Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982
(íci2/n/viw
« 198? Unlv«ml Prm SvndlciH Í.-J 7
n f?a£> -er eferki mírt söfcyök i/íS Q'gam ekki
þlncv stderb.'f^e-^nd.íj {yr\r pér ( viSlejubúno-
a&ovdeildínni o. þriéju hoecS.f'
Æs£ er...
C<lö
... ad ei<ja saumavél
/>e<jar <jaf kemur á
buxurnar.
Kf hún verður húin aú stin|>a upp
earðinn í kvöld, sé ég um kvöld-
kaffið!
Kg fer úr skipstjórajakkanum og
þú tekur við skipinu!
Með
morgunkaffínu
HÖGNI HREKKVÍSI
Er útrýming íslenskra
nytjafiska yfirvofandi?
Ingjaldur Tómasson skrifar:
„Hið hátæknivædda rányrkjuæði
er nú á hraðri leið með að gera
gullkistu okkar og auðlind, hina
geysivíðáttumiklu fiskveiðiland-
helgi, að eyðimörk. Segja má, að eg
hafi fylgst með þessari óheilla-
þróun, bæði við veiðar og verkun
aflans, allt frá fyrri hluta aldar-
innar og skrifaði fyrir nokkrum ár-
um ýtarlega grein um mokveiði,
sem þá var, og fyrir kom oftlega að
fiskur skemmdist í landi bæði
vegna aðstöðuleysis og ofþreytu
landmannanna. Líka lýsti eg,
hvernig togararnir eyðileggja
hvert fiskisvæðið á fætur öðru með
stórvirkum botnsköfum sinum og
hvernig hið mikilvirka drápstæki,
hringnótin, gleypir gjörsamlega
heilu torfurnar, svo að nær ekkert
verður eftir. Ég minni í því sam-
bandi á nokkur uppgripamið, sem
nú eru ekki nema svipur hjá sjón
hjá því sem áður var: Hvalbakur,
Halamiðin, Rauða torgið (síld),
Rósagarðurinn, Selvogsbanki og
fjölmörg önnur mætti nefna. Nú
finnst vart fiskur á grunnmiðum.
Stíma verður klukkustundum sam-
an út á stöðugt dýpri mið til að fá
afla. Með öðru af því er olíukostn-
aður togara gífurlegur og taprekst-
ur því sífellt vaxandi.
Fyrir nokkrum árum fiskuðu
togarar mjög vel eitt sumar. Eg var
sem oftar í sundlaugapottinum og
hlustaði á samtal tveggja sjó-
manna. Annar fullyrti, að engin
hætta væri á ofveiði og gnægð
fiskjar væri í sjónum. Félagi hans
hélt því hins vegar fram, að hinn
mikli sumarafli væri stundarfyr-
irbæri og mundi brátt minnka.
Hann sagði líka, að sá fiskur, er
togararnir veiddu hefði fyrir
nokkrum árum „ekki verið til“ á
miðunum. Fiskurinn væri svo
strjáll, að togararnir yrðu að draga
kjaftvíðar vörpur sínar upp í 6—7
klukkutíma til að fá einhvern afla.
„Nýja“ togaraýsan hjá fisksölun-
um sannar þetta fyllilega, því að
hún er oftast algerlega hreisturs-
laus og heldur ókræsileg eftir lang-
tíma velting í vörpunni. Þegar ein-
hver neisti sleppur á „hefðbundin"
mið og togarar og önnur stórvirk
fiskiskip verða þess vör, er sam-
stundis kominn þangað stór floti og
nær hvert einasta líf gleypt á stutt-
um tíma af hinum geysiumfangs-
miklu veiðarfærum.
Tvö nýleg dæmi sanna þetta. Nú
á síðustu vertíð gekk nokkuð af
þorskfiski á venjuleg grunnmið við
Suðvesturlandið, sennilega á eftir
einhverri loðnudreif. Strax söfnuð-
ust þarna saman hundruð neta-
skipa með líklega 100—150 36
möskva djúp girnisnet hvert, eða
net við net um allt svæðið, og allt
gleypt á skömmum tíma. Snemma
sumars, þegar togararnir fengu
ekkert nema horaða grálúðu og
karfaskrap, skreið einhver fiskur á
Vestfjarðamið. Hvorki meira né
minna en 40 togarar birtust fljót-
lega á svæðinu og að vonum var
allt upp urið á örskömmum tíma.
Svipað er að gerast með hrognke-
lsin. Þar hefur græðgin og skepnu-
skapurinn einnig ráðið ríkjum.
Nýlega heyrði eg samtal við topp-
skipstjórann. Hann sagðist hafa
um 150 net í sjó og þurfa að „róa“
3—4 tíma út, því að lítið væri að
hafa grynnra. Líka gat hann þess,
að hann hefði verið að hirða eitt-
hvað af fiskinum, en fljótlega hætt
því, vegna þess að betur borgaði sig
að hafa fleiri net í sjó, hirða aðeins
hrognin, kviðskera á borðstokknum
og henda bolnum í hafið.
Staðreyndir sem nú blasa við:
Okkar stærsti og verðmætasti síld-
arstofn, vorgotssíldin, er algerlega
upp urin. Loðnan, sem þorskurinn
lifir á, er að fara sömu leið, og nú
Oft þarf ekki
að grafa djúpt
Kinar Ingvi Magnússon skrifar:
„Heill og sæll Velvakandi og allir
lesendur.
Börnin eru ekki gömul þegar
þeim hefur lærst það, að á eftir
degi kemur nótt. Hið sama er að
segja um lífsins dag. Þau skilja
fljótt, að amma og afi hverfa fyrst
af sjónarsviðinu, því að þau eru
eldri en mamma og pabbi og þau
sjálf. Frá þessu lögmáli eru þó und-
antekningar, því að ekki er öllu
gefinn jafnlangur tími hér á jörð.
Og er það oft beiskur sannleikur,
sem við verðum að horfast í augu
við. Lífið er ráðgáta og dauðinn
ekki síður. Og hverjum hefur ekki
fundist hann færast fjær og fjær,
er hann loksins virtist ætla að ráða
fram úr spurningunni um tilgang
lífsins og dauðans?
Páll postuli minnti Korintumenn
á það, að líkur er líkaminn fræi,
sem sáð er í jörð. Hversu stórfeng-
legt er ekki það blóm, sem upp af
því vex, miðað við hið litla fræ? Já,
meira að segja vildi Páll fremur
deyja en halda áfram að lifa í þess-
um heimi, en hann vissi, að hann
hafði skyldum að gegna og gæti
gert meira gagn hér á jörðu lifandi
en dáinn, og sagði: Lífið er mér
Kristur og dauðinn ávinningur.
Fögur eru þau orð að hafa Krist
að leiðarljósi gegn um lífið, hvort
sem þar mætir manni súrt eða sætt
— að lifa í Drottni og deyja í
Drottni. Astvinir fara, ungar mæð-
ur verða ekkjur og spurningin um
lífið vaknar.
í erli daglegs lífs virðast einföld
orð oft mega sín svo lítils og skiln-
ingur á þeim deyja í ærslum líð-
andi stundar. En oft þarf ekki að
grafa djúpt eftir barnatrúnni, þar
sem orðin eilífu liggja sem fræið og
bíða eftir regnskúr til að mega fá
líf í brjóstum manna og kvenna um
allan heim, orðin sem Jesús sagði:
„Ég er upprisan og lífið; sá sem
trúir á mig, mun lifa þótt hann
deyi, og hver sá sem lifir og trúir á
mig, hann skal aldrei að eilífu
deyja." (Jóh. 11:25—26)“.
Allt á sínum stað
Ástríður Thorarensen skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Viltu gjöra svo vel að birta
þessa athugasemd mína.
Allt skal hafa á sínum stað.
Listaverkin skulu einnig vera á
sínum stað. Sigvaldi Kaldalóns
var mikill listamaður. „Kveldrið-
ur“ er listaverk sem á sinn stað, —
en ekki á eftir dánartilkynningum
í ríkisútvarpi kristinnar þjóðar.
Þar eru þær hneyksli.
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til
fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisfóng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
„Hani, krummi, hundur, svín“
er listaverk, bæði lag og texti. En
væri það kyrjað í kirkju, væri það
þjóðarskömm.
Ég er sjö sinnum búin að heyra
„Kveldriður" sungnar fullum hálsi
á nokkrum árum samtals, þrisvar
sama árið og svo á strjálingi, og
alltaf á eftir dánartilkynningum. Og
nú í áttunda sinn, í morgun, 9. júlí.
Ég hef ætlast til þess, að einhver
tæki pennann og mótmælti þess-
um ófögnuði, en hefi ekki orðið vör
við það. Sigvaldi Kaldalóns var
mannkostamaður. Minningu hans
er enginn greiði gjörður með
svona háttalagi.
Þökk fyrir birtinguna."