Morgunblaðið - 13.06.1982, Page 37
í sjóii, en voru að spyrja hvort
hann væri ekki orðinn stúdent
„sonur yðar hann Páll“.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982
37
Lífsstarfið
Ef ég hefði haldið áfram námi,
hafði ég hug á því að gerast lækn-
ir. En ég sé samt aldrei eftir
þessu. Eg hef verið farsæll um
dagana og lífsstarf mitt hefur
veitt mér fullnægju í lífinu, svo ég
held að skaparinn hafi beint mér á
réttar brautir og gefið mér það
sem mér bar og meira til.
Árið 1933 gerðist ég sendisveinn
hjá Ríkisskip og kynntist þar Guð-
jóni Teitssyni, sem þá var skrif-
stofustjóri, en vináttu okkar hef
ég metið ákaflega mikils alla tíð.
Hann sýndi mér mikla vinsemd
strax, en sendisveinar voru nú
ekki stórir kallar í þá daga. Þá
vann ég eitt sumar hjá Alliance,
áður en faðir minn tók að nefna
það við mig hvort ég vildi ekki
læra hjá sér rakaraiðn. Ég hafði
áhuga á því og byrjaði sumarið
1935. Meðeigandi gerðist ég svo
árið 1943. Faðir minn var afbragðs
kennari. Hann var rakari góður og
afburða kurteis maður. Hann vissi
uppá hár hvernig átti að umgang-
ast viðskiptamenn.
Sá fyrsti sem ég klippti var eng-
inn annar en Óli Maggadon. Hann
var tilraunadýrið á stofunni, karl-
inn. Nemendurnir lærðu að raka
hann og klippa. Hann var stórt
barn alla sína tíð. Mikið ljúf-
menni, blessaður karlinn, og gerði
aldrei nokkrum manni mein. Hins
vegar borgaði hann aldrei krónu
fyrir raksturinn — og þeir voru
fleiri sem fengu ókeypis þjónustu
á rakarastofu Sigurðar Ólafsson-
ar.
Páll kærir sig ekki um að telja
upp fræga menn og ráðsetta sem
hann hefur klippt og rakað á sinni
hárskeratíð, og eru nú á lífi, þó
gaman hefði verið að telja upp hóp
ráðherra, alþingismanna, banka-
stjóra og forretningsmanna. Páll
segir að viðskiptamenn sínir komi
úr öllum stéttum og vill ekki gera
þar greinarmun á.
— Mig langar aðeins til að geta
fjögurra viðskiptamanna, sem all-
ir eru látnir, segir hann. Það voru
Sigurður Nordal, Snorri Hall-
grímsson, séra Bjarni Jónsson og
Ásgeir Ásgeirsson.
Nordal
Það var skóli fyrir mig að kynn-
ast Sigurði Nordal. Margir sem
lærðu hjá honum, sögðu að þeir
hefðu lært mest, þegar þeir fóru í
göngutúra með þessum gáfaða
manni. Þá bar ýmislegt á góma,
sem aldrei hefði gerst í kennslu-
stund.
Prófessor Nordal var heilsuveill
síðustu árin. Ég kom í tvígang
heim til hans að klippa hann og
fannst hann langt leiddur. Ég
bjóst varla við því að sjá hann aft-
ur, þegar ég kvaddi hann í seinna
skiptið. En eins og mánuði síðar er
spurt eftir mér í símanum á stof-
unni. Ég tók upp tólið og þá var
sagt:
Halló, er þetta Páll?
Já.
Það er draugur í símanum.
Það kom auðvitað hik á mig við
þessa kveðju, en þá heyrðist hlát-
ur í hinum endanum.
Nei, þetta er Sigurður Nordal.
Nú ætla ég að koma labbandi til
þín og láta þig klippa mig.
Sigurður hafði þá fengið ný
meðöl sem hjálpuðu honum mjög
og lifði hann nokkur ár eftir þetta.
Mikill húmoristi Nordal og elsku-
legur í framkomu.
Snorri
Prófessor Snorri Hallgrímsson
var einstakur mannvinur. Hann
var mikill starfsmaður og kannski
of samviskusamur í sínu starfi, þó
það sé nokkuð sem síst er hægt að
álasa menn fyrir, að vera of sam-
viskusamir. Snorri sleit sér út
langt um aldur fram. Hann kom
jafnan síðla dags í klippingu til
mín, og sá ég því oft á honum
hversu þreytulegur hann var eftir
strangan vinnudag. Þá sagði ég
gjarnan við hann:
Nú held ég að prófessorinn sé að
yfirkeyra sig! Þjóðin má ekki við
að missa yður strax.
En svo fór, að Snorri Hallgríms-
son lést um aldur fram og var
harmdauði öllum sem hann
þekktu. Það fólk sem bar gæfu til
að kynnast prófessor Snorra, vissi
best hvaða mann hann hafði að
geyma og minnist hans sem frá-
bærs læknis og einstæðs mannvin-
ar.
Séra Bjarni
Séra Bjarni hafði þann sið, að
staðnæmast á horni Tryggvagötu
og Pósthússtrætis þar sem Ell-
ingsen hafði áður verslun. Þetta
gerði hann klukkan hálf ellefu á
föstudagsmorgnum. Hann gekk
yfir götuna þegar hann sá mig og
inná stofu. I tvö ár eftir að séra
Bjarni dó, stóð ég mig að því að
líta í spegilinn klukkan hálf ellefu
á föstudagsmorgnum, að vita
hvort hann stæði ekki hinumegin
Sigurður Ólafsson, faðir Páls.
Snorri Hallgrímsson
á horninu. Ég gleymi aldrei þess-
um kirkjunnar höfðingja.
Séra Bjarni Jónsson var heimil-
isprestur foreldra minna, skírði
okkur systkinin og fermdi, gifti
okkur hjónin og skírði tvö börn
okkar og var hann þá hættur sem
prestur í Reykjavík. Séra Bjarni
var einstakur maður. Hann gat
glaðst með glöðum og syrgt með
sorgmæddum. Ég minnist þess,
hversu pabbi dáði hann fyrir þann
stuðning sem hann veitti honum,
þegar mamma dó.
Ég tók fyrst að kynnast séra
Bjarna persónulega, eftir að faðir
minn fór að draga sig í hlé á rak-
arastofunni. Séra Bjarni sagði
oftar en einu sinni við mig:
Ég vona, Páll minn, að það
sannist ekki á þér og rakarastof-
unni eins og svo mörgum fyrir-
tækjum í gamla bænum, að þau
hverfi þegar annar ættliðurinn
tekur við stjórninni.
Ég hef alltaf haft þessi orð séra
Bjarna bak við eyrað og reynt að
afsanna þessa kenningu um aldur
íslenskra fyrirtækja.
Séra Bjarni hafði djúp áhrif á
þá sem kynntust honum persónu-
lega. Eitt sinn var það, að ég
klippti hann og rakaði og var
óupplagður og illa sofinn. Þegar ég
hafði lokið mínu verki brá ég
mér afsíðis að þvo hendur mínar,
en tek þá eftir að séra Bjarni er
ekki farinn út, heldur gengur
hann inn til mín og tekur í hönd
mína, með sínu styrka og hlýja
handtaki, en mælir ekki orð af
munni. Handtakið var svo innilegt
að það var eins og ég fengi kraft
frá honum. Hann sá að mér leið
illa og vildi sýna mér hlýju.
Asgeir
Mér er það minnisstætt hversu
Séra Bjarni Jónsson
mikið var talað um frú Dóru og
Ásgeir Ásgeirsson á Alþingishá-
tíðinni 1930. Þá voru þau hjón eins
konar gestgjafar á Þingvöllum, en
Ásgeir var forseti Sameinaðs
þings. Gamalt fólk minnist þess
með hve miklum sóma þau komu
fram fyrir hönd þjóðarinnar, frú
Dóra og Ásgeir. Þau voru þá á
besta aldri og mjög glæsileg bæði.
Ég sé alltaf eftir því að hafa ekki
getað sótt þessa miklu hátíð í ís-
landssögunni. Ég var þá tólf vetra
og í sveit uppí Borgarfirði.
Ásgeir var viðskiptamaður föð-
ur míns og þekktust þeir vel, en
skömmu eftir að Ásgeir var kjör-
inn forseti, hringdi hann á stofuna
og spurði eftir föður mínum.
Pabbi var þá farinn að draga sam-
an seglin og vann ekki nema part
úr degi. Forsetinn spurði þá eftir
syni hans. Ég kom í símann og
Ásgeir kynnti sig og spurði hvort
það væri rétt að faðir minn væri
mikið til hættur að starfa og ég
tekinn við rekstri stofunnar. Ég
kvað það vera og þá spurði hann,
hvort hann mætti ekki slá á þráð-
inn til mín þegar hann vantaði
klippingu og tilkynna komu sína.
Ég taldi heppilegra að ég færi til
hans með mín áhöld á skrifstof-
una eða heim á Bessastaði, eftir
því sem honum best hentaði. Mað-
ur gat lent í vandræðum, ef
drukknir menn sáu þjóðkunna
menn í stólnum hjá manni og
vildu gera sig merkilega. Það varð
að ráði að Ásgeir hringdi, þegar
hann þyrfti á klippingu að halda
og ætti tíma aflögu, og þá myndi
ég koma til hans á skrifstofuna.
Ég fór nokkrum sinnum til Bessa-
staða og mætti mikilli hlýju
þeirra hjóna.
Ég minnist þess, þegar ég kom
til hans á forsetaskrifstofuna, að
þar biðu oft menn eftir Ásgeiri,
Páll með Halldór Laxness í stólnum. Páll hefur klippt nóbelsskáldið oftar en nokkurn mann annan á
sinni hárskeraævi — eða á ca. 10 daga fresti í 40 ár. Morgunbi*«i«/ köe.
Ásgeir Ásgeirsson
stundum gamlir kjósendur að
vestan, eftir því sem mér sýndist.
Ásgeir gekk jafnan brosandi til
þessara manna og sagði kannski:
Nei, komdu blessaður og sæll,
Jón minn! Seildist svo oní vasa
sinn eftir tóbaksdósinni: Má ég
ekki bjóða þér í nefið, Jón minn?
Ásgeir missti mikið við lát konu
sinnar. Sjaldan hef ég séð inni-
legra hjónaband en þeirra Dóru og
Ásgeirs, og ég held mér sé óhætt
að segja, að Ásgeir hafi aldrei orð-
ið samur eftir lát hennar.
Hann hafði orð á því, eftir að
hann lét af forsetaembætti, að
þaðan í frá kæmi hann á stofuna
til mín. Ég sagði honum að það
væri engin breyting hjá mér þó
hann hætti að vera forseti, ég
myndi halda áfram að koma heim
til hans og klippa hann þar. Og
það gerði ég. Oft var það sem Ás-
geir sagði eitthvað á þessa leið,
þegar ég hafði lagt frá mér greið-
una og skærin:
Heyrðu, Páll minn, hefurðu ekki
tíma til að rabba svolítið við mig
fram á skrifstofu?
Við sátum þar oft nokkra stund
og röbbuðum.
Þéringar
Var ekki siður að þéra slíka
fyrirmenn með þjóðinni, Páll?
Jú. Ég þéraði þessa menn alla,
utan síðustu ár þeirra. Og það tók
sinn tíma að venjast því, að vera
allt í einu orðinn dús við þessa
menn. Þéringar voru mikið notað-
ar hér áður fyrr, svo sem gamlir
Reykvíkingar minnast. Maður
þéraði flesta á rakarastofunni
nema þá sem beinlínis fannst ami
að því að vera þéraðir. Verslun-
armenn hins vegar og ráðamenn
þéraði maður jafnan, svo sem
hæfði tímanum. Það var aldrei af
snobbi sem maður þéraði, heldur
var þessi vaninn — og ég held það
hafi ekki verið slæmur vani. En
það tók mörg ár að verða dús. Við
máttum aldrei bjóða viðskipta-
manni að vera dús og heldur ekki
yngri maður sér eldri.
Núorðið er enginn þéraður. Það
breyttist með stríðinu, eins og
fleira. Mér þykir slæmt að fólk
skuli ekki lengur læra að þéra. Ég
fór oft með konunni minni sálugu
útá Skotsborg í Danmörku, þar
sem hún naut aðhlynningar í erf-
iðum sjúkdómi. Eitt sinn var það
sem starfsfólkið spurði mig hvort
íslendingar kynnu ekki að þéra.
Ég spurði á móti, hvort ég þéraði
ekki — jú, það var, en íslenskar
gangastúlkur, sem störfuðu oft á
sumrin á Skotsborg, kunnu ekki
að þéra, sem kom sér iðulega illa í
þessum stað, því þarna voru slíkir
kallar sem sænskir hershöfðingjar
af stórum ættum sem litu stórt á
sig, og fannst það lágmarks kurt-
eisi að vera þéraðir. Islensku
gangastúlkurnar höfðu semsé ver-
ið áminntar fyrir „ókurteisi", að
ég held, en þær báru við að þér-
ingar tíðkuðust ekki á íslandi.
En það var sem sagt á stríðsár-
unum sem menn fóru að hætta
þéringum á Islandi. Það kom af
því, að þá efnuðust fjölmargir,
sem áður voru atkvæðalitlir í fjár-
málum af braski í kringum her-
inn. Þá varð til stétt efnamanna,
SJÁ NÆSTU SÍÐU