Morgunblaðið - 13.06.1982, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982
List og hönnun í íslenskri framleiðslu til sýnis á Kjarvalsstöðum
Fyrirtæki eitt í Reykjavík var að opna nýtt
húsnæði undir starfsemi sína. Þurfti að kaupa í
það ný húsgögn. Það spurðist eins og eðlilegt er
til þeirra, sem hafa með höndum húsgagnafram-
leiðslu og innflutning á húsgögnum. Húsgagna-
innflytjandi nokkur hringdi í forráðamenn fyrir-
tækisins í þeim tilgangi að bjóða honum vöru
sína.
„Ég var að heyra að ykkur vantaði húsgögn í
þetta nýja húsnæði ykkar,“ sagði hann.
„Nei, ekki lengur," var svarað, „við höfum þeg-
ar fest kaup á íslenskum húsgögnum, þakka þér
fyrir.“
Og innflytjandinn á að hafa svarað: „Hva, er
ekki íslenski húsgagnaiðnaðurinn dauður."
Einn viðmælenda Morgunblaðsins sagði þessa
sögu, sem á að hafa átt sér stað fyrir nokkru,
með þeim fyrirvara að ekki væri á nokkurn hátt
hægt að sanna hana, en hún sýndi kannski betur
en margt annað, sagði viðmælandi, viðhorf
manna til íslenskrar húsgagnaframleiðslu.
Valur Valssoa framkræmdastjórí FÍI: „ Við böfum fengið
tölurerða reynslu í þrí að hönnun rörunnar er torsenda
þess að hún eigi sér hfsvon. “
MorgunblaðiA/ RAX.
Úlfur Sigurmundsson framkvæmdastjóri l'tflutnings-
miðstöóvar iðnaöarins: „Hönnun og vöruþróun mun
hjálpa verulega til í samkeppninni við innflutning í hús-
gögnum.“
Á Kjarvalsstöðum stendur nú
yfir sýning, sem kallast Hönnun
’82 og má segja að sé lokapunktur
á verkefni, sem nefnist „Markaðs-
átak í húsgagnaiðnaði,,, og er því
ætlað að stuðla að bættri mark-
aðsstöðu íslenskra húsgagna- og
innréttingaframleiðenda. Unnið
hefur verið að þessu verkefni um
tveggja ára skeið en verkefnis-
stjóri er Hulda Kristinsdóttir.
Þátt tóku í verkefninu 14 fyrir-
tæki í húsgagnaiðnaðinum, Sam-
starfsnefnd um iðnþróun, Útflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins, Land-
samband iðnaðarmanna,
Iðntæknistofnun og iðnaðarráðun-
eytið.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Hulda, að helstu niðurstöður
verkefnisins væru þær að á þeim
tveimur árum, sem það hefur
staðið yfir jókst framleiðni fyrir-
tækjanna, sem þátt tóku í verk-
efninu um 50 prósent að meðaltali.
Hvað gæði snerti var lögð áhersla
á að halda sama gæðastigi í fram-
leiðslu samskonar vöru og segja
má að það hafi tekist, að sögn
Huldu. Þá hefur það gerst frá því
byrjað var á verkefni, að sölu-
aukning fyrirtækjanna, sem þátt
tóku í verkefninu, hefur orðið að
meðaltali um 25 prósent miðað við
fast verðlag. Sagði Hulda að end-
anlegt markmið væri að stærstu
fyrirtækin í húsgagnaiðnaðinum
flyttu út allt að 30 prósent fram-
leiðslu sinnar. Sagði Hulda að lok-
um, að vonast væri til að 1984 eða
’85 yrðu húsgögn flutt út fyrir 15
til 20 milljónir á verðlagi dagsins í
dag.
Morgunblaðið ræddi við nokkra
aðila, sem tengdir eru húsgagna-
iðnaðinum á einn eða annan hátt
og innti þá eftir iðnhönnun og
vöruþróun á íslandi og nýjum
þreifingum í framleiðslu- og
hönnunarmálum íslensk iðnaðar.
Þá ræddi Morgunblaðið við for-
ráðamenn Hildu hf., sem er
stærstur útflytjandi á ullarfatn-
aði ásamt SÍS og Álafossi.
- O -
„Tilgangur sýningarinnar á
Kjarvalsstöðum er að gefa fólki
kost á að sjá hvar hönnun er á
vegi stödd hér á landi og jafn-
framt að sýna að við erum komnir
á sporið," sagði Valur Valsson,
framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra iðnrekenda, í samtali við
Morgunblaðið. Og hann hélt
áfram:
„Við erum farnir að framleiða
hluti hér, sem eru hannaðir með
nútíma hætti og aðferðum. Það er
ekki lengur aðeins litið á útlit og
notagildi, heldur er tekið tillit til
mun fleiri þátta eins og hvernig er
að framleiða vöruna?, er hún
„Hva, er ekki íslenski
húsgagnaidnaðurinn
hentug til raðframleiðslu?, er auð-
velt að flytja hana?, hentar hún í
gáma? og svo framvegis. Þegar
allir þessi þættir eru teknir með í
reikninginn er fyrst hægt að tala
um alvöru iðnaðarvöru. Á þennan
hátt erum við að reyna að byggja
upp íslenskan iðnað. Áður fyrr
unnu menn í húsgagnaiðnaðinum
hver í sínu horni og varla var
hægt að tala um hönnunarhefð.
Menn hugsuðu lítið um hönnun og
vöruþróun. Þó eru einstök dæmi
þess að einstaklingar hafi brotist
fram og komið með sérkennilega
vöru á húsgagnamarkaðinn. Þá
tók framleiðandinn einn allar
ákvarðanir um gerð og útlit fram-
leiðslu sinnai'. Hönnun á fjölda-
framleiddum vörum var þar til
fyrir stuttu alger nýlunda hér á
landi.
Við höfum fengið töluverða
reynslu í því að hönnun vörunnar
er forsenda þess að hún eigi sér
lífsvon. Besta dæmið í því sam-
bandi er ullariðnaðurinn. Hönnun
ullarfatnaðar er lykillinn að vel-
gengni þeirrar vöru bæði hér
heima og erlendis.
Vöruþróun er hlutur, sem ís-
lensk iðnfyrirtæki taka mun al-
varlegar en áður. Iðnaðurinn hér
er í óheftri samkeppni við allt það
besta í iðnaði úti í heimi. Ef halda
á uppi samkeppni við erlenda aðila
er vöruþróunin frumskilyrði til að
varan haldi velli. í því sambandi
má benda á að á skömmum tíma
hefur skapast iðnaður á sviði véla-
og tækjabúnaðar fyrir sjávar- og
fiskvinnslu. Sú framleiðsla er í
vaxandi mæli að sækja á erlendis.
Það hefur einungis gerst vegna
markvissrar vöruþróunar. Hvar
liggja vandamálin og hvar má
gera betur? Spurningum sem
þessum er varpað fram og varan
er síðan hönnuð og þróuð þar til
öllum spurningum hefur verið
svarað og öll vandamál hafa verið
leyst. Rafeindavogin í frystihús-
unum og tæki tengd henni er gott
dæmi um velheppnaða vöru.
Hugmyndir um lausnir á vanda-
málum, sem upp koma í fram-
leiðslugreininni liggja víða.
Sumar hafa komið fram hér á
landi og þær þótt merkilegar og
arðvænlegar erlendis. Þróunin á
þessum framleiðslusviðum hér á
landi, segir mér það, að skilningur
á mikilvægi hönnunar og vöru-
þróunnar fari hraðvaxandi. Nú
eiga sér stað betri og meiri tengsl
dauður?
u
Gunnar Magnússon innanhússarki-
tekt: „Ég held það hafi verið byrjað
i röngum punkti þegar reynt var að
hefja útflutning á húsgögnum.”
Guðni Pálsson arkitekt og hönnuður
sýningarinnar á Kjarvalsstöðum.
Jakki frá Hildu hf. Frá því að Hilda hf. fór að taka upp skipulega hönnun
flikum sínum hefur sala þeirra aukist ár frá ári.
en áður milli hönnuða og fram-
leiðenda. En það þarf að gera
miklu meira í þessum málum þó
að við séum komin af stað í rétta
átt og hugarfarsbreyting hafi átt
sér stað. Það hefði til dæmis verið
óhugsandi fyrir nokkrum árum að
halda svona sýningu eins og nú er
á Kjarvalsstöðum á Listahátíð i
Reykjavík.
- O -
Það er ánægjulegt að sjá á sýn-
ingunni samvinnu ólíkra greina
eins og húsgagnaframleiðenda og
áklæðis- og teppaframleiðenda.
Þeir gefa sýningunni heildar-
mynd. Sem dæmi má nefna sam-
vinnu Álafoss og Víðis. Þessi tvö
fyrirtæki unnu saman að hönnun
vöru sinnar með tilliti til eigin-
leika efnanna, sem notuð eru, það
er og ull. Það er vonandi að sýn-
ingin og „Markaðsátak í hús-
gagnaiðnaði" virki sem hvati á ís-
lensk iðnfyrirtæki, svo þau leggi
meiri áherslu á hönnun og vöru-
þróun í framtíðinni.
Ég held að flestir voni að hægt
verði með tímanum að ná fram
sérstökum íslenskum einkennum
og stíl, því slíkar vörur er hægt að
selja dýrt. Við framleiðum frekar
dýrar vörur sem geta ekki keppt
við ódýrustu fjöldaframleiðslu. Ef
keppt yrði að því að ná séríslensk-
um stíl gæti það þýtt meiri líkur á
að fólk kaupi vöruna þó hún sé
dýr.
Ný viðhorf í húsgagnafram-
leiðslu á íslandi eru þegar farin að
hafa áhrif. Fyrir ári síðan var til
sýnis stóll frá Stálhúsgagnagerð
Steinars hf. sem Pétur B. Lúters-
son hannaði, á Skandinavískri
húsgagnasýningu í Kaupmanna-
höfn. Það var Stacco-stóllinn og
vakti hann mikla athygli. Það
mikla að Stálhúsgagnagerðin hef-
ur þegar gert umtalsverðan sam-
ning um framleiðsluleyfi við mjög
stórt danskt húsgagnafyrirtæki.
Það fyrirtæki sýndi á samskonar
sýningu í vor þennan stól með
áberandi hætti. Stóllinn er dæmi
um það sem þegar hefur komið út-
úr þessu skipulagða markaðas-
átaki. Menn hafa áttað sig á mikil-
vægi hönnunarinnar en öllum er
ljóst að hönnun leysir ekki nema
einn þáttt málsins, þó það sé
vissuleg ómissandi þáttur."