Morgunblaðið - 08.08.1982, Page 16

Morgunblaðið - 08.08.1982, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 E Hvað ættum við að lesa I I i E í sumarleyfinu? I texti JÓHANNA KHISTJÓNSDÓTTIH Kndurminningabækur hafa löngum verið vinsælt lesefni, og þá ekki aðeins innlendra aðila, heldur síðustu árin ekki hvað sízt endur- minningar kvikmyndaleikara, ann- arra listamanna og stjórnmála- manna. Nýlega hef ég lesið tvær kvikmyndakvennabækur, sem eru að gæðum og skemmtilegheitum jafn ólíkar og viðkomandi leikkon- ur báðar. Lana og Kate Lana Turner og Katherine Hepburn hafa báðar getið sér mikið orð í kvikmyndaheiminum og hvorug þessara bóka er alveg ný af nálinni. Bókina um Lönu Turner skrifa Joe Morella og Kdward Z. Epstein. Einhverjir eru væntanlega þeir sem enn muna Lönu Turner, hún var kyntákn Hollywood á árunum upp úr 1940, en eftir að blóminn fór að fölna hefur hún leikið nokkur alvöruhlutverk og farizt það dável úr hendi. Einkalíf hennar hefur — andstætt við Katherine Hepburn — jafnan verið meira í sviðsljósinu en hæfileikar hennar og hún hefur gifzt sex eða sjö sinnum og átt sér ótal elskhuga. Af þeim ævintýrum er sjálfsagt frægast ævintýri hennar með smá- krimmanum Johnny Stompan- ato sem ung dóttir hennar, Cher- yl, stakk hnífi fyrir einum tutt- ugu og fimm árum, með þeim afleiðingum að hann hafði bana af. Mikil skrif urðu um þetta manndráp, bollaleggingar og vangaveltur og þeir sem dýpstir voru þóttust hafa eitthvað fyrir sér í því að Cheryl hefði tekið á sig sökina: Lana sjálf hefði verið ódæðismaðurinn. Bókin gengur ekki út frá öðru en Cheryl hafi stungið Stompanato og raunar er sá kafli ekki öðrum fyrirferð- armeiri í bókinni. Lana Turner er heldur óviðkunnanleg persóna í bókinni, en þó kannski umfram allt afskaplega óraunveruleg það sem það er. Hið eina, sem les- andi fær að vita svo að ekki fer milli mála, er að hún hefur frá unga aldri haft afskaplega mikla náttúru til karla. Um manneskj- una sjálfa að öðru leyti verður VEJEN TIL Lagoa Santa Roman af Henrik Staiigeni[) CVU)F.NOAI. maður ekki mikils vísari. Bókin Kate er eftir Charles Higham. Katherine Hepburn er eins og allir vita einhver sér- stæðasta og merkasta leikkona margra síðustu áratuga og hún hefur um margt einnig haft þá sérstöðu að standa vörð um einkaiíf sitt eins og vé. Að vísu er flestum kunnugt um ljúft og angurvært ástarævintýri hennar og Spencer Tracy, en þar er lík- lega flest upp talið og t.d. hafði ég ekki hugmynd um að hún hefði einhvern timann í árdaga verið í hjónabandi. Höfundurinn Charles Higham skrifar af mik- illi nærfærni og aðdáun um líf Katherine Hepburn og sú mynd sem af henni fæst er bæði hlý og manneskjuleg, hugrekki hennar til að sýna sjálfstæði í gjörðum sínum alla tíð vekur aðdáun og baráttu hennar til að ná þeim árangri sem hún gerði er sögð á þann hátt að hvergi vottar fyrir væmni né óeðlilegri upphafn- ingu. Býsna ánægjuleg bók. Hver myrti Casanova? er léttur danskur reyfari eftir Arne Hartmann. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að Tony Oxn- er, listmálari og hænsnaræktar- frömuður, er drepinn í upphafi sögunnar. Hann var kvennamað- ur mikill og líklegt að hann hafi átt vingott við ýmsar fínar frúr í nágrenninu, þ.á m. prestsfrúna, herragarðsfrúna og ýmsar fieiri. Henrik Sander rannsóknarlög- reglumaður fer á stúfana ásamt mönnum sínum og komast þeir m.a. í kynni við hálfruglaða nágrannakonu listmálarans, Evu Jæger, hálfsjötuga dömu, sem er fyrrverandi kennslukona og drekkur hvern meðalmann undir borðið þegar á að fara að fiska upp úr henni það sem hún veit — iíklega. Áreynslulaus bók af- lestrar með húmorsku ívafi. Höfundurinn Arne Hartmann var lengst af sjómaður, en hefur síðustu 20 ár eingöngu unnið við ritstörf. Sú lausn sem hann fær- ir okkur í lokin er ekki fráleitari en hver önnur. Enda þótt þáttur Evu Jægers sé kannski gerður óþarflega dularfullur i bókinni — trúlega til að villa um fyrir lesendum — er bókin sem sagt Ijómandi boðleg afþreyingar- saga. Vejen til Lagoa Santa eftir Henrik Stangerup er kannski ekki beinlínis bók, sem allir hefðu með sér í sumar- leyfið, ég verð að viðurkenna að ég þurfti að taka nokkur tilhlaup áður en hún gagntók mig, en þá var líka björninn unninn. Vejen ,til Lagoa Santa var lögð fram önnur danskra bóka til Norður- landaráðsverðlauna nú á sl. vetri. Hér er á ferð þroskasaga mannsins Peter Wilhelm Lund, náttúrufræðings, menningar- saga og ferðalýsing — ailt þrennt í senn. Ég veit ekki til að Henrik Stangerup hafi skrifað sögulega skáldsögu áður en hann má vel við árangurinn una. Ungur og metorðasamur vís- THE NA'nONAL iiESTSEI.EEIi nw, UFKOV KATH.AKINE HFCBLHN ‘WCtt wmi WKR'Víft' AWD 'R%%$ÍW!fS/Xí'l . \M > A i 'EKI'LY M< )VING i J >VK STOKY’' CHAIÍÍJES HIGHAM KXI’ANDKD WW KDITION indamaður fer Peter Wilhelm Lund til Brasiliu og ferðaðist á árunum upp úr 1820 um landið þvert og endilangt. Hann gerði þar margar vísindalegar upp- götvanir sem síðari tíma sér- fræðingar hafa notið góðs af. Lund hlaut óumdeilanlega viður- kenningu fyrir verk sín á þeim tíma, en í miðju starfinu varð hann gripinn þunglyndi og hug- sýki, settist að í bænum Lagoa Santa og bjó þar unz hann lést 79 ára að aldri. Menn velta fyrir sér hver voru örlög þessa manns. Henrik Stangerup hefur safnað að sér öllum tiltækum heimildum um hann, bæði bréfum og ferðalýs- ingum og rannsóknum. Enn lifir goðsögnin um hann og manna á meðal var hann kallaður „Hvíti kögglasafnarinn". Henrik Stang- erup reynir að gefa svarið i formi þessarar skáldsögu — skáldsögu um hinn klassíska Norður-Evrópubúa sem er gagn- tekinn af hugsuninni um að setja í kerfi menningu kynblend- inganna í Brasilíu. Vejen til Lagoa Santa er skrif- uð af yfirgripsmikilli þekkingu og lipurð og vekur ekki undrun þótt þessi bók hafi vakið mikla athygli og þyki sýna alveg nýjar hliðar á bókmenntaiðju Henrik Stangerup. Hvort lausnin, sem hann kemst að varðandi Lund, er kórrétt er kannski ekki kjarni málsins. En hún gæti allténd verið það. 12418 Opiö 12—17 í dag KRUMMAHÓLAR Góö 2ja herb. ca. 55 Im íbúö. BRÆÐRABORGAR- STÍGUR Stórglæsileg sem ný 3ja herb. íbúö á 1. hasö. JP-innréttingar. Góö teppi. Sér hiti. Litað gler. 2 svalir, 2 geymsluherb., bíl- skúr. Frágengin löð. VATNSSTIGUR Góö 4ra herb. íbúö í steinhúsi (lítll). Ekkert áhvílandi. Hag- stætt verö. LAUGARNESVEGUR Góð 5—6 herb. íbúö í blokk. HAFNARFJÖRÐUR 4ra—5 herb. sér hæö í tvíbýl- ishúsi. Góð eign. Bilskúrsréttur. TJARNARBÓL Vönduð 6 herb. ca. 140 fm íbúö á 2. haBÖ. Góö sameign. Skemmtileg fullfrágengin lóð. TÚNGATA Mjög gott parhús tsspir 200 fm. Kjallari og tvsar hæöir. Falleg- ur garöur. Bílskúrsréttur. Vel staðsett eign. Ákveöin sala. Fasteignir sf. Tjarnargötu 10B, 2. h. FriSrik Sjgurbjörnsson, Mtgm. Friðbert Njslsson. söiumsdur. Kvöldsími 12460. Ágúst Guömundsson sölum. Helgi H. Jónsson viöskiptafr. Opiö 1—3 í dag Bergstaðastræti Góö einstaklingsíbúö. Verö 500 þús. Hlíðarvegur Kóp. 3ja herb. ibúð.Verö 670 þús. Krummahólar 3ja herb. 90 fm íbúö á 6. hæö í lyftuhúsi. Gott útsýni. Verð 900 þús. Laus, samkomulag. Vesturberg 3ja herb. 85 fm íbúö á 7. hæö í lyftuhúsi. Verö 870 þús. Engihjalli 3ja herb. 95 fm íbúö á 5. hæö. Verö 900 þús. Kóngsbakki 4ra herb. 110 fm íbúö á 3. hæö. Verð 1050 þús. Laus samkomu- lag. Sæviöarsund 120 fm efri sérhæö. Bílskúr. Verö 1700 þús. Arnartangi Mos. 100 fm vlölagasjóöshús á einni hæö. Bein sala. Verö 1100 þús. Laus samkomulag. Granaskjól Fokhelt einbýlishús fæst í skipt- um fyrir einbýlishús vestan Elliöaáa. Heimasími aölumanns: Ágúst 41102. 43466 Barmahlíð — 3ja herb. 90 fm risíbúö í þríbýlishúsi. Laus strax. Hraunstígur Hf. 3ja herb. björt risíbúö. Laus fljótiega. Kópavogsbraut— 3ja herb. 70 fm björt kjallaraibúö. Laus fljótlega. Miöstræti — tvær íbúöir Tvær samliggjandl rlsibúölr. Lausar strax. Glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi Höfum fenglö til sölu glæsilegt einbýlishús á 2 hæöum, samtals um 400 fm. Tvöf. bílskúr. Vandaöar innréttingar. Fallegur stór garöur. Mikiö útsýni. Bein sala. Einnig kæmu skipti á sérhæö í Rvík eöa raöhúsi og einbýlishúsi í Garöabæ vel til greina. Teikningar og frekari upplýslngar á skrifstofunni (ekki í sfma). EKnmraÐLunin ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 Engjasel — 3ja—4ra herb. 100 fm glæsileg íbúö á 4 hæö. Bilskýli. Mlklö útsyni. Birkihvammur — sérhæó 3ja herb. sérhæö ásamt 30 fm bílskúr. Laus í okt. Arnarnes einbýlishús Hjaliabraut Hf. 6 herb. 147 fm í fjölbýlishúsi. Laus fljótfega. Nýbýlavegur — sérhæö 140 fm míöhæö í tvíbýlishúsi ásamt bfiskúr. Laus fljótlega. Einbýli Kópavogur 140 fm einbýlíshús á einni hæö ásamt 30 fm bílskúr. Laus fljót- lega. Fasteignasalan EIGNABORG sf Hsmrsborg l 200 Kópavogwr Slmat 4346« 6 43*05 150 fm fallegt einbýlishús á einum besta staö á Arn- arnesi. Húsiö er ekki alveg fullbúiö. Verð 1,9 millj. Opiö 1—3 FASTEIGNA HÖLUN FASTEIGNAVIÐSKIPTI Sölum: Jóhann Hálfdanarson, Vilhjálmur Einarsson, Þórólfur Kristján Beck hrl. ............... s'S'i'Trj.' j u'i. J MIÐBÆR-HÁALEITISBRAUT 58-60 SÍMAR-35300&35301

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.