Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Brezku blaðamennirnir, sem hafa verið handteknir í Argentínu, sakaðir um njósnir (talið frá vinstri): Simon Winchester frá „Sunday Times", Ijósmynd arinn Tony Prime og blaðamaðurinn Ian Mather, báðir frá „Observer". Carlos kominn á stjá? Tvær sprengjuárásir á Frakka í Vínarborg Yínarborg, 19. apríl. Al*. SPRENGJUR sprungu með stuttu millibili i franska sendiráðinu og á skrif- stofu Air France um hádegisbilið í Vínarborg í dag. Miklar skemmdir urðu á báðum stöðunum. Mikill eldur gaus upp á skrifstofu Air France og börðust slökkviliðs- menn í dágóða stund víð logana áður en tókst að ráða niðurlögum eldsins. Ekkert sannar að hér hafi verið um verk hins fræga skæruliða, Carl- osar, að ræða, en hann hótaði frðnsku ríkisstjórninni fyrir tæpum tveimur mánuðum. Þó þykir líklegt að hann eigi hér hlut að máli. Sprengjuárásir þessar koma beint í kjölfar morða tveggja sendiráðs- starfsmanna Frakka í Beirút fyrir helgina. Seint í dag barst hótun um að ráð- ist yrði á „Arlberg"-hraðlestina, sem gengur á milli Vínarborgar og París- ar. Ókunn rödd í síma hafði sam- band við járnbrautaryfirvöld í Vín- arborg, aðeins nokkrum tímum eftir sprengjuárásirnar. Aðskilnaðarsinnar Baska enn í vígahug Manrirl. 19. april. Al SKÆRUK brutust út á nýjan leik i Baskahéruðunum á Spáni er lögregiu- þjónn varð fyrir handsprengjuárás á sunnudag. Talið er vist að aðskilnað- arhreyfing Baska hafi verið þar að verki. Verðir skutu þegar í stað til baka á skæruliðana og tókst að hrekja þá á brott. I skothríðinni særðist tví- tugur piltur. Þetta var fjórða árásin á lögreglu- og gæslustöðvar á skömmum tíma. I árásunum hefur einn lögreglumaður látist og átta særst. Þá var ráðist á aðalsímstöðina í Madrid á sunnudag. Fór símasam- band af stórum hluta borgarinnar. Er talið að aðskilnaðarsinnar hafi einnig verið þar á ferð. Strandasýsla — jörd til sölu Jörðin er ca. 300 hektarar. Silungsveiöi og heitt vatn. Heppilegt fyrir félagasamtök. Árni Grétar Finnsson hrl. Strandgötu 25 Hafnarfirði sími 51500. Leiga — Iðnaðarhúsnæði lönaðarfyrirtæki óskar eftir ca. 200—250 fermetra iðnaðarhúsnæöi til leigu sem allra fyrst. Húsnæðiö þarf að vera á jarðhæð og helst óinnréttaö, að mestu. Utan dyra þarf að vera heimilt að geyma innpakkaö hráefni. Húsnæðiö þarf að vera í Reykja- vík. Samningar verða að vera a.m.k. til 5 ára. Leigu- tilboö ásamt greinargóöri fýsingu á húsnæöi óskast sent Morgunblaðinu fyrir 23. apríl merkt: „Húsnæöi — 1699". Hótel Hveragerði í Hverageröi er til sölu nú þegar. Hóteliö er í fullum rekstri. Öll venjuleg tæki fyrir hendi. Lóð 1343,2 ferm og því stækkunarmöguleikar. Upplýsingar gefa Skrifstofa Hverageröishrepps, sími 99-4150 og hæstaréttarlögmenn Ólafur Þorgrímsson og Kjartan Reynir Ólafsson, Háaleitisbraut 68, Rvík, sími 83111. Vestur-Þýskaland: Stjórn Schmidts spáð falli í haust VESTUR-þýski Jafnaðarmanna- flokkurinn heldur landsþing sitt þessa dagana og ber flestum stjórnmálaskýrendum saman um, að á því muni ráðast hvort flokkur- inn fær sitt „síðasta tækifæri" til að halda völdunum enn um sinn. Skoðanakannanir sýna, að vin- sa-ldir flokksins hafa ekki verið minni i aldarfjórðung, mikil óein- ing er meðal forystumanna hans og fylgið flýr í hrönnum. Margir spá því, að stjórn Helmut Schmidts muni falla í haust og að um það muni ráða mestu samstarfsflokkurinn, Frjálsir demókratar, með Hans- -Dietrich Genscher utanríkis- ráðherra í broddi fylkingar, en þeir hafa nú lykilaðstöðu í vestur-þýskum stjórnmálum. Ef svo færi yrði í fyrstu formsins vegna reynt að mynda nýja stjórn með samningum flokks- foringjanna en í raun er víst, að boðað yrði til nýrra kosninga. Erfiðleikar Jafnaðarmanna- flokksins stafa fyrst og fremst af flokkadráttum innan hans og ágreiningi við samstarfsflokk- inn, sem sett hefur svip á stjórn- arstörfin allt frá kosningunum 1980. Menn greinir á um stefn- una í varnarmálum, efnahags- málum og utanríkismálum og þeirri skoðun vex nú fylgi meðal jafnaðarmanna, að ekkert geti orðið flokknum til bjargar nema það eitt að verma stjórnaíand- stöðubekkina einhvern tíma. Tvö nýleg fjármálahneyksli, sem hafa svert bæði Jafnaðarmanna- flokkinn og verkalýðssamtökin í augum fólks, hafa ekki síst orðið vatn á myllu þessara skoðana. í fylkiskosningunum að und- anförnu hafa jafnaðarmenn tap- að miklu fylgi, ýmist til kristi- legra demókrata, samstarfs- manna sinna, frjálsra demó- krata, eða til umhverfisvernd- armanna, sem hafa nú, fyrst og fremst fyrir stuöning ungs og róttæks fólks, fulltrúa í fjórum fylkjum af 11 í Vestur-Þýska- Schmidt landi. Helmut Schmidt er hins vegar ekki talinn vera á þeim buxunum að gefast upp þótt á móti blási og þar sem stjórnin er kosin til fjögurra ára mun hún starfa áfram svo lengi sem þing- ið lýsir ekki yfir vantrausti á hana. Af þessum sökum getur aðeins tvennt orðið henni að falli. Annaðhvort tekur Jafnað- armannaflokkurinn sjálfur fram fyrir hendurnar á Schmidt eða samstarfsflokkurinn verður til þess. Fyrri möguleikinn er talinn mjög ólíklegur þrátt fyrir óánægju vinstriarmsins og þess vegna beinast allra augu að for- ystumanni frjálsra demókrata, Genscher utanríkisráðherra. Hann hefur að undanförnu gert sér far um það, jafnt í ræðu sem riti, að skerpa ágreininginn við jafnaðarmenn og jafnvel hótað að brjóta það samkomulag, sem flokkarnir gerðu með sér nú síð- ast. Samt sem áður koma menn ekki auga á það mál, sem frjálsir demókratar geta gert að fráfar- aratriði, og alls óvíst er, að flokkur hans sé ginnkeyptur fyrir samstarfi við kristilega Genscher demókrata. Til þess bendir m.a. samþykkt vinstriarms flokksins í Köln fyrir skömmu, en þar var með öllu hafnað samstarfi við Kristilega demókrataflokkinn. Annað, sem veldur óvissu um hugsanleg stjórnarskipti, er að enginn veit hver yrði í forystu fyrir kristilega demókrata. Helmut Kohl, núverandi for- maður flokksins, tapaði fyrir Schmidt í kanslarakosningunum 1976 og Franz-Josef Strauss, formaður systurflokksins í Bæj- aralandi, koltapaði fyrir honum 1980. Af þessum sökum liggur ekk- ert fyrir um líklega stjórn Kristilega demókrataflokksins en það kann allt að breytast eftir kosningarnar í Hamborg og Hessen í september nk. í Ham- borg, sem er heimaborg Schmidts, er jafnaðarmönnum spáð allt að 10% fylgistapi og úrslitin í Hessen eru ekki talin verða þeim hagstæðari. Ef svo fer getur verið að frjálsum demókrötum finnist kominn timi til að yfirgefa hið sökkvandi skip. — Sv. Noregur: Landhelgisbrjótar hóta vardskipsmönnum lífláti I Mó, 19. apríl. Fri frillaritari Mbl. SKIPSTJORI og skipverjar á hol It-nskum togara gengu berserksgang þegar norskir varðskipsmenn reyndu að snúa skipinu til hafnar i Noregi nú um helgina, en það hafði verið staoio að ólöglegum n-ioum suður af Krist- iansand. Norðmönnunum var hótað limlt-slintrum og dauða og urðu að yfir- gefa skípio, sem sigldi inn á danskt yfirráoasva-oi jafnvt-l þótt skotio væri að þvi aovörunarskotum úr rifflum. Tveir norskir varðskipsmenn fóru um borð í hollenska togarann, sem heitir „Lindguenda", á litlum báti en vegna þess hve vont var í sjó áttu þeir í erfiðleikum með að komast um borð en tókst það þó um síðir þrátt fyrir að Hollendingarnar neituðu að hjálpa þeim. Þegar um borð var komið þóttist skipstjórinn hvorki skilja ensku né þýsku en Norðmenn- irnir komust hins vegar yfir dagbók skipsins og kom þá í ljós, að engar aflatölur höfðu verið færðar í hana. Skipstjóranum var nú skipað að halda inn til Stafangurs, en þá rann á hann æði og skipverja hans, sem tóku annan Norðmanninn, lyftu hon- um upp á lunninguna og hótuðu að kasta honum í sjóinn ef þeir hefðu sig ekki sem skjóiast á burt. Við svo búið létu Norðmennirnir undan síga og fóru aftur yfir í varðskipið. Varðskipsforinginn íhugaði að skjóta á hollenska togarann með fallbyssunni en vegna þess, að byss- an var gömul og illt í sjó var horfið frá því ráði. Þess í stað var skotið að skipinu með rifflum en Hollend- ingarnir sinntu því engu. Norska utanríkisráðuneytið mun taka þetta mál upp við hollensk stjórnvöld og hollenski togarinn fær ekki leyfi til að veiða í norskri land- helgi í a.m.k. eitt ár. Einnig er talið líklegt, að Norðmenn höfði mál á hendur skipstjóranum fyrir hótanir hans við norsku varðskipsmennina. Friðarsinnar hand- teknir á Rauða torginu Mtiskvu. 19. íipríl. AP. SJÖ VESrnJR-EVRÓPUBÚAR voru handteknir á Rauða torginu í Moskvu í dag að því er haft er eftir talsmanni hópsins, sem fylgdist með mótma-la aðgerðum, sem hópurinn gekkst fyrir. Sjömenningarnir, tveir Frakkar, tveir Spánverjar, tveir ítalir og Belgi, sem allir tilheyra flokkum róttæklinga í heimalöndum sínum, voru að mótmæla styrjöldum í heiminum. Báru þeir stóran borða og reyndu að dreifa bæklingum þar sem skorað var á sovésk yfirvöld að snúa baki við vígbúnaðarkapp- hlaupinu og nota fjármunina held- ur til að seðja sveltandi munna um allan heim. Að sögn talsmanns hópsins kom hann til landsins á venjulegan máta, sem ferðamenn. Er ætlun þeirra að yfirgefa landið á morgun. Friðarsinnar mótmæltu einnig í Prag, Austur-Berlín, Búdapest, Búkarest og Sofíu. Þeim 13, sem mótmæltu í þrem- ur fyrsttöldu borgunum, var sleppt en 10, sem mótmæltu í hinum þremur, eru enn í haldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.