Morgunblaðið - 31.03.1982, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 31.03.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 3 Skákþing íslands: 9 hafa skráð sig í landsliðsflokk NÍU keppendur hafa verið skráðir í landsliðsflokk á Skákþingi íslands, en fyrsta umferð verður tefld á föstudag. Hvorugur stórmeistaranna teflir á mótinu, Guðmundur Sigurjónsson tefl- ir á alþjóðlegu móti í Gausdal í Noregi og Friðrik Ólafsson kemur ekki við að tefla á skákþinginu vegna anna. if>eir níu sem tilkynnt hafa þátt- tökii* eru: Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson, Elvar Guðmundsson, Björn Þorsteinsson, Magnús Sólmundarson, Stefán Briem, Sævar Bjarnason og Sigurð- ur Daníelsson. Hugsanlegt er að Haukur Angantýsson muni tefla, en þeir Margeir Pétursson og Karl Þor- steins munu ekki tefla, vegna anna við próf. Alls munu 12 keppendur tefla í landsliðsflokki. Pyrstu verð- laun verða 15 þúsund krónur, önnur verðlaun 9 þúsund krónur, þriðju verðlaun 6 þúsund og fjórðu 3 þús- und krónur. Teflt verður í Norræna húsinu og verða tefldar 11 umferðir. í áskor- endaflokki og opnum flokki verður teflt í félagsheimili Taflfélags Reykjavikur, að Grensásvegi 46. Ragnar R. Jóhannesson, skipstjóri á Víði Trausta, með sprengjuna sem kom i netin um 10 sjómílur norðaustur af Siglunesi. Sprengjan gerð óvirk VARÐSKIPIÐ Ægir kom til Hauganess í Eyjafirði í gær og gerðu varðskipsmenn sprengju, sem kom í netin hjá Víði Trausta um 10 sjómílur norð- austur af Siglunesi í fyrradag, óvirka. Lögreglan á Akureyri kom með sprengiefni til Hauga- ness og var sprengjan sprengd í fjörunni í Hauganesi. Helst er talið að sprengjan hafi verið flugskeyti frá stríðs- árunum. Hún var um 12 kíló að þyngd, um 70 sentimetra löng og milli 20—25 sentimetrar í þver- mál. Herstöðva- andstæðingar: Ihuga lög- bann á fram- kvæmdir í Helguvík SAMTOK herstöðvaandstæðingi íhuga að krefjast lögbanns á fram kvæmdir í Helguvík. Samtökin láta nú kanna lög- fræðilega möguleika á lögbanni og að sögn Jóns Ásgeirs Sigurðsson- ar, sem sæti á í miðnefnd samtak- anna, verður ákvörðun um lög- bann tekin þegar könnun þessari er lokið, en þrjár vikur munu liðn- ar siðan málinu var hreyft aí hálfu samtakanna. Fimmta sýn- ing á Jazz-inn Pálmi Gunnarsson er hér í einu hlut verka sinna í söngleiknum Jazz-inn sem frumsýndur var við prýðilegai undírtektir í Háskólabíói á föstu dagskvöld. Söngleikurinn var síðan sýndui á laugardags-, sunnudags- og mánudagskvöld. Fimmta sýning hans verður í kvöld kl. 21. Á fjórðs tug tónlistarmanna og dansars kemur fram í sýningunni. Leiðrétting Nafn eins piltanna í a-sveit Hvassaleitisskóla, sem sigraði í sveitarkeppni grunnskóla í skák, misritaðist í Mbl. í gær. Snorri Guðjón Bergsson tefldi á 4. borði. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum. VEISTU UM ABRA BETRI? -M utmi okkur vmt! SKURÐGRAFA - HJÓLASKÓFLA - GAFFALLYFTARI - SNJÓRUÐNINGSTÆKI O.FL. SCHAEFF-INN ER JAFNVÍGUR Á ALLT OG HVERGI SLEGIÐ AF KRÖFUNUM. Schöéff SCHAEFF fæst i tveimur stearðum: SKB-600 (6 tonn), SKB-800 (8 tonn). Aka má vélinni úr aftursæti Vökvaflæði er 142 I pr. minútu á SKB-600 og 200 I pr. minútu á SKB-800. Öryggishús með sérstaklega góðu útsýni. Liðstýring — kostir hennar eru augljósir. Hægt er að fá opnanlega fram skóflu og lyftaragaffla, hvor tveggja með hraðtengiútbúnaði Fjórhjóladrif og öll hjól eru jafn stór er mikið atriði. Þegar SCHAEFF-inn er hjóla skófla án gröfuarms er þyngd arjöfnunarlóðum rennt auð veldlega úr frambrettum i aft urbretti. SKB-600 hefur 3.6 tonna há markslyftikraft, SKB-800 hefur 4ra tonna há markslyftikraft. SKB-600 hefur 9.5 tonna brot kraft, SKB-800 hefur 13.0 tonna brot kraft. SCHAEFF-inn sýnir vestur þýskt hugvit og hönnun Þeir fylgjast með sem þekkja SCHAEFF. Þyngdarjöfnun Höfðabakka 9 Simi 8-52-60 ■ j irt - Gafflar fyrir lyftivinnu t.d. ffsk- M kassa, timbur o.fl. Stiglaust vökvadrif kassa. í stað gir-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.