Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
STOFNAÐUR 1905
Innritun næsta skólaár
Verzlunarskóli íslands tekur inn nemendur af öllu landinu og úr
öllum hverfum Reykjavíkur, án tillits til búsetu.
Umsóknir skal senda til Verzlunarskóla íslands, Grundarstíg
24,101 Reykjavík. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl.
9—12 og 1—3.
Verslunardeild
Nemendur eru teknir inn í 3. bekk.
Inntökuskilyröi er grunnskólapróf.
Reynist ekki unnt aö taka inn alla sem sækja um skólavist,
veröur höfö hliðsjón af aldri nemenda og árangri þeirra á
grunnskólaprófi.
Umsóknarfrestur er til 4. júní og skulu umsóknir þá hafa borist
skrifstofu skólans, en æskilegt er aö umsóknir berlst sem fyrst
eftir aö grunnskólaprófum er lokiö, ásamt afriti af prófskírteini
en ekki Ijósriti.
Lærdómsdeild
Nemendur eru teknir inn í 5. bekk, sem skiptist í hagfræöideild
og máladeild.
Inntökuskilyröi er einkunnin 6,50 á verslunarprófi.
Umsóknareyðublöö fást á skrifstofu skólans.
Umsóknarfrestur er til 4. júní.
NÁMSSKRÁ FjökJ kennslustunda á viku
Verolunardoild Laardómsdoild
3. be 4. bo 5. bokkur 6. bekkur
Hd. Md. Hd. Md.
íslenska 4 4 4 4 4 4
Enska 5 5 5 5 5 5
Þýska 4 4 4 4 3 3
Danska 4 4
Franska 4 6
Latína 6 6
Stæröfraeöi 4 4 8 4 7 3
Bókfærsla 5 5 3
Hagfræöi 3 3 5 5
Lögfræöi 3
Saga 3 2 2 2 2
Líffr.-Efnafr. 5 5 5 5
Vélritun 3 3
Tölvufræöi 3 3
Leikfimi 2 2 2 2 2 2
Valgrein 3 3 3 3
Samtals 40 40 38 39 39 39
Fullorðinsfræösla
Haldin veröa námskeiö í hagnýtum verslunargreinum fyrir fólk
eldra en 18 ára mánuöina sept.-nóvember 1982. Hvert nám-
skeið stendur yfir í 60 tíma og verður kennt tvo tíma í einu
annan hvern dag kl. 17—18.30 eöa kl. 18.30—20.
Eftirtaldar námsgreiöar verða kenndar og getur hver þátttak-
andi aöeins innritað sig í tvö námskeiö. Tímatafla veröur tilbúin
eftir skólasetningu 10. sept.
Ensk verslunarbréf
Þýsk verslunarbréf
Bókfærsla I
Rekstrarhagfræöi
Verslunarréttur
Vélritun I
Tölvufræöi
Námskeiöunum lýkur meö prófi og fá þátttakendur afhent
skírteini.
Innritunarfrestur er til 1. sept. 1982.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaöur í hverju námskeiöi og munu
þeir sem fyrstir senda inn umsókn ganga fyrir ef fleiri sækja um
en komast að. Umsóknareyöublöö og nánari upplýsingar er aö
fá á skrifstofu skólans.
VERZLUNARSKÓL! ÍSLANDS
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
75 ára afmæli:
Leifur Eiríksson
fyrrv. skólastjóri
Það er oft vitnað til aldamóta-
kynslóðarinnar. Stundum er það
gjört af nokkru yfirlæti, svo að
nálgast háð. Fátt tel ég ómaklegra
ef ekki heimskulegra. Sú kynslóð,
sem fæddist í upphafi aldar og
ólst upp með henni á skilið djúpa
þökk og virðingu. Þessi kynslóð
var borin til mikillar baráttu og
henni brunnu í brjósti fagrar hug-
sjónir um frelsi þjóðar og ræktun
lands og lýðs. Við eigum þeim kon-
um og körlum mikið að þakka,
sem aldrei brugðust æskuhugsjón-
um sínum og stigu stór skref, svo
að þær mættu rætast:
„Göfug bugHjón geLslum stráir
gróðurmagni á lífsins vegi“.
Ég flyt þeim vini mínum ham-
ingjuóskir, sem mælti þessi orð og
hefur lifað og starfað í samræmi
við þau æ síðan.
Leifur Eiríksson, fyrrverandi
skólastjóri og yfirkennari, er sjö-
tíu og fimm ára í dag.
Hann fæddist norður við
heimskautsbaug að Harðbak í
Norður-Þingeyjarsýslu, 3. júní
1907. Þá var bjart yfir norðurslóð-
um og vorhugur fór um þjóðina
alla, þótt enn væri langt að loka-
marki.
Leifur ólst upp með foreldrum
sínum, Eiríki Stefánssyni, vita-
verði og bónda á Rifi, og konu
hans, Ingibjörgu Jóhannsdóttur.
Faðir Leifs lést árið 1956, en móð-
ir hans lifir enn á Raufarhöfn.
Ungur gekk Leifur að öllum
venjulegum störfum til sjós og
lands. Samtímis nam hann allt
það, er ættfólk og bækur gátu
miðlað fróðleiksfúsum huga hans.
Það er mjög gaman að heyra Leif
segja frá æsku sinni og enn getur
hann þulið kvæði, sem hann lærði
í bernsku. Hann átti þess kost að
menntast, þótt efnin væru knöpp á
þeim tímum. Hann stundaði nám í
Gagnfræðaskólanum á Akureyri
og löngu síðar hélt hann suður frá
störfum og fjölskyldu og lauk
kennaraprófi vorið 1944, en áður
hafði hann stundað kennslu og
skólastjórn um árabil. Leifur var
mikill félagshyggjumaður og kom
víða við. Hann stofnaði ungl-
ingaskóla á Raufarhöfn, gekkst
fyrir byggingu sundlaugar með
skátadrengjum á Raufarhöfn 1946
og kenndi sund lengi síðan. Hann
var formaður Ungmennaf. Austra
á Raufarhöfn um skeið og í stjórn
Verkalýðsfélags Raufarhafnar. Á
sumrin var hann við ýms störf,
m.a. vélgæslumaður og verkstjóri
og honum voru falin mörg trúnað-
arstörf fyrir sveitarfélag sitt og
var þar oddviti um skeið.
Árið 1958 gerðist hann kennari
við barnaskóla Garðahrepps og
þar hefur hann unnið síðan, um
skeið sem yfirkennari, en nú er
hann bókavörður við bókasafn
Flataskóla. Lengur verður starfs-
saga Leifs Eiríkssonar ekki rakin,
en það er sannmæli, að í öllum
greinum hefur hann reynst
traustur og árvakur starfsmaður,
framúrskarandi reglusamur og
vandvirkur, enda má hann í engu
vamm sitt vita.
í einkalífi hefur Leifur notið
mikillar giftu. Eiginkona hans,
Sveinbjörg Lúðvíka Lund, lést 15.
ágúst 1977. Fráfall hennar varð
Leifi þung raun. Hún var honum
traustur lífsförunautur. Með glað-
bílasala
GUÐMUNDAR
BERGÞÓRUQOTU 3 • SÍMARs 19032-36870
Honda Accord 81, mjög fallegur.
Chrysler Le Baron 79, ekinn 14 þús.
Mazda 929, árg. 80, ekinn 15 þús.
BMW 320 80, ekinn 26 þús.
Mazda 323, árg. 82, ekinn 2 þús.
Volvo 72, 74, 76, 77, 78, 79, 80.
Cortina 76, ekinn 14 þús.
Mazda 323, árg. 77, góöur bíll.
Datsun Cherry 81, eins og nýr.
Mercedes Bens 250, árg. 78, toppstand.
Saab 99 GL, árg. 1981.
Opel Record 78, mjög fallegur.
Honda Civic 77, engin útborgun.
Peugeot 78, ekinn 24 þús., eins og nýr.
lyndi sínu og góðvild vann hún sér
vináttu allra, sem kynntust henni.
Heimili þeirra hjóna var og öllum
hugljúft fyrir gestrisni og hlýtt
viðmót.
En margur geislinn hefur fallið
á veg þessa vinar og við þá er gott
að geta glaðst. Þau hjón nutu mik-
ils barnaláns og nú gleðja afkom-
endurnir og ástvinirnir margvís-
lega.
Ég er í hópi þeirra fjölmörgu,
sem munu hugsa með þökk og
hamingjuóskum til Leifs Eiríks-
sonar í dag. Vinátta hans og fjöl-
skyldu hans hefur verið mér og
mínum mikils virði. Leifur Ei-
ríksson er athugull maður og að-
gætinn að eðlisfari og ber lítt
innstu tilfinningar sínar á torg út.
En sá verður auðugri en ella, sem
eignast hefur traust hans og
tryggð.
Eg veit marga nemendur hans,
sem hugsa jafnan með virðingu og
þakklæti til læriföður síns. Það
segir sína sögu um lífsstarf hans.
Og enn koma á fund hans í bóka-
safninu börn, sem gleðja með
brosi sínu og einlægni og þiggja
góð orð og vinhlýju, sem vonandi
verða þeim geislar á lífsins vegi.
Leifur Eiríksson er hagorður vel
og hefur hann margan glatt með
fögrum kvæðum og vönduðum vís-
um. í ágætu kvæði til Kvenfélags
Garðabæjar segir hann trúlega
það best sjálfur sem ég vildi mæla
á þessum tímamótum um hug
hans og lífsviðhorf:
„Vitnar þakkarhros hjá barni
bjástrandi að leik og starfi,
þar sem bollust hönd að verki
hlúir dýrsta þjóðararfi.
Þar sem ótal virkar vonir
vaxa undir þroskans merki.“
Gleðji þig í dag þakkarbros
barna og vina. Þökk sé þér, vinur,
fyrir holla hönd og hlýjan hug.
Megi þér enn vaxa virkar vonir
undir þroskans merki.
Bragi Friðriksson
SPECK
Lensi-, slor-, skolp-,
sjó-, vatns- og
holræsa-dælur.
Útvegum einnig dælu-
sett meö raf-, Bensín-
og Diesel vélum.
SfituiiíflgMUigiiuiir
<§t
Vesturgötu 16,
simi 13280
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
húsnæöi óskast
Skrifstofu og
lagerhúsnæði
óskast til leigu. Stærð ca. 70—80 fm. Æski-
leg staðsetning sem næst höfninni.
Tilboö sendist augld. Mbl. fyrir hádegi laug-
ardaginn 5. júní nk. merkt: „Þ — 3114".
húsnæöi i boöi
ísafjörður
Til sölu er 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi
við Hlíöarveg 5, ísafirði.
íbúöin er um 70 fm ásamt geymslum og
bílskúr, sem getur fylgt íbúöinni eöa verið
undanskilinn, óski kaupandi þess.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur B. Halldórs-
son í síma 94-3975 á kvöldin.
Aðalfundur Heimdallar
Heimdallur SUS í Reykjavik, heldur aöalfund sinn 6. júní nk. i Valhöll
kl. 14.00.
Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.