Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982 REYKJAVIK FRETTASKYRING Reykvíkingar hafa gengið 14 NÍnnum til baejar- og borgarstjórnar- kosninga frá árinu 1930. I>ar af hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið hreinan meirihluta í borgarstjórn 13 sinnum. Eftir 48 ára valdaferil Sjálfstæðisflokksins, 1978, unnu vinstri flokkar meirihluta í Keykja- vík, en Sjálfstæðisflokkur fékk þó 47,5% atkvæða. Reykvíkingar fengu því samanburð með vinstri meiri- hluta kjörtímabilið 1978—1982. Sjálfir túlkuðu vinstri menn þennan samanburð á þann veg, að Reykja- vík væri „íhaldinu" endanlega glöt- uð. I>eir töldu sig einnig hafa „klof- ið“ Sjálfstæðisflokkinn til frambúð- ar með myndun núverandi ríkis- stjórnar. En reykvískir kjósendur voru á öðru máli. I>eir færðu Sjálf- stæðisflokknum ekki 11 borgar- fulltrúa, eins og hann þurfti til að endurheimta meirihluta sinn í borg- arstjórn, heldur 12, til að úrslit væru ótviræð. Klokkurinn fékk 25.879 atkvæði, eða 52,53% kjör- fylgi. Útifundur á Lækjartorgi var lokaátakið í kosningaundirbúningi sjálfstæðisfólks í Reykjavík. Þessi mynd, sem sýnir Huldu Valtýsdóttur, Katrinu Fjeldsted, Ingibjörgu Rafnar, Davíð Oddsson og Albert Guðmundsson, var tekin á þeim fundi. Reykjavík endurheimt — Sjálfstæðisflokkur með 12 af 21 borgarfulltrúa Höfuðborgarsvæðið Áður en haldið verður áfram iKjllaleggingum um borgarstjórn- arkosningarnar í Reykjavík verð- ur lauslega vikið að nokkrum tölulegum staðreyndum einkum varðandi höfuðborgarsvæðið. íslendingar töldust rúmlega 231.600 um sl. áramót: 116.880 karlar, 114.930 konur. Hér skortir J)ónokkuð á jöfnuðinn. Þar af bjuggu milli 135—136 þúsund á Reykjavíkur- og Reykjanessvæð- um, eða um 59% landsmanna. Þessi tæplega 60% þjóðarinnar fengu 17 kjördæmakosna og 5 landskjörna þingmenn 1979, eða rúmlega '/i, 22 af 60. Ibúar höfuðborgarinnar, Reykjavíkur, vóru um 85.000 um sl. áramót. Hér hefur kvenfólkið hinsvegar yfirhöndina, hvað fjölda áhrærir, er 43.453 talsins á móti 41.015 körlum. Það er því á strjálbýlinu sem „kvenmanns- leysið" bitnar, en utan kaupstaða búa tæplega 27.000 konur á móti rúmlega 30.100 körlum. Mcirihluti Sjálfstæðis- flokks endurheimtur Víða var mikil spenna í sveitar- stjórnarkosningunum 22. maí sl. Mest var þó spennan í Reykjavík — og þangað beindist athygli gjörvallrar þjóðarinnar. Þrí- flokkarnir, sem stjórnuðu borg- inni 1978—1982, lögðust allir á eitt í áróðri gegn borgarstjórnar- framboði Sjálfstæðisflokksins, og ekki sízt borgarstjóraefni þess, Davíð Oddssyni. Ekki höfðu þeir erindi sem erfiði. • Alþýóuflokkur setti á fram- boðsodd Sigurð Guðmundsson, sem í kosningabaráttunni gekk feti framar baráttumönnum Al- þýðubandalags í herferðinni gegn Sjálfstæðisflokknum. Sjöfn Sig- urbjörnsdóttir, sem áunnið hafði sér nokkurt traust vegna sjálf- stæðrar skoðannamyndunar og afstöðu í borgarstjórn, var sett aftur fyrir Sigurð á framboðslist- anum — og málflutningur hennar féll í skuggann af heift hans í Tapar Framsóknarflokkur- inn þingmanni í Reykjavík? Alþýðubandalagið sker á tengsl við launafólk í Reykjavík eru starfandi um 44.500 manns, búandi þar, en auk þess sækir töluverður hópur úr nágrannabyggðum atvinnu til Reykjavíkur. í skiptingu mann- afla á atvinnugreinar í Reykjavík (sem unnin er af Áætlunardeild Framkvæmdastofnönar 1979) telst stærsti hópurinn til þjónustustarfa margskonar (þ.á m. opinberir starfsmenn), eða 33,3%. í verzlun og viðskipt- um teljast 22,4% starfandi. í öðr- um iðnaði en fiskiðnaði 19,7%. Við samgöngustörf 11,5%. Við byggingar og mannvirkjagerð 8,6%. Eftirstöðvar vinna í sjávar- útvegi, veiðum og vinnslu o.fl. eða 4,5%. I heimildarriti áætlunardeildar Framkvæmdastofnunar „Vinnu- markaðurinn 1980“ eru 8.000 ný störf talin þurfa að verða til á Reykjavíkur- og Reykjanessvæð- um fram til 1990, þ.e. á áratug, til að mæta líklegri aukningu vinnu- framboðs á svæðinu. garð Sjálfstæðisflokksins. Kjós- endur, sem kunna að hafa verið í vafa um val á milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, voru það ekki lengi. Alþýðuflokkurinn, sem fékk 13,5% kjörfylgi og 2 fulltrúa kjörna í Reykjavík 1978, fékk nú 8% og aðeins 1 kjörinn, þrátt fyrir fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 21. • Alþýóubandalag, sem vann stóran sigur 1978, glutraði honum gjörsamlega niður nú. Alþýðu- bandalagið var leiðandi flokkur í vinstri meirihlutanum 1978— 1982, og því var ekki sízt forvitni- legt að fylgjast með kosninga- einkunn kjósenda til þess. Al- þýðubandalag fékk 29,8% kjör- fylgi 1978 og 5 borgarfulltrúa kjörna. Kjörfylgi þess nú var 19% — og það fékk 4 fulltrúa af 21 kjörinn (í stað 5 af 15). • Framsóknarflokkur beið mik- inn ósigur í borgarstjórnarkosn- ingum í Reykjavík 1978, fékk 9,4% atkvæða (hafði 16,4% 1974). Kjörfylgi flokka vib sveitarstjórnarkosningar í Reykjavik frá 1930 til 1982 Kjörfylgi Sjilfstæðisflokks í Reykjavík sem hlutfall af greiddum atkvæð- um: 1930 53,45%, 1934 49,32%, 1938 54,73%, 1942 48,67%, 1946 50,69%, 1950 50,79%, 1954 49,49%, 1958 57,73%, 1962 52,85%, 1966 48,55%, 1970 47,74%, 1974 57,76%, 1978 47,50% og 1982 52.53%. Frá útifundi sjálfstæðisfólks: llngir og aldnir mæta til lokaátaka í kosn- ingaundirbúningi, sem leiddi til endurheimts borgarstjórnarmeirihluta. Flokknum tókst ekki að rétta úr kútnum nú, fékk nær sama kjör- fylgi, eða 9,5%, og 2 fulltrúa kjörna, eða jafn marga og 1978 þrátt fyrir fjölgun borgar- fulltrúa. Alfreð Þorsteinsson, fyrrv. borgarfulitrúi Framsókn- arflokksins, gefur fylgispekt Framsóknarflokksins við Alþýðu- bandalagið í borgarstjórn Reykjavíkur 1978—1982 höfuðsök á lélegri kosningaútkomu nú. • Sjálfstæðisflokkur fékk mun betri kosningu í Reykjavík en bjartsýnustu fylgismenn hans þorðu að vona, 52,53% kjörfylgi og 12 borgarfulltrúa af 21 kjör- inn. Frambjóðendur flokksins stóðu sig frábærlega vel í kosn- ingabaráttunni, ekki sízt borgar- stjóraefnið, Davíð Oddsson. Sama máli gegnir um stjórn fulltrúa- ráðs, sem skipulag kosningabar- áttunnar hvíldi á, hverfafélög og flokksskrifstofu, en sigur hefði þó aldrei náðst í höfn ef ekki hefði komið til jafn víðfeðmur og brennandi áhugi flokksfólks og annars stuðningsfólks, sem lagði á sig ómælda vinnu og fyrirhöfn. Sigurinn var því ekki sízt stuðn- ingsfólksins sjálfs, sem jafnan á síðasta leikinn, þann sem úrslit- um ræður. • Sérstakt kvennaframboð, V-listi, fékk 10,94% atkvæða og 2 fulltrúa kjörna. Það tók eitthvert fylgi frá öllum framboðsflokkum, þó sennilega hlutfallslega minnst frá Sjálfstæðisflokknum og hlut- fallslega mest frá Alþýðubanda- lagi, enda voru ýmsir talsmenn þess með pólitiskan bakgrunn, sem höfðaði til vinstra fylgis. Þjóðviljinn hefur þó, eftir kosn- ingar, flokkað fulltrúa V-listans með Alþýðuflokki og Framsókn- arflokki og kallar „miðjubanda- lag“ — og reynir að skapa Al- þýðubandalaginu sérstöðu í minnihluta borgarstjórnar. - Innskot um þingkosn- ingar 1979 í Alþingiskosningum 1979 hlaut Alþýðuflokkurinn tvo kjör- dæmakosna þingmenn í Reykja- vík og einn landskjörinn: Bene- dikt Gröndal, 4. þm. Rv., Vilmund Gylfason, 9. þm. Rv., og Jóhönnu Sigurðardóttur 10. lkj. Alþýðubandalag náði um þremur kjördæmakosnum og 1 landskjörnum: Svavari Gestssyni, 2. þm. Rv., Guðmundi J. Guð- mundssyni, 7. þm. Rv., Ólafi Ragnari Grímssyni, 1. þm. Rv. og Guðrúnu Helgadóttur, 8. lkj. Framsóknarflokkur fékk tvo þingmenn kjördæmakosna: Ólaf Jóhannesson, 5. þm. Rv. og Guð- mund G. Þórarinsson, 12. þm. Rv. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 5 kjördæmakosna og 1 landskjör- inn: Geir Hallgrímsson, 1 þm. Rv., Albert Guðmundsson, 3 þm. Rv., Birgi ísleif Gunnarsson, 6. þm. Rv., Gunnar Thoroddsen, 8. þm. Rv., Friðrik Sophusson, 10. þm. Rv. og Pétur Sigurðsson, 1. Ikj. En hvernig fer næst? Enginn leið er að spá í slíkt með nokkurri vissu, enda getur margt ófyrirséð komið upp, er breytir líkum. Ein- hverja vísbendingu má e.t.v. draga af samanburði á kjörfylgi flokka nú (22. maí sl.) og atkvæðamagni þeirra í þingkosn- ingunum 1979, þó hann segi ekki allt. Breyting á flokkafylgi Alþýðuflokkur fékk 8.691 at- kvæði í þingkosningum 1979 en 3.949 í borgarstjórnarkosningum nú. Alþýðubandalag fékk 10.888 atkvæði 1979 er 9.355 nú. Fram- sóknarflokkur fékk 7.252 atkvæði 1979 en 4.692 nú. Sjálfstæðis- flokkur fékk 21.428 atkvæði 1979 en 25.879 1982. Atkvæðamagn Alþýðuflokks nú spáir flokknum ekki góðu. Þess er þó að geta að flokkurinn fær yfirleitt betri kosningu til þings en borgarstjórnar, auk þess sem sérdeilis klaufalega var hald- ið á öllum kosningaáróðri hans nú. Engu að síður þarf flokkurinn að taka á honum stóra sínum, ef hann ætlar að rétta úr borgar- stjórnarkútnum í næstu kosning- um. Alþýðubandalagið hefur ill- skárri samanburð: 10.888 atkvæði þá — 9.355 nú. Þessar tölur segja þó ekki allt, enda hefur Alþýðu- bandalagið, öfugt við Alþýðu- flokk, fengið betri útkomu í borg- arstjórnarkosningum í Reykjavík en í þingkosningum. Þannig fékk það 13.864 atkvæði 1978 (til borg- arstjórnar) en 10.888 atkvæði 1979 (til þings). Það er því glöggt að Alþýðubandalagið er í vörn, ef ekki á undanhaldi í Reykjavík — en tengsl þess við launafólk hafa trosnað áberandi. Framsóknarflokkurinn fékk 7.252 atkvæði í þingkosningum 1979 en aðeins 4.692 nú. Guð- mundur G. Þórarinsson var síð- astur í röð 12 kjördæmakjörinna þingmanna í Reykjavík 1979 og hafði herzlumun yfir næsta frambjóðanda. Það er því ekki út í hött að gera því skóna, að Fram- sóknarflokkurinn kunni að tapa öðrum þingmanni sínum í Reykjavík í næstu þingkosning- um. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 21.428 atkvæði í þingkosningum 1979 en 25.879 atkvæði í borgar- stjórnarkosningum 1982. Staða hans hefur óneitanlega styrkzt umtalsvert í Reykjavík — og raunar víðast hvar á landinu. Flokkurinn hefur sterk spil á hendi, bæði málefnalega og á annan hátt. Hvernig verður úr þeim spilað felur framtíðin í sér. En vissulega vísa vinnubrögð, skipulag og samheldni í borgar- stjórnarkosningunum veginn sem liggur til hinnar jákvæðu niður- stöðu. — sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.