Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982 51 fclk í fréttum Vera greiðir hár 12 ára dóttur sinn- ar, Júlíu. Vera i kvikmyndinni „Moskva trúir ekki á tár“. stjarna Loksins hafa Rússar eignast sína Birgittu Bardot. Hún er Vera Alentova og er 37 ára göm- ul. Það er kvikmyndin „Moskva trúir ekki á tár“ sem hefur gert hana að stjörnu. í þessari mynd leikur Vera, Kötju, unga móður, sem sökum framúrskarandi vinnusemi og annarra eftirsókn- arverðra eiginleika tekst að verða forstjóri efnaverksmiðju. Og nú hefur Vera Alentova ekki frið fyrir beiðnum um eigin- handaráritun hvar sem hún fer. Vera er tággrönn á háum hæl- um, reykir og sést oft í gráum drögtum. Vera kom nýlega til Parísar til að vera viðstödd sýningu á myndinni „Moskva trúir ekki á tár“. Leist stjörnunni ekkert á Parísartískuna og sagði að kjól- arnir væru illa sniðnir og skórn- ir of íþróttalegir. Jodie Foster vex úr grasi + Bandaríska leikkonan Jodie Foster er nú 19 ára gömul og stendur á krossgötum í lífi sínu. Hún byrjaði að leika í kvikmynd- um þegar hún var þriggja ára gömul og á því 16 ára starfsferil að baki. Sjálf segir hún að kvik- myndaleikurinn sé aðeins auka- atriði í lífi hennar en þó segir hún að hún þoli ekki við án þess að leika. „Ég klikkast þegar ég er ekki að leika. Þá fer ég á bíó hvern einasta dag. Um lífið í kvikmyndaverun- um segir hún: „Það er komið fram við mig eins og ég sé drottning. Ég á hæginda- stól sem heitir mínu nafni. Ég er alltaf ávörpuð fröken. Fólk hleyp- ur eftir samlokum fyrir mig. Það er óskaplega þroskandi að vera með í svona hóp sem vinnur við Jodie Foster. gerð kvikmyndar og sem verður að vera saman næstum dag og nótt í nokkra mánuði á meðan að kvik- myndatakan stendur yfir og sem síðan leysist upp og sést aldrei framar." Móðir JOdie Foster hefur ný- lega snúist til Múhammeðstrúar og reynir hún að fylgja fyrirmæl- um Kóransins af fremsta megni. Hún sér um peningamál Jodie. Faðir Jodie hefur aftur á móti ekki stóru hlutverki að gegna í lífi hennar. Auk þess á hún þrjú systkini. Hún býr í stóru einbýl- ishúsi ásamt góðum vini sínum sem er arkitekt. Hún segist hafa valið þennan vin sinn til að deila með sér húsnæði eingöngu í öryggisskyni, glæpir séu alltaf að aukast og það gefi sér öryggistil- finningu að hafa einhvern í hús- inu. Jodie leggur áherslu á það að hún sé alls ekki orðin fullorðin ennþá og hún sé þrátt fyrir allt aðeins venjulegur unglingur. En það er enginn vafi á því að hún er á hraðri leið að verða fullorðin. T SNERTI-STYRKSTILLIR Ljós sem sýna styrkinn. Fimm banda tónjafnari, 2x22 wött aö aftan og 2x7 wött aö framan. Kr. 2.235,- INNBYGGT STILLANLEGT BERGMÁL (ECHO). Fjögurra vídda kerfi. Fimm banda tónjafn- ari 2x22 wött. Kr. 1.477.- Fimmskipt kraftljós 2x22 wött. Fjögurra vídda kerfi. Kr. 1.188.- FIMM BANDA TÓNJAFNARI 2x22 wött. Kr. 1.060.- TVEIR TÓNBREYTAR 2x22 wött. Kr. 786.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.