Morgunblaðið - 06.03.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982
19
Innbrot í
Hressingar-
skálann
í FYRRINÓTT var brotist inn í
Hressingarskálann við Austur-
stræti. Farið var inn um þak-
glugga. Nokkru var rótað í húsinu
en engu stolið. Þá var brotist inn á
skrifstofur Happdrættis SÍBS við
Suðurgötu og þaðan var skjölum
merktum SÍBS stolið.
4 ára drengur
fyrir bifreið
FJÖGURRA ára gamall drengur
hlaut höfuðáverka og handleggs-
brotnaði þegar hann varð fyrir bif-
reið á Suðurbraut í Hafnarfirði um
klukkan 19 á fimmtudag. Drengur-
inn var á ferð með móður sinni, en
hljóp fyrirvaralaust út á götuna og í
veg fyrir bifreiðina og lenti framan á
henni. Drengurinn var fluttur í
slysadeild en meiðsli hans eru ekki
talin alvarleg.
Ok á ljósastaur
AÐFARANÓTT föstudagsins ók
tvítugur piltur bifreið á ljósastaur
við Sundlaugarveg. Atvikið átti sér
stað laust fyrir klukkan hálf þrjú.
Þrír voru í bifreiðinni og voru tveir
fluttir í slysadeild. Farþegi í fram-
sæti fótbrotnaði og ökumaðurinn
skarst í andliti, en farþegi í aftur-
sæti slapp ómeiddur. Ókumaður er
grunaður um ölvun við akstur.
Bifreiðin, sem er af gerðinni Ford
Pinto, er mikið skemmd.
W FRtf at^ONlNW/ dONOM
03 ÖGtlNóNOM VIONOM Wtít-
flfll flRNRLOS. VW 'MW HVöflT
w ætlom íkhi ðp KfKifl trnti
föNfllNN fl MofeON 03 ÍIL
flp ÍÁTfl fl(Kl9 SMftfl Oflft OKKíjR"
Vörukaupalán Reykjavfkurborgar:
Álögur svara til
78% ársvaxta
„HITAVEITAN getur ekki bætt á sig
fleiri erlendum lánum, eins og málum
er nú háttað," sagði Davíð Oddssnn,
formaður borgarstjórnarflokks sjálf-
stæðismanna, á fundi í borgarstjórn
Keykjavíkur 4. mars, og mælti með því
að hafnað yrði tillögu um að sótt verði
um lánsheimild á lánsfjárlögum fyrir
llitaveitu Reykjavíkur.
Máli sínu til stuðnings benti Davíð
á, að stjórnvöld hefðu opinberlega
viðurkennt, að Hitaveitunni sé hald-
ið í fjárhagslegu svelti, til þess að
koma í veg fyrir áhrif taxtahækkun-
ar á framfærsluvísitölu. Versti kost-
ur veitunnar væri, að stjórnvöldum
tækist að þvinga hana til að taka
stórt erlendt lán, sem ofbýður
greiðslugetu hennar. Til marks um
það, hve óhagkvæmt væri að taka
erlent lán um þessar mundir nefndi
Davíð, að í nóvember 1981 hefði á
vegum borgarinnar verið tekið vöru-
kaupalán til skamms tíma, sem
greiðast ætti 19. mars. Að óbreyttu
blasir við, að gengissig og annað leiði
til þess, að álögur á lánið nema sem
svarar 78% ársvöxtum.
Athugasemd við opið bréf
Matthíasar Eggertssonar
- eftir Anders Hansen
í TILEFNI greinar, sem ég reit í
Morgunblaðið hinn 24. fyrra mánað
ar, skrifar Matthías Eggertsson mér
„opið bréP' í Morgunblaðinu í dag,
5. mars. Þar segir hann í lok bréfs
síns:
„Þú hefur, Anders. Hansen, sýnt
áhuga á störfum Gunnars Bjarna-
sonar. Ég ráðlegg þér að skyggnast
dýpra en þú hefur gert hingað til.
Enn eru flestir þeir sem voru á
Hólum, þegar Gunnar Bjarnason
var þar skólastjóri, til vitnis, og
margt er að finna um fjármál
Hólaskóla í opinberum gögnum.
Með fullu trausti til þín um að
þú viljir hafa það sem satt reyn-
ist.“
Án þess að ég hyggi á ritdeilur
við Matthías Eggertsson, eða
opinberar orðræður við hann um
Hólamál, langar mig þó að benda á
eftirfarandi: I hinni nýútkomnu
bók Gunnars, Líkaböng hringir, er
rækilega skýrt frá þeim blaða-
skrifum, sem urðu um Hólamál á
sínum tíma. Þar er að finna
margvíslegar upplýsingar, bæði
um málið sjálft, og ekki síður um
persónulega afstöðu margra
manna til málanna á þeim tíma. í
Líkaböng er einnig eitt og annað
tínt til úr opinberum skjölum. —
Telji Matthías hins vegar þörf á
því, að opinberar upplýsingar eða
gögn um Hólaskóla í skólastjóratíð
Gunnars Bjarnasonar birtist
opinberlega í blöðum nú, vil ég ein-
dregið hvetja hann til að hafa
frumkvæði að slíkri birtingu. Ég er
til dæmis ekki í nokkrum vafa um
að mörgum þætti fróðlegt að sjá
niðurstöður opinberrar nefndar
um ástand Hólastaðar hið um-
deilda vor, úttektina á staðnum við
skólastjóraskiptin.
Hvatningu þeirri er Matthías
beinir til mín um að ég kynni mér
Hólamál betur en ég hef gert, vil
ég í fullri vinsemd vísa heim til
föðurhúsanna. Opinber gögn liggja
f.vrir, og telji Matthías þau eiga
erindi inn á síður dagblaðanna nú,
þá leggst ég ekki gegn birtingu
þeirra.
Einkaskoðanir Matthíasar Egg-
ertssonar á Gunnari Bjarnasyni og
hæfileikum hans, sem hann sér
ástæðu til að viðra í opinberu bréfi
til mín, hef ég á hinn bóginn ekki
áhuga á að ræða. En Matthíasi er
að sjálfsögðu heimilt að hafa þær í
friði fyrir mér.
Reykjavík, 5. mars 1982.
Anders Hansen.
Hjörleifur Guttormsson um samþykktir Alþýðubandalagsins í ÍSAL-málinu:
Samþykktin gerð í fullri
alvöru á „þeim yettvangia
„MÁLIÐ snýst ekki um það, að við
fórum að leggja það fyrir ríkisstjórn á
þessu stigi málsins. Við erum með
þessa ríkisstjórnarsamþykkt og hún
dregur upp þann ramma sem full sam-
staða er um innan ríkisstjórnarinnar
að fylgt verði," sagði Iljörleifur Gutt-
ormsson iðnaðarráðherra, er Mbl.
spurði hann, hvort þeir Alþýðubanda-
lagsráðherrar myndu leggja samþykkt-
ir miðstjórnar Alþýðubandalagsins um
ISAL málið, þar á meðal hugmyndina
um eignarnám álversins, fyrir ríkis-
stjórn.
Hjörleifur sagði aðspurður, að
hann stæði að samþykktum mið-
stjórnarinnar sem miðstjórnarmað-
ur. Hann var þá spurður hvort hann
sem jðnaðarráðherra myndi fram-
fylgja þeirri samþykkt innan ríkis-
stjórnarinnar. Hann svaraði: „Ég tel
enga ástæðu til að tjá mig um það á
þessu stigi. Ég tel að samþykkt mið-
stjórnar Alþýðubandalagsins sé gerð
í fullri alvöru á þeim vettvangi.,,
„Miðstjórn Alþýðubandalagsins er
upplýst um meginatriði í gangi
Snýst ekki um að við
förum að leggja það
fyrir ríkisstjórn á
þessu stigi málsins
mála. Það var enginn ágreiningur
þar um það efni,“ svaraði hann í
framhaldi af spurningu um hvort
hann teldi ekki að miðstjórnar-
fulltrúar Alþýðúbandalagsins reikn-
uðu meö að hann framfylgdi sam-
þykktinni, eða hvort hér væri aðeins
um málamyndatillögu að ræða.
Iðnaðarráðherra var þá spurður
hvað hann miyndi leggja fyrir dr
Múller á þeim fundi, sem hann hefur
boðað hann til í ráðuneytinu 25.
marz n.k. „Ég mun ræða við dr.
Múller um þau efni sem fram hafa
komið á milli aðila Islands og Alu-
suisse og kynna honum viðhorf ríkis-
stjórnarinnar. Ríkisstjórnarsam-
þykktin varðar deilumál fortíðarinn-
ar í sambandi við ársreikninga ISAL
1980 og verðlagningu á aðföngum frá
fyrri árum. Einnig óskir ríkisstjórn-
arinnar um endurskoðun á samning-
um.
— Muntu kynna dr. Múller hug-
myndir þínar sem miðstjórnarmað-
ur í Alþýðubandalaginu?
„Ég vil ekki tjá mig neitt um það
efni á þessu stigi málsins. Ég mun að
sjálfsögðu koma fram sem fulltrúi
ríkisstjórnarinnar í þessum viðræð-
um.“
Hjörleifur var einnig spurður,
hvort ríkisstjórnin myndi sam-
þykkja að vísa ágreiningsmálunum í
gerðardóm. Hann svaraði: „Við höf-
um lýst okkur reiðubúna til þess að
ágreiningsefnin fari í heild sinni í
gerðardóm, án fyrirvara frá aðilum,
enda hlíti aðilar niðurstöðum slíkrar
gerðar.“ Ráðherra sagði einnig að
gert væri ráð fyrir erlendum gerð-
ardóm hvað þetta varðaði.
Allir í fullu
fjori i
TEPPfíLttND!
Fjölskyldan er
velkomin í undra-
heim teppanna
★
Emmess-íspinnar
frá Mjólkursamsöl
unni og svaland
Pepsi og Seven U|
frá Sanitas
★
Endurskinsmerki
frá Sanitas hand;
börnunum
Opið
15.00 í dag
wOO£U OAJf?
m m m mmmmu.mwmkm
Grensásvegi 13, símar 83577 — 83430