Morgunblaðið - 08.08.1982, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
Hin umdeilda útsetning þjóðsöngsins:
Sé ekkert athuga-
vert vid þetta
— segir Jón Ormur Halldórsson aðstoðar-
maður forsætisrádherra
ENN ER til athugunar hvort utsetningin a íslenska þjódsöngnum i kvik-
myndinni Okkar a milli i hita og þunga dagsins brýtur í bága við lög eða
almennt velsæmi. í fyrrakvöld var myndin skoðuð af ýmsum aðilum með
tilliti til þessa. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru, voru Kristinn llallsson
frá menntamálaráðuneytinu, Tómas Karlsson úr utanríkisráðuneytinu, Jón
Ormur Halldórssson aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jón bórarinsson
tónskáld, Stefán íslandi óperusöngvari og fleiri. Máliið hefur verið til
athugunar í menntamálaráðuneytinu, sem vísaði því til forsætisráðuneytis-
ins til umsagnar, en utanríkisráðuneytið kemur inn í myndina vegna þess
að kvikmyndin hefur verið valin til sýninga á norrænu sýningunni Scand-
inavia Today í Kandaríkjunum í haust. Atli Heimir Sveinsson formaður
Tónskáldafélags íslands er ekki á landinu um þessar mundir og var hann
þvi ekki viðstaddur sýninguna.
Jón Þórarinsson tónskáld sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær,
að hann hefði verið búinn að
heyra hljómplötu með lögum
kvikmyndarinnar, og það að sjá
myndina hefði ekki breytt neinu
um álit sitt til eða frá. Málið væri
til athugunar hjá stjórnvöldum og
hann vildi ekki tjá sig um það.
Hrafn Gunnlaugsson höfundur
myndarinnar sagði í gær í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins,
að „ég trúi því að hér fái mannleg
skynsemi ráðið fremur en para-
gröf og pappírar. Svo sannarlega
vona ég að hér sé ekki nýtt andlegt
Geysisgos eða „heimshneyksli" í
uppsiglingu. Það vakir síður en
svo fyrir mér að gera lítið úr þessu
tónverki. Þetta atriði myndarinn-
Drengurinn
sem lést
DKENGURINN, sem lést sl. mið-
vikudag, þegar hann lenti í sláttu-
þyrlu við bæinn Syðri-Hamra í Ása-
hreppi í Kangárvallasýslu, hét
llrafnkell Gislason. Hann var fædd-
ur 28. október árið 1969.
ar undirstrikar hið gagnstæða,
hversu mikinn hlut þjóðsöngurinn
á í hjarta hvers manns, miklu
meiri en nokkurt annað lag. Það
gladdi mig sem Stefán Islandi,
hinn mikli listamaður, sagði eftir
sýninguna og sagði að hafa mætti
eftir sér, að það væri djúp með-
aumkvun í þessu atriði myndar-
innar. Þetta væri spurning um
listrænan skilning og ef þannig
væri á málið litið væri ekkert at-
hugavert við það.“
Jón Ormur Halldórsson aðstoð-
armaður forsætisráðherra sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að „mér finnst kvikmyndin mjög
góð. Senurnar tvær þar sem þjóð-
söngurinn kemur við sögu eru
nauðsynlegar fyrir skilning minn
á myndinni, eins og ég sé hana eru
þær nauðsynlegar. Ég sé útaf fyrir
sig ekkert athugavert við þetta og
með tilliti til myndarinnar sem
heildar er það fullkomlega verj-
andi að mínu mati.“
Málið er enn til athugunar í
menntamálaráðuneytinu sem fyrr
segir, og er niðurstöðu trúlega að
vænta allra næstu daga, enda
verður kvikmynd Hrafns frum-
sýnd um heigina.
„Eina lausnin að
reisa nýja byggingu“
— segir Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri
á Keflavíkurflugvelli
í TILEFNI af samtali sem Morgunblaðið átti í gær við Svein Eiríksson
slökkviliðsstjóra á Keflavíkurflugvelli, vegna skýrslu sem hann hefur lagt
fram um ástand eldvarna og öryggismála í flugstöðvarbyggingunni á Kefla-
víkurflugvelli, þar sem fram kemur að mikið vantar á, að þar sé allt eins og
það á að vera, hafði Morgunblaðið samband við Pétur Guðmundsson flug-
vallarstjóra og leitaði álits hans á því, sem fram kemur í fréttinni.
Pétur sagði: „Ég hef ekki séð
skýrsluna og get þar af leiðandi
ekki komið með neinar athuga-
semdir við hana, en ég hef verið og
er í sumarfríi. Slökkvilið flugvall-
arins hefur með höndum eftirlit
með eldvörnum og gerir sínar at-
hugasemdir, sem við reynum að
fara eftir, eins og hægt er, en það
eru takmörk fyrir því hvað hægt
er að koma við að gera. Ég vil taka
það fram að þetta eftirlit hjá
slökkviliðinu er mjög strangt, vel
að því staðið og það unnið mjög
samviskusamlega. Við reynum að
gera það sem í okkar valdi stendur
til að koma til móts við þær kröfur
sem eldvarnaeftirlitið setur, en
byggingin setur okkur takmörk
vegna þess hvernig hún er, hún er
alls ekki reist fyrir svona um-
fangsmikla starfsemi. Það fer
ekkert á milli mála, að það er stór-
vandamál þarna á ferðinni, bygg-
ingin er komin yfir leyfilega há-
marksstærð timburhúsa, því við
höfum stöðugt þurft að bæta við
hana og þetta er illleysanlegt
vandamál. Byggingin var tekin í
notkun 1948, en þá var nánast ekk-
ert farþegaflug, svo að það er ekki
nema eðlilegt að þessir vankantar
og ágallar komi í ljós. Þetta kemur
ekki á óvart, því okkur er full-
kunnugt um, að þegar álagið er
mest í byggingunni, er þetta nán-
ast eins og síld í tunnu. Við höfum
alltaf talið að eina færa lausnin
væri að byggja nýtt hús og að það
borgaði sig ekki að lappa upp á
þetta, þar sem við teljum það
óframkvæmanlegt. Það var á ár-
inu 1968, ef ég man rétt, sem við
töldum okkur sjá fyrir þetta
ástand, og þá er farið að ræða um
að byggja nýja byggingu, það er
það langt um liðið. Það er mitt
mat að eina lausnin á þessu máli,
sé að reisa nýja byggingu og það
hefur verið svo frá 1968.“
Ýmsir aðilar hafa að undan-
förnu samþykkt ályktanir um, að
þegar verði hafist handa um bygg-
ingu nýrrar flugstöðvar, þeirra á
meðal Ferðamálaráð og Samtök
íslenskra ferðaskrifstofa.