Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982 Myndir Mhl. KOK l>au flmm sem rætt var við. Talið frá vinstri: Adam Uchin, Claire Nelson, Mark Berendes, Jenarda Harris og Andrea G. Pokrzyurinski. Bandarískir skiptinemar á Islandi: „Mér líkaði hugmyndin um landið, sem hitað er upp með eldfjallaorku“ Fyrir nokkru komu hingað til lands 27 bandarísk ungmenni á vegum (AFS), American Field Service, sem hyggjast dvelja hér i sumar hjá íslenskum fjölskyldum víðsvegar um land. I*að eru 20 stúlkur og 7 strákar sem um er að ræða, á aldrinum 17—18 ára. AFS er félag áhugamanna, stofnað 1957 og mcð aðalstöðvar í New York. í ár sér íslandsdeildin um ferðir og dvöl rúmlega 100 unglinga alls, bæði erlendra ungl- inga hérlendis, og íslenskra ungl- inga crlendis. Nú eru staddir hér á vegum félagsskaparins 9 ársnemar og 11 koma i ágúst. Mbl. hafði tal af nokkrum unglinganna daginn eftir komu þeirra til landsins, þar sem þeir voru staddir í skála Vals upp við Kolviðarhól, en félagið var svo vinsamlegt að lána skálann, svo unglingarnir gætu kynnst, áður en þeir fara hver á sitt lands- hornið, og þeir mættu jafna sig eftir ferðalagið og tímamismun- inn. Sá fyrsti sem við töluðum við var Adam Uchin frá Fort Laud- erdale í Florida. Við spurðum hann fyrst hvers vegna hann hefði valið að koma hingað til landsins. „Ég valdi nú ekki beinlínis að koma hingað. Þeir staðir sem ég óskaði eftir að fara til, voru allir með köldu loftslagi, eins og Sví- þjóð og Finnland til dæmis, því ég vildi vera í köldu loftslagi. Ég Hér má sjá allan hópinn, sem kominn er til sumardvalar á íslandi. í baksýn standa, taldar frá vinstri: Unnur Valdimarsdóttir, Martha Eiriksdóttir og Jenný Einarsdóttir, en þær hugsuðu um bandarísku unglingana meðan á dvölinni í Valsskálanum stóð. býst við, að það sé ástæðan fyrir þvi að mér bauðst að fara hingað. Það eina sem ég hafði heyrt um Island, áður en ég vissi að ég átti að fara hingað, var í sam- bandi við fiskveiðideiluna við Breta og fiskiðnaðinn hérna. Síðan reyndi ég auðvitað að afla mér þeirra upplýsinga sem ég gat, og meðal þess sem ég komst að var að í Fort Lauderdale bjó íslenski konsúllinn, aðeins spöl- korn þaðan sem ég bý og hann fræddi mig um margt. Sú skoðun sem ég hafði mynd- að mér á landinu var að hér væri kalt, mikill snjór og rigndi mik- ið. Einnig mikið af kindum. Veðrið er betra en ég bjóst við; en þegar vindur er, þá er kalt. I Florida rignir mikið, og miðað við regnið þar, er regnið hér frekar úði og það er minni snjór hér en ég bjóst við. Ástæðan fyrir því, að ég óskaði eftir að fara til staðar með köldu loftslagi, var sú, að ég hafði aldrei séð snjó áður en ég kom hingað, nema á mynd. En nú er ég búinn að sjá og snerta sjó, því í gönguferð sem við fór- um í, dró ég allan hópinn lengst upp í fja.ll, þar sem sást skafl. Ég hef lofað sjálfum mér að koma aftur um vetur, mig langar til að prófa skíði." Fólkið hérna hefur verið mjög Laugardalsvöllur 1. deild í kvöld kl. 20.00 leika og ÍA 1 r Hafóu samband EIMSKIP SIMI 27100 L N * / r Þörunga- vinnslan J \ £ 5 Nú skulum við Þú og Ég mæta á Völlinn Valinn verður maður leiksins og hlýtur hann kvöldverðarboð fyrir 2 á Lækjarbrekku. Sjá RISANA í íslenzku knattspyrn- unni undanfarin ár í hörkuleik. J \ Bikorinn/f. s/c*rvötuvi*AuN Movmaui'ig M - V<*h 74)70 / Jk / « uooDorgarmn ——'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.