Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 17
 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 20. APRÍL 1982 17 Stjarnan leikur í 1. deild i fyrsta skipti: • Hér að ofan má sjá lio Stjörnunnar úr Garðabæ, sem sigraði i 2. deildarkcppninni í handknattleik og flyst í 1. deild í fyrsta skiptið í sögu félagsins, sem reyndar er ekki lóng. Nöfn þeirra eru, aftari röð f.v.: Einar vatnsberi, Guðjón Friðriksson, Magnús Andrésson fyrirliði, Eggert ísdal, Guðmundur Óskarsson, Hilmar Ragnarsson, Gunnlaugur Jónsson, Eyjólfur Bragason, Gunnar Einarsson þjálfari og Guðmundur Jónsson formaður handknattleiksdeildar. Aftari röð f.v.: Sigmar Jónsson, Viðar Símonarson, Ómar Karlsson, Birkir Sveinsson, Magnús Teitsson og Örn Einarsson. Ljótun. Júlíus. „Bjóst við að Fylkir og Haukar myndu skera sig úr" — segir Magnús Andrésson fyrírliði Stjörnunnar EINS og frá hefur verið greint í Mbl, lauk 2. deildar keppninni í hand- knattleik fyrir nokkru og var Stjarn- an úr Garðabæ þar fremur óvæntur sigurvegari. Með því að sigra Hauka mjög frækilega með þriggja marka mun suður í I Iafnarfirðí i síðasta leik deildarinnar fékk liðið einu stigi meira en ÍR, sem hafnaði í öðru sæti og verður samferða Stjörnunni upp í 1. deild. ÍR-ingar vita hvað 1. deildin er, en árangur Stjörnunnar er talsvert athyglisverðari, því á sið- asta keppnistimabili lék liðið í 3. deild. Og aldrei áður hefur þetta kornunga íþróttafélag átt lið í neinni 1. deild í knattiþróttum. Mbl. ræddi aðeins við Magnús Andrésson, fyrir- liða liosins, en hann hefur árum saman verið í eldlínunni. Mbl. lagði fyrst fyrir Magnús hvernig það legð- ist i hann að leika í 1. deild eftir öll þessi ár i 2. og 3. deild. „Það leggst alls ekki illa á mig, en við gerum okkur grein fyrir því að róðurinn verður mjög þungur, en við munum æfa stíft og sam- viskusamlega berjast fyrir sætinu í deildinni. Óhætt er að segja að við munum gera okkur ángæða með það fyrst og fremst að halda sætinu og við munum stefna að því." En er liðið þess megnugt að spreyta sig í 1. deild? „Við erum með hóp leikmanna sem hefur leikið saman í 6—8 ár og erum að því leyti vel settir. Við vorum jafnasta lið 2. deildarinnar og samæfingin innan hópsins var að nokkru leyti á bak við það. En það þarf örugglega að styrkja liðið og það kemur til með að styrkjast þar sem við reiknum með því að fyrri leikmenn Stjörnunnar sem leika og æfa með öðrum félögum muni skila sér." Hverju þakkið þið árangurinn? „í haust þegar keppnistímabilið hófst vissum við alls ekki hvar við stóðum gagnvart hinum liðunum, nýkomnir upp úr 3. deild. Við reiknuðum með deildinni sterkari en hún reyndist vera, reiknuðum við með því að lið eins og Haukar og Fylkir, með sína 1. deildar reynslu myndu skera sig úr og skipa sér í efstu sætin. En þegar mótið hófst kom í ljós að þessi lið höfðu vanmetið stöðuna og þau féllu á því. Tveir fyrstu leikir okkar voru gegn Vestmannaeyja- liðunum úti í Eyjum, en það er alltaf afar erfitt að sækja þau lið heim. Engu að síður náðum við góðum leikjum og unnum örugg- lega. Það má segja að þá höfum við gert okkur grein fyrir því að við áttum jafn mikla möguleika og hvert annað lið í deildinni og þar • Magnús Andrésson fyrirliði. með var stefnan sett á 1. deild. Það kom okkur síðan ákaflega mikið til góða hversu jöfn liðin reyndust og Gunnar Einarsson, þjálfari liðsins, stóð vel fyrir sínu, hélt hópnum vel saman. Og hann byggði á góðum grunni, því í vetur skilaði sér einnig starf sem aðrir unnu á undan honum, til dæmis þeir Sigurður Einarsson og Viðar Símonarson." En kom aldrei upp sú staða að vegna reynsluleysis og vegna þess hvað í húfi var að taugarnar vildu bresta? „Þegar við vorum búnir að vinna tvo fyrstu leikina í Eyjum vorum við komnir með mikið sjálfstraust og eins og allt þróað- ist voru möguleikar okkar svo miklir undir lokin að sú staða kom varla upp. Miklu frekar þjöppuð- um við okkur saman og tókum stefnuna á sjálfan titilinn þegar möguleiki á honum skaut upp koll- inum. Persónulega lagði ég mikið upp úr því að vinna deildina og þegar það tókst var ánægjan tvö- föld," sagði Magnús og að lokum. — gg- 99 • Gunnar Einarsson þjálfari. Stjarnan á hiklaust erindi í 1. deildina" - segir Gunnar Einarsson þjálfari og leikmaöur liðsins GUNNAR Einarsson þjálfaði Stjörn- una, jafnframt því sem hann lék nokkra leiki framan af mótinu, eða allt þar til hann varð fyrir slæmum meiðslum og fór í uppskurð á hné. Gunnar er þrautreyndur handknatt- leiksmaður, lék áður með FH, Göpp- ingen og íslenska landsliðinu. Mbl. spurði Gunnar um framhaldið, hvort hann verði ifram þjálfari liðsins. „Það er óvist á þessu stigi, hreinlega vegna þess að ég hef ekki gert það upp við mig. Ég starfa sem íþróttafulltrúi í Garða- bænum og það er erilsamt. Að þjálfa og leika i 1. deild myndi þýða að vera bundinn nánast á hverju kvöldi. En það verður fund- ur með leikmönnum fljótlega þar sem þessi mál verða rædd. En fari svo að ég sjái áfram um liðið, mun ég einnig leika með. Ég er orðinn góður af meiðslunum, meira að segja betri en ég var áður en allt slitnaði." Hvert var markmiðið hjá ykkur þegar vertíðin hófst siðasta haust? „Við vorum nýkomnir upp úr 3. deild og þegar keppnin hófst setti ég það markmið að halda sætinu í deildinni, það var raunhæft markmið þá. Um áramótin breytti ég markmiðinu, eftir það stefnd- um við fast og ákveðið á toppinn, því það kom í ljós að við vorum betur undir mótið búnir en hin lið- in og það sást best á því að við unnum flesta okkar leiki á síðustu tíu mínútum hvers þeirra, vorum hreinlega í betra líkamlegu ásig- komulagi, enda æfðum við mjög vel allt frá 1. júní." En hvernig leggst 1. deildin í þig? „Stjarnan á sannarlega erindi í deildina, en veturinn verður vafa- laust erfiður. Ég tel þó að hægt sé að ná 30—40 prósent meiru út úr liðinu en náðist á þessu keppnis- tímabili og strákarnir hafa sýnt að þeir hafa áhuga og getu til að gera vel. Nei, við erum ekki hræddir við 1. deildina." Hvernig verður undirbúningnum háttað fyrir næsta keppnistímabil? „Ja, ef ég verð þjálfari þá er það fullmótað. Æfingar munu hefjast 1. júlí, það reyndar heldur seinna en í fyrra, en á móti kemur að æft verður daglega. Siðan verður stefnt að því að fara til Vestur- Þýskalands, en mér hefur borist boð frá félagi þar í landi sem heit- ir Lading. Fyrirliði liðsins er gam- all félagi sem lék með mér hjá Göppingen og lið þetta er nokkurs konar „spútniklið" í Þýskalandi, var að vinna sig upp í 1. deild mjög óvænt. Þeir vilja fá okkur út og ef úr yrði myndum við dvelja þar í 10 daga, æfa á daginn og leika á kvöldin. Þess má geta, að Júgó- slavinn Horwat leikur með Lad- ing." En hvað um framtíðina? „íþróttaaðstaðan í Garðabæ þ.e.a.s. möguleikarnir frekar en aðstaðan sjálf eru geysilegir. Mið- að við fólksfjölda og staðsetningu er hér óvenjulega góð aðstaða til þess að skapa stórveldi í hand- knatt'eik. Yngri flokkarnir eru geysilega efnilegir og staðsetning félagsins hvetur leikmenn til að ganga til liðs við okkur, ekki síst þar sem liðið hefur nú skipað sér á bekk með bestu liðum landsins." -gg- Ein umferð eftir á Spáni og allt á suðupunkti Lena Köppen með Volvo-bikarinn en hún fékk hann þegar hún var kjör- inn íþróttamaður Norðurlandanna af samtökum íþróttafréttamanna. í SPÆNSKU knattspyrnunni er engu líkara en að Barcelona sé ger- samlega búið að gefa upp öndina, en I fyrir fáum vikum hafði liðið góða forystu í deildinni. Siðan hefur hver ósigurinn rekið annan og á laugar- daginn tapaði liðið 1—3 fyrir Real Madrid. Þar með féll Barcelona af toppinum, en Real Sociedad tók stöðuna. I'rslit leikja urðu sem hér segir: Las Palmas — Valladolid 1—1 Cadiz — Gijon 3—1 Betis — Castellon 3—1 Real Madrid — Barcelona 3—1 Atl. Bilbao — Santander 4—1 Osasuna — Real Sociedad 0—0 Espanol — Atl. Madrid 2—2 Zaragoza — Hercules 2—2 Valencia — Sevilla 3—2 Sem fyrr segir er Real Sociedad efst með 45 stig, Barcelona og Real Madrid hafa 44 stig hvort félag og Atl. Bilbao hefur 40 stig. Lena varð Evrópumeistari íþróttamaður Norðurlanda, badmintonstúlkan fræga frá Dan- mörku, Lena Köppen vann sinn fjórða Evrópumeistaratitil i bad- minton í Böblingen í V—Þýskalandi um síðustu helgi. Lena sigraði Karin Bridge frá Englandi í úrslitum með yfirburðum 11—1 og 11—9. Jens Peter Nierhoff varð Evrópumeistari i einliðaleik karla og komu þau úr- slii nokkuð á óvart. OG \7v<$-ós-/j4r/4 yoKe/£///o [1 £KRo*'t/p/e&/RA'/*Je \9&" 7//.fZy/Hyn/ frot-r- \ 7oA:e/. rtrzr/ár t*e/ ?y/&/R 3c/£k/fr A+f/sx/xz/. *ér WA/t/A* /r&*OÆlBcj A*e&JGYr/*/e/Af0A'A>í/Af ¦ TH ePOT. MATT\j^fZ.Z?BiJFOL>ei o<* pe/fiLRA UPt ¦0SKÐOST//&7ye//&3A 1 í ð7 A?f/st>rc/. ¦ ri iii fc ii ¦ i, ^ i I r »/? ///. MöKTl, Je//vt/ AF FYESTu STÓZ- J£P/tuPUjM 1 #£//lS&/ArAR-l J/V(/»T, /£Æ££t/R *neöKfAr<ji ' //OXA//A//A A*£g> /ZBf- Æ ^T^jeK/* M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.