Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 6
i8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982 Nokkuð um skip og báknið Eftir Guöjón F. Teitsson I grein minni um endurnýjun strandferðaskipa ríkisins, sem hirtist í Morjjunhlaðinu 24. febrú- ar sl., var m.a. mótmælt samningi g<>rðum í nóvemher sl. við brezka skipasmíðastöð um smíði á nál. 1150 burðartonna skipi til strand- ferða hér við land fyrir 3,3 millj. sterlingspunda eða 62,2 millj. ísl. kr. með gengi þegar þetta er ritað. Ilafði ég áður bent á óhófskennd- an en sumparl ófullnægjandi eða óviturlegan búnað skips þessa eða skipa, sem af hálfu Skipaútgerðar- innar væri lagt til að smíða. Varðandi óhófskenndan búnað skal nefna: Tvær 1200 hestafla aðal- vélar tengdar tveim skiptiskrúfum rúmlega 3ja metra í þvermál (stund- um til sigiingar í ís, auk annarrar áhættu), 2 stýri, 450 ha. bógskipti- skrúfu, lestaop á þilfari, auðvitað með vclknúnum hlerum, svo víð, að líklegt hefði mátt telja, að eingöngu ætti að lcsta og losa með krönum, en samt 6 metra hliðar- og skut- farmdyr með vélrænum lokunarbún- aði; innan við hliðarfarmdyr 2 fastar vörutyflur, auk venjulegra ökulyft- ara, og í sambandi við skutdyr 10 metra skutbrú beint aftur (breytt frá útboðssmíðalýsingu, sem gerði ráð fyrir 16 m skutbrú með möguleika til 40° svcigju.) Má fullyrða, að nefndur búnaður til lcstunar og losunar er hóflaus í fjárfestingu miðað við: stærð skips, vcnjulegan vöruflutning, hafnaskil- yrði, tækjabúnað á höfnum, veðurfar og þar með snjóalög, sem gera oft crfitt að aka nema háhjólavögnum o.s.frv. Óhyggilegt virðist að hafa ekki frysti- og kælilest eða lestir, en reikna með að nota í staðinn ein- göngu gáma, sem eru dýr tæki og hætt við skemmdum, auk þess sem óvíða á höfnum munu vera hand- bær lyftitæki fyrir t.d. allt að 20 tonna stykki af þessari eða ann- arri gerð. Er fjárfesting í þessu sambandi auðvitað ekki innifalin í áður greindu smíðasamningsverði. Umrædd smíðalýsing gerir ráð fyrir aðeins 2 tveggjamanna far- þegasvefnklefum, sem kynnu þó að vera hugsaðir fyrst og fremst sem varaklefar fyrir skipverja, ef ekki yrði komizt af með 10 skip- verja samkvæmt lögum, samning- um við stéttafélög eða því sem í reynd þætti beinlínis henta útgerð skipsins að öðru leyti, og er því þetta atriði nefnds smíðasamn- ings til háborinnar skammar inn- an um allt bruðlið og t.d. með til- liti til þess, að ríkið stendur undir fjárfestingu í nærri 40 farþega- svefnrúmum í ferjuskipi Vest- mannaeyja. Ég hefi bent á gífurlegan hönn- unar- og undirbúningskostnað í sambandi við umræddan smíða- samning, fangt umfram heimild í fjárlögum, sem ætti eftir að bæta við áður nefnt smíðasamnings- verð, og óskaði ég opinberrar sundurliðunar á þessum kostnaði, m.a. á utanferðum manna á kostn- að ríkisins, stundum í hópum, og við fastráðinn tæknifræðing í sér- stöku leiguhúsnæði, þrátt fyrir Landssmiðjuna á aðra hönd og Siglingamálastofnunina á hina. Kkki hafa borizt svör vid fyrir- spurnum þessum, og virðast þeir, sem mcsta ábyrgð bera á bruðlinu, telja sig geta þagað í skjóli ráðherra. Ilefi ég óskað Steingrími Her- mannssyni annars hlutskiptis í þessu máli en hann sýnist hafa valið sér. Kútnlega 4 Coaster-skip jafn- virði eins, sem smíða skal I Morgunblaðinu hinn 5. janúar sl. var frá því skýrt, að í frétta- bréfi frá Eimskipafélagi íslands í desember sl. hefði verið á það bent, að samningsverð fyrir smíði áður nefnds strandferðaskips í Bretlandi væri óeðlilega hátt mið- að við markaðsverð á nothæfum nýlegum skipum, og tók ég full- komlega undir þetta í áður nefndri grein minni í febrúar. Vil ég nú til nánari rökstuðn- ings benda á, að í byrjun janúar sl. var frá því skýrt í norskum blöð- um, að 4 Coaster-skip (Coaster Emmy þekkt af siglingum hér við land og 3 systurskip, öll rúmlega 3ja ára gömul) hefðu laust fyrir sl. áramót verið seld í Noregi fyrir að meðaltali 8,925 millj. norskra kr., samsvarandi 15,52 millj. ísl. kr. hvert eða fyrir samtals 62.07 millj. ísl. kr. með gengi, þegar þetta er skrifað. Verð er þannig fyrir öll áðurnefnd 4 skip álíka og þó heldur minna en samið hefir verið um fyrir smiði á hinu eina skipi í Bretlandi, án þess að bæta við samningsverðið mjög óvenjulega miklum undirbún- ingskostnaði og svo sjálfsagt miklum eftirlitskostnaði, saman- ber það, að tæknifræðingur út- gerðarinnar er þegar sagður far- inn til Bretlands með fjölskyldu sína til árs dvalar í þessu sam- bandi á kostnað ríkisins. Er þetta athyglisvert vegna þess að Coaster-skipin áttu áður (ólengd um 17 metra og með helmingi minni hleðsluhæfni en nú) að vera góð fyrirmynd að 3 strandferðaskipum fyrir Skipaútgerðina samkvæmt til- lögum núverandi forstjóra, er hann lagði fyrir alþingi í desember 1977. Nánari samanburður við Coaster-skipin Skip í smíðum í Bretlandi verð- ur nokkru bolstærra en Coaster- skip og með nokkru meira vöru- lestarými, en þungaburðarhæfni virðist þó nálega jöfn vegna hins þyngri vélabúnaðar hins fyrr- nefnda. Er einnig ólíklegt, að hið meira lestarými nýtist vegna þungs búnaðar ofan sjólínu og þar sem hleðslurými neðan sjólínu, fyrir arð- gefandi farm, verður aðeins brot af hleðslurými ofan sjólínu, sem getur boðið heim hættuástandi, ef full að- gát er ekki höfð, bæði að því er snertir þungahlutföll í hleðslu og skorðun farms. Nú skal bent á það, að þótt Coaster-skipin séu að sumu ieyti knapplega búin, svo sem að véla- orku og með fá íbúðarherbergi fyrir skipverja, þá var samt skrif- að um það í norsk blöð, án mót- mæla málsmetandi manna, sem lögðu orð í belg, á þeim tíma, sem upphaflegt eigendafélag var að verða gjaldþrota, að skip þessi væru svo dýr í gerð sinni, að þau gætu yfirleitt ekki keppt við skip, sem lestuð væru og losuð með fyrri hefðbundnum hætti. Yrðu því Coaster-skipin helzt að keppa við „hraðrútuskipin", sem byðu fjölþættari þjónustu í ganghraða og tíðni ferða með farþega og stykkjavörur, sumpart í frysti- eða kæligeymslum. En eigendur „hraðrútuskip- anna“ létu ekki varning baráttu- laust af hendi, og útgerð Coaster- skipanna var komin í gjaldþrota- stöðu eftir 2ja ára rekstur. En hafi það verið rétt, að Coaster- skipin væru á sínum tíma ekki rekstrarhæf vegna upphaflegrar fjár- festingar, hvað má þá ætla um skip- ið, sem nú er ráðgert að smíöa í Kretlandi til strandferða hér við land? Samanburður við Eimskip Eimskipafélagið keypti nýlega systurskipin Álafoss og Eyrarfoss, smíðuð 1978, 3620 burðartonna með 4500 hestafla aðalvélum. Þetta eru ekjuskip með 7,7 m breiðum skutdyrum og 14 m langri skutbrú; hliðarfarmdyr eru 4,7 m breiðar og innan við 2x3ja tonna lyftur. Þungavörulyfta er fyrir 35 tonn og bógskrúfa fyrir 350 hest- öfl. Svo sem ofangreint ber með sér, er í nefndum skipum Einskips að verulegu leyti búnaður tilsvarandi þeim, sem vera á í strandferða- skipi í smíðum í Bretlandi, en vegna meiri stærðar og þar með meira en þrefaldrar hleðslugetu, bera Eimskipafélagskipin betur nefndan búnað. En athyglisvert er, að þrátt fyrir mun á bolstærð og aðalvélum eru Eimskipafélags- skipin sögð hafa verið aðeir.s tæp- lega 8% dýrari hvort en umrætt strandferðaskip, án aukakostnað- ar, sem þegar er kominn og á eftir að vaxa. Samanburður við Hafskip Skip, sem Hafskip er að fá nýsmíðað frá Spáni í stað syst- urskips, sem fórst við írland, er sagt 3500 burðartonna með 4400 hestafla aðalvél og mun þó kosta aðeins 0,8% meira en umrætt strandferðaskip, áður en auka- kostnaði er bætt við hið síðar nefnda. Þessi samanburður er samt ekki alls kostar raunhæfur, þar sem um er að ræða skip mjög ólíkrar gerðar. En sumpart vegna þess hefi ég þó verulegan áhuga á mál- inu og samanburðinum. Skip Hafskips skilst mér vera svo nefnt „cellular/gearless-" skip, er skilgreina mætti á íslenzku sem „skip með kassalaga lestum án tækja til lestunar eða losunar", en reiknað er með að losa og lesta með krönum á landi, nema dæling henti, en til þess að gera þetta sem aðgengilegast eru lestaop á þilför- um höfð mjög víð og veggir lesta látnir fylgja lestaopnunum lóð- rétt. Djúprista og þar með burðarhæfni svona skips takmarkast ekki af opnanlegum farmdyrum á stöfnum né hliðum, og það getur auk þess tekið arðgefandi farm í stað mikils þunga, sem fastbundinn kynni að vera í skipskrönum og/eða hliðar- og stafnafarmdyrum með fylgjandi búnaði, sem kosta myndi mikiö í fjárfestingu, en standa án rentunar á siglingaleiðum, meðan kranar á landi kynnu að hafa stöðug verkefni og fást þegar á lægi með hagstæðum kjörum. Þeir, sem gera út skip um- ræddrar gerðar án eigin lyfti- tækja þeirra, verða auðvitað að gæta þess að kranar séu fáanlegir til afgreiðslu á þeim höfnum þar sem skipin eiga að lesta eða losa, en í sambandi við hinar stærri hafnir erlendis veldur slíkt sjald- an erfiðleikum. Samanburður mismunandi skipa, sumpart hagstætt verð notaðra Ef umrætt skip Hafskips er bor- ið saman við skip Eimskipafélags- ins, Álafoss eða Eyrarfoss, er það athyglisvert, að þó hið fyrrnefnda sé 9,1 m styttra og 3,5 mjórra, þá er hleðslugeta þess í þunga þó tal- in aðeins 3,3% minni, 3.500 tonn á móti 3.620 tonnum. En þrátt fyrir nefndan stærðarmun og mjög verulegan mun búnaðar er kaup- verð hvors hinna síðar nefndu skipa þó sagt aðeins 7% hærra, sem virðist sýna, þótt tekið sé til- lit til hóflegrar fyrningar, að til- tölulega lágt verð hafi verið greitt eða um samið fyrir hin notuðu skip, miðað við líklega upphaflega fjárfestingu í þeim. Hitt er svo annað mál hvernig hinn meiri búnaður nýtist og sjálfsagt verða hærri hafnagjöld fyrir hin bolstærri skip og meiri kostnaður af viðhaldi þeirra, með- fram og ekki sízt vegna hins áður nefnda búnaðar. Kynni þetta að KORN Eftir Dr. Jón Óttar Ragnarsson Fa‘ða og heilbrigði er greinaflokkur sem fjallar einkum um tengsl nær- ingar og heilsu og birtist reglulega á laugardög- um. Næstu greinar munu fjalla um grunnflokka fæðunnar. Er þessi grein sú fyrsta í röðinni. Á undanförnum árum hefur átt sér stað bylting á sviði brauðgerðar á íslandi. í stað fá- einna tegunda vísitölubrauða bjóða íslenskir bakarar nú upp á fjölbreytt úrval brauða. Nær öll hin nýju brauð eru „gróf“ brauð? Hvaða kosti hafa slík brauð? Og hvað með annan kornmat? Hvaða hlutverki gegn- ir þessi fæðuflokkur í mataræði íslendinga? Það er ekki ýkja langt síðan maðurinn fór fyrst að borða korn. Og líklega eru ekki nema um tíu þúsund ár síðan hann fór sjálfur að rækta korn í stað þess að treysta á villt grös. Kornneysla á íslandi Kornmatur er eini fæðuflokk- urinn sem íslendingar þurfa að flytja inn öll hráefni í. Að vísu var bvgg ræktað til ölgerðar á sínum tíma, en sú ræktun lagðist af á 16. öld. Korninnflutningur hófst fyrir alvöru á 19. öld og má segja að þá fyrst hafi hið einhæfa dýra- fæði fengið verðuga samkeppni frá afurðum úr jurtaríkinu. Nú gefur kornmatur um það bil fimmtu hverja hitaeiningu í fæði. Er brauðmatur þar gildur þáttur. Hafa gífurlegar framfar- ir í brauðiðnaði á síðustu árum átt þátt í því. Um helmingur af allri fæðu- orku jarðarbúa kemur úr korni, einkum hveiti og hrísgrjónum. Hefur hveitið lengi haft vinning- inn og fara vinsældir þess sífellt vaxandi. Tökum hveiti sem dæmi um korn. Á myndinni hér á síðunni má sjá þverskurð og langskurð af hveitikorni. Skiptist það í þrjá hluta: kjarna, hýði og kím. Hveiti í hveitikorni eru 82% þungans kjarni og 18% hýði + kím. í heilu hveiti eru allir þessir þættir fyrir hendi. í hvítu hveiti er allt hýði og kím og hluti kjarna numinn á brott. Til þess að framleiða hvítt hveiti þarf að fjarlægja um 28% þungans þ.e. allt hýði og kím og hluta kjarnans. Er það þá kallað 72% hveiti. Er sagt að það sé unnið með 72% heimtum. Hveiti er eina korntegundin sem hentar til þess að búa til létta og loftkennda brauðhleifa. Aðrar korntegundir gefa ekki slíka hleifa, heldur klístraða og grautarkennda. Kornvörur Helstu kornvörur á markaðn- um eru brauð, kökur, hveitipípur og morgunkorn. Er brauðið elst þessara afurða. Brauð er talið nær jafngamalt hveitiræktinni. Elstu brauðin voru gerð úr möluðu heilhveiti og vatni. Egyptar lærðu fyrstir gerbakstur og síðan aðrar þjóðir af þeim. Á dögum iðnbyltingar kom hvíta hveitið til sögunnar. Úr því mátti gera miklu léttari hleifa. Á síðari árum hafa gróf brauð hins vegar notið vaxandi vin- sælda á ný. Létta og loftkennda hleifa er aðeins hægt að gera með hvítu hveiti. Þess vegna er jafnvel í grófum brauðum talsvert af hvítu hveiti. Virðast margir ekki átta sig á því. Kökur eru miklu óheilnæmari en brauð. Brauð eru yfirleitt nær alveg sykurlaus og fitusnauð. I kökum er hins vegar venjulega mikið af hvoru tveggja. Hveitipípur (spagettí, makkar- ónur, núðlur ofl.) eru gerðar úr hveiti sem er ekki eins fínunnið og hvíta hveitið. Engu að síður eru þessar afurðir heldur hýðis- rýrar. Morgunkorn er samheiti yfir afurðir á borð við maísflögur (Corn Flakes), rískúlur (Cocoa Puffs) og hafrahringi (Cheerios). Þessar afurðir eiga sammerkt með hvítu hveiti að vera hýðis- rýrar. Musl og hýðisbætt morgunkorn eru nýrri og betri tegundir af morgunkorni, miklu auðugri af hýði. Musl er blanda af grófu korni, hnetum og þurrkuðum ávöxtum (venjulega rúsínum). Með tilkomu trefjakenningar- innar um 1970 hefur framboð á grófum kornvörum farið sívax- andi. Er það æskileg þróun og mikilvægt að neytendur fylgist með á þessu sviði. Korn og næring Kornið er hollast þegar það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.