Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982 + Móðir min, tengdamóðir og amma okkar, MARGRÉT GÍSLADÓTTIR fré Papey, Hólatorgi 8, iést þann 23. maí sl. í Landakotsspítala. Útförin hefur fariö fram f kyrrþey að ósk hlnnar iátnu. Sigrún Davíðadóttir, Óskar Ásgeirason og barnabörn t Bróöir okkar, ÞÓRÐUR BJARNASON, fyrrum bóndi aó Vallarhúsum, Miönesi, andaöist í sjúkrahúsi Keflavíkur 1. þessa mánaðar. Ólöf Bjarnadóttir, Ingólfur Bjarnason. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda hluttekningu vegna andláts og útfarar BENEDIKTS SVEINSSONAR, Fornastekk 11, Vigdía Einarsdóttir, Hjörtur F. Jónsson, Guöbjörg Sveinsdóttir, Karl Sveinsson, Baldvin Sveinsson. + Stjúpfaöir minn, JÓN GUDMUNDSSON, Amtmannsstíg 5, andaöist aö Elliheimilinu Grund þriöjudaginn 1. júnf. Eyrir hönd aöstandenda, Aóalsteinn Thorarensen. + Móöir mín, ELÍN GRÓA JÓNSDÓTTIR, Ægisíóu 58, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. júnf kl. 1.30. Guórún S. Karlsdóttir. Herluf Clausen - Minningarorð Fæddur 28. desember 1895 Dáinn 22. maí 1982 Afi minn og alnafni, Herluf Clausen, verður jarðsettur í dag. Hann andaðist að morgni laugar- dagsins 22. mai síðastliðins á 87. aldursári. Afi fæddist í Stykkishólmi 28. desember 1895. Hann var næst yngstur níu systkina, barna Hoi- gers P. Clausen og Guðrúnar Þor- kelsdóttur. Ættir átti hann að rekja til danskra kaupmanna í föðurætt og til presta og kenni- manna í móðurætt. Fyrsti Clau- seninn, sem flutti til Islands, var Holger P. Clausen, kaupmaður frá Ringkobing á Jótlandi. Kom hann hingað um aldamótin 1800 og sett- ist að í Ólafsvík ásamt eiginkonu sinni, Valgerði Pétursdóttur frá Búð í Hnífsdal. Þau höfðu kynnst í Danmörku er Valgerður var þar á ferðalagi, en hún mun hafa verið fyrsta kaupkonan á íslandi og hafði, er fundum þeirra Holgers bar saman, sjálf rekið hér verslun um áraskeið. Sonur Holgers og Valgerðar var Hans Arrebroe, sem gekk að eiga Ásu Óladóttur Sandholt, kaupmanns úr Keflavík, en þeirra sonur var Holger P. Clausen, faðir afa míns. Hans Arrebroe og fjölskylda hans fluttu út til Kaupmanna- hafnar um 1840 og ólst Holger þar upp. Arrebroe rak þó áfram versl- un sína í Ólafsvík og kom þangað árlega til eftirlits. Holger sonur hans stundaði viðskipti erlendis og kom víða við, meðal annars var hann um tíma búsettur í Ástralíu. Um 1870 fluttist hann svo til ís- lands og tók við ólafsvíkurversl- uninni. Hann kvæntist Guðrúnu Þorkelsdóttur, dóttur séra Þorkels Eyjólfssonar prests á Staðarstað og alsystur dr. Jóns Þorkelssonar Forna. Þau stofnuðu heimili í Stykkishólmi, en Holger rak þá orðið þrjár verslanir, í Óiafsvík, í Búðum og í Stykkishólmi, og var auk þess um skeið þingmaður Snæfellinga. Þrátt fyrir töluverð- an aldursmun var hjónaband þeirra Holgers og Guðrúnar mjög farsælt og bjuggu þau við góð efni. Skömmu fyrir aldamót seldu þau svo eignir sínar á Snæfellsnesi og fluttu búferlum til Reykjavíkur, og mun sú ákvörðun ekki síst hafa verið tekin með menntunarþörf barnanna í huga. Þegar uppruni Herlufs afa er hafður í huga er ekki að undra þótt hugur hans hafi fljótt hneigst til verslunarstarfa. Hann hóf sjálfstæð viðskipti þegar innan við tvítugt er hann stofnsetti eigið innflutningsfyrirtæki. Síðar átti hann og rak um margra ára skeið Húsgagnaverslun Reykjavíkur við Kirkjutorg og enn síðar stofnaði hann Lakkrísgerðina hf., og í fé- + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNÍNA H. EGGERTSDÓTTIR, Deildartúni 4, Akraneai, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness, aöfaranótt 30. maí, veröur jarö- sungin frá Akraneskirkju laugardaginn 5. júní kl. 14.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Akraness. Nanna Siguróardóttir, Svarra Valtýason, Anna Siguróardóttir, Laó Júlíusson, Vigfús Sigurösson, Eggert Sigurðsson, Þorvaldur Sigurósson, Guörún Magnúsdóttir, Guómundur Sigurðsson, Helga E. Höskuldsdóttir, Siguróur Sigurósson, Regfna Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar. tengdafaöir, afi og langafi, KRISTBJÖRN GUÐLAUGSSON, Eirfksbúð, Arnarstapa, Snæfellsnesi, veröur jarösunginn aö Hellnakirkju, laugardaginn 5. júní kl. 14. Þeím, sem vilja minnast hins látna, er bent á Slysavarnardeildina Hafbjörg, Breiöuvikurhreppi. Guörún Wormsdóttir, Gullý Kristbjörnsdóttir, Ágúst Korneliusson, Sigurborg Kristbjörnsdóttir, Guöbjartur Karlsson, Kristín Kristbjörnsdóttir, Sveinn Sigurjónsson, Anna Kristbjörnsdóttir, Ómar Kristjénsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR GÍSLADÓTTUR fré Hrísey. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Elliheimilinu í Skjaidarvík. Árni Tryggvason, Kristfn Nikulésdóttir, Jónas Tryggvason, Halldóra Þorvaldsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir, Þorsteinn Dagbjartsson Sigmann Tryggvason, Lilja Siguróardóttir, Jóhann Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Utför eiginmanns míns, HERLUF CLAUSEN, foratjóra, Gnoðarvogi 82, Reykjavík, sem andaöist laugardaginn 22. maí síöastliöinn, veröur gerö frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 3. júní kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Edith Clauaen. + Útför eiginmanns míns, fööur og tengdafööur og afa, KARLS KRISTJÁNSSONAR, Heióargerói 78, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. júni kl. 10.30. Blóm afþökkuö. Guörún Sigurjónsdóttir, Hilmar Karlsson, Þorleikur Karlsson, Kristjén Karlsson, tengdadœtur og barnabórn. + Jaröarför móöur okkar, PÁLÍNU K. SCHEVING, Skeggjagötu 15, sem lést 27. maí, veröur gerö frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudag- inn 4. júni kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Fríkirkju- söfnuöinn í Reykjavík. Hrefna Gunnlaugsdóttir, Ásta Steingrímsdóttir, Friörik Jörgensen. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og systir, RAGNHEIDUR H. KRISTJÁNSDÓTTIR POULSEN, Noröurvör 13, Grindavík, er lést aöfaranótt 26. maí, veröur jarösungin frá Grindavíkurkirkju 4. júní kl. 2.30. Lena Poulsen, Péll Kristjénsson, Sigurrós Poulsen, Gíslfna Kristjéns, Magnús Kristjénsson, Matthias Kristjéns, Gestur Kristjéns, Sigurrós Kristjéns, Markús Kristjéns, og barnabörn. lagi með syni sínum, Holger Clausen, og fleirum Pappírspoka- gerðina hf. í stríðsbyrjun keypti hann svo jörðina Lund í Lundar- reykjadai, en þar byggði hann upp stórbýli, sem hann rak um tíu ára skeið jafnhliða umfangsmiklum atvinnurekstri í Reykjavík. Afi var tvíkvæntur. Fyrri kona hans er amma mín, Lára Siggeirs, Torfasonar kaupmanns í Reykja- vík. Þau eignuðust einn son, Hol- ger P. Clausen, föður minn, sem nú er nýlátinn. Seinni kona afa er Edith Clausen, norskrar ættar, og gekk hann dóttur hennar, Elísa- betu, í föðurstað. Afi Herluf kom mér alitaf fyrir sjónir sem ímynd hins sanna heimsmanns. Hann var glæsimenni í útliti, allt yfir- bragð hans og fas bar vott um sér- stakan persónuleika og hnyttni hans í tilsvörum var oft viðbrugð- ið. Heimili hans var glæsilegt og bar vott um vandaðan smekk. Sem strákur horfði maður stórum aug- um á glæsivagna þá, sem hann ók um í. Á yngri árum stundaði hann mikið íþróttir, var um árabil skautakóngur Reykjavíkur og mikill skíðamaður. Ásamt bræðr- um sínum var hann einn af aðal- hvatamönnum að stofnun Knatt- spyrnufélagsins Fram. Seinni árin undi hann sér á sumrin við lax- veiðar í Grímsá, en þar átti hann sér sumarhús, Lundarhólma, í friðsælu og skógi vöxnu umhverfi við ána, sem hann hafði fyrrum sjálfur gróðursett. Þegar ég hugsa til baka koma ýmsar minningar upp í hugann. Sérstaklega eru mér þó minnis- stæð sumrin er ég dvaldi hjá afa í Lundarhólma. Þar komst ég senniiega í hvað nánast samband við hann og fann þá svo greinilega væntumþykju hans í garð hins unga nafna síns. Kveðjuorðin til afa míns verða ekki fleiri. Eftir lifir minningin um sérstakan mann, sem á langri ævi kynntist flestum hliðum þessa mannlífs. Eftirlifandi eiginkonu votta ég mína dýpstu samúð. Herluf ('lausen jr. Að morgni laugardagsins 22. maí sl. andaðist Herluf Clausen forstjóri. Féll þar í valinn merkur og stórbrotinn persónuleiki. Herluf fæddist í Stykkishólmi 28. desember 1895. Hann var son- ur hjónanna Holger P. Clausen, stórkaupmanns, danskættaðs og konu hans, Guðrúnar Clausen, fædd Þorkelsdóttir. Börn þeirra hjóna voru níu talsins, Ragnheið- ur, Oscar, Þorkell, Jóhannes, Arreboe, Ása, Herluf, Hulda og Axel, en hann er sá eini eftirlif- andi af systkinunum. Ungur að árum missti Herluf föður sinn, svo mikið lagðist á herðar ungrar móður að koma þessum stóra barnahópi til manns, en Guðrún leysti það vel af hendi með dugnaði og reisn. Herluf ólst upp í miðbæ Reykja- víkur, en þar bjó hann alla sína tíð og þar var hans starfsvettvangur. Herluf var stórbrotinn persónu- leiki, hann hafði sérstaka frá- sagnarhæfileika og kímnigáfa hans var einstök. Herluf var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Lára Siggeirsdóttir, kaupkona í Reykjavík. Eignuðust þau einn son, Holger P. Clausen stórkaupmaðnn. Hann lést fyrir tæpum tveim árum. Seinni kona Herlufs er Edith Clausen, fædd Andersen, ættuð frá Noregi. Lifir hún mann sinn. Eg, sem þessar fáu og fátæklegu línur rita, ætla ekki að rekja lífs- feril hans nánar. Aðeins þakka að fá að hafa kynnst þessum góða og merka manni. Og með þakklæti í huga kveð ég Herluf, sem var mér og mínum svo mikils virði. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresUL Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. E.C. Herluf Clausen, sem kvaddur er í dag, var í hópi frumherja Knattspyrnufélagsins Fram, þótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.