Morgunblaðið - 13.06.1982, Side 1
80 SÍÐUR
127. tbl. 69. árg.
SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Tyrknesk
„Ungfrú
Evrópa“
Istanbúl, 12. júní. AP.
TVÍTUG tyrknesk stúlka hlaut í gær
titilinn „Ungfrú Evrópa“, sem keppt
var um í Istanbúl. Alls voru þátttak-
endur 23 talsins, þar á meðal ein
stúlka frá íslandi, Hlín Sveinsdóttir.
Hún náði ekki að komast í hóp
þeirra efstu, en þetta var í fyrsta
skipti, sem hún ferðaðist erlendis
að eigin sögn. I öðru sæti keppn-
innar var sænsk stúlka og þriðja
sætið kom í hlut stúlku frá Spáni
(Mallorca).
Páfi þreytu-
legur í
Argentínu
Buenos Aires, 12. júní. AP.
MÖRG hundruö þúsund manns
hlýddu á Jóhannes Pál páfa II í úr-
hellisrigningu og kalsaveðri i Lujan í
gær. Kom fóik úr öllum landshlutum
til að hlýða á messu páfa og biðu
margir í langan tíma til þess að
tryggja sér sem best útsýni. í frétta-
skeytum segir, að páfi hafi virst
þreytulegur.
Við komuna til landsins tók
Galtieri, forseti landsins, á móti
honum svo og herforingjastjórn
landsins. Krupu herforingjarnir á
kné og kysstu hönd páfa.
Heimsókn páfa til Argentínu,
sem aðeins stendur yfir í 32 stund-
ir, átti að ljúka í dag með stuttum
fundi hans og herforingjastjórn-
arinnar. Er talið víst að hann
muni leggja ofurkapp á friðsam-
lega lausn Falklandseyjadeikinn-
ar.
J0RUNDUR
Morgunblaðid/ KÖE
Dorgað í blíðunni
Leiðtogi argentínska innrásarliðsins á Falklandseyjum:
Kjarkur hermanna tekinn
að bresta og birgðir þverra
Skotar drekka
langmest vodka
Edinborg, 12. júní. AP.
ÖLLUM á óvart er sá drykkur,
sem Skotar drekka mest af,
vodka en ekki viský eins og allir
höföu talið. Kemur þetta fram í
skoðanakönnun, sem birt var í
dag.
Kemur ennfremur fram í
könnuninni, að Skotar drekki
meira af vodka en aðrar þjóðir
á Bretlandseyjunum, en um
leið er neysla gins minni þar en
annars staðar á Bretlandseyj-
um.
London, 12. juni. AP.
Að sögn fréttamanns BBC í Chile, hefur leiðtogi argentínska innrásarliðs-
ins, Mario Menendez, nýlega kvartað undan því við herstjórnina í Buenos
Aires, að engar birgðir hefðu borizt til Stanley um langan tíma vegna
hafnbanns Breta, og varaði hann við
hrunið, ef engar breytingar yrðu þar ;
að bresta.
Leopoldo Galtieri, forseti Arg-
entínu, segir í viðtali við ítölsku
blaðakonuna Oriönu Fallaci, sem
birt var „The Times" í London í
morgun, að Bandaríkjamenn
hefðu svikið Argentínumenn í
Falklandseyjadeilunni, og að lang-
an tíma muni taka að endurreisa
samskipti Argentínu og Banda-
ríkjanna.
I viðtalinu kveðst Galtieri bitur
í garð Bandaríkjamanna fyrir að
því að staöa argentínska liðsins gæti
og væri kjarkur hermannanna tekinn
hafa tekið afstöðu með Bretum.
Þar sem hann er spurður hvort
honum sé engin eftirsjá í þeim
hundruðum ungra argentínskra
hermanna, sem fallið hafa í átök-
unura, svarar hann einfaldlega:
„nei“.
Varnarmálaráðuneytið brezka
sagði Argentínumenn hafa flug-
mann Harrier-þotu í haldi á meg-
inlandinu, og væri hann eini
brezki stríðsfanginn í haldi, því
Harðar árásir ísraela á
stöðvar PLO í Líbanon
Beirut, 12. júnfi. AP.
ísraelsmenn héldu uppi hörðum árásum úr lofti, af landi og af sjó á stöðvar
Palestínuskæruliða í suðurhluta Libanon í morgun, laugardag, en vopnahlé
þeirra við Sýrlendinga hefur ekki verið rofið.
Jafnframt skýrði útvarpsstöðin
„Rödd Líbanons" frá því að bygg-
ingar og farþegaþota á alþjóða-
flugvellinum í Beirut hefðu staðið
í ljósum logum í morgun eftir
árásir ísraela á hverfi Palestínu-
manna í suðurhluta Beirut, og eld-
flaugapalla PLO og stórskota-
liðsstöðvar í nágrenninu.
Lögreglan í Beirút sagði 207
Palestínumenn og óbreytta Líbani
hafa fallið í loftárás ísraela á
Beirut örfáum mínútum fyrir
vopnahlé ísraela og Sýrlendinga.
Meðal þeirra bygginga sem urðu
fyrir sprengjum í þeirri aðgerð,
voru stjórnstöðvar skæruliða-
hreyfingar Yasser Arafats.
ísraelar hafa lagt undir sig
tæplega 2.900 ferkílómetra svæði í
Líbanon í því markmiði að hrekja
PLO-skæruliða það fjarri ísra-
elsku landamærunum að þeir geti
ekki skotið á stöðvar í norðurhluta
ísrael. Á þessu svæði voru flest
hezltu vígi Palestínuskæruliða.
ísraelar ítrekuðu að þeir hyrfu
ekki frá þessum svæðum fyrr en
tryggt yrði að skæruliðar PLO
héldu sig utan þeirra í framtíð-
inni, með myndun öflugra alþjóð-
legra friðargæzlusveita. Einnig er
það skilyrði Israela að stjórnvöld í
Líbanon hafi yfirstjórn borga og
þorpa Palestínumanna í landinu í
sínum höndum.
löndin hafa jafnan skilað þeim
sem teknir hefðu verið. Talið er að
Argentínumenn reyni að rekja
garnirnar úr flugmanninum, sem
skaut sér út í fallhlíf þegar þota
hans varð fyrir skoti yfir Stanley
21. maí.
Bretar hafa tapað átta Harri-
er-þotum við Falkland, þar af
þremur, sem urðu fyrir óhappi, en
fimm hafa Argentínumenn skotið
niður. Talið er að 209 brezkir her-
menn hafi fallið eða týnt lífi af
öðrum orsökum, og 295 særst, en
að 2.260 argentínskir hermenn
hafi fallið.
Saumað að friðar-
hreyfingu í Sovét
Moskvu, 12. júní. AP.
SOVÉSKA lögreglan hefur nú hafið
kerfisbundnar aðgerðir til að
klekkja á fyrstu óháðu friðarhreyf-
ingunni, sem stofnuð var þar í borg
fyrir nokkrum dögum. Hefur hreyf-
ingin verið vöruð við fundahöldum
og ennfremur hafa símar meðlim-
anna verið teknir úr sambandi.
Tveir meðlimanna voru færðir
til yfirheyrslu í gærdag og þeir
varaðir við frekari aðgerðum.
„Þegar ég spurðist fyrir hvaða lög
við værum að brjóta,“ sagði annar
mannanna, Sergei Rozenoer, „var
mér sagt að hér væru það þeir,
sem spyrðu spurninganna, en ekki
við“.
Snemma í morgun var einn
meðlimanna, Sergei Batovrin, tek-
inn til yfirheyrslu eftir að hann
hafði fengið hvatningarsímtal frá
hliðstæðum samtökum í Boston í
Bandaríkjunum.
„Það er trú okkar, að sovésk yf-
irvöld vilji stuðla að friði í heim-
inum,* sagði Rozenoer. „Allar að-
gerðir gegn okkur hljóta því að
vera á misskilningi byggðar."
Pólverj-
ar flýja
Berlín, 12. júní. AP.
I’HÍH Pólverjar náðu að flýja til
V-Berlínar á rússneskri eftirlits-
flugvél í nótt. Lentu þeir á Temp-
elhof-nugvellinum, aðeins nokkr-
um klukkustundum eftir að Konald
Reagan hélt þaðan áleiðis til
Bandaríkjanna.
Þetta er þriðja sinn síðan her-
lög voru sett í Póllandi, að pólsk-
ir flóttamenn koma til V-Berlín-
ar með flugvélum, sem þeir hafa
rænt.