Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 3
sem á húsið en Háskólinn jarðar-
partinn. Unnið hefur verið að
frekari endurbótum í Herdísarvík,
en hún er nýtt til sumardvalar
fyrir starfsmenn háskólans.
Skipulagsmál
Enn er beðið eftir afstöðu borg-
aryfirvalda til skipulagstillögu
Háskólans á miðsvæði háskólalóð-
ar. Ekki virðast afköstin hafa ver-
ið mikil á bænum í þessum efnum
og er vonandi að hinir nýju hús-
bændur láti meir að sér kveða í
því máli. Þess má geta að tillaga
Háskólans er upphaflega runnin
frá prófessor Alvar Alto, sem
sennilega skipulagði fleiri háskóla
en nokkur annar í heiminum.
Viðræður standa fyrir dyrum
við borgaryfirvöld um land til-
raunastöðvar Háskólans í meina-
fræði að Keldum. Hef ég hreyft
þeirri hugmynd við borgarstjóra
og fleiri aðilja að unnið verði að
því að efla tengsl Háskólans við
atvinnulífið og atvinnustarfsemi í
borginni yfirleitt, laða fyrirtæki
að Háskólanum með því að bjóða
þeim lóðir, húsnæði og þekkingu.
Hefur þetta tekist vel annars stað-
ar, eins og í Norður-Finnlandi og
er á tilraunastigi m.a. í Bretlandi.
Er -þetta kannski eina leiðin til
þess að koma hér upp rafeinda-
búnaði, efnaiðnaði, lyfjagerð, gerð
og framleiðslu á hugbúnaði fyrir
tölvur og fleiri greinar.
Þá vil ég vekja athygli á því að
enda þótt Háskólanum séu ætluð
landsvæði í Reykjavík, er ekki þar
með sagt að hann muni nýta það á
einhvem hátt, sem ég nefndi, er til
umræðu að byggja yfir Náttúru-
gripasafn á háskólalóð og lausleg-
ar viðræður við borgaryfirvöld
farið fram um sameiginlega
íþróttaaðstöðu á lóð Iiáskólans.
Endurmenntun
Fyrir háskólaráði liggur nú til-
laga um starfsemi á sviði endur-
menntunar í samvinnu við Banda-
lag háskólamanna og nokkur að-
ildarfélög þess. Starfsemi af þessu
tagi er nauðsynleg og hafa nokkr-
ar deildir Háskólans gert tilraunir
á þessu sviði, en betur má ef duga
skal í heimi stórfelldra breytinga.
Namstarf við erlenda skóla
Samstarf við erlenda háskóla
hefur í flestum efnum verið með
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982
35
ágætum að því leyti sem þeir hafa
tekið við íslenskum námsmönnum
í undirstöðunám og framhalds-
nám. Hafa sumir skólar á Norður-
löndum lagt sig svo í líma við að
taka við íslenskum námsmönnum
að jaðrar við brot á lögum viðkom-
andi lands. Á þessu ári voru gerðir
sérstakir samningar við þrjá há-
skóla í Bandaríkjunum, Washing-
tonháskóla í Seattle, Colorado-
háskóla í Fort Collins og Minne-
sotaháskóla um ívilnanir vegna
skólagjalda og um skipti á kenn-
urum. Er samningurinn við
Minnesotaháskóla víðtækastur og
er einstakur áhugi þar vestra á því
að vinna að sameiginlegum verk-
efnum og að háskólarnir greiði
hvor annars götu. Sennilega verð-
ur að fara svipaða leið í Bretlandi
og Kanada, þar sem skólagjöld
hækka óðum.
Velunnarar Háskólans
Stytta Ásmundar Sveinssonar
af Sæmundi á selnum stendur
fyrir framan Háskólann. Er hún
gjöf frá Stúdentafélagi Reykjavík-
ur á 50 ára afmæli skólans 1961.1.
desember sl. nálægt 70 ára starfs-
afmæli Háskóla íslands færði
Stúdentafélag Reykjavíkur Há-
skólanum að gjöf einkarétt á not-
um listaverksins sem bréfmerkis
og í öðru skyni. Er þessi vináttu-
vottur skólanum mikils virði.
í gær barst Háskólabókasafni
stórgjöf frá Jóni Steffensen, fyrr-
um prófessor. Hann og kona hans
Kristín, sem nú er látin, ánafna
safninu einstæðan bókakost sinn,
en verðmætasti hluti hans tengist
sögu íslenskra heilbrigðismála og
skulu þær bækur fluttar í Þjóðar-
bókhlöðu þegar þar að kemur. Enn
fremur gefur dr. Jón Steffensen
húseign sína, Aragötu 3, og skal
andvirði hennar varið til frekari
bókakaupa í því skyni að tryggja
aðstöðu þeirra sem stunda vilja
rannsóknir á sögu íslenskra heil-
brigðismála. Sýnir dr. Jón Steff-
ensen, sem hér er staddur, Há-
skóla sínum með þessu mikinn
heiður. Ég er viss um að ritin eru
Háskólabókasafni kærkomin fjör-
efnisgjöf því það þjáist mjög af
næringarskorti um þessar mundir.
Færi ég dr. Jóni Steffensen hug-
heilar þakkir Háskólans fyrir vel-
gengni hans og tryggð við stofnun-
ina.
Á myndinni má sjá, hvar jarðýturnar eru að komast austur yfir með veginn nýja í Mánárskriðum. Losna menn þá við
að aka upp snarbrattan veg, sem er oft ill fær á vetrum sökum snjóa og hálku. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar
umdæmisverkfræðings á Sauðárkróki, þá verður ekki búið að opna þennan nýja veg nú í haust fyrir almennri umferð.
En ætlunin er, að unnt verði að gera veginn vetrarfæran á frostum, þ.e. þegar gamli vegurinn verður orðinn ófær. bá
geti menn ekið þann nýja. Ljósm-
í láginni á móts við steininn er sífellt jarðsig í Mánárskriðum. Var gert við það í lok ágúst s.l. En síðan hefur það sigið
um 2 metra. Getur sigið verið það snöggt, að á einni nóttu þá sigi það um fet. Og myndast við þetta sig, trappa sem
getur verið vegfarendum hættuleg yfirferðar. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar umdæmisverkfræðings á Sauðár-
króki, þá verður gert við þetta sig, sem komiö er nú, einhvern tíma á næstunni. Ljósm. p|>.
Sumarleyfi
ó
Norðurlöndum
Sumarbústaöir
Hótelíbúöir
Hótelherbergi
Gisting á bændabýlum + /
+ / —bíll
+ / —bfll
+ / —bfll
+ /. — bfll
Alla þessa
ferðaþjónustu
fáið þið hjá:
Austurstræti 17, Reykjavi'k.
Sími 91-26611.
Kaupvangsstræti 4, Akureyri.
Sími 96-22911.
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT