Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST1982 Eftir Ásgeir Þórhallsson Næsta dag var steikjandi hiti, logn og sólskin. Meðfram strönd- inni voru rauð hús í hlíð, falin af trjám, sveitabæir og sumarbú- staðir. Það var nær ekkert beiti- land fyrir skepnur. Við komum til Giistafsfors. Bundum kanóana og stigum stirð á land. Fengum okkur göngutúr um bæinn og verzluðum í kaupfélaginu. Þetta var lítill bær, aðeins ein verzlun, ein gata. Húsin flest inn í skóginum. Þarna var yfirgefin verksmiðja með brotnum rúðum. Hefur sennilega verið sögunarmylla því vatn rann í gegnum hana. Ég fór inn til að skoða og týndist eins og lítill skólakrakki. Allir voru að leita að mér þegar ég kom út. Fólk nennir aldrei að skoða neitt, það er ekki nógu forvitið. Svo rerum við inn i skipastig- ann; stórt hólf þar sem hurð lok- aðist að baki. Næsta vatn lá hærra og var hæðarmismunurinn næst- um 4 metrar. Við vorum látin halda i bandspotta. Allt í einu frussaðist vatn inn. Það ólgaði og kraumaði í pottinum og bátarnir Skáld Konan sem var að þvo þvott i klöpp niður við vatnið og hafði svo rómantísk áhrif á náttúrubarnið í mér. og kanótúr í Svíþjóð dönsuðu til og frá. Urðum við að ríghalda í spottana. Þegar hólfið var orðið fullt opnaðist hurð að framan og við gátum róið út. Lítið hús stóð skammt frá. Hjón sáu um stífluna, maðurinn sneri stórum stýrum en hún rukkaði. Við tókum pásu á bryggju undir steinsteyptri brú sem var hátt fyrir ofan. Á hljóðinu heyrði maður að það var þjóðvegur. Aftur fengum við smurbrauð; rúgbrauð með lifrar- kæfu. Þá rerum við í mjóum kanal, há tré á báðar hliðar og stórar rætur komu ofan í flæðarmálið. Vatnið var spegilslétt. Um allt voru rauðmáluð og skökk bátaskýli. Ég sá konu sem var að þvo þvott á steini. „Eigum við að róa að henni?" sagði ég við tíkarspennu. Við gerðum það og konan bauð góðan daginn. Tikarspenna talaði sænsku við hana. Hún var að þvo mottur, mjög friðsælt að sjá. Ég ímyndaði mér unga stúlku og að ég ætti hús í nágrenninu og konan mín væri svo heilbrigð og falleg. Ég er svo mikið náttúrubarn. „Hvað sagði hún?" spurði ég á eftir. „Hún sagði að við værum hepp- in með veður, því undanfarið hafi verið rok og rigning og kanóist- arnir lent í erfiðleikum." „Af hverju er hún að þvo á steininum?" „Af þvi hana langar tii að gera það á gamla mátann, eins og hún gerði þegar hún var ung." Svo kvoddum við konuna og hún brosti blítt til okkar. Það var ein- hver rómantík yfir sveitalífinu þarna. Við rerum aðeins í klukkutíma þar til það var tjaldað á ný. Það var innst inn í vík og þurftum við að stjaka okkur í gegnum sef til að komast að landi. Þar böðuðum við karlmennirnir okkur á ný. Ég syndi skriðsund og klifraði svo nakinn, kaldur og hress upp á klettana. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég naut mín þarna út í náttúrunni. Um kvöldið fengum við snúrubrauð, aflangt deig sem var vafið utan um prik og bakað yfir báli. Það smakkaðist ágæt- lega. En mest gaman var að baka það yfir glóðinni. Svo borðuðum við það sjóðandi heitt með smjöri og sultu. Mér fannst eins og ég væri alvöru indíáni. Eftir matinn fórum við í göngu- túr, í grýttri fjallshlíð og var marmari í klettunum. Fórum samt ekki langt áður en við sett- umst niður. „Hér eru margir steinar," sagði fararstjórinn. Á nóttunum var mér skítkalt og varð ég að sofa í öllum fötum. Ég botnaði ekkert í því vegna þess að heima var ég vanur að sofa nakinn í svefnpoka. En þar er sennilega hlýrra á nóttunum vegna miðnæt- ursólar. Ég var allur orðinn bólg- inn af mýbiti. Áður en ég fór að sofa fékk ég allskonar olíur og krem til að bera á mig til varnar en það dugði lítið. Fýlan af efninu hélt fyrir mér vöku. Eina vörnin var að kynda bálið og sat ég yfir- leitt eins lengi við það og hægt var. Leiðangursstjórinn talaði upp úr svefni. Eg heyrði hana segja mitt nafn. Undir morgun þessa nótt vaknaði ég við kvak í frosk- um. Þeir hafa sennilega haldið til í sefinu. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég heyrði í þeim í alvörunni. En ég er með algjöra froskadellu, því mér finnst þeir svo ævintýra- íegt fyrirbæri. Ég nennti samt ekki að skríða fram úr til að skoða þá. Næsta dag, eftir að hafa róið smávegis, var tjaldað á hádegi. Mér ofbauð letin. I ofanálag var búið að ákveða að slappa af allan næsta dag. Svona er það þegar kvenfólk ræður för. Ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera. Eitt var skrítið; þær voru komnar með einskonar tröllatrú á mér. Mér var „Ég lá á klópp niður við lyngt vatnið og horfði upp í himininn, orðinn hálffullur. Það brakaði í hálfkulnuðu bálinu í fjarska. Komið var rökkur, skuggi yfir trjánum en birta yfir vatninu. Algjör þögn nema það heyrðist í fiski stökkva við flæð- armálið... alltaf falið að kveikja bál og útbúa glóð svo hægt væri að baka kart- öflur í silfurpappír. Þær spurðu mig ráða um stjórn kanóanna, þó þær færu ekkert eftir ráðlegging- um mínum. Þær tóku eftir að minn bátur hélt alltaf réttri stefnu. Mest held ég þó þær hafi verið hrifnar af mér þegar ég var að synda í vatninu. Þær tóku mig eintali og voru að spyrja hvað væri mitt ævistarf. Ég sagði þeim bara að ég væri skúrari í banka. Nefndi ritstörfin ekki á nafn. En þessi tilfinning að þeim líkaði við mig, litu upp til mín eða eitthvað, bæru einhverja virðingu fyrir mér sem manni, hún veitir manni ákveðna vellíðan. Ég fékk smáveg- is af sjálfstrausti mínu á ný. Um daginn fórum við í göngu- túr. Það var sólskin og rok. Skoð- uðum eyðibýli sem virtist vera notað sem sumarbústaður. Húsið stóð á hæð og var hvítt; málningin flögnuð. Utihúsin rauð. Ennþá var fýla úr fjósinu. Bak við húsið stóð eplatré en aðeins eitt epli var efst í því. Ég gat engan veginn klifrað þangað upp því greinarnar voru svo veikar. En ég fann kirsuberja- tré og klifraði þangað upp og rað- aði í mig rauðum berjunum. Ég heyrði þyt í laufi og í traktór í fjarska. Hann silaðist áfram með heyvagn aftan í. Við kíktum á eldhúsgluggann, þar inni var olíu- eldavél og snyrtilegt. Við lögð- umst á grasið og slöppuðum af. Mig fór að dreyma um að búa þarna í kyrrð og skrifa. Rækta kartöflur og gulrætur; hafa tryllta hesta og eina kú, hænsni, konu og nokkur glaðleg börn. Ég þarf lítið til að fara að dreyma dagdrauma, en þeir ylja mér oft. A heimleiðinni mættum við konu með körfu sem var að fara út í skóg til að tína sveppi. „Þið megið fara og skoða húsio, en þið verðið að láta berin þeirra í friði," sagði hún. Ég sárskammaðist mín. Munaði minnstu að ég yrði að engu. Næsta dag þegar allir lágu í leti, reri ég einn á kanó út á vatnið í hífandi roki. Ég lenti í vík þar sem plastbátur hafði verið dreginn á land. En þarna er enginn munur á flóði og fjöru. Ég gekk upp bratta Þarna er allur hópurinn, fyrir uUn mig, gamankominn rio bálio ao baka gnúrubrauð. og sá skúr úttroðinn af söguðu brenni og stafla skammt frá. Gamall traktor stóð fyrir utan hlöðu. Hvítt skinn var neglt yfir hurðinni. íbúðarhúsið var skammt frá og stóð útihurðin upp á gátt. Greinilegt að einhver bjó þarna. Mér fannst þetta allt svo dular- fullt og fylltist undarlegri stemmningu. Eg hefði sko viljað eiga svona hús og landskika. Ég sá sjálfan mig teyma stóran hest út úr hlöðunni. Lengi stóð ég þarna með draum í hjarta. Eitthvað var að brjótast inn í mér, líkt og sálin væri að snúa sér við. Mér sýndist ég sjá andlit í glugga íbúðarhúss- ins. Helst vildi ég kíkja inn í hlöð- una og sjá rómantískt hlöðuloftið, en kannski ylli ég ónæði. Ég leit snöggt við og sá lágvaxna konu fela sig á bak við dyrastafinn. Ein- hver var að fylgjast með mér, þess vegna stóð hurðin opin upp á gátt. Einhver of feiminn til að reka mig burt, ég fylltist njósnarastemmn- ingu. Helst vildi ég setjast að þarna og senda kanóistunum flöskuskeyti um að ég kæmi ekki til baka. Vonaði að þetta væri ung stúlka sem faldi sig bak við dyra- stafinn, einbúi sem þvoði fötin á steini niðri við vatnið, álfadís, draumastelpan. Ef mér tækist að fá smásögur gefnar út í Dan- mörku myndu þær kannski seljast eins og heitar lummur, öllum að óvorum, þá gæti ég keypt svona eyðibýli í Svíþjóð. Svo sá ég að þetta var gömul kerling sem var að fela sig. En ég öðlastfengið von um að eignast eyðibýli. Eg var glaður í hjarta er ég var að remb- ast við að komast frá landi á móti rokinu og það reyndist mér létt að róa á móti, ég vissi ég kæmist á leiðarenda, bara ef ég gæfist ekki upp. „Hvað er klukkan?" var hrópað til mín úr eyju sem ég reri hjá. Það voru illa á sig komnir kanó- istar sem sneru baki í rokið. Ég yppti öxlum. Þegar ég kom í land fékk ég mér flösku og skrifaði á miða hvað klukkan væri og sendi þeim. En flaskan fór vitleysu. Þarna á nesinu var allt í maur- um, stórum maurum sem byrjuðu að skríða upp undir buxnaskálm- arnar ef maður fór of nálægt mauraþúfu. Ég var orðinn aumur í öxlunum af því að sofa á harðri jörðinni, hinir voru allir með vindsængur. Jón skar sig illa á fingri við að opna skinkudós. Hann stakk fingrinum upp í sig og saug blóðið, mér varð flökurt. Þetta kvöld áttum við að fá pönnukökur. Allir rifust um að baka þær. Einn hélt á pönnunni á meðan hinir hrærðu í; þannig gekk erfiðlega að snúa henni við án þess að allt færi í klessu. Fer- lega fyndið. Það geta ekki margir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.