Morgunblaðið - 08.08.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 17
Guð gefi, að ég úldni
ekki sem embættishræ
fjarri alþýðu manna
í dag verða vígðir 3 guðfræðingar í Dómkirkjunni í
Reykjavík. Eru það þeir Gísli Gunnarsson til Glaumbæj-
arprestakalls, Hreinn Hákonarson til Söðulsholtspresta-
kalls og Önundur Björnsson til Bjarnanessprestakalls.
Af þessu tilefni voru þeir
teknir tali. Hreinn Hákonarson
innritast í guðfræðideildina ’76
og kom þá frá kennslu. Menn
innritaðist í guðfræðideildina
með margs konar forsendur í
huga og markmið. Fór Hreinn í
deildina með heimspekilegan
áhuga fyrst og fremst en þó
einnig guðfræðilegan, þar sem
hann hafði kynnzt ýmsum þátt-
um guðfræðinnar hjá Ingólfi
Guðmundssyni kennara í kenn-
araskólanum. 5 ára háskólanám
mótar óneitanlega huga manna
og hugsun. Þó einkum guðfræði-
nám, þar sem fjallað er um stöðu
og hlutverk mannsins í heimin-
um sem sköpunarverk Guðs, er á
sér markmið en eru ekki „húm-
anísk" fræði.
steikjandi hita með „Tuborg
guld“ til að svala þorstanum.
Vakti Hreinn máls á því hvort
eitthvert starf væri laust heima.
Svaraði ég því til að Söðuls-
holtsprestakall væri laust. Var
það ráðið á þessari stundu að
senda biskupi bréf með fyrstu
vorskipum, þar sem Hreinn lýsti
sig fúsan til þess að gerast þjónn
kirkjunnar heima á Fróni. Eftir-
farandi viðtal var átt við Hrein
þar sem hann var við nætur-
vörzlu í Sambandshúsinu við
Sölvhólsgötu. Hreinn var fyrst
spurður að því, hvað olli þessari
breytingu frá því að líta á guð-
fræðina sem almenn vísindi og
fræði yfir í það að gerast þjónn
Jesú Krists í kirkju hans.
En síðan kom að því í vor, að
Hreinn fór að hugsa sinn gang
eftir námsdvöl í Svíþjóð frá ára-
mótum, hvað tæki við, þegar
henni lyki. Vildi svo til, að sá, er
þetta ritar, hitti Hrein úti á götu
í Kaupmannahöfn. Settumst við
inn á hina frægu „Hvidvinstue" í
Gísli Gunnarsson verður vígður
til Glaumbæjarprestakalls. Vildi
hann fyrst til að byrja mcð koma á
framfæri þakklæti sínu fyrir þann
mikla stuðning, sem hann fékk i
kosningunni nú um daginn.
— Það er mikill styrkur að
byrja í þessu starfi með þann
stuðning að baki.
Finnst þér erfitt að byrja
svona fljótt eftir að námi lauk úr
guðfræðideildinni?
— I gegnum nám mitt í deild-
inni, þá hefi ég kynnst starfi í
kirkjunni og þeim sem þar
starfa. Jafnframt hefi ég kynnzt
þessu starfi, þar sem faðir minn
er prestur. Prestarnir hér hafa
sýnt mér mikinn stuðning. Þetta
eru ungir menn sem hafa sagt
við mig, að þeir ætli sér að hafa
aukið samstarf í framtíðinni.
Þannig verði meira samstarf á
milli presta og safnaða í pró-
fastsdæminu.
Eftir að Kristur var hrakinn í
brott frá Nasaret, þá kom hann
þangað aldrei aftur, og sagði að
enginn væri spámaður í sínu föð-
urlandi. Nú ert þú alinn upp í
Glaumbæ. Heldurðu að það verði
líkt með þig og Krist?
— ísland er lítið land þar sem
menn þekkjast nokkuð. Ég hefi
verið lítið heima hérna í
Glaumbæ undanfarin ár. Verið í
skóla í Reykjavík frá því í gagn-
fræðaskóla. En ég hef fundið að
mér er vel tekið af fólkinu í söfn-
uðinum í Glaumbæjarpresta-
kalli, og ég held að þetta sé ekk-
ert öðru vísi heldur en ef ég
sækti um annars staðar.
Finnst þér að kirkjan ætti að
Vitnisburöurinn um Krist
breytti afstööunni
— Það er ekki eins stórt stökk
eins og svo margir halda frá því
að nema fræðilega guðfræði í
Gísli Gunnarsson
leggja áherzlu á eitthvað sér-
stakt í starfsemi sinni?
— Hún þarf að láta sig varða
meira ýmis mál. Ekki bara vera
sýnileg, þegar messað er. Kirkj-
an ætti að taka meiri þátt í þjóð-
félagsmálum með félagslegu
starfi. Jafnframt þarf kirkjan að
sinna barna- og unglingastarfi
vel. Þó má kirkjan ekki ein-
skorða sig við einhverja ákveðna
aldurshópa, börn og gamal-
menni, heldur líka þá sem eru að
vinnu í daglega lífinu. Boðskap-
ur kirkjunnar þarf ekki hvað sízt
að vera á þeim vettvangi, þar
sem hið daglega líf fer fram.
Einhverja hvatningu til safn-
aðarins?
— Fólkið, hið kristna fólk
verður að gera sér grein fyrir
því, að það er kirkjan sem er
samfélag manna og þess vegna
eru það ekki bara presturinn
heidur allur söfnuðurinn sem á
að vinna að málum hennar og
útbreiða boðskap kirkjunnar.
Hreinn Hákonarson við vinnu I
Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu.
háskóla og í það að gerast prest-
ur. Námið í guðfræðideildinni
miðar fyrst og fremst að því að
gera mönnum skiljanlegan þann
heim, sem Biblían er sprottin
upp úr, og sýna fram á með
„akademískum" rökum, að
hoðskapur hennar á erindi við
nútímamanninn. En í Biblíunni
er að finna vitnisburð um Jesúm
Krist og hjálpræðisverk hans —
Önundur Björnsson verður vígð-
ur til Bjarnanesprestakalls. Hann
sagði, að sér væri efst í huga
þakklæti til safnaðarins fyrir þá
ótvíræðu stuðningsyfirlýsingu, sem
hann hefði hlotið. Stuðningsyfirlýs-
ingu vildi Önundur kalla kosning-
una, þar sem hún var ólögmæt
vegna ónógrar kosningaþátttöku.
Þetta voru aðrar prestskosn-
ingarnar, sem þú tekur þátt í á
skömmum tíma?
— Þetta er enn eitt átakan-
legt dæmi um, hversu siðlausar
og „mórallausar" prestskosn-
ingar eru sem fyrirbæri innan
kirkjunnar. Þar er öðrum um-
sækjandanum hafnað en hinn
upphafinn, oft gert af söfnuðum,
sem ekkert þekkja til umsækj-
enda.
Hvað um kirkjuna?
— Kirkjan er ekki byggingin
á hæðinni og presturinn í húsinu
við hliðina. Heldur er kirkjan
fólkið, sem henni tilheyrir. Þar
verður hver og einn að bera
ábyrgð.
Finnst þér að guðfræðideildin
hafi undirbúið þig nægilega vel
undir starfið?
— Menn, sem útskrifast úr
deildinni eiga að vera reiðubúnir
til að starfa úti á akrinum. En
auðvitað er með þetta starf eins
og öll önnur störf, að menn koma
til starfsins með bókvitið en
„praxísinn" vantar að mestu.
Finnst þér að fullnægjandi
valddreifing sé innan kirkjunn-
ar?
— Nei, valddreifing innan
kirkjunnar er nánast engin. Ef
við tökum dæmi, þá má nefna
biskupana. Ásamt biskupi ís-
lands eru starfandi 2 vígslubisk-
að Guð hafi bi-rzt í honum og vísi
mönnum leið í blíðu og stríðu.
Vitnisburðinn get ég ekki sann-
að, með aðferðum raunvísinda.
Við getum tekið hann á orðinu
og látið hann móta líf og hugsun
í einu og öllu þrátt fyrir að öldur
efans skelli á annað veifið.
Var það vitnisburður Nýja
testamentisins um líf og starf
Krists, sem olli því að þú ákvaðst
að gerast prestur?
— Já. En þó svo að vitnis-
burður Guðspjallanna kunni að
þykja heldur fornyrtur, þá mega
menn ekki láta það fæla sig frá
því að kynna sér hann. Það er
einmitt eitt hlutverk prestsins
að búa vitnisburðinn í þann bún-
ing í predikuninni, að hann nái
eyrum fólks.
Höfuðvandamál kristninnar
er aö fólk les
ekki Biblíuna
En hvað um forsendur áheyr-
endanna. Telur þú þá vera nægi-
lega vel í stakk búna til þess að
nema það, hVað presturinn er að
fara?
— Höfuðvandamál kristninn-
ar í dag er það, að þorri fólks les
ekki Biblíuna. Sakir þessa tala
prestar oft yfir höfðum fólksins.
Þörf er á kröftugri alþýðu-
fræðslu í Biblíufræðum og al-
mennri trúfræði. Stórt skref var
stigið með nýju Biblíunni, sem
var færð til nútímalegs horfs
hvað varðar málfar og uppsetn-
ingu, og að auki með skýringum
og viðauka. Það sem kristindóm-
urinn snýst um er líf og starf
Krists og að koma hans í
mannheim hafi skipt sköpum
Önundur Björnsson
upar, sem ætlazt er til að þjóni
bæði sem sóknarprestar og hafi
vígslubiskupsembættið á hendi.
Þar af leiðir, að vígslubiskup á
óhægt um vik að hverfa frá sín-
um sóknarbörnum og mæðir því
óeðlilega mikið á vígslubiskup-
um íslands.
Hvað varðar valdddreifingu
um skipun i nefndir, þá er nán-
ast undantekning, að dreifbýl-
isprestar séu látnir eða fái að
sinna slíkum störfum. Svo virð-
fyrir hag mannsins — vitnisburð
um þetta höfum við í Biblíunni
og því er brýnast mála, að fólk
lesi Biblíuna og reyni að pressa
textana.
Hefur þú gert þér í hugarlund,
hvað prestskapur er?
— Já, vitaskuld hefi ég gert
mér ákveðnar hugmyndir í
hverju prestsstarfið er fólgið.
Það gæti eins verið, að allar þær
hugmyndir hrynji eins og spila-
borg, þegar raunveruleikinn
blasir við. Prestsstarfið er meira
en það að skíra, gifta, ferma og
jarða. Sem prestur er maður sem
nokkurs konar verkstjóri í orð-
inu — höfuðhlutverk manns er
að vera boðandi orðsins í starfi
og leik — veröldin er ekki
grunnlaust djúp af meinum,
heldur vettvangur Guðs og
manns.
En þegar hempan skellur á
herðar þér í skrúðhúsi Dóm-
kirkjunnar. Heldur þú, að með
því verðir þú djúpfrystur í kerf-
inu?
— Guð hjálpi mér. Ég er mað-
ur — gefi hann, að ég úldni ekki
sem embættishræ fjarri alþýðu
manna.
En eru prestar þá einangraðir
í starfi sínu?
— Þeir eru það að mörgu
leyti. Oft er það þeim sjálfum að
kenna. En Iíka söfnuðinum. Ég
vonast til, að ég eigi gott sam-
starf við nágrannapresta og
söfnuðinn.
En hvernig finnst þér bezt að
efla samfélagið við hinn lifandi
Drottin?
— Með því að lesa Biblíuna —
vitnisburðinn — daglega og
berjast við að koma honum inn í
aðstæður nútímans.
ist, sem mannaval í nefndir
kirkjunnar sé í alltof fárra
höndum. Það má með sanni
segja, að einn aðili innan presta-
stéttarinnar sé nefndarkóngur.
Þá á ég við, að hann sitji í þeim
nefndum, sem eitthvað hafa að
segja innan stofnunarinnar.
Þú hefur lengst búið í Reykja-
vík. Hvernig lízt þér á að fara
austur?
— Mér lízt afar vel á það og
renni sérstaklega hýru auga til
góðrar starfsaðstöðu og vænti
góðrar samvinnu við söfnuðina í
prestakallinu.
Hvernig eru húsakynni í
Bjarnanesi?
— Án þess að ég þekki gerla,
þá sýnist mér á snöggri yfirreið
húsinu svipa til allflestra emb-
ættisbústaða presta. Það beri
þess merki að hafa ekki fengið
viðhald sem skyldi.
Raunar hefur mér sýnst, að
fyrstu 2—4 árin hjá hverjum
presti á nýjum stað fari í það að
argast í þeim herrum, sem sjá
um framkvæmdir og halda utan
um peninga, til þess að fá fram
lágmarks úrbætur á húsakynn-
um, svo ekki sé minnst á full-
nægjandi úrbætur.
Hvað með boðun orðsins fyrir
austan?
Það hefur verið haft á orði, að
„Austurkirkjan", kirkjan á
Austurlandi sé einn harðasti ak-
ur að plægja, og það má vel vera.
En að óreyndu hefi ég ekki trú á
slíkum fullyrðingum. Ég mun
leitast við af fremsta megni að
halda uppi eðlilegu og líflegu
safnaðarlífi. Er það einlæg von
mín, að ásetningur minn hljóti
góðan hljómgrunn meðal sókn-
arbarnanna.
Kirkjan sé ekki
bara sýnileg
þegar messað er
Kirkjan er ekki byggingin
á hæðinni og presturinn
í húsinu við hliðina