Morgunblaðið - 08.08.1982, Page 29

Morgunblaðið - 08.08.1982, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 29 lág í hraunjaðrinum, þar sem sag- an segir að bóndasonur úr Kalmanstungu hafi dvalið vetur hjá útilegumönnum með þeim af- leiðingum að byggðamenn gátu komið að þeim sofandi þar og drepið alla nema fyrrnefndan Ei- rík, þar voru í þetta sinn fyrir Keflvíkingar með 80—90 hross. Hafði lið það verið.í Skógarhólum og síðan komið á eftir okkur í Húsafell, og er við fréttum að þessi stóri hópur ætlaði að Arn- arvatni um kvöldið, slógum við okkur niður í Álftakrók, enda þótt dagleiðin væri ekki löpg, líklega 6 tímar. En það sem gerði þó útslag- ið á þá ákvörðun var, að nú kom blessuð rigningin, sem ekki hefði verið fagnað undir venjulegum kringumstæðum. En hún sló á fluguna, og urðu allir fegnir. í Húsafelli hafði bílstjórinn, Jónas, farið með jeppa, sem tók dótið og fylgdi okkur í Álftakrók og kom síðar að kvöldi til móts við okkur úr byggð fram í Vatnsdal og fram í Blöndudal. Svo að aldrei þurfti að setja töskur á klakk, sem þó var með. Hver maður hafði bara sitt nesti ásamt hinum ómissandi vatnsgalla fyrir aftan sig yfir dag- inn. Innan við Vopnalág er vondur vegur inn undir vaðið á Norðlinga- fljóti sem er auðvelt hestum og jafnvel jeppanum okkar. En áður en við komum í Álftakrók átti hann þó eftir að festa sig í eðj- unni. Fyrir 20 árum, er við komum ríðandi í Álftakrók, höfðu hestar illa hamist fyrir flugu, og fólk bar sig illa með net fyrir andlitinu. Þurfti þá að vaka yfir hrossum. Nú er þar ágætur leitarmanna- skáli, sem vel fór um okkur í. Og hestunum mátti öllum koma með lagni í hesthús og rétt, eftir að hafa staðið yfir þeim meðan þeir úðuðu í sig. Og fólk gat sofið ró- legt — og þó. Þrír ribbaldar komu um miðja nótt á hestum, kváðust hafa heimild upprekstrarstjórnar sem þeir vissu þó engin skil á, til að nota þar hús og hesthús. En rann af þeim móðurinn er hrollur settist að skrokk í bleytunni og var þá hleypt inn í svefnpláss. En hesta sína bundu þeir með reið- tygjum úti. í Álftakrók, sem er breiður tangi við Fljótið, eru tjarnir og bleytur, en gras mikið og lind ein með dýrindis drykkj- arvatni rétt neðan við skálann. Úr Álftakrók sveigir vegurinn meira til norðurs, yfir lág holt, 4—5 km að Leggjarbrjóti og þaðan yfir hæðir að Árnarvatni mikla, en einhvers staðar á þeirri leið á að vera Hvannamóinn skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Hvorki nú né fyrr hefi ég þó komið auga þar á nokkra hvönn, bara óróm- antíska móa við læk. Keflvíkingar eru að taka sig upp, þegar við komum að Arnarvatni. Þeir hafa meðferðis stærðar eldhúsbíl og matreiðslufólk, og kváðust ætla áfram yfir Stórasand að Blöndu. Fákur eykur bófaakell rið fjallið fríða, Skjaldbreið. Farið yfir Svarti framan við Eiriknstaði. Fremstur ríður Björn Guðmunds- son, þi Elín Pilmadóttir, Sigrún Birgisdóttir, Ásdís Haraldsdóttir, Haraldur Sveinsson og aðrir reka lausu hrossin. Áð við vðrðu i hilsinum ofan við Hvamm, þar sem leiðin liggur að Kiða- skarði. Gísli B. Björasson og dóttir hans Elfa. Árai, Birgir og Elfa á fákum sinum. En á slíku vori virtist drullan í slóðinni ekki lofa góðu, enda frétt- um við daginn eftir að eftir mikið basl með farartækin hefðu menn komist norður yfir ofan í Vatns- dal. En Arnarvatn er í 550 metra hæð yfir sjávarmáli. Okkar hópur ætlaði ekki að fara hærra og halda norður af, þar sem heiðar eru syðst í 500 m hæð en norðar um 400 m og héldum fyrst í sveig austur fyrir vatnið. Raunar höfðu sum okkar ekki ætlað að fara svo hátt, þegar ljóst var hve gróður yrði seint á ferð og klaki í jörðu. Ekki er maður í náttúruvernd og hestamennsku til að láta hross vera í hagleysu og viðkvæma jörð traðkast eða skerast sundur af bíl- um. En síðan rættist úr vorinu, og reyndist jörð vera vel að ná sér. Samt dúaði enn jarðvegur ofan á klaka undan hestahópnum víða á Haukagilsheiðinni. Heiðar milli byggða Aðalleiðir milli Borgarfjarðar og Húnavatnssýslu eru þrjár, um Holtavörðuheiði, Tvídægru og frá Arnarvatni um Grímstunguheiði austast og raunar fleiri. Allar leiðir eru þar vandrataðar, enda götur orðnar slitróttarog víða fúa- flóar og urðir ef rangt er farið. Við röktum okkur eftir gamalvarðaðri leið, sumir kalla um Grímstungu- heiði en aðrir um Haukagilsheiði, sem mun vera nær lagi, því við fórum vestar en hin eiginlega Grimstunguheiði, um Fitjárdrög, þar sem er nýr læstur skáli og stór fjárgirðing, og síðan niður á Skút- eyrar, ekki alltaf á götum að vísu. Nú vorum við komin nærri því í Vatnsdal og leiðin niður í fjallinu vestan með dalnum greið. En við vorum að ferðast og framsæknir menn höfðu grun um að komast mætti yfir Tungumúlann og niður að Grímstungu, sem reyndist rétt. Við vissum bara ekki alveg hvern- ig. Þarna voru götur upp og hóp- urinn þræddi sig upp á Múlann, sem í eru stórkostleg gil og fossar, en áður en fundin var leið gegnum hlið á girðingu og yfir svolitlar bleytur, sem reyndist sú rétta, höfðum við reynt aðra yfir miklar keldur á hámúlanum og snúið við. Það tafði en sakaði ekki og niður af Múlanum kom hópurinn á rétt- um stað við Grímstungu. Dagleiðin hafði reynst löng, enda vitað að hún yrði það þegar numið var staðar í Álftakrók nótt- ina áður, tók alls 14 tíma, enda Gísli bóndi Pálsson á Hofi og hús- freyjan Vigdís Ágústsdóttir farin að undrast um okkur og buðu okkur þarna velkomin í dalinn. Við fengum fylgd tveggja ungra bændasona út Vatnsdalinn að hinu forna landnámsbýli Ingi- mundar gamla, Hofi, annar frá Hofi hinn frá Grímstungu, báðir á gæðingum sínum. Á Hofi biðu allra hlýlegar mót- tökur, hrossa loðinn hagi og fólks sérstakt sumarhús í túninu, þar sem vel fór um alla. Þetta hús sagði Gísli bóndi vera eitt af elztu húsum verzlunar á Blönduósi. Hafði það verið flutt fram að Hofi. Þau hjón buðu á sínum tíma kaup- túninu þetta gamla hús að gjöf, sem ekki var þegið. Þá gerðu þau sér lítið fyrir og gerðu það upp í túninu á Hofi og er það einstak- lega fallegt gestahús. Raunar er allt á Hofi með sama myndarbrag. Hvergi hefi ég annars staðar séð í sveit girt afsíðis með bárujárni utan um vélar og gamalt dót, sem þarf að geyma og taka í sundur. Hvergi sést nokkurt drasl á þeim bæ. Húsfreyja var að fara morg- uninn eftir til að leysa af hendi sjálfboðavinnu fyrir hestamanna- félagið í dalnum á landsmótinu og sonur hennar með henni. Við nutum þess fram eftir degi að vera á svo notalegum stað. En héldum þá með hestahópinn fram sléttan grösugan Vatnsdalinn og upp úr honum hjá Vöglum, inn á heiðina að baki hlíðbröttu Vatns- dalsfjalli og dölum sem ganga þar inn í landið, stærstur er Svínadal- ur. Nokkuð frammi í heiðinni var beygt í austur eftir slóð, en vikið af henni og farið þvert yfir veginn er liggur í Svínadal og síðan norð- an við Gilsvatn og ofan í Blöndu- dal rétt utan við Eiðsstaði, þar sem virkjunarmenn eru teknir til við undirbúning Blönduvirkjunar. Þarna uppi á háisinum er lyng- gróður og við vatnið riðum við gegn um eitthvert stærsta þýfi sem á leið okkar varð, hlýtur að falla undir skilgreininguna rústir. Þvert á hálsa og dali Handan fljótsins mikla, Blöndu, þar sem það rennur í þröngum streng niður undan Eiðsstöðum-, kúrir bær uppi i bröttum hálsi — Bollastaðir, þar sem greinarhöf- undur elti hross og kindur frá því skóla lauk á vorin og fram yfir Stafnsrétt í þó nokkur æsku- og unglingsár. Horfði nú löngunar- augum fram dalinn þar sem sést allt fram í Blöndugil og Rugludal. En leiðin lá útmeð, framhjá Guð- laugsstöðum á tungu út í ána, þeim stað þar sem stöðvarhús Blönduvirkjunar á eftir að rísa framan í hárri hlíðinni, um hlaðið hjá alþingismanninum á Höllu- stöðum, framhjá Löngumýri og út á Blöndubrú. Á þeim dögum sem fyrr voru nefndir var þar drag- ferja, sem við unga fólkið í daln- um notuðum sem aðrir til að kom- ast með hesta yfir þetta mikla fljót, ekki síst eftir að við Bolla- staðafólk höfðum flutzt út í Brandsstaði. Handan brúarinnar var aftur sveigt fram Blöndu aust- an megin í Blöndudalshóla, þar sem Jónas bóndi Bjarnason hafði heitið hópnum beit fyrir hrossin og tjaldstæði. Það var komið fram yfir miðnætti, er allir voru komnir í sitt kjörland. Hross í loðinn grænan hag og fólk skriðið í tjöld í nýslegnu túni í skjóli við mikinn og fagran trjálund. Blöndudals- hólarnir hafa myndazt við gríðar- legt framskrið úr fjaliinu, og stendur bærinn frammi á nesi út í ána, sem þá hefur myndazt. Þarna var kirkja og kirkjustaður fram undir 1880. Undirrituð hefði helzt kosið að ríða áfram Blöndudal og sem á æskuárum frá Bollastöðum yfir mýrlendan hálsinn að Leifsstöð- um í Svartárdal, en það hefði verið úr leið. Nú skelltum við okkur beint upp frá Brandsstöðum, aðra gamla leið yfir hálsinn við Brúna- fell, en á háhálsinum er hlið og bezt að fara niður í Svartárdalinn hinum megin utan gamallar girð- ingar frá Leifsstöðum og yfir Svartá framan við túnið á Ei- ríksstöðum. Með þessu sparast a.m.k. 10 km leið út fyrir. Handan ár er riðið á vegi fram Svartárdal. Þó ekki mjög langt, ekki alla leið fram að Stafnsrétt, þar sem vitað var að hópar hestamanna mundu vera á ferðinni sunnan af hálend- inu. Við Hvamm var því beygt upp úr dalnum, þar sem Hvammsá kemur fram úr þröngu gili, og er þar gömul leið austur í Kiðaskarð. Gamli bóndinn, Leifi í Hvammi, fylgdi okkur og stytti leið upp fjallið, bað okkur fyrir hest einn til Sveins á Varmalæk, og skildi ekki við hópinn fyrr en komið var á hina kunnu Kiðaskarðaleið, sem liggur í Mælifellsdal og niður í sveit í Skagafirði. Leiðir skildu að Steinsstaðaskóla skammt framan við mótsstað, þar sem Gísli B. hafði verið svo forsjáll að tryggja beitarland og skólastofu til búsetu strax í febrúar og gat nú hýst með sér sum okkar. En í skólanum eru svefnpokapláss og notaleg laug fyrir lúna limi. Allir komu heilu og höldnu í Skagafjörð, meira að segja blaðamaðurinn, sem ekki hafði í ár stigið á hestbak og kom jafngóður og alsæll eftir sex daga á hesti yfir hálendið. Raunar ekki honum að þakka, heldur þremur miklum gæðingum, dug- legum og ganggóðum, hver öðrum stærri, stærstur þó Baugur með hvítan hring aftan á og varð til orðaleikurinn: Hver er efst á Baugi? Svarið: Elín, enda leit knapinn niður á alla ofan af þess- um stæðilega grip. Eina vanda- málið var að klifra á bak á morgn- ana, sem þó tókst þótt ekki væri það mjög virðuleg athöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.