Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 11 BRENNANDI flak A-7-árásarþotu bandaríska sjóhersins í Middlesburg, Florida, þar sem hún hrapaði á íbúðarhús og hafnaði í garðinum. Flugmaðurinn varpaði sér út í fallhlíf rétt áður en flugvélin hrapaði og hann sakaði ekki. Kona, sem var í húsinu, slasaðist. Rússar fá leyfí til fiskveiða við strendur Falklandseyja Sömdu við Argentínumenn viku eftir innrásina Washington, 19. apríl. Al*. SENDIHERRA Breta í Bandaríkjunum sagði nú um helgina, að stuðningur Sov- étmanna við Argentínumenn í Falklandseyjadeilunni gæti verið fyrirboði aukinna um- svifa Rússa í þessum heims- hluta. Hann sagði, að Falk- landseyjar væru nokkurs konar „hlið“ að Suður- Atlantshafi og að það væri „mjög alvarlegt“ mál ef Rússar fengju að koma þar upp flotastöð. Sendiherrann, Nicholas Hend- erson, lét þessi orð falla í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð en í því sagði hann m.a., að ýmis „uggvænleg merki“ um nána sam- vinnu Rússa og Argentínumanna hefðu sést að undanförnu þrátt fyrir að herstjórnin í Buenos Air- es léti í veðri vaka stuðning við baráttu Bandaríkjamanna gegn áhrifum kommúnista í Mið- Ameríku. Viku síðar en Argentínumenn gerðu innrás í Falklandseyjar, sagði Henderson, gerðu Argen- tínumenn samstarfssamning við Rússa um fiskveiðimál, leyfðu þeim veiðar undan ströndum Falklandseyja og sömdu við þá um nána samvinnu í kjarnorkumál- um. Hann benti einnig á blaða- fréttir þess efnis, að Rússar létu Argentínumönnum í té „afar mik- ilvægar upplýsingar" um ferðir bresku herskipanna. „Þetta er mjög uggvænleg þróun," sagði Henderson, „og ef Argentínumönnum helst yfir- gangurinn uppi munu Rússar koma og segja, með nokkrum rétti jafnvel, að þeir hafi átt sinn þátt í því.“ Síðan munu Rússar minna á, að „æ sér gjöf til gjalda" og fara fram á aðstöðu fyrir flota sinn í Suður-Atlantshafi. í fréttum frá Buenos Aires seg- ir, að verð á matvælum hafi rokið upp úr öllu valdi og að mikið sé um hamstur og spákaupmennsku vegna ótta fólks við stríðsátök og afleiðingar viðskiptabanns EBE- landanna. Einkum eru kaupmenn sakaðir um að safna að sér birgð- um í von um skjótfenginn gróða seinna. Norðmenn hafa nú farið að dæmi Efnahagsbandalagsþjóð- anna og bannað innflutning frá Argentínu. Francis Pym, utanrík- isráðherra Breta, skýrði breskum þingheimi frá þessari ákvörðun Norðmanna í dag og risu þá allir þingmenn á fætur og fögnuðu innilega. Elísabet Bretadrottning undirritar yfirlýsingu um nýja stjórnarskrá Kanada og Trudeau forsætisráðherra fylgist með. Um 30.000 manns fylgdust með þessum sögulega atburði, þrátt fyrir hellirigningu. „Sérstök tillitssemi" í garð Rússa gagnrýnd í Danmörku Kaupmannahöfn, 19. apríl. Al*. POUL Sögaard, varnar- málaráðherra Dana, skýrði löndum sínum frá því nú um helgina í hverju hún væri fólgin sú „sérstaka til- litssemi“ við Rússa sem olli því, að bandarískri her- lúðrasveit var meinað að þeyta lúðra sína á naut- gripasýningu, sem til stend- ur að halda á Borgundar- hólmi í sumar. Bændurnir, sem sýninguna halda, segja að ætlunin hafi ver- ið að bandarísk herlúðrasveit, sem aðsetur hefur í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi, kæmi við á Borgundarhólmi á leið sinni til Rebild á Jótlandi, þar sem hún á að leika á dansk-bandarískri há- tíð í tilefni þjóðhátíðardags Bandaríkjanna 4. júlí nk. „Opinberir embættismenn lögðu hins vegar að okkur að hætta við það og það gerðum við,“ sagði Christian Kjöller, forsvarsmað- ur bændanna. Bandaríska herlúðrasveitin, sem bannað var að leika á Borgundar- hólmi. Sögaard, varnarmálaráðherra, svaraði spurningum frétta- manna um þetta efni nú um helgina og sagði, að Rússum hefði verið gefið munnlegt loforð um, að á Borgundarhólmi, sem er nær Póllandi en Danmörku, yrðu aðeins danskir hermenn og að á eyjuna mættu aldrei stíga fæti hermenn annarra þjóða. „Við reynum að forðast ögranir," sagði hann og kvað ekki skipta máli þótt vopnabúnaðurinn hafi aðeins verið lúðrar, trommur og horn. Rússar lögðu undir sig Borg- undarhólm í stríðinu en fóru þaðan aftur 1946 og það var þá, sem þeim var gefið þetta „lof- orð“. í ljósi þess, sem nú hefur gerst, er það hald margra, að Rússar hafi gert þetta að skil- yrði fyrir afhendingu eyjarinnar til Dana. Bo Christensen, þing- maður íhaldsflokksins, segist ætla að kefjast skýringa á þessu máli á þingi, en hann sagði, að afstaða varnarmálaráðuneytis- ins væri alveg „makalaus”, eink- um með tilliti til þess, að Borgundarhólmur er austasta aðvörunarstöð NATO á Eystra- saltssvæðinu. Christensen sagði, að svo virtist, að jafnvel þótt tií stríðs kæmi, mætti ekki senda NATO-liðsstyrk til eyjarinnar vegna „sérstakrar tillitssemi" við Sovétmenn. Segja kafbát hafa dregið skipið á hafsbotn Dylfinni, 18. apríl. Al*. FORSÆTISRÁÐHERRA írlands, Charles Haughey, hefur krafist opinberrar rannsóknar á atviki, sem varð til þess, að írskur togari sökk um 50 km austur af Dylfinni í gær. Skipverjarnir, 6 að tölu, segjast þess fullvissir að kafbátur hafi flækst í net togarans. Dróst skipið aftur á bak á fullri ferð um 3 km leið áður en það sökk. „Þetta var ógnvekjandi reynsla," sagði einn skipverjanna. „Okkur gafst enginn tími til að ná í björgunarvestin." Það var sjó- mönnunum til lífs að annar fiski- bátur var skammt undan og tókst að bjarga áhöfninni. Eitt mesta njósnamál í sögu Banda- ríkjanna Augusta, (ieorgíu, 19. apríl. Al*. HANDTAKA austur-evrópsks manns á götu úti í Augusta gæti ver- ið upphafið að einu stærsta njósna- máli í sögu Bandaríkjanna. Otto Att- ila Gilbert var handtekinn af FBI á laugardag og fluttur í fangelsi. Gilbert var handtekinn er hann var að ræða við William Hamilt- on, starfsmann FBI. Var fundur þeirra undirbúinn og liður í 4 ára eftirgrennslan og njósnum um starfsemi Gilbert. Var Gilbert með gögn merkt varnarmálaráðu- neytinu bandaríska í fórum sínum er hann var handtekinn. FBI hefur varist allra frétta um handtökuna, nema hvað skýrt hef- ur verið frá að Gilbert fái strax að heyra ákærur þær, sem lágu til grundvallar handtökunni. í herbergi Gilberts á Hilton- hótelinu í Augusta fundust að sögn FBI „ótrúlegir hlutir". Ekki hefur verið upplýst frekar hvað um ræðir. Talið er líklegt að Gilbert þessi sé Ungverji, en þó er það ekki sannað. Ekki eru nema 6 mánuðir síðan Joseph Helmich jr. var dæmdur til lífstíðar fangelsunar í Augusta fyrir njósnir í þágu Sov- étmanna á meðan hann dvaldi í París, snemma á sjöunda áratugn- um. Rússar taka Víetnama upp í skuld Tókýó, 19. apríl. AP. DAGBLAD í Vietnam, Yomuri, heldur því fram í frétt í dag, að fjöldi vietnamskra verkamanna sé sendur til Sovétríkjanna, sem hluti vangoldinna skulda Vietnam við Sovétríkin. Blaðið hefur það eftir japönsk- um stjórnvöldum svo og erlend- um diplómötum í Japan, að eigi færri en 10.000 verkamenn hafi verið sendir frá Hanoi sem „greiðsla". Segir ennfremur að verkamenn þessir vinni í iðju- verum um 200 km suður af Moskvu. Skuld Vietnama við Sovét- menn nemur um 3 milljörðum bandaríkjadala. Segja heimildir að stjórnvöld hyggist endur- greiða skuldina með vinnuafli. Er talið að í allt muni um 500.000 verkamenn verða sendir- Banana skírir Salisbury Harara Salisbury. /imbabwr, 19. apríl. Al*. BI.ÖD og útvarp í Salisbury nefndu í dag borgina Harara í öllum fréttum þar sem borgin kom við sögu. í stuttri tilkynningu frá upplýsingamála- ráðuneytinu var þess látið getið, að það væri til að minnast tveggja ára sjálfslæðis Zimbabwe, sem áður hét Ródesía. Tekur borgin nafn af löngu látn- um afrískum höfðingja. Salisbury hefur heitið svo allt frá árinu 1890 er hún var skírð eftir þáverandi for- sætisráðherra Breta, Lord Salis- bury. Við sjálfstæði landsins, sem var áður undir stjórn Breta, 18. apríl 1980 lýsti Robert Mugabe, forsæt- isráðherra landsins, því yfir, að öll nöfn, sem minntu á nýlendutímana, yrðu þurrkuð út. Fyrsta breytingin var á nafni landsins, úr Ródesíu i Zimbabwe. Drap forseti landsins, Canaan Ban- ana, lauslega á nafnbreytinguna á Salisbury í ræðu, sem hann hélt á knattspyrnuvelli til að minnast tveggja ára afmælis lýðveldisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.