Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 118. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Reagan leggur upp í 10 daga Evrópuferðalag Wa.shington. 2. júní. AP. RONALD REAGAN forseti lagði í dag, miðvikudag, upp í fyrstu Evrópu- ferA sína síAan hann hann tók viA embætti. Hann lýsti því yfir aA hann væri hreykinn aA koma fram fyrir hönd Bandaríkjanna og hét því aA reyna aA efla einingu vestrænna iAn- ríkja. Reagan verður 10 daga í ferðinni og situr m.a. tvo leiðtogafundi — efnahagsráðstefnu í Versölum og NATO-fund í Briissel. I kveðjuræðu, sem hann flutti 200 embættis- mönnum, sagði Reagan að hann vildi nota ferðina til að segja heiminum hvað það væri „sem við viljum fyrir allt fólk í heiminum". í tæpan áratug hefði verið við erf- iðleika að etja í sambúðinni við sam- herja Bandaríkjanna og innanlands og óvissa ríkt, „en nú er eining og staðfesta að eflast á ný og ég vona að þessi ferð muni stuðla að því“. Bandalagið hefði „staðið af sér árásarhótanir og innri ágreining, en við höfum varðveitt einingartilfinn- ingu og stuðning við frelsi og enn er reynt að prófa vilja okkar, ef til vill meira en nokkru sinni áður. Því er mikilvægt af þessari ástæðu að hitt- ast og endurnýja böndin sem tengja okkur." Sumir drægju gildi bandalagsins í efa og teldu það þungt í vöfum og svara ekki þörfinni á aðgerðum og til væru þeir í Bandaríkjunum sem vildu skríða inn í einangrunarskel- ina. „En þar sem við höfum hafnað þessum öðrum leiðum á síðustu ára- tugum hefur ríkt friður." Bandaríkin hefðu aldrei sótzt eftir því forystuhlutverki, sem var þröngvað upp á þau í lok heimsstyrj- Árás á flugstöð Islamabad, 2. júní. AP. AFGHANSKUR andspyrnuleiðtogi hélt því fram í dag, miðvikudag, að liðssveitir hans hefðu ráðizt á mikil- væga sovézka flugstöð, Bagram-flug- stöðina fyrir norðan Kabul, og eyðilagt 12 flugvélar. Hann sagði að fallbyssuárás hefði verið gerð á flugstöðina — stærsta hernaðarmannvirki Rússa í Afghan- istan — í hefndarskyni við sókn Rússa í Panjshir-dalnum, aðal- andspyrnuvíginu í Parwan-héraði, 100 km norður af Kabul. aldarinnar. En Bandaríkin hefðu á undanförnum mánuðum „ítrekað við vini sína erlendis og hugsanlega mótstöðumenn að við sættum okkur við þessa ábyrgð". Hann sagði að á Versalafundinum „ættum við að sjá ljósar hvár og hvernig við ætlum að eiga betri efnahagslega framtíð". Hann kvaðst mundu stinga upp á „reglulegra og nánara samráði okkar í milli svo að við getum í sameiningu fylgt eftir efnahagsstefnu." Á NATO-fundinum gæfist Banda- ríkjunum „færi á að útskýra í smá- atriðum áætlanir um að fá Sovétrík- in til þátttöku í raunhæfum viðræð- um um niðurskurð hergagna". Ronald Reagan forseti og Nancy kona hans fara frá Hvíta húsinu í forsetaþyrlunni til Andrews-flugvallar þar sem þau lögðu af stað í 10 daga ferð til fjögurra Evrópuríkja. Bretar reiðubúnir að hefía lokaorrustuna London, 2. júní. AP. BRETAR skutu á argentínskar stöðvar í innan við 5 km fjarlægð frá Port Stanley og Margaret Thatcher forsætisráð- herra sagði í viðtali, að aðeins brottflutningur Argentínu- manna gæti afstýrt endanlegri stórorrustu. „Eg held ekki að það sé nokkuð sem ég get gert.“ „Við erum komnir mjög nálægt og farnir að beita þrýstingi gegn aðalstöðvum óvinarins alls staðar í Stanley," sagði Jeremy Moore hershöfðingi, yfirmaður brezka liðsaflans. I dag hefði verið skotið á Moody Brook búðirnar, eina af framvarðarstöðvum Argentínu- manna. Það mun taka nokkra daga að koma mönnum og stórskotaliðs- vopnum fyrir áður en lokaárásin hefst. Frú Thatcher kvaðst ekki sjá að Leopold Galtieri forseti mundi láta undan nú, en ef Argentínumenn segðust hörfa innan hálfs mánaðar þyrfti ekki að koma til orrustu. Hún kvaðst heldur ekki fá séð að Arg- entínumenn fengju yfirráð yfir Falklandseyjum. Hún vék sér und- an að svara því hvort hún hefði fengið lokaáskorun frá Ronald Reagan forseta um að stöðva bar- dagana. Framkvæmdastjóri SÞ, Perez de Cuellar, tilkynnti að lokatilraun hans til að koma á vopnahléi hefði mistekizt, en lofaði að reyna áfram að leysa deiluna. Þrír argentínskir herforingjar komu til New York að leita eftir friði við Breta og bolla- lagt er um hvort Argentínumenn séu reiðubúnir til nýrra tilslakana, en þeir vöruðu við of mikilli bjart- sýni. Kúba hét Argentínu fullum stuðningi á ráðstefnu óháðra ríkja í Havana og spáði endalokum sam- starfs og vináttu Rómönsku Amer- íku og Bandaríkjanna vegna átak- anna. Fréttaritarar við Stanley segja að brezka herliðið sé í yfirburða- aðstöðu eftir töku hæðanna í grenndinni og frækilega 64 km sókn frá San Carlos yfir mýrarfláka, ár og hæðir í slyddu, snjókomu og hellirigningu. „í síðasta stríði gengu fótgönguliðar frá fjörunum í Normandí til Berlínar, svo að við getum gengið til Stanley," sagði yf- irmaður sveita landgönguliðsins, Julian Thompson hershöfðingi. „Þetta hefur verið gífurlegt átak. En mennirnir eru vel á sig komnir og verða fljótir að ná sér til að geta barizt aftur." Þyrlur voru stöðugt í ferðum með hergögn til stöðva fyrir ofan Stanl- ey. Þegar liðsforingi var spurður um hættu á hefndarárásum sagði hann: „Vogun vinnur, vogun tapar.“ Hópar kaldra og hungraðra Arg- entínumanna gáfust upp í óbyggð- unum. í Stanley eru um 5.000 her- menn og 2.000 sjóliðar og flugliðar. en Bretar segjast álíka fjölmennir, þannig að ný landganga virðist hafa farið fram. Fréttamennirnir segja að argent- ínskir hermenn hafi verið látnir lyfta jarðsprengjum og hreinsa skotfærastafla, sem þeir segja brot á Genfar-samþykktinni um með- ferð stríðsfanga. Nokkrir hafi beðið bana í „slysi af völdum sprengi- efna“. Skotfæragallar munu vera skýringin og slysið varð er fangar fengu að færa skotfærakassa frá skúr þar sem þeir voru í haldi. Tilkynnt var að Argentínumenn hefðu hæft tvær Harrier-þotur, sem flugu yfir stöðvar þeirra, og þar með hafa Bretar misst átta slíkar. Frú Thatcher tilkynnti að fjölskyldur hermanna, sem féllu og voru jarðaðir á Austur-Falklandi, fengju ríkisstyrk til að heimsækja grafirnar. Flutningaskipið „Hecla" kom til Montevideo með 18 særða Breta og 24 fanga. Sjá: „Stanley í sjónmáli" bls. 24. Sögulegri ferð páfans er lokið Cardifr, 2. júní. AP. JÓHANNES PÁLL páfi II lauk sögulegri BretlandsferA sinni í dag, miAvikudag, eins og hann hóf hana — meA áskorunum um einingu krist- inna manna og bæn um friA á Falk- landseyjum. „Ég kom hingaA sem boAberi friAar til aA flytja fagnaAar- erindi friðar og boAskap sátta og kærleika," sagði hann við brottfor- ina. Páfi hefur ferðazt til níu brezkra borga í sex daga heimsókn sinni, hinni fyrstu sem kaþólskur páfi hefur farið til Bretlands, og talið er að tvær milljónir manna hafi séð hann. Á síðasta deginum, í Cardiff, flutti Jóhannes Páll messu fyrir 100.000 manns, ávarpaði æsku- lýðsfund sem 37.000 sóttu, ræddi við kirkjuleiðtoga og var gerður að heiðursborgara Cardiff, sem er höfuðstaður hins forna fjalla- furstadæmis Wales. Á Cardiff-flugvelli spurði fréttamaður hvaða minningar hann tæki með sér. „Hinar beztu, hinar beztu minningar," sagði páf- inn. Páfi kvaddi alla 56 biskupa Bretlands og sagði við mannfjöld- ann áður en hann steig upp í þotu Caledonina-flugfélagsins: „Ég færi ennþá einu sinni allri brezku þjóðinni og sérstaklega hennar hátign drottningunni mínar beztu óskir.“ Jóhannes Páli hefur notað ferð- ina á ýmsan hátt til að brúa 450 ára klofning kaþólsku kirkjunnar og hinnar anglíkönsku. Erkibisk- upinn í Kantaraborg, Robert Runcie, sagði í dag að Jóhannes Páll hefði komið til Bretlands sem pílagrímur og spámaður. „Hann hefur unnið hjörtu okkar með kurteisi sinni, góðvild og auð- mýkt,“ sagði hann. írakskar þotur yfír Teheran Beirút, 2. júní. AP. ÍRAKAR segja að herþotur þeirra hafi rofiA hljóðmúrinn yfír Teheran og hinni helgu borg Qom í dag, mið- vikudag, i viðvörunarskyni, til þess að sýna getu íraka að ná til hvaða skotmarks sem er í fran og hræða frani frá nýjum stórskotaárásum á borgir og mannvirki í frak, eins og segir í tilkynningu sem var birt í Bagdad. Irönsk yfirvöld viðurkenndu þotuflugiö og sögðu að engum sprengjum hefði verið varpað. Teheran-útvarpið sagði að loft- varnaflautur hefðu verið þeyttar og íranskar þotur sendar í loftið til að „reka óvinaflugvélar úr lofthelgi okkar". Þetta er í fyrsta sinn í rúmt ár sem írakskar þotur hafa flogið svo langt inn í Iran. Dregið hefur úr lofthernaði þjóðanna síðan fyrst eftir að stríð þeirra hófst. Þotu- flugið í dag getur leitt til hefndar- aðgerða Irana á sama tíma og íraksstjórn vinnur að undirbúningi leiðtogafundar óháðra ríkja í Bagdad í september. Síðan iranski herinn hrakti her- lið íraka frá hafnarborginni Khorramshahr fyrir 10 dögum hafa írakar treyst mikið á fransk- og sovézksmíðaðar herflugvélar sínar til að vega upp á móti sigrum írana á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.