Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö. Úthafsveiðar á laxi og Reykjavíkursamningur Islendingar hafa á liðnum áratugum lagt í mikinn kostnað við að rækta upp laxveiðiár sínar. Umtalsverður árangur hefur náðst á þessum vettvangi, samhliða því sem fiskeldi, fyrst og fremst silungs og lax, hefur gefið góða raun í eldisstöðvum. Islenzkar laxveiðiár hafa reynzt sterkt aðdráttarafl fyrir innlenda og erlenda útilífs- og sportveiðimenn og eru drjúgur tekjugjafi bændum og öðrum veiði- réttareigendum. Það þarf því engan að undra að samdráttur í laxa- gengd í íslenzkar veiðiár valdi fjölmörgum landsmönnum áhyggjum og veki þrálátar spurningar. Hlutfall úthafsveiða af heildarafla á Atlantshafslaxi er talið vera á bilinu frá 20% upp í 25%. Fræðimenn telja og að fyrir hvert tonn af veiddum laxi í úthafinu rýrni endurheimtur til upprunalanda um 1500 kíló. Úthafsveiðar hljóta því að verða einn af fyrstu athugunar- og rannsóknarþáttunum þegar menn reyna að glöggva sig á orsökum rýrari fiskgengdar í íslenzkar fiskveiðiár. Danir hófu flotlínuveiðar á laxi út af N-Noregi kring um 1970 og fleiri þjóðir fylgdu í kjölfarið, en hámarksafli á því svæði var allt að 1000 tonnum á ári. Færeyingar hafa og um langan aldur stundað línuveiðar á laxi og hefur afli þeirra vaxið úr 20 tonnum 1973 í 1065 tonn á síðustu vertíð. Islenzka landhelgisgæzlan hefur orðið vör við danska og færeyska laxveiðibáta rétt utan íslenzku fiskveiðiland- helginnar, austur af Langanesi. Fóru varðskipsmenn þar um borð í færeyskan laxabát, Hamrafossur, sem hafði fengið 600 laxa á 50 km langa línu á fimm dögum. Þá mun gæzlan hafa komið að dönsku fiskiskipi 9 mílur fyrir innan 200 mílna fiskveiðimörkin, austur af Langanesi 15. febrúar sl. Báturinn lét reka við dufl en var ekki staðinn að veiðum. Skiptar skoðanir eru uppi um, hvort og þá hve mikil áhrif þessar úthafsveiðar við íslenzku fiskveiðimörkin hafi á laxagengd í íslenzkar ár, en á það hefur verið bent, að mest veiðifall hafi orðið í laxveiðiám í Vopnafirði, en þar út af er veiðisvæði dönsku og færeysku bátanna. Gerður var milliríkjasamningur í Reykjavík, 18. til 22. febrúar sl., um verndun laxastofna í N-Atlantshafi, sem Islendingar og nokkrar fleiri þjóðir hafa nú undirritað. Búizt er við að fleiri þjóðir bætist í hópinn, en Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur, segir „vart við því að búast að hann öðlist gildi fyrr en eftir eitt ár í fyrsta lagi“. I þessum samningi segir m.a., að laxveiði sé bönnuð utan 12 mílna landhelgislínu aðildarríkja EBE nema við V-Grænland, þar er bann- að að veiða lax utan 40 mílna og í færeysku fiskveiðilögsögunni utan 200 mílna. Veiðar verða því naumast teknar upp á nýjum slóðum hér eftir og veiði leggst niður á alþjóðlegu hafsvæði milli Noregs og Jan Mayen. Samningurinn ætti, þegar til framkvæmda kemur, að skapa möguleika á stjórnun úthafsveiða með heildarhagsmuni fyrir augum. Þá gaf færeyska landsstjórnin út einhliða yfirlýsingu í lok ráð- stefnunnar þar sem því er heitið, að Færeyingar auki ekki laxveiðar í sjó frá því sem nú er. Einnig gaf hún fyrirheit um verulegan samdrátt í veiðum á yfirstandandi vertíð og þeirri næstu, ef samn- ingar næðust við EBE um aðrar fiskveiðar, sem nú munu hafa tekizt. Þegar þessi Reykjavíkursamningur kemur til framkvæmda stöðv- ast línuveiðar Færeyinga á laxi utan eigin fiskveiðilandhelgi. Sjálf- gefið ætti að vera að Islendingar leiti beinna samninga við Færey- inga um frekari samdrátt veiða þeirra á Færeyjamiðum, sem og nú þegar um veiðisókn þeirra upp að íslenzkri fiskveiðilögsögu, er geng- ur þvert á anda Reykjavíkursamkomulagsins, sem að vísu hefur ekki enn öðlazt gildi gagnvart þeim, samanber fyrri tilvitnun í Guðmund Eiríksson, þjóðréttarfræðing. Islendingar hafa verið í fararbroddi bæði um að banna laxveiðar í sjó og í að rækta laxveiðiár. Reykjavíkursamningurinn er framhald á þessu forystuhlutverki og felur í sér mörg jákvæð atriði. Einnig skipun nefndar til könnunar á úthafsveiði á laxi, er hafði m.a. það verkefni „að leita færra leiða til könnunar á hlutdeild íslenzka laxa- stofnsins í afla þeirra þjóða, sem laxveiðar stunda á norðaustan- verðu Atlantshafi". Þessi nefnd var skipuð af Pálma Jónssyni, land- búnaðarráðherra í ágúst 1981, og hefur nú skilað áliti um athugunar- efni sín. Skýrsla nefndarinnar spannar vítt svið: þróun úthafsveiða á laxi á N-Atlantshafi, stjórnun úthafsveiða m.a. með hliðsjón af nýgerðum Reykjavíkursamningi, könnunarleiðir á hlutdeild íslenzka laxastofnsins í afla á norðaustanverðu Atlantshafi, auk tillagna um seiðamerkingar, rannsóknir og aukið veiðieftirlit við strendur lands- ins. Forsjónin hefur lagt okkur Islendingum marga auðlindina upp í hendur til framfærslu og lífsfyllingar. Kúnstin er að nýta þær að því marki, sem höfuðstóll þeirra leyfir, en ganga aldrei á hann. íslenzki laxastofninn er ein þessara gjafa. Það er ýmissa álit að þessi stofn standi illa um þessar mundir, sé vart yfir 500 tonn. Það gildir sama um hann og aðra verðmæta fiskstofna, sem eiga vegferð út fyrir íslenzka fiskveiðilögsögu, um þá þarf að semja við aðrar viðkomandi þjóðir. Það hefur nú verið gert. Þessum samningi og öðrum verndar- aðgerðum þarf að fylgja fyrst í höfn og síðan fast eftir, hvað fram- kvæmdina varðar. „Hef alltaf málað í sterkum litum“ „ÞAÐ ER alltaf erfitt að út skýra eigin myndir, maðu notar myndmálið mest til sjálfstjáningar, og hver og einn verður að skynja þær é sinn hátt,“ segir Einar Há- konarson sem nú sýnir 56 olíumálverk að Kjarvalsstöð- um. Blm. leit þar við rétt fyrir helgina og var Björn Th. Björnsson þá að leiða nem- endur sína í listasögu gegn- um salinn. „Eg held þó, að form mynd- anna sé allt opnara og tján- ingarfyllra, og ég hef haldið áfram þessum hraða sem er í myndum mínum. Auk þess má segja að fleiri einstaklingar séu í myndum mínum nú en áður, sérstaklega á þetta þó við um fyrstu sýningu mína, en þar var yfirleitt bara ein fígúra." Málverk Einars eru flest mál- uð í sterkum litum, gulum, rauðum, grænum og bláum, við sjáum eina góðveðursmynd bað- aða í gulum sólarlitum, í ná- grenni við hana er mynd sem heitir „Spekingarnir" en hún sýnir tvo rauðlitaða spekinga spjalla saman á fagurgrænum fleti, og blár skugginn af rauð- um stólum þeirra blandast hálft í hvoru saman í augum áhorf- andans og mynda nýjan lit, fjólubláan sem þó er hvergi sjá- anlegur í myndfletinum. Þessi mynd er líklega með litsterk- ustu myndum sýningarinnar. Við spyrjum Einar hvort hann hafi alltaf notað svona sterka liti. „Já, ég hef alltaf málað í sterkum litum. Annars eru hér myndir innanum sem eru ró- legri bæði hvað snertir litaval og form." Stærsta myndin á sýningunni heitir „Umræður utan dag- skrár", en hún er ein 10 mynda sem þegar hafa verið seldar. Einar segist ekki hafa stuðst við neinar fyrirmyndir. „Alveg saklaus af því að hafa farið niður á þing, ég nota aldrei beinar fyrirmyndir." Að lokum er staðnæmst fyrir framan mynd sem ber heitið „Frjálst er í fjallasal". „Ég var lengi búinn að reyna að fá líf í þennan hest hérna, en ekkert gekk fyrr en ég notaði breiðan pensil eins og þið sjáið hér á pensilförunum." Og það er vissulega líf í þessum hesti, á baki hans situr kona með gult hár. „Það er svo mikið líf í þessari mynd að maður er hálf hræddur um konuna," segir Björn Th. Hann bendir á aðra og segir „þetta finnst mér besta myndin á sýningunni." Það er mynd af stúlku sem situr á stól. „Stúlkan er í svo miklum hvíld- arstellingum þar sem hún situr, en litirnir í kringum hana skapa andstæðurnar, það er eitthvað að gerast, það er mikil spenna í andrúmsloftinu," segir hann ennfremur. Við spyrjum Einar hvort hann sé ánægður með aðsókn- ina. „Já, ég get ekki sagt ann- að.“ Sýningin verður opin fram á annan sunnudag. - segir Einar Hákonarson um verk sín á Kjarvalsstöðum „Alveg saklaus af því að hafa farið niður á þing, ég nota aldrei beinar fyrirmyndir." Einar Hákonarson og „Umræður utan dagskrár“. (Ljósm. Mbl. Emilía.) „Ég var lengi búinn að reyna að fá Iff í þennan hest, en ekkert gekk fyrr en „Besta myndin á sýningunni," sagði Björn Th. Björnsson. „Situr í miklum ég notaði breiðan pensil eins og sjá má á pensilfarinu," sagði Einar um mynd hvfldarstellingum, en mikil spenna í umhverfinu". sína „Frjálst er í fjallasal". „Tekist hefur á þinginu að tryggja samstöðu um að halda Nordsat-málinu áfram“ - sagði Matthías Mathiesen Helsinkí, 5. marz. Frá Klínu Pálmadóttur blaðamanni Mbl. „EKKI verður sagt um þetta þing Norðurlandaráðs að á því hafi verið teknar tímamótaákvarðanir. Eg hefi hins vegar fundið greini- lega að hér hafa menn nú, eins og áður, unnið vel að því að samræma sjónarmið sín til samstæðrar ákvarðanatöku og sameigin- legra átaka," sagði Matthías A. Mathiesen, sem setið hefur þing Norðurlandaráðs í 20 ár. Þingmennirnir Matthías A. Mathiesen og Sverrir Hermannsson, sem fréttamaður Mbl. talaði við um þingið við lok þess, voru sammála um að stórákvörðunarþing hefði það ekki verið. Matthías nefndi Nordsat-málið og málefni norræna fjárfestingarbankans, sem einna merkilegust og Sverrir nefndi umræðurnar um fíkniefnin. Norðurlandaráð hafnar stuðningi við ferju til íslands og Færeyja llelsinki, 5. marz. Krá Klínu Pálmadóttur blaðamanni Mbl. Sverrir sagði: „Þingið hefur, þótt það hafi ekki skorið sig úr öðrum þingum, leitt í ljós að menn gera sér orðið ljósa þá geigvæn- legu hættu sem stafar orðið af fíkniefnum. Það sýnir þessi geysi- mikla umræða er varð um málið. Að vísu eru menn ekki alveg sam- mála um leiðirnar, en allt bendir til þess að mönnum sé nú nóg boð- ið og þeir eru reiðubúnir til þess að takast á við þennan ógnvald. í umræðum hafa fulltrúar ekki dregið af sér að lýsa þeim skoðun- um sínum.“ Þá benti Sverrir á efnahagsmál- in og sagði: „Efnahagsmálin hafa verið mikið rædd, eins og fyrri daginn, og hið geigvænlega at- vinnuleysi á Norðurlöndum og það er bjartsýnn tónn þegar menn tála um vinnumarkaðsmálin og fram- tíðina. Þeir sjá ekki að neitt bendi til þess að atvinnuleysið lagist, sem á rætur í orkukreppunni." Og Sverrir bætti við: „Mér finnst hafa farið vaxandi síðustu árin hér á þinginu samheldnisþörf þjóða — enda steðja að erfiðleikar og það þjappar þeim saman. Þær sækja í skjól hver af annarri." Þá sagði Sverrir að hann væri mjög ánægð- ur með móttökurnar, sem ræða hans um breytta framkvæmd á veitingu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hefði fengið og sagði að hugmyndinni um bætta skipan úthlutunarnefndar yrði fylgt eftir. Matthías Á. Mathiesen hefur tekið þátt í norrænu samstarfi og setið þingið í 20 ár, — var fyrst á Helsinkifundinum, þegar Hels- ingfors-samningurinn um skipu- lagt samstarf ríkisstjórnanna á Norðurlöndum var samþykktur, já, og undirritaður, segir hann. En áður hafði um 10 ára skeið starfað Norðurlandaráð skv. samþykkt þjóðþinganna. Hann hefur því góðan samanburð, þegar hann segir að ekki hafi að þessu sinni verið teknar neinar stórákvarðan- ir. „Það er ljóst að við hina öru tækniþróun er margt á því sviði sem verður einstöku landi um megn og það hvetur til sameigin- legra átaka,“ segir hann. „Menn- ingarsamstarfið á líka djúpar ræt- ur, samstarf á öðrum sviðum fer vaxandi, en það tekur langan tíma að samræma þau sjónarmið sem fram koma og Norðurlandaráðs- þingið er til þess að stjórnmála- menn geti skipst á skoðunum og það kemur fram í störfum nefnda þingsins og sameiginlegum niður- stöðum þar til áframhaldandi að- gerða. Mér finnst þetta þing hafa einkennst af því að hér hafa þau mál, sem á dagskrá hafa verið á undanförnum árum fengið um- fjöllun í ljósi þeirrar reynslu og skoðunar, sem fram hefur farið frá síðasta fundi, og þeim því þok- að áfram. „Þetta þing hefur ekki verið stórátakaþing. Það geta heidur ekki öll þing verið,“ sagði Matthí- as, „en hins vegar finna þeir sem taka þátt í starfinu árangur. Af einstökum málum má nefna Nord- sat-málið, sem hafði tekið nokkuð aðra stefnu en við höfðum vonað, en tekist hefur á þessu þingi að tryggja samstöðu til að halda því áfram. Málefni norræna fjárfest- ingarbankans varðandi aðstoð við verktaka, var mjög á dagskrá. Það var tekið upp á síðasta þingi, og miðar að aðstoð við verktaka til að fá verkefni erlendis til að geta þannig aukið atvinnutækifæri á Norðurlöndum og dregið úr at- vinnuleysi. En ný stjórn í Noregi hefur breytt nokkuð viðhorfum Norðmanna og því miðaði málinu ekki eins mikið hér og nú. Full aðild Grænlendinga, Fær- eyinga og Álandseyinga fékkst ekki í gegn núna, en ég held að það mál fari nú að skýrast á næsta þingi og þeir fái þá aðild. Málefni eiturlyfja var í mikilli umræðu, en þar er um sameiginlegan vanda Norðurlanda að ræða og þau vilja sameiginlegt átak til lausnar. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hið þýðingarmikla samstarf, sem er milli landanna í Norður- landaráði er grundvöllum þess hvað Norðurlönd og afstaða þeirra er virt á alþjóðavettvangi og að Sverrir Hermannsson Matthías Á. Mathiesen þau skipa þar þann sess sem raun ber vitni. Áhrifa þeirra mundi ekki gæta í jafn ríkum mæli þar ef svo væri ekki,“ sagði Matthías Á. Mathiesen að lokum. AFSKH’TI Norðurlandaráðs af ferju- flutningum til Færeyja, íslands og fleiri landa á vesturkanti Norður landasvæðisins eru úr sögunni, þannig hlýtur að túlkast svar danska sam- göngumálaráðherrans, J.K. Hansens, fyrir hönd forsætisnefndar ráðsins við fyrirspurn frá Norðmanninum Bjarne Mörk Eidem, varaformanni samninga- nefndar. Enda var ósk nefndarinnar um fé til að endurskoða fyrri áætlun um slíka ferju vegna breyttra að- stæðna hafnað. En bæði Bjarne Eidem og Stefán Jónsson, sem á sæti í nefnd- inni, sögðust samt mundu halda mál- inu vakandi. Þau rök voru færð fyrir neitun- inni, að slíka ferju væri ekki hægt að reka nema með tapi, og að í engu Norðurlandanna væri vilji fyrir því að greiða slíkt tap. Benti ráðherr- ann á það að Færeyingar rækju nú ÞING Norðurlandaráðs samþykkti hér í dag að árið 1983 yrði lýst norrænt umferðaröryggisár og er farið að undir búa það. Þegar er starfandi norræn allsherjarnefnd og farið að vinna að málinu í löndunum. Er athyglisvert að á meðan við íslendingar erum hér að kvarta yfir of lélegum samgöngum, og sambandsleysi á sjó við hin löndin, þá hafa þau mestar áhyggjur af of mikilli umferð. ferju milli Bergen, íslands og Fær- eyja, og að tvö skipafélög á Islandi væru með ráðagerðir um slíka flutn- inga 1983. Sagði Stefán Jónsson að þarna væri um allt annað að ræða þar sem Smyrill sigldi aðeins á sumrin og fyrirtækin tvö væru að hugsa um flutninga á túristum að sumrinu og það mest frönskum og þýskum túristum. Norðurlandaráð aftur á móti hefði verið með í huga siglingar milli landanna allt árið til að stuðla að betri samskiptum Norðurlandanna. Fyrirslátturinn llelsinki, 5. marz. __ Krá Klínu Pálmadóttur bladamanni Mbl. Á ÞINGI Norðurlandaráðs var í dag Hefur m.a. verið ákveðið að gefa út frímerki í tilefni ársins, í öllum löndunum, og að efna til kynningar og fræðslu á námskeiðum um um- ferðarmál, ásamt öryggismálum bíl- stjóra og farþega í bíl. Þó ekki sé búið að skipa sérstaka nefnd á íslandi vegna þessa umferð- aröryggisárs, þá hafa Óli Þórðarson og Ólafur Walter úr samgönguráðu- neytinu verið í samráði við sam- göngunefndina í Norðurlandaráði um aðgerðir. um fjárhagsaðstæður væri líka ógildur, þar sem engin endurskoðun á gömlum kostnaðaráætlunum frá 1978 hefði farið fram. Ola Olsen þingmaður frá Færeyj- um kvaðst líka eiga erfitt með að skilja hvers vegna Norðurlandaráð væri búið að vera með þetta mál í undirbúningi í heil 7 ár, ef því væri nú vísað frá vegna fjárskorts, og enginn vildi kosta neinu til. Var er- indinu um endurskoðun síðan vísað frá. spurt hvers vegna allar Norður landaþjóðirnar hefðu ekki komið á hjá sér samræmingu, þannig að öll ökuskírteini giltu í hinum löndunum eins og í heimalandinu. M.a. var bent á, að spurt hefði verið um þetta í Reykjavík fyrir 2 árum og það hefðu allir verið sam- mála um gagnsemi þess og að lag- færa yrði löggjöfina ef þyrfti til að koma því í gagnið í löndunum. Kom fram í svari Jalmo Wahl- ström, samgöngumálaráðherra Finna, að nú væri þetta að komast í gagnið í löndununt fjórum, Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi og Dan- mörku, en á Islandi væru ökulög í endurskoðun og yrðu líklega lögð fyrir þingið á næsta ári, og eftir það gæti ísland fyrst athugað um gildi þeirra á hinum Norðurlönd- unum. Árid 1983 norrænt umferðaröryggisár llt lsinki, 5. mars. Krá Elínu Pálmadóttur blaðamanni Mbl. Hægt miðar að samræma reglur um ökuskírteini

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.