Morgunblaðið - 14.07.1982, Side 7

Morgunblaðið - 14.07.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982 39 Guðjón F. Teitsson „I tilkynningu Skipaút- gerðarinnar um kaupin á Lynx er látið ósagt, að skipið skorti bæði far- þegarými og frystilest samanborið við Heklu og Esju, en hinu hamp- að að lestarrými Lynx sé alls næstum helmingi meira, þótt það gefi ekki tilsvarandi meiri burðargetu í þunga.“ hafa valdið sölu skipanna með verulegum afföllum. Vildu heldur Vela og Lynx en coaster-skip Skip undir norsku flaggi og að mestu með norskar áhafnir eru nú búin að vera hér í strandferðum allt frá miðju ári 1979, fyrst Coaster Emmy nálega 2 ár og síð- an Vela, nokkru stærra skip, smíð- að 1974, með tvöfalda orku aðal- vélar miðað við hið fyrr nefnda. Virðist forráðamönnum Skipa- útgerðarinnar hafa líkað betur við Vela en hið fyrra leiguskip og hafa nýlega keypt systurskip Vela, Lynx, smíðað 1975, en halda þó áfram leigu á Vela undir norskum fána með tilburðum um að leggja FÆDA OG_______ HEILBRIGDI inniheldur allt hýði og kím sem í því var í upphafi, þ.e. ef það er heilt eða heilmalað korn. Því miður er heilt korn eða heilmalað ekki sérlega kræsileg fæða vegna þess að sterkjan leysist ekki upp í munninum. Þarf að hita kornið til að sterkj- an renni. Þegar hveitimyllurnar voru reistar á 19. öld var þekking á næringarfræði lítil. Var álitið mjög heppilegt að losna við sem mest af hýði og kími. Eftir að vítamínkenningin kom fram árið 1912 fóru menn að efast um gildi hveitimölunar. Það var þó fyrst með trefjakenn- ingunni að veruleg endurskoðun hófst. Nú vitum við að í hvíta hveit- inu er aðeins brot af þeim bæti- efnum og trefjaefnum sem eru í heilu hveiti. Er fróðlegt að líta á nokkrar tölur í því sambandi. Við framleiðslu á hvítu hveiti má búast við að um % trefjaefnanna og 50—90% bætiefnanna sé num- inn á brott, t.d. um 90% af öllu Bl-vítamini og magníum hveitis- ins. Til þess að reyna að bæta skaðann eru víða um lönd reglur um að nokkrum næringarefnum sé skilað aftur í hveitið. Eru það yfirleitt Bl-, B2-vítamín, niasín og járn. Esju og Heklu, eigin skipum út- gerðarinnar, vegna skorts verk- efna fyrir 4 skip. Eru forsendur fyrir þessu taldar þær, að Hekla og Esja þurfi of marga skipverja, en í staðhæfingu um það er fólgin blekking, sem ég hefi áður gert grein fyrir opinberlega. Hér með nokkur samanburður á skipi í smíðum í Bretlandi og ný- keyptu notuðu skipi, Öskju (áður Lynx), samkvæmt upplýsingum, sem fengizt hafa. Askja Skip í smíðum (6-7 ára) í Breti. MesU lengd m. 76,00 70,35 Milli lódlína m. 68,00 64,00 Breidd m. 13,54 13,00 Adalvél bestöfl 2.250 2x1.200=2.400 Burðartonn (dwt) 1.180 1.150 Lestarými rúmfet 130.665 135.000? Kaupverð millj. kr. 25,4 62,2 Þótt söluverð Lynx sýnist til- tölulega mun hærra en fyrr nefnt söluverð coaster-skipa, helmingi yngri, þá virðist söluverð Lynx samt lágt borið saman við smíða- samninginn i Bretlandi. í tilkynningu Skipaútgerðarinn- ar um kaupin á Lynx er látið ósagt, að skipið skorti bæði far- þegarými og frystilest samanborið við Heklu og Esju, en hinu hamp- að, að lestarými Lynx sé alls næst- um helmingi meira, þótt það gefi ekki tilsvarandi meiri burðargetu í þunga. En það er sameiginlegt fyrir strandferðaskip og höfuðfat (hatt) að hvort tveggja þarf að vera mátu- lega stórt til sinna nota, og ég vil halda því fram, að Hekla og Esja séu mjög hóftegar að stærð fyrir sitt þjónustuhlutverk og hafnaskilyrði, þar með vindfang á hinum ýmsu lítið skjólsælu höfnum. Efni í aðra grein Það er svo efni í aðra grein, hvernig núverandi forstjóri Skipa- útgerðarinnar hefir hringlað með ferðaáætlanir strandferðaskipa útgerðarinnar frá 1978, þegar hann með hinum takmarkaða skipakosti, aðeins tveim skipum, tók að amast við hefðbundnum ferðum Eimskips á nokkrar hinar stærri hafnir vestan- og norðan- lands með sérstakri samkeppni á kostnað þeirra hafna, sem miður voru settar, og nú virðist með lítilli gætni stefnt að því að láta Skipaút- gerðina með mikilii fjárfestingu og líklega stórauknum hallarekstri blanda sér í stóriðjurekstur og áður Það segir sig sjálft að það er ekki nóg að skila fjórum bæti- efnum aftur (í því magni sem er í heilu hveiti) þegar haft er í huga að bætiefnin eru a.m.k. 40 talsins. Auk þess ber að hafa í huga að trefjaefnunum er ekki hægt að bæta aftur í hvíta hveitið. Er því ljóst að hvítt hveiti verður aldrei jafngilt heilhveiti. Rannsóknir sýna að íslend- ingar fá nú um það bil fimmtung orkunnar, um 40% af öllum trefjaefnum og 0—30% af bæti- efnunum úr kornmat einum saman. Ef íslendingar læra að borða ennþá meira af heilu og grófu korni mundu þessar tölur hækka ört. Sérstaklega mundi neysla trefjaefna og ýmissa bætiefna aukast mjög við þá breytingu. Lokaord Samnorræn manneldismarkmið kveða á um að neysla á sterkju sé aukin um allt að því helming. Ef þetta markmið á að nást þarf að auka mjög neyslu á kornmat. Ekki verður lögð of mikil áhersla á hvað það er mikilvægt að sem mestur hluti af þessu korni sé gróft eða heilt korn til að fullnægja bæti- og trefjaefna- þörfum. íslenskir bakarar eiga miklar þakkir skildar fyrir að hafa staðið fyrir byltingu í brauðgerð á undan- förnum árum. Vonandi fara ein- hverjir að snúa sér að framleiðslu á islensku musli og íslensku morg- unkorni. venjulega flutningasamkeppni ann- arra skipa um millilandaflutning. Dæmi um þetta er það, að Haf- skip náði, eftir því sem sagt er, í samkeppni við aðra nokkurra ára samningi um flutning á kísilgúr frá Húsavík til útlanda með bak- samningi við Ríkisskip um flutn- ing vörunnar frá Húsavík til Reykjavíkur fyrir 11 US $ (án Helguvíkurofnæmis) nú tæplega 115 kr. á 1000 kg, sem mun inni- fela að koma vörunni fyrir í lest- um og skila henni til töku með tæki á hafnarbakka, t.d. í hliðar- farmdyrum skips. Nú er á það að líta, að kísilgúr er rúmfrek vara; sögð um það bil tvöfalt rúmfrekari en t.d. rúgmjöl, þótt reiknað sé með nokkurri pressun kísilgúrsins, þegar flutt er á pöllum, og mætti því sam- kvæmt venjulegum flutningaregl- um búast við a.m.k. 50% hærra farmgjaldi fyrir tonn af kísilgúr en t.d. tonn af rúgmjöli. En nú- gildandi farmgjald ríkisskipa fyrir rúgmjöl og algenga fóður- vöru er hins vegar kr. 278,35 á tonn eða 142% hærra en fyrir kís- ilgúrinn. Hér skai því bætt við, að á árinu 1981 virðist hafa vantað 83% upp á að tekjur útgerðarinn- ar nægðu fyrir gjöldum án ríkis- styrks og vaxta af höfuðstól. Þá má benda á það, að algeng- asti taxti rikisskipa fyrir upp- eða utskipun í Rvíkurhöfn er nú kringum 140 kr. á tonn, og má af því nokkuð marka arðgæfi þess að flytja hinn rúmfreka kísilgúr 323—509 sjómílna leið miðað við viðkomulausa siglingu vestur eða austur um land frá Húsavík til Rvíkur fyrir aðeins 115 kr. tonnið. Báknið í algleymingi 3 opinberar nefndir fjalla nú um hinn tiltölulega einfalda rekstur Skipaútgerðar rikisins, og er ekki vitað hvaða númer þær hafa í þeim á sjötta hundrað nefndum, sem líklegt er að starfa muni á vegum hins opinbera á þessu ári eins og 1981. Fyrst skal nefna fasta stjórnar- nefnd 3ja manna samkvæmt laga- setningu 1966, en í reynd var for- stjóra bætt í nefndina sem fjórða manni, og sem kunnugt er komst hann upp með það brátt eftir skip- an að taka sér fastráðinn einka- fulltrúa með hliðstæða skóla- menntun og hann sjálfur og með álíka faglega reynslu eða reynslu- leysi. — Áður var minnst á ráðn- ingu tæknifræðings og leigu sér- staks húsnæðis fyrir hann. Þá eru tvær aðrar opinberar nefndir, hvor með 5 fulltrúum, sem fjalla eiga um málefni Skipa- útgerðarinnar. En það er sameig- inlegt með öllum nefndunum, að Halldór S. Kristjánsson, fulltrúi í samgönguráðuneytinu, er formað- ur þeirra, og virðist svo sem hinir æðri og reyndari fastaembættis- menn í samgönguráðuneytinu hafi til HtiIIa heilla verið nokkuð snið- gengnir í þessu sambandi. WIKA Þrýstimælar Allar stáeröir og geröir SðiuiBlla(Ui§)(ui(r Vesturgötu 16, sími 13280 ,\l (il.VSIV.ASÍMlNN KK: ««*0 ploroiinbtetiíti ALVORU BIIAR FRÁ AMERÍKU ÞOLA AD FARA UTAFNALBIKINU! Aö sjálfsögöu eru bílar AMERI- CAN MOTORS smíöaðirtil þess aö standast fullkomlega allar hinar ströngu stööluöu kröfur um bílaframleiöslu á bandarisk- an innanlands markað, sem og kröfur neytendasamtakanna þar í landi. Fjöldi bílategunda sem búnireru til utan Bandaríkjanna standast AMERICAN EAGLE „ÖRNINN“ verö frá kr.310 þús. alls ekki þessar kröfur og eru seldir aö heita má eftirlitlaust í sumum löndum. Auk þesserallt (100%) ytra byröi og neöri hluti bíla AMERICAN MOTORS úr galvanhúöuöu amerísku stáli, sem sórstök ryö- vörn frá verksmiöjunum. (ekkert pjátur). 4-Door Sedan AMERICAN EAGLE „AMERfSKI ÖRNINN" torfæru og sportbifreiö í algjör- um sérflokki. Þessi bíll hefur glæsilegar linur og viöbrágö verulegs sportbíls, nema hvaö örninn skilur aörar tegundir (svo kallaöra sport-bíla) eftir á malbikinu, því þú ýtir aöeins á rofa og þá er örninn meö drif á öllum hjólum og fer þá meö þig á staöi sem enginn annar kemst á. Þetta SELECT DRIVE kerfi.sem skiptir úr tveggja hjóla-drifi í fjórhjóla-drif sparar mikiö bensín og er það lang fullkomn- asta í heiminum, byggt á meiren 40 ára reynslu AMERICAN MOTORS. Sparneytin 6 strokka vél (258 CID) sjálfskipting, afl- hemlar og vökvastýri. Wagon 2-Door Sedan CONCORDINN verð frá kr. 220 þús. 4 -Door Sedan - L* m— '— Wagon m l-Doot Sedan CONCORD er ekki aðeins lúxus-bíll meö öllu og glæsilegt útlit, heldur hefur þessi bíll AMERICAN MOTORS áunnið sér viöurnefnið ..Tough American" eða „Ameríski TÖFF- ARINN" vegna seiglu og vand- aös frágangs, ásamt sérstaklega eyöslugrannri 6 strokka vél (258 CID). Að innan er m.a. viöarklætt mælaborö meö kvars-klukku, plussáklæöi og öll þægindi, svo sem sjálfskipting, vökvastýri og aflhemlar. CONCORDINN er á D78 x 14 hjólböröum meö hvít- um hringjum, gúmmílistum á höggvörum, hlíföar og skraut- listum á hliöum og krómlistum á brettaköntum, sílsum og kring- um glugga, vinyl á þaki. Hann hefur mjög góða hljóðeinangrun og líöur um svo til hljóölaus. EGILL VILHJÁLMSSON HF. SMIÐJUVEGI 4. KÓP SÍMI 77-200 SÖLUMENN 77-720

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.