Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982 ást er... / ° ,.. að bíða með að hlæja þar til hann hefur sagt brandarann. TM Reo U.S. Pat. Off.—aM rtghts reserved •1982 Loe Angetee Tlmee Syndtcate M eð morgunkafíinu Ertu bara með ölhun mjalla, Eva, Ja, við sleppum ættarnafninu, en beldurðu að hægt sé að búa til sal- hvaða stöðu hefur þú í kerfinu? at úr náttfötunum mínum? HÖGNI HREKKVÍSI " Lo0*au FLOTimm Si&LCh A«si VA Atv/s Ljótur leikur rán- fugls viö Tjörnina Kæri Velvakandi! Á laugardaginn fyrir hvíta- sunnu gekk ég niður að Reykja- víkurtjörn síðdegis til að skoða fuglana, sem þar eru. Þegar ég var staddur við suðurenda Tjarnarinnar á móts við Skot- húsveginn, sá ég stokkönd koma úr litla hólmanum, sem þar er í aðaltjörninni. Eg sá strax að öndin var með stærri ungahóp en venjulegt er. Ég beið því þar til hún kom með allan hópinn að bakkanum til mín. Ég taldi ungana og voru þeir 18. Svo stóran hóp með einni önd hefi ég ekki séð áður. Hefi ég þó fylgst með Tjörninni og lífinu þar frá því ég var unglingur. Daginn eftir, á hvítasunnu- dag, fór ég aftur með brauð niður að Tjörn. Ég fór þá að huga að öndinni með ungana sina átján. Jú, ég fann hana, en þá var hún aðeins með þrjá unga. Hvar voru allir hinir? Stóð ekki á svarinu, því á með- an ég var staddur þarna kom svartbakurinn og hirti þessa þrjá sem eftir voru. — Og önd- in, sem hafði komið með átján unga úr eggjum, hafði nú eng- an eftir. Þetta er ljót saga. Hvar eru dýra- og fuglavinirnir? Er eng- inn, sem á að sjá um fuglana á Tjörninni af bæjarins hálfu? Það þarf ekki mikið til að svartbakurinn hverfi af Tjörn- inni. Aðallega þarf vilja ásamt smáþekkingu á háttum fugls- ins. Ég veit, að það er ósk flestra, sem leggja leið sína að Tjörninni og ætla að gera það sér til gleði og ánægju, að þeir sem hafa umsjón með Tjörn- inni stöðvi þennan ljóta leik ránfuglsins nú þegar. Sigurjón Skrifíð eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstudaga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilis- föng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar þess óski nafnleyndar. Sigfús B. Valdimarsson skrífar: „Hárlos“ réttnefni á útvarpsþættinum Fyrir nokkru hlustaði ég á þátt í útvarpinu, sem nefndist „Hárlos“. Ég held það hafi verið réttnefni á öllum þeim þvættingi og guðlasti, sem þar kom fram. Þar var m.a. vitnað í 2. kafla Postulasögunnar, þegar postularnir „urðu fullir af heilögum anda og tóku að tala öðr- um tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla“, (4. vers.) þarna voru menn frá mörgum þjóðum er sögðu: „Vér heyrum þá tala á vor- um tungum um stórmerki Guðs. En þeir urðu allir forviða og ráða- lausir og sögðu hver við annan: Hvað getur þetta verið? En aðrir höfðu að spotti og sögðu: Þeir eru drukknir af sætu víni.“ (12.-13. vers.) Þá er það sem Pétur reis upp ásamt þeim ellefu, hóf upp rödd sína og ávarpaði þá: „Þér gyðingar og allir Jerúsalemsbúar, þetta sé yður vitanlegt, og ljáið eyru orðum mínum, því að eigi eru þessir menn drukknir, svo sem þér ætlið, því nú er þriðja stund dags, heldur er þetta það, sem sagt hefir verið fyrir af Jóel spámanni: Og það mun verða á hinum efstu dög- um, segir Guð, að ég mun úthella af anda mínum yfir alt hold, (14.—17. vers), því nú er þriðja stund dags.“ Hér stoppa höfundar þáttarins, og sleppa niðurlaginu á svari Péturs, og slá því föstu að postularnir hafi verið „hippar". Á þennan hátt er oft hægt að falsa staðreyndir. En höldum okkur fast við orð Guðs. Pétur hélt áfram að tala og áhrifin leyndu sér ekki. „En er þeir heyrðu þetta, stunguNt þeir í hjörtun og sögðu við Pétur og hina postulana: Hvað eigum vér að gjöra bræður? En Pétur sagði við þá: Gjörið iðrun og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar, og þér munuð öðlast gjöf heilags anda, því að yður er ætlað fyrir- heitið og börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru, öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.