Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982 43 þessara framtakssömu vestrænu friðarhreyfingu og Sovétríkjanna og annarra sósíalistaríkja á sér langa sögu, en það var á kalda- stríðsárunum sem Sovétmenn hófu að notfæra sér hræðslu al- mennings við kjarnorkustyrjöld sem áróðursvopn. Allt frá þeim tíma hefur ein helsta áróðursmiðstöð Rússa verið „Heimsfriðarráðið“, sem stofnað var seint á fimmta áratugnum. Árið 1975 veitti Heimsfriðrráðið Yasser Arafat æðstu friðarverð- laun sín. Samtök evrópsku frið- arhreyfingarinnar og margir hóp- anna, sem berjast fyrir afvopnun í Bandríkjunum, tengjast í gegnum Bandaríska friðarráðið, sem er útibú Heimsfriðarráðsins og hefur tekist að afla sér viðtæks stuðn- ings hinna ýmsu hópa sem að frið- arfundinum standa. Svo eitthvað sé nefnt, þá er forstjóri afvopnun- ardeildar Bandarísku vináttu- nefndarinnar, „American Friends Service Committee", Terry Pro- vance, skráður sem einn af 40 opinberum meðlimum Heimsfrið- arráðsins. Provance, sem er einn af höf- undum stefnunnar sem gengur út á frystingu kjarnorkuvopna, hefur neitað að vera meðlimur í Heims- friðarráðinu en segir jafnframt, að þegar jafn mikilvægt málefni sé annars vegar þá sé „nauðsyn- legt að eiga samstarf við hópa á borð við Bandaríska friðarráðið og verja tilverurétt þeirra". I reynd er enginn merkjanlegur munur á þeim yfirlýsingum um utanríkismál, sem yfirmaður Bandaríska friðarráðsins, Micael Meyrerson, og meðlimir Banda- ríska kommúnistaflokksins hafa gefið. Kommúnistaflokkurinn hefur lýst því yfir að „mesta ógnunin við heimsfriðinn felist í iðnvæddri hernaðarvél Bandaríkjanna" og í sama streng taka þau samtök sem fjallað hefur verið um hér að framan. Þetta er, í stuttu máli sagt, söfnuðurinn, sem hefur tekið að sér að segja til um það hvar heill okkar sé borgið í varnarmálum, sem neitar að sjá nokkra ógnun fyrir austan járntjald og heldur því statt og stöðugt fram, að Bandaríkin séu höfuð óvinur frið- ar og frelsis í heiminum. Þetta eru staðreyndir sem hinn mikli fjöldi einstaklinga sem nú flykkir sér undir merki friðar- sinna, ætti að taka til vandlegrar athugunar. (I>ýtt og endursagt úr Wall Street Journal.) 23. g5!, 24. Bc3 Ef 24. fxg5 þá Hxfl+, 25. Kxfl — Hc2. 24. gxf4, 25. gxf4 - Hxf4, 26. Hxf4 — Bxf4, 27. a4 — e5! Ef nú 28. dxe5 þá Be3+ 29. Kg2 — d4 og svörtu miðborðspeðin eru óstöðvandi. 28. Hel - Hc4. 29.dxe5 — d4!, 30. Hxe4 — dxc3, 31. Hxc4 — cxb2, 32. Hxf4 — bl=D og svartur vann auðveldl- ega. Kona oddviti Austur-Eyjafjallahrepps: Átti ekki einu sinni von á því að fara í hreppsnefnd NÝKOSNAR sveitarstjórnir eru nú sem óðast að koma saman og kjósa sér oddvita og aðra þá, sem trúnaðar- störfum gegna fyrir hreppinn. Hreppsnefnd Austur-Eyjafjallahrepps kom saman fyrir stuttu og kaus Ingu Sveinsdóttur oddvita. Morgunblaðið spurði hana, hvort hún hefði átt von á því að verða valin sem oddviti. „Nei, ekki var það nú al- deilis. Ég átti ekki einu sinni von á því að verða kos- in í hreppsnefnd, hvað þá heldur að verða kosin oddviti," svaraði Inga. — Hvernig finnst þér? „Ég vil nú sem minnst um það segja, því ég er ókunnug starfinu. En ég ætla að nota sumarið til þess að kynna mér, í hverju þetta felst.“ — Þú ert útibússtjóri af- greiðslu Búnaðarbankans í Skógum. „Já. Ég hef gaman af skrifstofuvinnu og hefi ver- ið umboðsmaður Brunabótafélagsins síðan 1979, svo ég þekki þetta að- eins, sem fellur að þessu starfi. — Svo þú hlakkar til að takast á við starfið? „Já, já. Ég er uppalin í sveitinni og þekki starfsemi hreppsins nokkuð í gegnum það. Og svo eflir þetta Inga Sveinsdóttir, oddviti Austur- Kvjafjallahrepps. tengslin við fólkið í sveit- inni.“ Heimurinn er óskiljanlegur Leiklist Jóhann Hjálmarsson TEATER SARGASSO: PÁ ELYKT FRÁN DEN TID ... Leikstjóri: Augusto ('abrera. Teater Sargasso er sænskur leikhópur sem ferðast hefur um landið að undanförnu og kynnt íslendingum list sína. í leik- hópnum er einn íslendingur, Birgir Eðvarðsson. Ekki hefur mikið verið skrifað um þennan leikhóp, hann hefur ekki valdið neinu fári í fjöimiðl- unum. Engu að síður tel ég hér góða gésti á ferð og áreiðanlega ómetanlegt fyrir hið fáskrúðuga leikhúslíf úti á landi að fá að njóta listar þessa áhugasama kunnáttufólks. Ég missti því miður af sýning- um leikhópsins í Tónabæ, en sá í staðinn sýningu í Norræna hús- inu föstudaginn 9. júlí. Ég býst | við að hópurinn verði farinn til síns heima þegar þessi umsögn birtist. Teater Sargasso er eitt af góð- um dæmum um leikhópa sem af mikilli alvöru vinna saman, allir eru sem einn, hópurinn er hver einstakur. Það er fyrst og fremst tækni hreyfinga og látbragðs sem Teater Sargasso stundar. Að vísu er töluverð áhersla lögð á orðið, en aðalatriðið er hið leikræna, hefðin gömul og um leið ný. Ég get ekki neitað því að Teat- er Sargasso minnti mig á Raja- tabla sem var hér um daginn á Listahátíð. Aðeins er um tengsl að ræða og kannski ber maður ósjálfrátt alla leikhópa saman við Rajatabla vegna þess hve sýningar þess eru ofarlega í huga. Svo haldið sé áfram með samlíkingar kom mér í hug Dvergurinn eftir Pár Lagerkvist í þeim myndum sem Teater Sargasso brá upp frá óhugnaði miðalda. Teater Sargasso lýsti vel úrræðaleysi og tortryggni nútímamannsins, en í miðalda- atriðunum var uggvænlegt and- rúmsloft sem með einföldum leikrænum aðferðum var óvenju sannfærandi. Teater Sargasso er kannski ekki verulega frumlegur leikhóp- ur. Sömu viðfangsefni eru sífellt tekin til meðferðar í leikbók- menntum samtímans. En áreið- anlega er þessi leikhópur frum- legur á íslenskan mælikvarða. Heimurinn er óskiljanlegur er Fjodor látinn segja á flótta sín- um. Það atriði túlkaði Birgir Eð- varðsson frábærlega. Mig langar að minna á í því sambandi orð sænsks skálds um annað sænskt skáld: Heimurinn er óskiljanleg- ur./ Látið heiminn vera óskilj- anlegan! Vissulega eigum við öll heima í kassa eins og sýning Teater Sargasso tjáir okkur. En ég verð að segja að sú bjartsýni sém leikritið miðlar þrátt fyrir allt myrkrið er uppörvandi. Auðvit- að erum við ekki betur stödd en miðaldafólkið ef við viljum ekk- ert gera til að breyta lífi okkar. Hvað segir ekki Márta Tikkanen í einkunnarorðum leikritsins: Ótti okkar er hættulegri en það sem við óttumst. Listafólkið sem leiðbeindi okkur á flóttanum auk Birgis Eðvarðssonar var Lasse Frid, Ingela Olsson, Marie-Louise Elwin, Rickard Gúnther, Annika Silkeberg, Mats Blúcaert og Anneli Dahl. Jóhann Hjálmarsson Heilræði til fararheilla Bókmenntír Erlendur Jónsson FERÐAHANDBÓKIN. 272 bls. Ritstj. Bima G. Bjarnleifsdóttir. 10. útg. Örn og Örlygur. Rvík, 1982. Bók eins og Ferðahandbókina — alla saman litprentaða — hefði ekki verið unnt að gefa hér út til skamms tíma. Nú hefur tækninni fleygt svo fram að slíkt er ekki aðeins mögulegt heldur líkast til auðvelt. En vitanlega er slík út- gáfa dýr og nánast óhugsandi að gefa þannig út aðrar bækur en þær sem prentaðar eru í stóru upplagi. »Oft fara ferðamennirnir og bæklingarnir á mis,« segir í for- mála »en hér í Ferðahandbókinni hefur verið gerð tilraun til að sameina í eina handbók helstu upplýsingar sem ferðamenn þurfa að nota á ferðalagi...« I bókinni er síðan að finna allar helstu upplýsingar sem ætla má að ferðamaður þurfi á að halda, bæði áður en lagt er af stað og eins eftir að ferð er hafin. Fyrst eru t.d. leiðbeiningar eða minnis- atriði þar sem talið er upp hið helsta sem hafa ber í huga þegar íbúð er skilin eftir mannlaus. Slík- ur viðskilnaður er að vísu hvorki flókinn né vandasamur. En þegar lagt er af stað í flýtí eins og oft gerist og gengur þegar tími er naumur eru taugarnar oft spenntari en minnið og eins gott að hafa skipulegan leiðarvísi til að minna sig á. Svo er lagt af stað. Og margt gerist á langri leið, eins og bíl- stjórinn sagði. Ef óhapp kemur fyrir er best að halda sálrænu Birna G. Bjarnleifsdóttir jafnvægi en það »fer hverju sinni eftir því, hvort skynsemin eða til- finningarnar ná yfirhöndinni,* segir í Ferðahandbókinni. Umferð og umgengni heitir kafli. Þar segir meðal annars: *Akið ekki á grónu landi né utan vegaslóða.« Þessi áminning er svo brýn að hana mætti hrópa í gjallarhorn af sjálfum Heklutindi. Ekki er þó víst að jafnvel svo áhrifamikil tilkynning kæmi að notum. Þeir, sem níðast á landinu, vita hvað þeir eru að gera og þvi er vonlaust að fara að þeim með góðu. Er ég smeykur um að þeir, sem halda sig mest innanhúss, hafi kléna hugmynd um hvernig búið er að fara með margan gróð urreit, þangað sem kraftmiklir bílar komast — og þeir komast flest nú orðið! Þá er kafli sem ber yfirskrift- ina: Hvað er til afþreyingar? Auk verkfalla, sem hér eru yfirvofandi þrjú hundruð sextíu og fimm daga ársins, og akvega, sem eiga ekki sína líka í víðri veröld, hygg ég að afþreyingarleysið sé alvarlegast — ef t.d. á að laða hingað erlenda ferðamenn. — Fyrir allnokkrum árum var opnað hótel úti á landi í fögru umhverfi og gestum boðin vikudvöl og — hvíld! Rétt eins og væntanlegir gestir mundu verða erfiðismenn frá aldamótum sem þyrftu framar öðru að ná úr sér brunastingjum vinnulúans. Ferða- menn sitja ekki með hendur í skauti. Þeir vilja hafa eitthvað fyrir stafni. Þá er stuttur kafli um ferða- þjónustu bænda. Bændur þeir, sem taka á móti gestum, eru færri en ætla mætti. Hygg ég að það, sem þeir bjóða upp á, sé hið sama sem svokölluð gesthús bjóða í öðr- um löndum — ekki hótel heldur eins konar millistig á milli heimil- is og gistihúss. Nauðsynlegt er að hafa þann kostinn með í dæminu ef veita á þjónustu, sambærilega því sem annars staðar gerist. Vegakort er í bókinni. Þar er uppdráttur af helstu vegum í byggð og óbyggð. Hringvegurinn er sérstaklega auðkenndur. Raun- ar er hann helst til hlykkjóttur til að réttmætt sé að kenna hann við hring. Mest ber á tveim krókum: fyrir Hvalfjörð og fyrir Berufjörð. Úmferðin fyrir Berufjörð er naumast svo mikil að hún geri stórt strik í þjóðhagsreikninginn. Hvalfjörður er hins vegar eins og hver annar kæfandi biti í hálsi samgangnanna. Nú orðið er ekkert mál aö brúa hann — eða loka hon- um með uppfyllingu! Hins vegar er fjármálastjórn svo háttað hér að litlar líkur eru til að það verði gert fyrir aldamót. Þess í stað verður lappað upp á gamla veginn, smáspottar teknir fyrir, annað eða þriðja hvert ár, og malbikaðir eða lagðir klæðningu sem verður alveg eins dýr þegar upp er staðið — og málin jafnóleyst og áður. Þá eru í Ferðahandbók þessari stuttorðar og gagnorðar lýs- ingar á þéttbýlisstöðum hringinn um landið — allt á ensku jafnhliða íslenskunni. Bókin er því ætluð erlendum ferðamönnum jafnt sem innlendum. Landslagsmyndir eru margar í bókinni og auðvitað allar í lit. Nú á tímum er ekki boðið upp á ann- að. Myndirnar eru vel valdar með hliðsjón af upplýsingagildi, en annað gildi tel ég ekki skipta meg- inmáli í svona bók. Fyrir tuttugu, þrjátíu árum tíðkuðu ljósmyndar- ar að taka landslagsmyndir út á milli trjágreina, ef tré voru finn- anleg, til að svo liti út sem ísland væri allt skógi vaxið. Hver man ekki t.d. slík póstkort af helstu húsum í Reykjavík. Nú eru menn hættir þess háttar kúnstum en mynda útsýnið eins og það er. Sá, sem sér fyrst myndirnar í þessari bók en síðan landið, ætti tæpast að verða fyrir vonbrigðum þeirra vegna. Auglýsingar eru margar í bók- inni og flestar, held ég megi segja, efninu viðkomandi. Þjónustuaðil- um í ferðamannamóttökunni hef- ur sýnilega verið boðið að auglýsa og þeir ekki látið segja sér það tvisvar. Auglýsingarnar falla vel að efninu, og svo á auðvitað að vera í riti sem þessu, þar verður allt að vera útreiknað, auðvelt og aðgengilegt til að bókin megi kall- ast handhæg og komi að fullum notum. Erlendur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.