Morgunblaðið - 14.07.1982, Side 10

Morgunblaðið - 14.07.1982, Side 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982 Bandaríska friðarhreyfingin: „Eru Bandaríkin eini ógnvaldur friðar 1 heiminum?“ Grein þessi, um hinar ýmsu grein- ar friðarhreyfingarinnar, birtist í Wall Street Journal, 10. júní sl. og er því skrifuð fyrir friðarfundinn mikla i New York, 12. júní sl. Höfundur- inn, Dorothy Rabinowitz, er rithöf- undur í New York og hefur skrifað mikið um stjórnmál. Höfundur hefur mál sitt á því að segja að í málfiutningi þeirra sem standa að skipulagningu að- gerða í tengslum við friðarfund- inn, sem fór fram á sama tíma og sérstök ráðstefna SÞ um afvopn- unarmál stóð yfir, muni hinn mikii fjöldi þáttakenda eflaust verða hafður til marks um það að krafan um „frystingu" kjarnorku- vopnakapphlaupsins sé sjálf- sprottin hjá fjöldahreyfingu al- mennra borgara, sem hafa áhyggjur af ógnum hugsanlegrar kjarnorkustyrjaldar. „En sannleikurinn um eðli Randarísku friðarhreyfingarinnar er mun margþættari en fylgjendur hennar kæra sig um að láta í ljós“, segir í grein Rabinowiz og hún heldur áfram: „Sennilega myndi stórum hluta þeirra einstaklinga, trúarlegu hreyfinga og samtaka, sem hafa lagt fram krafta sína ð undanförnu í þágu takmarkana á kjarnorkuvopnakapphlaupinu, bregða illilega í brún ef þeim yrðu Ijós markmið þeirra sem skipu- leggja þessa baráttu. Framarlega í þeim flokki er að finna Amerísku vináttu- og þjón- ustunefndina, Sameiningarsam- tökin og Hin alþjóðlegu friðar og frelsissamtök kvenna. Allt eru þetta gamalgrónar friðarhreyf- ingar, sem á undanförnum tíu ár- um hafa fjarlægst þær friðar- hug^jónir, sem þær byggðu starf- semi sína á í upphafi. Ein þeirra samtak, sem fjár- magna rit til dreifingar á friðar- fundinum eru Samtök gegn stríði. Þau samtök voru stofnuð árið 1923 og helga nú heimsbyltingunni krafta sína. Af öðrum má telja Samtök kierka og leikmanna, leið- andi samtök á vinstri væng kirkj- unnar, upphaflega stofnuð til að andæfa gegn Víetnamstríðinu; og Lífshreyfinguna, afvopnunar- samtök sem samanstanda af hin- um ýmsu róttæku aðilum, komm- únistum og friðarhópum. Það sem einkennir þessa vel skipulögðu rótgrónu hópa öðru fremur, er samstaða þeirra um af- ar einlit viðhorf gagnvart stjórn Bandaríkjanna og hlutverki henn- ar í gangi heimsmálanna. Þar er um að ræða viðhorf sem þessir hópar hafa haldið til streitu á opinberum vettvangi undanfar- inn áratug og þarf ekki að leita langt til að finna uppsprettur þeirra. (Þess má geta að stór hiuti efniviðarins í þessa grein er tekin úr þeim hluta bókasafns Swarthmore-háskólans í Phila- dejfíu, sem lýtur að friðarmálum.) í yfirlýsingu Hinna alþjóðlegu friðar- og frelsissamtaka kvenna um utanaríkismál segir: „Heims- valdastefna Bandaríkjanna ógnar öllu lífi á jörðinni." Hin friðelsk- andi kvennasamtök hafa opinber- lega lýst yfir stuðningi við PLO, Frelsissamtök Palestínumanna. Hvað Samtök klerka og leik- manna varðar, þá var yfirlýst stefna þeirra samtaka meðan á Víetnamstríðinu stóð að „berjast gegn Bandarískri heimsvalda- stefnu og yfirgangi, sem teygir anga sína í flest heimshorn." Markmiðið í dag er, að sögn sam- takana, „að taka þátt í baráttu þeirra, sem bera hatur til þeirrar valdníðslu, sem Bandaríkin eru tákn fyrir." I bæklingi sem Vin- áttunefnd amerískra kvekara gef- ur út er tekin vari fyrir því að fella dóma yfir „frelsishreyfing- um“, sem beita vopnavaldi til þess að ná fram markmiðum sínum. „Þar sem versta tegund ofbeldis er að finna hjá þeim, sem ráða vopn- um, og stofnunum og nota sem kúgunartæki". Þar eru Bandaríkin sögð fremst í flokki. Hóparnir sem mynda kjarna baráttunnar gegn kjarnorku- vopnakapphlaupinu eru einnig af- ar einhuga í viðhorfum sínum til Sovétríkjanna og kommúnista- heimsins. Þau viðhorf birtast skýrast í því hve fyrirmunað þess- um samtökum er að sjá nokkuð það í framferði kommúnistaríkj- anna, sem hægt er að flokka undir árásargirni eða verðskuldar annað en lof. í fréttabréfum, sem gefin hafa verið út í tengslum við friðarfund- inn er að finna endalausar árásir á heimsvaldastefnu Bandaríkj- anna en hvergi er vikið orði að innrásinni í Afganistan eða síð- ustu atburðum í Póllandi. Fulltrúi Friðar- og frelsissamtaka kvenna lét hafa eftir sér um innrásina í Afganistan að þó að vopnaíhlutun væri alltaf „sorgleg" þá væri inn- rás Rússa engu að síður „skiljan- leg“ ef tekið væri tillit til „áhuga Sovétmanna á nánum samskiptum við nágrannaland sem ætti 2.000 mílna landamæri að Sovétríkjun- um.“ Meðlimir Samtaka klerka og leikmanna hafa einnig á opinber- um vettvangi varið innrás Sov- étmanna í Afganistan, sem „nauð- synlega aðgerð". Frá friðarfundinum í New York I júní al. Það land sem verður forystu- mönnum friðarhreyfingarinnar tilefni til hvað málefnalegastrar umræðu er þó Kúba. í dreifibréfi títtnefndra kvennasamtaka segir m.a. að ef eitthvað hafi algeran forgang á Kúbu, þá séu það heil- brigð samskipti einstaklingsins við samfélagið.“ Ein félagskonan, nýkomin úr Kúbuferð, hefur eftir þarlendum „að ef hún snúi aftur til Banda- ríkjanna til þess að berjast fyrir afvopnun þeirra, verði það ef til vill til þess að Kúbumenn geti hætt að bera vopn.“ Það fer því ekkert milli mála að Bandaríkin og engin önnur eru svarti sauður- inn í vígbúnaðarkapphlaupinu. Sameiningarsamtökin gáfu árið 1981 út bækling með heitinu: „Andsovéskur hugarburður ræður ríkjum í Ameríku" og Friðar- og frelsissamtök kvenna hafa m.a. gefið út rit um „Goðsögnina um sovésku hættuna". Samhljómurinn í viðhorfum Góð frammistaða íslendinga í Bela Crkva Skák Margeir Pétursson Um síðustu helgi lauk í júgó- slavneska smábænum Bela Crkva, rétt við rúmensku landamærin, fjölmennu opnu alþjóðlegu skák- móti. Mótið var allsterkt, meðal þátttakenda voru átta stórmeistar- ar og tólf alþjóðameistarar, og hið fyrsta sinnar tegundar í Júgóslav- íu. Alls voru keppendur 164 og keppnisfyrirkomuíagið var með mjög svipuðu sniði og á síðasta Reykjavíkurskákmóti, en Bela Crkva-mótið var þó öllu veikara, sérstaklega af þeirri ástæðu að þátttökuréttindi voru ekki bundin við skákmenn sem eru á skák- stigalista FIDE. Meðal þátttakenda á mótinu voru þrír íslendingar, þeir Mar- geir Pétursson, Sævar Bjarna- son og Þór Örn Jónsson, og er skemmst frá því að segja að þátttaka okkar allra var vel heppnuð, árangurinn í betra lagi, auk þess sem skákmót í austantjaldslöndunum eru jafn- an harður skóli og var mótið í Bela Crkva að því leyti engin undantekning. Það er t.d. með ólíkindum hve marga öfluga skákmenn Júgóslavar eiga, sem vantar herzlumuninn á að ná al- þjóðlegum titlum. Úrslit á mótinu urðu sem hér segir: I. —6. Margeir Pétursson, Kov- acevic, Nikolac, Simic, Tosic (Júg- óslavíu) og Chi Chin Hsuan (Kína) m v. af 11 mögulegum. 7.—10. Popovic og Dumpor (Júgóslavíu), Forintos, (Ungverja- landi) og Andruet (Frakklandi) 8 v. II. —19. Sævar Bjarnason, Saho- vic, Vukic, Abramovic, Raivevic, Lakic, Stojanowski (Júgóslavíu), Vaisman (Rúmeníu) og Werner (V-Þýskalandi) 7'/2 v. o.s.frv. Þór Örn Jónsson hlaut 3 v. Sigurvegarann á mótinu átti að úrskurða með stigaútreikn- ingi, en þegar síðast fréttist höfðu mótshaldararnir ekki lok- ið við að gera það. Svo sem sjá má af upptalning- unni hér að ofan var keppnin geysilega hörð og framan af móti voru jafnan margir skák- menn efstir og jafnir í toppnum og mikið um innbyrðis jafntefli þeirra. í níundu umferð tókst mér loks að komast aleinn í efsta sætið og í næstu umferð átti ég jafnvel möguleika á því að gulltryggja forystuna því ég átti peð yfir og vænlega stöðu á júgó- slavneska stórmeistarann Sah- oic, sem margir muna vafalaust eftir frá Reykjavíkurmótinu. En hann var háll sem áll og í mjög tvísýnni stöðu ákvað ég að fall- ast á jafntefli. Á meðan þessu fór fram vann ungur Júgóslavi, Tosic að nafni, óvæntan sigur á landa sínum, stórmeistaranum Popovic og hafði því náð mér að vinningum. Úrslitaskákin milli mín og Tosic stóð síðan ekki undir nafni, ég hafði svart og ákvað að hætta ekki efsta sæt- inu. Því miður var Tosic sama sinnis og niðurstaðan varð því jafntefli. Er kapparnir á næstu borðum sáu þessi úrslit fóru þeir að berj- ast eins og ljón og niðurstaðan varð sú að fjórir skákmenn náðu okkur að vinningum. Af Júgó- slövunum fannst mér Kovacevic tefla best en upp á síðkastið hef- ur hann tekið stöðugum fram- förum og í Bela Crkva vann hann bæði þá Sahovic og Abr- amovic, sem lenti eins og flestir muna líklega í öðru sæti á Reykjavíkurmótinu í febrúar. Sævar Bjarnason náði nú í fyrsta sinn árangri alþjóðlegs meistara. Því miður fær hann þó mótið aðeins metið sem sjö skáka áfanga því kerfið sem mótið var teflt eftir var ekki hagstætt fyrir skákmenn á titil- veiðum. Þannig fékk Sævar stigalausan andstæðing í síðustu umferð, Júgóslavann Dumpor, en einvörðungu skákir gegn skákmönnum á alþjóðlega stiga- listanum eru hæfar til útreikn- ings. Sævar mótmælti þessari niðurröðun að vonum, en án árangurs, og tapaði síðan skák sinni við Dumpor óvænt, en ef hann hefði unnið þá skák hefði hann komist í efsta sætið. Þessi úrslit skiptu að vísu ekki miklu máli fyrir titiláfanga Sævars, en voru snubbóttur endir á frá- bærri frammistöðu hans á mót- inu. Hann á oft I erfiðleikum gegn sér lakari mönnum og ef honum tekst að lagfæra þann galla lætur afgangurinn af al- þjóðatitlinum áreiðanlega ekki á sér standa. Hvitt: Tomic (Júgóslavíu) Svart: Margeir Pétursson. Drottningarpeðsbyrjun. 1. d4 — d5, 2. Rf3 — Rf6, 3. Bf4 — e6, 4. e3 — c5, 5. c3 — Rc6, 6. Bd3 — Bd6, 7. Bg3 — 0-0, 8. Re 5 Þessi byrjun virðist njóta töluverðra vinsælda í Júgóslav- íu. Gegn öðrum Júgóslava, Kli- ako, lék ég hér 8. — De7 í Torino nú í sumar en fékk heldur lakara tafl. 8. Dc7, 9. f4 — Re4!, 10. Rd2 — f6, 11. Rxc6 — Dxc6, 12. Dc2 — f5, 13. Rf3 — De8, 14. 0-0 — Bd7, 15. De2? Nauðsynlegt var 15. a4 og staðan er í jafnvægi. Nú nær svartur að þvinga fram upp- skipti á hvítreitabiskupum og eftir það situr hvítur uppi með „slæma biskupinn", því svart- reitabiskup hans er fangi eigin peða. 15. a6!, 16. Bel — Bb5, 17. Rd2 — cxd4, 18. Bxb5 — Dxb5, 19. Dxb5 — axb5, 20. exd4 — b4!, 21. axb4 — Hac8, 22. Rxe4 — fxe4, 23. g3 Hvíta staðan virðist í fljótu bragði traust, t.d. ekki 23. — Hc4, 24. Hdl - Bxb4, 25. b3, en með nýrri peðsfórn leiðir svartur í ljós hversu mikilvægt það er að hafa „góða biskupinn" í enda- tafli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.