Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982 21 Fræðsluþáttur um hjólbarða: Skemmdir af völdum höggs EF HJÓLBARÐI fer á miklum hraða yfir einhverja hindrun, t.d. stóran stein, gangstéttarbrún eða annað álíka, getur höggið orðið svo mikið að hjólbarðinn rifni, eða merjist á milli hindrunarinn- ar og felgubrúnarinnar. í fyrstu er skemmdin lítil og óvíst að ökumaður taki eftir henni, oftast nær sér hann ekki ástæðu til að stansa og skoða hjólbarðann, hvað þá skipta um hann; yfirleitt sér ekkert á hjól- barðanum utanverðum. En skemmdin getur aukist, og það á ýmsa vegu (rifa sem liggur á ská, er T-laga, eða stjörnulaga). Skemmd af völdum höggs kemur sjaldnast strax í Ijós. Hennar verður fyrst vart eftir all- langan tíma og þá er orsökin (þ.e. höggið) oftast nær löngu gleymd. Enda þótt hjólbarða- framleiðendur vandi vöru sina og noti bestu fáanlegu efni og að- ferðir, er þó fátt sem þeir geta gert til að koma í veg fyrir skemmdir af þessu tagi, sem stafa af ógætilegri meðferð. (Frá Bílgreinasambandinu) SPARAÐU þér ferð á 10—15 staði Mikiö úrval af boröstofusettum. Stökum borðum og stólum. Karfa- og grálúðuflök frá Akur- eyri til Boston sl. sunnudag TUTTUGU tonn af karfa og grá- lúðuflökum voru flutt frá Akureyri til Boston í Bandaríkjunum sl. sunnudag, en farmur þessi var fluttur með Hercules-leiguflugvél. Hér var um tilraunaflutning að ræða, en Útgerðarfélag Akureyr- inga hf. seldi Coldwater farminn fyrir fast verð og sagði Gísli Kon- ráðsson framkvæmdastjóri í sam- tali við Morgunblaðið, að ekki lægi Ijóst fyrir hvernig þetta kæmi út fjárhagslega, en menn myndu skoða þessa hluti að fenginni reynslu. Fiskurinn var unninn af Út- gerðarfélaginu og var þetta í fyrsta sinn sem farmur sem þessi var fluttur beint frá Akureyri til Bandaríkjanna. Flugvélin losaði eldsneyti á Akureyri og flaug síð- an til Keflavíkur, þar sem elds- neytisgeymar voru fylltir, en flugbrautin á Akureyri er of stutt til að vél sem þessi geti tekið sig upp af vellinum með fullfermi og fulla eldsneytisgeyma. Brúttóþyngd farmsins var 20 tonn en nettóþyngdin rúm 18 tonn. Farmurinn var 752 kassar af karfaflökum og 568 kassar af grá- lúðuflökum, en hver kassi vó 30 ensk pund. Þá voru einnig í farm- inum 8 heilar stórlúður sem vógu um 500 kíló. Leo Sayer eignaöist marga aödáendur á síöasta ári þegar safn- platan, Bestu kveöjur, seldist í rúmlega 5000 eintökum. Ef þú ert í hópi þeirra sem uppgötvuðu ágæti Leo Sayer í fyrra, þá veistu aö þessi plata fellur þér vel í geö. Leo syngur meöal annars lögin Have You Ever Been In Love og Heart Stop Beating In Time sem njóta mikilla vinsælda um víöa veröld þessa stundina. hljomoeilo dLTi\KARNABÆR I ~ Laugavegi 66 — Giæsibap — Aust»KStr.T»i /, ^ Simi frá skiptiboröi 85055 Úrvaliö af veggskápunum er hreint út sagt ótrúlegt. Rúm í öllum stæröum og geröum. Geföu þér góöan tíma í stærstu og ódýr- ustu húsgagnaverslun landsins. ■ ■ BBSGAENAHOLLIN BlLDSHÖFÐA 20 ■ 110 REVKJAVÍK SfMAR: 91 81199 81410 EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.