Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982 3 1 Úr Miðfirði: Bændur fá bakreikninga vegna of mikilla launa 1980 SUAarbakka, hvítasunnudag. Úr Miðfiréi. SVIPADA sögu er aö segja héö- an og stööugt heyrist í útvarpi um kulda og gróöurieysi á Norö- urlandi. Ekki hefur þö fest snjó hér í lágsveitinni síðan í fyrstu viku maí. Úrfelli ekki mikiö en kuldi svo mikill aö gróöri fer lítið fram. Sauðburöur er víöast langt kominn og hefur yfirleitt gengiö vel. Sums staöar hefur geldfé og einlembum veriö sleppt, en ann- ars allt á fullri gjöf og hefur veriö síöan í nóvember. I slíku árferði verður gíMrleg fóðureyðsla, bæði á heygjöf og fóðurbæti, en ekkert hefur borið enn á fóðurskorti, en allt þetta útheimtir geysimikla vinnu og trúlegt að margur sé orðinn lang- þreyttur og syfjaður, þar sem fá- íiðað er á flestum bæjum, en fé ekki yfirgefið allan sólarhring- inn. Ekki er farið að bera tilbúinn áburð á og sagt hefur verið að verð á honum hækki um 60% frá því í fyrra. Áburðurinn er ein- hver stærsti liðurinn í útgjöldum bóndans og mikið tjón ef hann nýtist ekki til fulls vegna slæms árferðis. Mikið er talað um dýrtíð og þau vandræði, sem hún skapar. En vilja ekki allir meiri dýrtíð? Svo er helzt að sjá. Það er talað um kjararýrnun og kjarabætur, vísi- tölu og vísitölubætur. Allir vilja fá þærri laun og helzt borgað fyrittram. Hver starfshópur kemur eftir annan og vill hafa eitthvað meira upp úr krafsinu en sá sem samdi næst á undan og ef ekki semst er bara að ganga út og hætta. Leggjast fyrir og halla sér. Það er talað um verðlags- grundvöll landbúnaðarafurða, nú er sagt að hann eigi að hækka um rúmlega 14%. Þetta á víst að vera til að bæta hag bænda, en hver verður reyndin og hvenær kemur það í ljós hver hagnaðurinn verð- ur? Um síðustu áramót kom, að því að maður hélt, endanlegt verð fyrir sauðfjárafurðir fyrir árið 1980, en þó með fyrirvara. Margir bændur lifðu í þeirri trú að þeir hefðu sléttað sína viðskiptareikn- inga um áramótin, en Adam var ekki lengi í Paradís. Þegar kom fram í marz kom bakreikningur. Vísitöluspekingar í Reykjavík höfðu komizt að þeirri niður- stöðu, eftir að hafa reiknað í hálft annað ár, að bændur höfðu fengið of mikið kaup á árinu 1980 og þá varð að sjálfsögðu að leið- rétta það, því rétt er rétt og verð- ur að standa. Reikningarnir voru að sjálfsögðu mjög misháir, allt frá nokkrum þúsundum króna upp í tugi þúsunda. Auðvitað færðir samstundis til skuldar á viðskiptareikninga og gjaldfalln- ir vextir mánaðarlega þar til skuldin verður greidd, sem varla verður fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Trúlega myndi einhvers staðar heyrast hljóð úr horni ef launþegar fengju slíka bakreikn- inga. Þetta var fyrir árið 1980, enginn gerir ráð fyrir öðru en að útkoman verði verri fyrir árið 1981 og hvað þá heldur yfirstand- andi ár. Tímabært væri að okkar ágætu þingmenn sæju sóma sinn í því í upphafi næsta þings, að afnema lagaákvæðið um að bændur skuli hafa sambærilegar tekjur við aðrar vinnandi stéttir í t landinu. Ef fram heldur sem horfir um islenzkan landbúnað, verður trúlega ekki langt í það að draumsýn þeirra manna rætist, sem telja að þá fyrst verði gott að lifa á íslandi, ef landbúnaður verður ekki lengur stundaður. Benedikt Borðstofu- húsgögn frá Bahus í mjög háum gæðaflokki. Gjörið svo vel og lítið inn. Ef þú notar Pinotex á húsið, fœrðu tvöfalda endingu með lyktarlausri viðarvörn Ert þú einn þeirra, sem kvíðir fyrir því að þurfa að ,,bera á” húsið annað hvert ár - eða jafn- vel á hverju sumri? Pinotex,viðarvörnin frá Sadolin, tekur mesta kvíðann úr þér. Pinotex er nefnilega með eitt mesta þurrkefnisinnihald, sem þekkist á markaðnum. En það er einmitt þurrkefnið, sem m.a. vemdar viðinn í brakandi þurrki og í slagveðursrigningu. Þess vegna er Pinotex með tvö- falt lengri endingu en flestar viðarvarnir sem fást í verslun- um! Pinotex er lyktarlaus viðarvöm. Pað eitt er mikill kostur. Pino- tex rennur ekki úr penslinum eins og oft vill henda með þynnri efnum. Samt er létt að bera Pinotex á viðinn, - og þétt- ur litur kemur vel fram við fyrsta pensildrag. Pinotex er selt um allan heim. í dag er Pinotex viðarvörn notuð í 82 löndum, allt frá íshafs- héruðum til hitabeltislanda. Betri meðmæli er varla að finna. Með Pinotex hefur Sadolin komið til móts við hörðustu kröfur veðurs og vinda. Pess vegna er okkur óhætt að mæla eindregið með Pinotex viðar- vöm hérlendis, enda hefur reynslan á íslandi sýnt og sann- að ágæti Pinotex. Fáðu upplýsingar um eiginleika Pinotex í næstu málningar- og byggingarvöruverslun. Þar færðu Pinotex sem hentar þér best. Litakortin em ókeypis. Sadolin -dönskgæöavara! DAGA TIL AÐ SLÁ ÞÉR Á TÓNJAFNARA OG TÍMATÆKI FRÁ AKAI MEÐ 20% VERÐLAUNA- AFSLÆTTI. * Laugavegi 10 sími 27788 * Miöaó vi<5 staögreiðslu 80 72 FARÐU EKKITÆKJAVILLT - TRYGGÐU ÞÉR M 'fl IGÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.