mótmælenda og
kaþólskra, varð í öðru sæti. Kosið
var um sæti séra Robert Brad-
fords, sem skæruliðar írskra lýð-
veldissinna vógu 14. nóvember.
Séra Martin Smyth úr Sam-
bandsflokknum sigraði með 5.397
atkvæða mun, en Bradford sigraði
með 17.130 atkvæðum í kosning-
unum 1979. David Cook úr All-
iance-flokknum hagnaðist greini-
lega á klofningi mótmælenda og
hlaut meira fylgi en séra William
McCrea, syngjandi sveitaprestur
úr Lýðræðislega sambandsflokkn-
um (DUP), flokki séra Paisleys.
Kosningin var talin mjög mik-
ilvæg þar sem hún gæti orðið
mælikvarði á fyigi Paisleys meðal
mótmælenda og skorið úr um
hvort halla muni undan fæti hjá
Sambandsflokknum og flokkur
Paisleys taki við hlutverki hans.
Fylkiskosningar eru fyrirhugað-
ar í Úlster, ef til vill í haust.
Vörður myrtur í
árás á sendiráð
Lík ungs vegfaranda eftir skotbardaga lögreglu og bankaræningja á fjölförnu torgi I Róm á föstudag.
Skothríð á torgi í Róm
Kóm, 5. marz. AP.
LÖGREGLA og bankaræningjar — ef til vill hryðjuverkamenn — skiptust á skotum á mannmörgu torgi í Róm
í dag, föstudag, og 16 ára vegfarandi beið bana og lögreglumaður særðist alvarlega.
Maður, sem hringdi í fréttastofuna Ansa, sagði að hægriöfgasamtökin NAR bæru ábyrgðina. Tveir aðrir
lögreglumenn og annar vegfarandi særðust lítillega.
Fjórir árásarmenn búnir skotheldum vestum og vopnaðir vélbyssum réðust inn í banka við torgið rétt hjá
miðborginni. l>egar lögreglan kom á vettvang í þann mund er ræningjarnir komu úr bankanum var skotið á
hana. Allir bankaræningjarnir fjórir komust undan í bíl.
Hundruð týndir eftir
fellibyl á Kyrrahafí
Sydney, 5. marz. AP.
Kangoon, 4. marz. AP.
TILR/EÐISMAÐUR vopnaður hnífi
hljóp inn á lóð bústaðar sendiherra
Bandaríkjanna í Rangoon, höfuð-
borg Burma, í gærkvöldi, miðviku-
dagskvöld, stakk tvo verði og drap
Gulllækkun
veldur fáti
Gmdon, 5. marz. AP.
FÁT greip um sig í kauphöllum í dag
og verð á gulli lækkaði og hefur ekki
verið eins lágt í tvö og hálft ár. Doll-
arinn lækkaði gagnvart öllum helztu
gjaldmiðlum.
Við opnun var gull selt á 337,50
dollara únsan í London og Zúrich,
6,75 dollurum lægra verð en dag-
inn áður í London og 11 dollurum
lægra í Zúrich.
Gullverðið hefur ekki verið eins
lágt síðan 14. sept. 1979 þegar úns-
an kostaði 344,88 dollara í London.
Ástæðan er talin sala Rússa á
gulli til að greiða fyrir matvæla-
innflutning. Þær fréttir hafa einn-
ig borizt að nokkur OPEC-ríki
selji gull vegna lágs olíuverðs.
Silfur seldist á 7,41 dollara úns-
an miðað við 7,505 við lokun í gær.
annan þeirra áður en hann var yfir
bugaður.
Árásarmaðurinn heitir Mya
Thaung og er 35 ára gamall starfs-
maður í hrísgrjónamyllu. Hann
komst inn á lóðina þegar verðirnir
opnuðu hliðið til að hleypa sendi-
ráðsbíl inn. Sendiherrann, ungfrú
Patricia Byrne, var ekki viðstödd
þegar þetta gerðist.
Annar vörðurinn, Saw Wilson,
reyndi að stöðva Mya Thaung, en
var stunginn til bana. Hinn vörð-
urinn, Tinn Thein, reyndi að
hjálpa félaga sínum, en árásar-
maðurinn stakk hann með hnífn-
um.
Garðyrkjumaður sendiherrans
fleygði exi að árásarmanninum,
en hæfði ekki, og árásarmaðurinn
tók hana upp og elti garðyrkju-
manninn inn í þjónaálmu sendi-
herrabústaðarins.
Skömmu síðar kom lögreglan á
vettvang og yfirbugaði Mya
Thaung. Ix)greglan sagði að Mya
Thaung héldi því fram að hann
hefði lent í rifrildi við eiginkonu
sína og verið í öngum sínum og
drápshug. Ekki er ljóst hvers
vegna hann kaus að ráðast á verði
sendiherrabústaðarins.
Yfirheyrslur yfir Mya Thaung
standa enn yfir. Vörðurinn, sem
komst lífs af, liggur þungt haldinn
í sjúkrahúsi.
KONUNGURINN á Tonga, Taufa
Ahau Tupou IV, sagði í dag, fóstu-
dag, að nokkrir tugir Tongamanna
hefðu farizt þegar fellibylurinn “ís-
ak“ gekk yfir eyjaklasann á mið-
vikudaginn.
Þetta er mesti fellibylur í sögu
Tonga og sambandslaust var við
eyjarnar þar til konunginum tókst
að koma þessum skilaboðum til
Ástralíu gegnum talstöð.
Seinna hermdu fréttir að
hundruða manna væri saknað og
45.000 manns væru heimilislausir
eða helmingur íbúanna.
Konungurinn sagði að höfuð-
borgin Nukuúlofa á eynni Tonga-
tapu hefði orðið harðast úti.
Vindhraðinn var yfir 100 hnútar
og hús jöfnuðust við jörðu, þök
fuku af mörgum byggingum og
mikil flóð urðu. Símastaurar
hrundu, tré rifnuðu upp með rót-
um og eina orkuverið á eyjunum
eyðilagðist.
Fellibylurinn gekk yfir alla þrjá
helztu eyjaklasana og mikið tjón
varð á uppskeru, sagði konungur-
inn. Þó vantar upplýsingar frá
nyrztu eyjunum þar sem síma-
sambandslaust hefur verið og
rafmagnslaust síðan fellibylurinn
gekk yfir. Mest áherzla er lögð á
að koma því í lag.
Kapella konungs, sem hefur
staðið af sér hitabeltisstorma í
tæpa öld, skemmdist mikið.
Hercules-flutningaflugvél kon-
unglega ástralska flughersins er
komin til höfuðborgarinnar með
matvæli og lyf, litla rafstöð og
vatnshreinsitæki. í Wellington
sagði forsætisráðherra Nýja-
Sjálands, Robert Muldoon, að
þrjár flugvélar ný-sjálenzka
flughersins yrðu sendar til Tönga
með hjálpargögn.
Tonga ganga einnig undir nafn-
inu „Vináttueyjar" og eru 2.115
km austur af Ástralíu á Suður-
Kyrrahafi. í eyjaklasanum er 171
eyja og þar af er búið á 45. íbúar á
eyjunum eru um 90.000.
Heiðarlegri kosningu
heitið í Guatemala
t.ualemalaborg, 5. marz. AP.
FORSETI (.uatemala, Fernando Romeo I.ucas Garria, hét landsmönnum því
í dag, föstudag, að kosningarnar á sunnudaginn yrðu frjálsar og heiðarlegar
og kvaðst mundu virða úrslitin, hver sem þau yrðu.
Hann kvaðst ekki styðja nokk-
urn hinna fjögurra íhaldssömu
frambjóðenda í forsetakosningun-
um, sem fara fram í skugga póli-
tískra ofbeldisverka.
Vinstrisinnar hundsa kosn-
ingarnar og segjast ekki geta tekið
þátt í þeim, þar sem „dauða-
sveitir" hægrimanna mundu
myrða frambjóðendur þeirra. Þeir
halda því einnig fram að herinn
muni falsa kosningaúrslitin.
Rúmlega 20 voru drepnir í gær,
fimmtudag. Níu uppreisnarmenn
féllu þegar herflokkur eyddi búð-
um skæruliða nálægt Chichisten-
ango í héraðinu Quiche. Lagt var
hald á vopn, skotfæri, hand-
sprengjur, jarðsprengjur, lyf og
aðrar vistir. Einn hermaður beið
bana í átökum í San Rafael Pie de
la Cuesta. I Guazacapan börðust
skæruliðar við lögreglu og kveiktu
í skrifstofu þar sem kjósendur
skrá sig, ráðhúsi og lögreglustöð.
Þrír óbreyttir borgarar eru í
framboði í forsetakosningunum:
Mario Sandoval Alarcon, leiðtogi
Þjóðfrelsishreyfingar hægriöfga-
manna, Alejandro Maldonaldo
Aguirre, sem nýtur stuðnings
bandalags kristilegra demókrata
og Þjóðarendurnýjunarflokksins,
og Gustavo Anzueto Vielman,
frambjóðandi þjóðernissinna.
En sigurstranglegasti fram-
bjóðandinn er Angel Anibal Guev-
ara hershöfðingi, fyrrverandi
varnamálaráðherra sem er í kjöri
fyrir Lýðræðisflokkinn eins og
þrír síðustu forsetar voru á sínum
tíma.
Bandaríkjastjórn vonar að
kosningarnar verði heiðarlegar
svo að Bandaríkjaþing fáist til að
samþykkja fyrirætlanir um að
Guatemala verði veitt hernaðar-
aðstoð á ný. Slík aðstoð hefur ekki
verið veitt síðan 1977 þar sem Gu-
atemalastjórn hefur neitað að
samþykkja skilyrði um virðingu
fyrir mannréttindum sem fylgja
slíkri aðstoð.
Yfirmaður kjörstjórnar spáir
því að innan við helmingur
tveggja milljóna kjósenda greiði
atkvæði og telur að þátttakan
verði minnst í norðvesturhéruðun-
um þar sem skæruliðar eru um-
svifamiklir. Hann sagði að her og
lögregla mundu halda hryðju-
verkastarfsemi í skefjum á kjör-
dag, m.a. með stuðningi flugvéla.
Vopnaðir hermenn eru á verði í
höfuðborginni og leita m.a. að
jarðsprengjum undir bifreiðum.
Þrjú hundruð morð að meðaltali
hafa verið framin í hverjum mán-
uði síðustu tólf mánuði, en morð-
unum fjölgaði í um 500 í janúar.
Bretar horfa á
BBC um gervihnött
london, 5. marz. AP.
BREZK yfirvöld hafa gefið brezka sjónvarpinu BBC grænt Ijós á að
hefja sjónvarpssendingar um gervihnött um Bretland, fyrst um sinn á
tveimur rásum til viðbótar við þær sem sjónvarpsstöðin hefur fyrir. Er
ráð fyrir því gert að þessar útsendingar geti hafizt árið 1986, og að
möguleikar á fleiri rásum síðar verði opnir.
Til þess að geta notið sendinga
á nýju rásunum verða neytendur
að gerast áskrifendur að því efni
sem verður dreift á þeim. Á ann-
arri rásinni verða fyrst og
fremst sýndar kvikmyndir, list-
viðburðir og íþróttir, en á hinni
úrval sjónvarpsþátta sem völ er
á hverju sinni víðs vegar að úr
heiminum.
Afnotagjald af nýju rásunum
tveimur verður 34 sterlingspund
fyrir litasjónvarp og 12 pund
fyrir svart-hvítt tæki.
í dag var skotið á loft stærsta
fjarskiptahnetti heims frá Cana-
veral-höfða, Intelsat V-d, sem
vegur tvær smálestir. Hnöttur-
inn er í eigu 106 þjóða og um
hann munu fara tveir þriðju
allra milliríkjasamtala. Hann
verður tekinn í notkun 1. maí
næstkomandi.