Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 Einstæður fornleifafundur Ógæfan dundi yfir líkt og þruma úr heiðskíru lofti, er Frakkland sendi voldugan inn- rásarflota meö 235 skipum til Englands. Enski konung- urinn Hinrik VIII fylgdist meö varnaraögeröum gegn Frökkum frá Southsea-kastala viö Portsmouth. Hinn 19. júlí 1545 hélt enskur floti með 60 herskipum úr höfn undir forystu flaggskipsins „Mary Rose“ til atlögu viö Frakka. En þetta skip komst ekki langt. Þaö lenti í hvössum stormhviöum og fókk á sig slagsíöu. Sjór tók aö streyma inn um fallbyssuopin og þetta stolt enska flot- ans sökk áöur en fyrsta skotinu haföi veriö skotiö. Þar sem net höföu veriö lögö yfir þilfariö til þess aö koma í veg fyrir uppgöngutilraunir Frakka, þá gat áhöfn skipsins, 700 manns, ekki komizt burtu og fórst því meó skipinu, er þaó sökk. Allt geróist þetta fyrir augum konungs, sem var svo skelfingu lostinn yfir örlögum skips og áhafn- ar, aö hann tárfelldi. Nú í sumar hefur verið unnið að þí að losa skipsflakið úr leirnum á sjávarbotni. Jafn- framt hefur verið lokið við að taka úr því fallbyssur svo og ýmsa lausa muni. Er þessum aðgerðum nú svo langt komið, að mjög bráðlega ætti að vera kleift að lyfta skipsflakinu af hafsbotni upp á yfirborðið. Takist það, er um einstæðan viðburð að ræða, sem hefur mikið sögulegt gildi, því að í Skipstapinn ráö- gáta enn í dag Þetta var undarleg tilviljun. Samtímis því, sem brezki flot- inn missti mörg skip í hernað- araðgerðunum við Falklands- eyjar, fór fram úti fyrir strönd Suður-Englands lokaundirbún- ingur að björgun „Mary Rose“, þar sem skipið hafði sokkið fyrir 437 árum. Skipstapinn í júlí 1545 er enn ráðgáta. Þetta fræga flaggskip Hinriks kon- ungs VIII lá við akkeri um eina mílu frá hafnarborginni Portsmouth, þegar franski flot- inn birtist úti fyrir ströndinni. Ef ekkert var að gert, mátti bú- ast við innrás Frakka á hverri stundu. Segl „Mary Rose“ voru því undin upp í skyndingu þrátt fyrir hvasst veður og skyldi ásamt öllum öðrum tiltækum herskipum strax lagt til atlögu við franska flotann. Um borð í „Mary Rose“ var 91 fallbyssa og 700 manna áhöfn. Skipið var ofhlaðið og lét því illa að stjórn. í hvassviðrinu fékk það slag- síðu á stjórnborða og tók síðan að hallast æ meira á hliðina. Svo fór, að það sökk. Sennilega hefur sjórinn náð að flæða inn um fallbyssuopin og inn í skip- ið, en fallbyssuopin á milliþilf- ari voru rétt fyrir ofan yfirborð sjávar. Þá er talið líklegt, að margir af áhöfninni hafi verið undir áhrifum áfengis og ekki verið undir átök við Frakka búnir, svo brátt bar þau að. Hafi það átt sinn þátt í því, hvernig fór, þar sem sjó- liðarnir hafi ekki verið þess megnugir að framfylgja fyrir- Harmleikurinn um „Mary Rose“. Til vinstri má sjá franska innrásarflotann en til hættri enska flotann, þar sem hann leggur til atlögu. í landi sést hvar Hinrik konungur VIII kemur rið- andi til Southsea-kastala. Kn í sjónum fyrir midri mynd sést staðurinn, þar sem „Mary Rose“, flaggskip enska flotans, sökk fyrir meira en 400 árum. I>egar Hinrik VIII kom til kastalans, var ekki annað eftir af skipinu ofan sjávar en möstur þess og varð konungi svo mikið um, að hann tárfelldi yfir örlögum skips og áhafnar. „Mary Rose“ er að finna ein- hverjar heillegustu og athyglis- verðustu minjar, sem varð- veitzt hafa frá 16. öld í Eng- landi. Er ætlunin sú, að varð- veita skipið í heild sinni og gera það þannig að sýningar- og safngrip. Mary Rose lyft af hafs- botn eftir rúm 400 ár Var stolt enska flotans og skal nú varðveitt 1 heilu lagi mælum Sir George Carew flotaforingja með nægilegri ná- kvæmni. Af áhöfn skipsins áttu fæstir þess kost að bjargast lifandi. Yfir allt efsta þilfarið höfðu verið strengd net til þess að koma í veg fyrir, að Frakkar kæmust um borð í skipið. En með því hafði áhöfn „Mary Rose“ búið sér sína eigin gröf og hlaut að sökkva með skipinu, er það hvarf í djúpið fyrir utan Portsmouth. Er sagt, að Hinrik konungur hafi sjálfur mátt heyra óp drukknandi manna sinna, þar sem hann fylgdist skelfdur og ráðþrota með örlög- um skipsins úr landi. Frá þeim degi hefur hið stolta 700 tonna skip, sem hinn kvenholli Hinrik kallaði „rós- ina á meðal allra seglskipa", hvílt á hafsbotni einhvers stað- ar á milli Portsmouth og eyjar- innar Wight. Svo væri sennilega enn, ef sagnfræðingurinn Alexander McKee hefði ekki gripið til sinna ráða. Strax sem ungling hafði frásögnin um hið glæsta skip hrifið hann. Svo fór, að hann byrjaði umfangsmikla leit að „Mary Rose“ og fann skipið loks árið 1967 eftir langvarandi og erfiðar köfunaraðgerðir. Eftir að hafa kannað skipið og umhverfi þess, var niðurstaða McKees þessi: —- Leirlagið, sem umlukt hefur skipið í meira en 400 ár, hefur ekki aðeins varð- veitt stærsta hluta skipsins í ótrúlega góðu ástandi, heldur einnig óskemmdan mestan hluta þeirra persónulegu muna, sem tilheyrðu þeim 700 sjó- mönnum og sjóliðum, sem um borð voru. Margaret Rule, kona um fimmtugt, stjórnar fornleifa- greftri þeim, sem fram fer við „Mary Rose“. Hún kveðst hafa kafað um 800 sinnum niður að flaki skipsins til þess að fylgj- ast með björgun þess og þeirra minja, sem þar er að finna. — Þýðing „Mary Rose“, segir hún, er afar mikil sökum þess, að viðhvæ , úthafsherskip og hafði þ því komið fyrir götum «ða opum, byssunum. Sennilega kom slíkur halli á skipið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.