Morgunblaðið - 13.06.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.06.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 Útvarpa beint til Banda- ríkjanna 21. júní nk. BANDARÍSKIR útvarpsmenn frá WJR-Radio í Detroit, sem er ein af fjórum stærstu útvarpsstóðvum Bandaríkjanna, eru væntanlegir hingað til lands, en þeir hyggjast út- varpa beint til Bandaríkjanna 21. júní nk., þegar sólargangur er lengstur, að sögn Sveins Sæmunds- sonar, blaðafulltrúa Flugleiða, en fé- lagið í samvinnu við Ferðamálaráð og fleiri aðila hefur veg og vanda af komu útvarpsmannanna hingað. — Hinn þekkti útvarpsmaður Warren Pierce mun verða með tveggja klukkustunda langa dagskrá. Hann verður með nokkur viðtöl við Islendinga um jarð- fræði, landafræði, lifnaðarhætti Islendinga, sögu lands og þjóðar og fleiri hluti. Þá verður tónlist blandað í dagskrána. Þá mun for- seti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, koma fram í þættin- um. Eins og ég sagði er þetta ein af fjórum stærstu útvarpsstöðvum Bandaríkjanna og nær til liðlega 40 ríkja, auk þess sem útvarpað er um stóran hluta Kanada, þannig að ljóst er að dagskrá þessi héðan frá Islandi mun ná til tuga millj- óna manna. Þetta verður því gíf- urleg landkynning fyrir ísland, sagði Sveinn Sæmundsson. Það kom fram hjá Sveini, að sent yrði út á 50.000 vöttum, en útvarpsmennirnir myndu koma með allan búnað með sér til send- inga. — Dagskránni verður út- varpað klukkan 17.00—19.00 að okkar tíma 21. júní, en tímamun- urinn er 5 klukkustundir, sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, að lokum. Frá æfingu kammersveitar Listahátíðar í gærmorgun. Ljómm. Mbi. KÖE. Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika í dag KAMMERSVEIT Listahátíðar beld- ur tónleika í Háskólabíói í dag klukkan 15. Stjórnandi er Guð- mundur Emilsson. Kammersveitin er skipuð um 40 íslenzkum hljóð- færaleikurum og hefur rösklega þriðjungur þeirra komið erlendis frá gagngert vegna þessara tónleika. Fjórir einleikarar koma fram á tónleikunum: Sigurlaug Eðvalds- dóttir, fiðluleikari, Ásdís Valdi- marsdóttir, lágfiðluleikari, Sig- urður I. Snorrason, klarinettuleik- ari, og Hafsteinn Guðmundsson, fagottleikari. Á efnisskránni er frumflutning- ur á íslenzku tónverki; Ad astra eftir Þorstein Hauksson, tveir duokonsertar eftir Mozart og Strauss og konsert fyrir kamm- ersveit eftir argentínska tónskáld- ið Ginastera. LEIFUR Sveinsson lögfræðingur lagði á fimmtudag fram kæru á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögfræðingi, umboðsmanni Sjálf- stæðisflokksins hjá Yfirkjörstjórn, fyrir að hafa sent mann i kjördeild 6 i Miðbæjarskólanum, en kæran er byggð á 4. grein Tölvulaganna svo- kölluðu, nr. 63/1981. I samtali við Morgunblaðið sagðist Leifur einnig hafa kært nafngreindan starfsmann Sjálf- stæðisflokksins, fyrir að hafa komið á vinnustað og beðið þar mann um að gefa sér upp lista með upplýsingum um stjórnmála- skoðanir samstarfsmanna sinna. Kæran var afhent Benedikt Sig- urjónssyni fyrrverandi Hæsta- réttardómara, formanni Tölvu- nefndar. Sú lagagrein, sem kæran er grundvölluð á, kveður á um að óheimilt sé að skrá upplýsingar um stjórnmálaskoðanir, trúmál og önnur einkamál. Sagði Leifur að viðurlög við brotum á laga- greininni væru varðhald og sektir. Ástæðu þess að fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins einn væri kærður, sagði Leifur að hann ætti eftir að kæra umboðsmann Alþýðubanda- lagsins. Hann ætlaði að geyma sér þá kæru þar til ljóst væri hvort formgalli væri á kærunni á hend- ur Jóni Steinari, því ef svo væri MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Pétri Reimarssyni, formanni Samtaka myndi hann kæra Alþýðubanda- lagið á réttan hátt. Leifur sagðist á kjördag hafa óskað eftir því að fá skriflegt hverjir væru fulltrúar flokkanna i kjördeildinni, en þá hefðu einungis fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags verið viðstaddir, en fulltrúi Fram- sóknarflokksins hefði verið farinn heim. Því yrði sá flokkur ekki kærður. herstöðvaandstæðinga, vegna fréttar sem birtist í blaðinu síðastliðinn laugardag um friðarhreyfingarfund í Hyde Park: „Vegna fréttar í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag um fjölda- fund, „Campaign for Nuclear Dis- armament", sem haldinn var í Hyde Park í London 6. júní síð- astliðinn, óskar undirritaður eftir að taka fram eftirfarandi: 1. Á fundinum voru fluttar 23 ræður, sem hver um sig tók 5 mín- útur í flutningi. Meðal þessara ræðumanna var undirritaður. 2. í lok fundarins var . kynnt sameiginlegt ávarp evrópskra friðarhreyfinga og tóku fulltrúar víðs vegar úr Evrópu við skraut- rituðu skjali, þar sem ávarp þetta var skráð. Meðal þeirra, sem tóku við þessu skjali, var undirritaður. Um leið og menn tóku við þessu skjali fluttu þeir fundinum kveðj- ur frá sínu landi í tveimur til þremur setningum. Gerði undir- ritaður það einnig og flutti fund- inum þannig í tvígang kveðjur frá Islandi. Þykir mér ljóst að við- mælandi Morgunblaðsins í um- ræddri frétt hafi heyrt þessar kveðjur en ekki ræðuna sjálfa. 3. Auðvelt hefði verið fyrir Morgunblaðið að afla þessara upp- lýsinga með því að hringja í undir- ritaðan." 12. júní 1982, Pétur Reimarsson. Rally-cross á Kjalarnesi Rallý-cross verður haldið á Kjalarnesi í dag. Hefst keppnin kl. 14 og eru keppendur 15. Með síð- ustu keppni fylgdust um 1.000 áhorfendur. Stefiium að hreinum meiri- hluta í næstu kosningum - segir Richard Björgvinsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi — Ekki er deilt um að Sjálfstæðisflokkurinn vann sigur í kosningun- um í Kópavogi og var fylgisaukningin 73,3% miðað við samanlagt fylgi D og S listanna 1978 og hefur flokkurinn nú hæsta hlutfall sem hann hefur nokkru sinni fengið eða 42,1%. Þetta er ákveðin vísbending um að kjósendur vilja breytingu á stjórn bæjarins, sagöi Richard Björgvinsson er Mbl. ræddi stuttlega við hann um myndun meirihlutans i Kópavogi, sem vinstri flokkarnir standa að. — Vinstri flokkarnir lýstu því yfir fyrir kosningar og strax eft- ir að úrslit lágu fyrir, að stefnt yrði að áframhaldandi vinstra samstarfi, heldur Richard Björgvinsson áfram. — Þrátt fyrir það skrifuðum við sjálf- stæðismenn hinum flokkunum og óskuðum eftir viðræðum. Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag svöruðu eftir viku og töldu ástæðulaust að ræða saman að sinni og Framsóknarflokkurinn svaraði 10. júní og sagði myndun vinstri meirihluta lokið. Töldu hinir flokkarnir því ekki ástæðu til að ræða við fulltrá 42% kjós- enda og vildu ekki taka mark á þessari ákveðnu vísbendingu kjósenda. Þessi meirihluti byrjar sinn feril með þessum ósköpum við bæjarstjóraskipti, sem þegar hefur verið greint frá og minna má á, að þrátt fyrir að hér sé um sama vinstri meirihluta að ræða tóku viðræður nærri 3 vikur og gengu misjafnlega vel. Þá má minna á, að þegar Alþýðuflokk- urinn bætti við sig fulltrúa í kosningunum 1978 taldi hann sig eiga rétt á aðild að viðræðum. Hins vegar tekur hann ekki mark á því nú þegar Sjálfstæðis- flokkurinn bætir svo miklu við sitt fylgi. Málefnasamningur hefur verið gerður og þar eru mörg mál sem sjálfstæðismenn munu fylgja, en einnig önnur sem við erum algjörlega andvíg- ir. Benda má á að í niðurlagi málefnasamningsins er vísað í stefnuyfirlýsingar flokkanna fyrir kosningar, en Alþýðuflokk- ur og Alþýðubandalag gáfu ekki út stefnu sína fyrir kosningarn- ar, heldur aðeins Framsóknar- flokkurinn. Við sjálfstæðismenn höfum reynslu af þessum flokkum og teljum ekki ástæðu til að veita þeim neinn umþóttunartíma. Við tökum strax upp harða stjórnar- andstöðu, gerðum það strax á fundinum á föstudag. Vekja má athygli á því, að Framsóknar- flokkurinn lagði fram nokkuð eindregna stefnu í skólamálum og er því m.a. fylgjandi að 3kóla- húsnæði verði nýtt betur, að sameinuð verði nýting grunn- skóla og gagnfræðaskóla. En á fyrsta fundi bæjarstjórnar höfðu framsóknarmenn að mestu leyti gleymt þessari stefnu og sagði oddviti þeirra að sú stefna hefði verið túlkun þess tíma, — nú virðast því vera komnir aðrir tímar og fram- sóknarmenn hafa kokgleypt alla stefnu sína í skólamálunum á fyrsta fundinum. Sjálfstæðismenn eru ánægðir með árangur sinn í kosningun- um og við stefnum nú ótrauðir að því að fá hreinan meirihluta í næstu kosningum. Þetta er búin að vera löng barátta, í Kópavogi hefur fylgi Alþýðubandalagsins lengi verið sterkt, en nú eiga þeir aðeins 2 bæjarfulltrúa af 11 en sjálfstæðismenn 5 af 11. Því telj- um við það raunhæft að ætla að við getum fengið hreinan meiri- hluta í næstu kosningum. Mun myndun þessa vinstri meirihluta hjálpa okkur til þess, svo og störf og stefna Sjálfstæðis- flokksins og vil ég nota tækifær- ið og þakka kjósendum stuðning við flokkinn í síðustu kosning- um. Athugasemd frá Pétri Reimarssyni Breska popphljómsveitin Human League hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöllinni. Hátt á þriðja þúsund manns skemmtu sér hið besta. Á meðfylgjandi mynd má vel sjá sviðsbúnaðinn hjá hljómsveitinni en litskyggnu- sýningar svo og mikil Ijósadýrð setti mikinn svip á tónleikana. MorgunhiaAið/ köe. Kærir umboðsmann Sjálfstæð- isflokksins hjá yfirkjörstjórn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.