Morgunblaðið - 31.03.1982, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 31.03.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 19 VIRKA Klapparstíg 25—27, simi 24747. Bómullarefni 650 litir og munstur. Strauþjál, vönduö. V/RJKA Klapparstíg 25—27. simi 24747. Bómullarefni í fermingarkjóla og til hverskonar sauma. Talid frá vinstri: Halldór Ingi Ásgeirsson, Skapti Hallgrímsson, Árni Helga- son og Sigurþór Heimisson. SINDRA/mSTÁLHF Fyrirliggjandi í birgðastöð Efnispípur °OOo oo°^ °OOo Fjölmargir sverleikar og þykktir. BorgartúniSI sími 27222 „Leikhúsið er sem ópíum íyrir okkur“ Rætt við nokkra nemendur MA í leikferð Aristofanes hinn gríski skrifaði leik- rit fyrir 2400 árum, ádeilu á samtíðar- mann sinn og speking, Sókrates. Þrátt fyrir yfirnáttúrulegan áhuga íslendinga á bókmenntum yfirleitt, hefur þetta verk aldrei verið sýnt hérlendis fyrr en Leikfélag Menntaskólans á Akurevri frumsýndi það sunnudaginn 21. marz sl. i Samkomuhúsinu á Akureyri. Leikfélagið, sem er skipað fólki úr Menntaskólanum, sýndi leikritið sex sinnum á Akureyri og tvisvar í Kópavogsleikhúsinu. Þá er einnig fyrirhuguð sýning á Húsavík um næstu helgi. Til að forvitnast um leikfélagið og aðstandendur þess, ræddi Mbl. við nokkra úr hópnum, þá Halldór Inga Ásgeirsson, formann, Loga Má Ein- arsson, Árna Helgason, Sigurþór Heimisson og Gunnar Þorsteinsson. „Sl. haust hélt Andrés Sigurvins- son, leikari hjá Leikfélagi Ákureyr- ar, námskeið hjá Leikfélagi Mennta- skólans. Andrés vissi um handrit sem Karl Guðmundsson hafði þýtt fyrir LA árið 1976, en LA tók það aldrei til sýningar. Þá vaknaði hugmyndin um að LMA fengi verkið og það varð úr. Þetta verk heitir „Skýin“ og hefur aldrei áður verið sýnt á Islandi. Leikfélag Menntaskólans sýndi því áhuga vegna þess að það var tilvalið: bæði krefst það margra leikara, bæði stórra og lítilla hlutverka, auk þess fengum við það svo gott sem upp í hendurnar.“ Næst voru þeir spurðir hvers vegna þeir væru í leiklistinni. „Það er fyrst og fremst vegna áhugans. Sumir í hópnum ætla meira að segja í leiklistarskóla. (Ekki ég, skaut Logi inn í.) Það er gaman að vinna með öðru fólki og við kynnumst fleirum en ella. I okkur öllum býr viss exhibisjónismi og leikhúsið virkar eins og ópíum á okkur.“ Aðspurðir sögðust þeir vera nokk- uð ánægðir með aðsóknina, þó sér- staklega á Akureyri, en þar sáu um 700 manns leikritið. En hins vegar sögðust þeir vera óánægðir með að- sóknina á Reykjavíkursvæðinu. „Við sýndum í Kópavogsleikhúsinu á mánudagskvöldið, þá komu 50 manns, en í gærkveldi um það bil 100. En þó aðsóknin hafi ekki verið sem skyldi, þá voru undirtektir þeirra sem komu mjög góðar.“ HJ & KH Bestu þakkir til fjölskyldu minnar, annarra vandamanna og vina, félaga og stofnana, er gerðu mér áttugasta afmælisdaginn ógleym- anlegan og að sönnum hátíðardegi með heim- sóknum, heillaóskum og stórgjöfum. Bestu kveðjur, Guðmundur Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.