Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982 Vilja alþingismenn að háskólakennsla og háskólarannsóknir séu lágkúra? Hér fer á eftir í heild ræða Guð- mundar Magnússonar háskólarekt- ors við hrautskráningu stúdenta 26. júní sl. Almennt um starfsemi skólans á háskólaárinu 1981 til 1982 Sé nám lagt að jöfnu við vinnu er Háskóli Islands fjölmennasti vinnustaður landsins. Nemendur voru þegar flest var á þessu há- skólaári 3.622. Þeim hefur fjölgað um nær 700 á þremur árum eða um 24%. Fastir kennarar eru um 23Ó. Ef bætt er við stundakennur- um, starfsliði á rannsóknarstofn- unum, við stjórnsýslu og í fyrir- tækjum, sem Háskólinn rekur er talan komin hátt í 5000 manns. Til samanburðar má geta þess að í blöðurrí kom nýlega fram, að hjá fyrirtækjum Sambands íslenskra samvinnufélaga væru starfandi innan við 2000 manns, og er þá um marga vinnustaði að ræða. Nýinnritaðir stúdentar á há- skólaárinu voru 1.428, en braut- skráðir verða 263 kandídatar. All- margir nýir kennarar og aðrir starfsmenn hafa bæst í hópinn og býð ég þá alla velkomna. Aðrir hafa látið af störfum fyrir aldurs sakir eða horfið til annarra starfa og kann ég þeim bestu þakkir fyrir samvinnuna. Rekstrarfjárþörf Háskóli Islands gerði rækilega grein fyrir fjárþörf sinni fyrir ár- ið 1982 í greinargerð með fjár- beiðnum í fjárveitingarnefnd hjá ráðherrum og í fjölmiðlum. Arangur varð nokkur, sérstaklega í stöðumálum. Hins vegar fékkst í meðferð Alþingis aðeins um þriðj- ungur af því sem Háskólinn þurfti til viðbótar tölum fjárlaga- frumvarpsins, þ.e. 3 millj. króna af 9,6, á þágildandi verðlagi. Það sem ekki fékkst þá, verður Há- skólinn að fá í aukafjárveitingu á jæssu ári. Aukafjárveiting þessi og þær beiðnir sem nú hafa verið sendar fyrir 1983 eru nauðsynlegar til þess að unnt verði að framfylgja lögum um Háskóla íslands. I þeim er Háskólanum meðal annars gert að taka við öllum nemendum í flestum greinum, sem þar eru kenndar, fullnægi þeir tilteknum skilyrðum. Telji hið háa ráðuneyti fjármála og háttvirt Alþingi að sníða þurfi af þessum beiðnum, er það þessara aðilja að segja til um hvaða nemendum beri að vísa frá eða valda töfum í námi. Háskólinn mun ekki slá af námskröfum sín- um. í greinargerð með tillögum Há- skóla íslands um rekstrarfjárveit- ingar fyrir árið 1983 er fjárveit- ingavaldinu einnig bent sérstak- lega á, að Háskólinn keppir um hæfa menn a hinum almenna vinnumarkaði. Verður þessa vart á æ fleiri sviðum og með meiri þunga en endranær, vegna þess hve sundur hefur dregið í launum með háskólakennurum og há- skólamenntuðum mönnum á hin- um frjálsa markaði. Ef við bætist bág rannsóknaraðstaða er ekki að sökum að spyrja. Bestu mennirnir sækja ekki að skólanum og þeir gerast honum fráhverfir sem fyrir eru, leita alfarið á önnur mið eða stunda launadorg úti í bæ, sem bitnar á fræðsluhlutverki þeirra og fræðimennsku. Háskóli íslands er nær eina stofnunin í þessu landi, sem held- ur á loft grunnrannsóknum og stundar þær. Hann snertir sér- hverja fjölskyldu í landinu með einhverjum hætti. Því verður ekki trúað að alþingismenn vilji að há- skólakennsla og háskólarannsókn- ir séu lágkúra. Allur samanburður er hættu- legur, sérstaklega ef hann snertir hagsmuni einhvers. Ég get þó ekki látið hjá líða að minnast á aukin togarakaup, sem flestir eru sam- mála um að verða ekki til að auka að ráði þann afla er á land verður dreginn. Ef reiknað er með að nýr skuttogari kosti 30 millj. króna í rekstri á ári að meðtöldum raun- hæfum afskriftum og að 20 manns séu á skipinu kostar togaraplássið 1,5 milljónir á mann á ári. Sé litið á rekstrarfjárveitingar Háskóla íslands kostar námsvistin nú að meðaltali um 35 þúsund krónur á ári á nemanda. Til að fá raunhæf- an samanburð þurfum við að bæta við afskriftum og námslánum, (sem við reiknum með að þurfi að greiða aftur, eins og lán fyrir tog- urum). Sé þetta gert, verður heild- arkostnaður á nemanda um 80 þúsund krónur á ári. Það er 1/20 af togaraplássi. Sé litið á 10 tog- ara er kostnaðurinn 300 milljónir króna á ári, og mér telst til að árlegur kostnaður við rekstur Há- skólans með 3.600 nemendum, ár- legum afskriftum af öllum bygg- ingum á endurstofnverði og að námslánum meðtöldum, sé af svipaðri stærðargráðu. Eg læt svo áheyrendum og al- þingismönnum eftir að meta, hvort muni auka þjóðarfram- leiðsluna, almenna hagsæld og vellíðan meira í þessu landi, vist- un hér í skólanum eða sókn þess- ara 10 viðbótarskipa. í þessu sambandi má einnig geta þess, að háskólaráð fer með vald til fjöldatakmarkana í nokkr- um greinum, að fengnum tillögum deilda og námsbrauta. Er þetta vandasamt hlutverk, en því verður að treysta að ráðið hafi jafnframt víðtækt vald til þess að bæta kennsluaðstöðu og ákveða hvort og hvenær taka skuli upp kennslu í nýjum greinum eða nýjar náms- leiðir. Rannsóknartnál Vegna mikils kennsluálags og stjórnunar, ekki síst vegna þess að nemendur gera nú miklu meiri kröfur en áður til þess að þeim sé sinnt í verklegum æfingum og klínískum, svo og utan kennslu- stunda, hefur tóm til rannsókna ekki verið sem skyldi. Þó er mesta furða hverju áorkað hefur verið þegar á heildina er litið, eins og glöggt kemur fram í Árbók Há- skólans, sem nýverið hefur komið út fyrir árin 1976 og 1979. Árbók fyrir háskólaárið 1979 til 1980 er einnig komin út. Árbók fyrir 1980 til 1981 er í undirbúningi. Eftir að ég tók við rektorsstarf- inu var skipuð sérstök rannsókn- arnefnd undir forsæti prófessors Sigmundar Guðbjarnarsonar. Skilaði hún tillögum um skipulag rannsóknarmála innan Háskól- ans, sem háskólaráð hefur sam- þykkt. Verður unnið að fram- kvæmd þeirra á næstunni. Eitt að- alhlutverk nefndarinnar var að fjalla um þjónusturannsóknir, en mikils er um vert að efla þær í Háskólanum til stuðnings undir- stöðurannsóknum, en ekki á kostnað þeirra. Laga- og reglugerðar- breytingar Ný „háskólanefnd“ Laganefnd sem háskólaráð skip- aði undir formennsku prófessors Jónatans Þórmundssonar hefur skilað ýmsum tillögum um laga- og reglugerðarbreytingar, sem hafa verið sendar til umsagnar deilda eftir því sem við á. Einnig hafa nokkrar tillögur borist frá deildum. Þessi mál eru nú til um- ræðu í háskólaráði og stefnt að afgreiöslu þeirra fyrir upphaf næsta háskólaárs 15. september. I undirbúningi er skipun nefnd- ar er geri úttekt á kennslu og kennsluháttum og vinni að tillög- um um nýskipan kennslugreina og um nýjar námsleiðir. Aðstöðumál Á sl. hausti var tekið í notkun húsnæði að Suðurgötu 26 og er þar mataraðstaða fyrir háskólakenn- ara og unnt að taka á móti gestum skólans. Hefur Skólabæjarnafnið verið fært yfir á þetta hús. Aðstaða til dvalar hluta úr sumri hefur fengist að Halldórs- stöðum í Laxárdal. Er þetta í góðri samvinnu við Laxárvirkjun, Ræða Guðmundar Magnússonar háskóla- rektors við brautskráningu 26. júní sl. Stórfelldur niðurskurður hjá British Airways l.ondon, 12. júlí. Al*. HKKSKA Dugfélagið British Ariways (ilkvnnli í dag að það hefði i hyggju að segja upp 7.000 slarfsmönnum sínum á na'stu mánuðum. Munu þa*r uppsagnir hafa í fór með sér að í marsmánuði á na>sta ári verða starfsmenn BA 23.000 fa-rri en þeir voru fyrir þremur árum. Uppsagnirnar eru liður í lang- tímaáætlun um niðurskurð sem flug- félagið hefur lagt fyrir ríkisstjórn- ina í von um að á móti komi aukinn fjárstuðningur, þannig að hægt verði að selja British Airways fyrir næstu þingkosningar í Bretlandi, ár- ið 1984. Eru aðgerðir þessar liður í því að mæta kröfum stjórnarinnar um afnám þjóðnýtingar. Tap British Airways nemur nú um 250 milljónum punda á ári og for- stjóri Evrópudeildarinnar, Peter Hermon, hefur lýst því yfir að milli 20 og 30 af 95 evrópskum og banda- rískum flugleiðum félagsins kunni að verða lagðar niður, skili þær ekki nægilegum hagnaði á næstunni. Lagalegir ráðgjafar hafa sagt að ekki dugi minni fjárstuðningur við BA en 812 milljónir punda, til að draga úr skuldahala sem nemur nú um einum milljarði punda. í tilkynningu til starfsfólks þar sem sagt var frá uppsögnunum sagði forstjóri félagsins, Roy Watts: „Við höfum reiknað út að þessi fækkun í starfsliði mun gera útgjöld félagsins viðráðanleg og gera okkur kleift að standa jafnfætis helstu keppinaut- um okkar, eða jafnvel feti framar." Breytingarnar á rekakkerunum fólust einkum í breyttu hlutfalli milli opsins að framan og opsins að aftan. en auk þess eru þau lengri og þess vegna stöðugri í drætti. Ljésm.: Kmílía. Rannsóknir Siglinga- málastofnunar vekja athygli erlendis „Það er rétt. Þessar tilraunir okkar hafa vakið verðskuldaða at- hygli erlendis,“ sagði Hjáimar R. Bárðason siglingamálstjóri er Mbl. spurði hann hvort rétt væri að hin- ar endurskoðuðu kröfur íslend- inga um gerð og framleiðslu gúmmíbjörgunarbáta hefðu vakið verulega athygli erlendis. „Þessar endurskoðuð kröfur hafa vakið athygli víðast hvar ann- arsstaðar en á íslandi sjálfu,“ sagði siglingamálastjóri. „Við birt- um þessar kröfur á íslensku og ensku í júlí-hefti Siglingamála, rits Siglingamálastofnunar ríkisins, ár- ið 1981. Okkur hafa nú borist á annað hundrað óskir erlendis frá um birtingarétt þessara krafna." Forsaga málsins er sú að í febrúar og mars 1980 gekkst Siglingmalastofnun ríksins fyrir tilraunum með gúmmíbjörgun- arbáta, m.a. í stjórsjó og ofsaveðrum út af Vestjörðum. Tilgangurinn var að prófa ýmsar nýjar hugmyndir um gerð gúmmíbátanna, styrkleika skjóltjalds, lögun inngönguops og lokunarbúnaðar þess. Enn- fremur að kanna áhrif ýmissa nýrra gerða rekakkera á stöðug- leika gúmmíbjörgunarbátanna og áhrif stærri kjölfestupoka. „Niðurstöðurnar leiddu í ljós ýmsa galla, t.d. viðvíkjandi stöð- ugleika og styrkleika skjólþaks í stjórsjó. Með hliðsjón af þessum niðurstöðum voru gerðar ýmsar endurbætur. í fyrsta lagi vil ég nefna nýja gerð rekakkera. Við síðari tilraunir sem gerðar voru veturinn 1981 reyndist þessi nýja gerð koma í veg fyrir að bátunum hvolfdi. Þessi árangur var tvímælalaust sá allra mik- ilvægasti sem tilraunirnar leiddu af sér. Þá voru gerðar breytingar á lokunarbúnaði gúmmibátanna. í stað hins þríhyrnda ops gerðum við hringlaga op með ermi sem reyrð er saman og bundin upp að innan. Þetta er greinilega mjög mikil framför frá því sem áður var. Til að auka stöðugleikann var síðan ákveðið að bæta við kjölfestupokum undir bátana og staðsetja þá utar til að auka átakið," upplýsti Hjálmar R.Bárðason. Sem fyrr greinir benda líkur til að aðrar þjóðir muni í auknum mæli fylgja for- dæmi okkar íslendinga í gerð og framleiðslu gúmmíbjörgunar- báta á komandi árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.