Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982 35 ekki teldist hann til stofnenda fé- lagsins. Þeir Clausen bræður, Areboe og Herluf, voru mjög áber- andi í starfi Fram á bernskuárum félagsins og lengi fram eftir. Er ekki ofmælt, að þegar nöfn þeirra bræðra voru nefnd, hafi Fram komið upp í hugann í sömu andrá. Svo nátengdir voru þeir félaginu. Areboe var virkari þátttakandi að því leyti, að hann var einn af stofnendum Fram og um langt skeið einn snjallasti leikmaður fé- lagsins. Herluf var aftur á móti hinn virki þátttakandi utan vallar. Hann fylgdist með leikjum félags- ins og hvatti leikmenn til dáða. Á bak við tjöldin þótti hann ráða- góður þegar hagsmunir Fram voru annars vegar. Senn eru liðin 75 ár frá því, að ungir drengir í Suðurgötunni og næsta nágrenni stofnuðu Fram. Flestir þeirra, sem tóku fyrstu sporin í sögu félagsins, eru nú horfnir yfir móðuna miklu. Hug- sjónir og störf þeirra lifa þó áfram í kröftuguri starfsemi þúsunda reykvískra ungmenna, sem halda merki frumherjanna á lofti. Herluf Clausen var í hópi frum- herjanna. Að leiðarlokum er hon- um þökkuð samfylgdin og áhuginn á velgengni Fram fyrr og síðar. Knattspyrnufélagið FRAM Með Herluf Clausen er fallinn í valinn einn af stofnendum Skíða- félags Reykjavíkur — og var hann sá eini eftirlifandi er sat í fyrstu stjórn þess — og þar með einn af elstu frumherjum og frammá- mönnum skíðaíþróttarinnar. Eins og kunnugt mun vera, var Skíðafé- lag Reykjavíkur stofnað 26. febrú- ar 1914. Sem stjórnarmeðlimur var Herluf Clausen mjög virkur í starfi sínu og traustur félagsmað- ur. Fyrir starf sitt í þágu Skíðafé- lags Reykjavíkur var hann gerður að heiðursfélaga þess. Eins og gengur og gerist í íþróttafélögum voru miklar sveifl- ur í starfsemi Skíðafélagsins, en duglegir og harðfylgnir menn eins og Herluf Clausen o.fl. hófu, undir forustu þáverandi formanns fé- lagsins L.H. Múller kaupmanns, undirbúning að byggingu hins merka skíðaskála í Hveradölum. Þó að formaður hafi verið frum- kvöðullinn að byggingu skálans var Herluf heitinn Clausen, sem gjaldkeri félagsins, ötull og úr- ræðagóður að því mikla grettis- taki sem þá var iyft — í þágu fé- lagsmanna sem annarra skíðaiðk- enda. Skíðafélag Reykjavíkur vill hér með votta fjölskyldu Herluf Clausen sína dýpstu samúð og minningu hans virðingu. Stjórn Skíðafélags Reykjavíkur Margrét Gísladótt- ir - Minningarorð Fædd 16. apríl 1910 Dáin 23. maí 1982 „Þío náðin Drottinn nóg mér er því nýja veröld ffnfst þú mér, í þinni birtu hún brosir öll, í bláma sé ég lífnins fjöll.“ (Einar H. Kvaran.) Útför Margrétar Gísladóttur hefur farið fram í kyrrþey að hennar eigin ósk. Ég, sem þessar línur skrifa, hef þekkt Margréti í 12 ár, síðan einkadóttir hennar giftist syni mínum, Óskari. Ég þekki lítið til fyrri ára, veit þó að Margrét átti mörg systkin og ólst því upp á mannmörgu heimili í Papey. Margrét var dugmikil kona, trygg- lynd en fáskiptin, nema af því sem henni við kom. Hún var góð amma drengjanna hennar Sigrúnar, Sævars og Kristjáns, sem ólust upp með ömmu sinni, og þeir sakna hennar sárt og kveðja hana með virðingu og þakka henni alla umönnun frá því fyrst þeir muna eftir sér. Sama er að segja um litlu systkinin í Grundarfirði, Ásgeir og Margréti, sem þótti svo undur vænt um Margréti ömmu og hlökkuðu svo til þegar hún kom í heimsókn. Síðustu mánuði, hefur hún ekki getað farið vestur til þeirra vegna veikinda, en þau komu að kveðja ömmu sína eftir að hún var komin á sjúkrahús. Sárastur verður viðskilnaður Sig- rúnar við mömmu sína, þær hafa alltaf verið nálægt hvor annarri, þar til Sigrún flutti til Grundar- fjarðar. Ég þakka Margréti góð kynni og hún vissi að ég ætla að taka mömmu- og ömmusætið hennar meðan mér endist aldur til. Ég bið góðan Guð að styrkja ástvini hennar alla og leggja blessun sína yfir litla langömmu- drenginn sem hún lifði til að sjá og gleðjast með foreldrunum ungu því: „Ef glcóibroN er gefió mér, «í Kjöf er drottinn öll frá þér, og verói af gorgum vot mín kinn, ég veit aó þú ert faóir minn.“ (Einar H. Kvaran) Blessuð sé minning Margrétar Gísladóttur. Elísabet Helgadóttir t Inmlegar þakkir til allra, sem hafa sýnt okkur samúö vegna fráfalls SIGTRYGGS GUOMUNDSSONAR, Hraunbraut 35, Kópavogi. Sigríöur Halldórsdóttir, Helga Jóakimsdóttir, Halldór Sigtryggsson, Lana Kolbrún Eyþórsdóttir, Herborg Sigtrygsdóttir, Ómar Norödahl, Hrafnkell Sigtryggsson, Þorgeir Ómarsson. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát eigin- manns míns, fööur, tengdafööur og afa, GILBERTS MOESTRUP, Hjallabrekku 11. Sérstakar þakklr viljum viö færa læknum og starfsfólki á deild A-5, á Borgarspitalanum og læknum og hjúkrunarfræölngum á gelsla- og göngudeild Landsspítalans fyrir frábæra hjúkrun og umönnun í veikindum hans. Inga Moestrup, Jóhann Gilbertsson, Magnea Guömundsdóttir, Jörgon Moestrup, Hjördfs Jónsdóttir, Jytte Moestrup, Kenneth Schmidt og barnabörn. AMERlSK Fcest í nœstu verslun! Niðursuðuverksmiðjan ORA hf. i veiðiferðina slandi ■ -♦**-<* I vy ■' 1 | +r j 18.4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.