Morgunblaðið - 08.08.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.08.1982, Qupperneq 2
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 I leiðinni Blaðamaður ársins í Eng- landi árið 1979, John Pilger er helsti fréttamaður hins breska Daily Mirror í utanrík- ismálum. Hann var snemma á þessu ári á ferð í Thailandi of{ rannsakaði „hina illræmdu þrælasölu harna í landinu“, sem hann kallaði svo. Nokkru síðar birtist frásöKn hans í Daily Mirror með stríðslet- ursfyrirsö(jn: „Ék keypti þetta barn fyrir 85 pund“. Mynd fylgdi af stúlkunni Sunee ö({ undirfyr- irsönnin hljóðaði: „Hún var þræll, átta ára ({ömul í föður- landi sínu Thailandi — ein ná- lt‘({a 2IM) þúsund barna, sem kalla má að séu í þrælahaldi í þvísa landi. Blaðamaður vor, John Pil({er, keypti hana á þræla- markaði o({ lýsir hér á eftir óhu({nanle({um staðreyndum þrælasölunnar í Thailandi." Erásö({n Pil({ers var uppá þrjár siður. Hann hafði komið til Thailands í fyltíd með ljósmynd- ara blaðsins <>({ féla({sráð({jafa nokkrum, Tim Bond að nafni, sem hafði samið skýrslu fyrir Sameinuðu þjóðirnar um „þrælasölu barna í Thailandi". Pil({er lýsti, hverni({ börnum væri rænt frá foreldrum sínum í sveitum landsins o({ flutt nauðu({ til höfuðbor({arinnar, Ban({kok, þ,ar sem beið þeirra þrotlaus vinna í verksmiðjum eða sk;ekj ulifnaður. Af myndinni að dæma virtist Sunee hin sælle|{asta, en Pil({er fullyrti að hún hefði verið afar illa til reika eftir vistina í þradasölubúðunum. „Barnið var horað, skítu({t, með slæman hósta o({ hafði nreinilega ekki bra({ðað almennilegan mat í marga daga,“ skrifaði hann. Stúlkan sagði með grátstafinn í kverkunum, að hún hefði verið numin brott frá heimili sínu einn daginn, þegar móðir henn- ar, Daeng-toi, 38 ára gömul ekkja, hefði verið við störf á ökr- um úti. Síðan hefði hún verið flutt til Bangkok í lest. „Pabbi er dáinn,“ sagði hún snöktandi, „og bróðir minn og systir fóru burtu fyrir löngu síð- an. Ég veit ekki hvert. Svo kom kona, sem sagðist vera frænka mín og ætla að taka mig með sér til Bangkok, þar sem mér myndi alltaf líða vel. Ég vissi ekki hvað Bangkok var, en við fórum til Bangkok og ég hef aldrei á ævinni séð svo stóra borg áður.“ Pilger bar að stúlkan hefði sætt misþyrmingum í þrælasölu- búðunum í Bangkok og ekki nærst á öðru en ruðum, þar til hann leysti hana úr ánauðinni með því að rétta fram 85 pund. Pilger fullyrti einnig, svo sem hann lét koma fram í máli stúlk- unnar, að hún hefði aldrei yfir- gefið heimabyggð sína og vissi ekki hvar hún væri, en eina vís- bendingin sem hann hefði haft um uppruna hennar, hefði verið athugasemd á skjali, sem hann hafði til vitnis um „kaupin". Þar stóð: „Nálægt skóla í Phitsanul- oke.“ Pilger hélt sem leið lá til Phitsanuloke að leita heim- kynna Sunee, en þegar þangað kom, átti hann í mestu brösum með að finna heimili stúlkunnar, því hún virtist ekkert kannast við sig. Hjálpaði ekki uppá, að þeir voru fleiri „skólarnir" í Phitsanuloke en einn, því þar búa 125 þúsund manns. Én fyrir einhverjar undarlegar tilviljanir óku þeir að kofaræfli nokkrum og þá gekk kona ein að bílnum og guðaði á bílgluggann — og viti menn, þar var þá komin móðir stúlkunnar Sunee og urðu nátt- úrlega fagnaðarfundir með þeim mæðgum. Samkvæmt frásögn Pilgers kunni móðirin sér ekki læti, því tvö börn hennar höfðu áður ver- ið numin á brott með svipuðum hætti og Sunee var það eina sem hún átti eftir. Pilger sagði að Sunee hefði aldrei gengið í skóla og gaf í skyn að það væri sökum þess, aö móðir hennar hefði aldrei gifst, enda þótt hann nefndi hana jafnan „ekkju“! Þá fullyrti hann, að Sunee hefði ekkert fæðingarvottorð í Thai- landi búddatrúar og bætti við: „Daily Mirror er að reyna þessa dagana að útvega Sunee fæð- ingarvottorð og hefur sent fjár- hæðir til Thailands, svo stúlkan megi halda áfram skólanámi sínu“ (— nokkrum línum áður hafði hún „aldrei gengið í skóla“). Þegar Pilger hafði lokið frá- sögninni af Thailandsferð sinni, tók hann að skrifa eigin hugleið- ingar um „hina illræmdu þræla- sölu“. Hann ályktaði að stjórn- völd í Thailandi væru herfilega spillt, ellegar þau svæfu illa á verðinum, að láta svona nokkuð viðgangast. Undir það tóku Vel- vakandaskríbentar Daily Mail. Frú Walsh skrifaði frá Liv- erpool: „Ég bókstaflega grét af gleði, þegar ég las frásögn John Pilgers af sameiningu thai- lensku þrælastúlkunnar Sunee og móður hennar. Vel gert, John, að kaupa Sunee, átta ára gamla, fyrir 85 pund og bjarga henni þar með frá skækjulifnaði eða vinnuþrælkun í einhverri skít- ugri verksmiðju í Bangkok. Thailenska stjórnín hlýtur að vera ómannúðleg að láta það við- gangast aö óteljandi þúsundum barna sé rænt frá heimilum sín- um. Kærar þakkir til Daily Mirror fyrir að fletta ofan af þessum viðbjóði." Frú Argyle skrifaði frá Suð- ur-Yorkshire: „Það er skýlaus skylda stjórn- valda að leggja bann á allan inn- flutning frá Thailandi, uns stjórnvöld þar taka fyrir þræla- söluna ... Alltént mun ég ekki framar kaupa vörur frá Thai- landi.“ Frú Prosser, sveitungi frú Argyle, skrifaði: „Svo sem John Pilger lagði til, hef ég skrifað mótmælabréf til thailenska forsætisráðherrans. Ég hef einnig sent þingmannin- um mínum bréf, þar sem ég bið hann að stuðla að því að þessum vesalings börnum sé hjálpað. Ég hvet aðra lesendur eindregið til hins sama.“ Herra Johnson frá Peterbor- ough skrifaði: „Hversu hræsnisfull getur stjórnin orðið? Hún talar um frelsi til handa Pólverjum, Afghönum — frelsi undan kommúnismanum! En nú býður hún thailenska forsætisráðherr- anum til landsins í forsæti sölu- nefndar sem ætlar að gera stór- fellda samninga við okkur um kaup á vörum, sem börn í þræla- haldi framleiða. Ég skammast mín fyrir að vera breskur!" John Pilger kvað frásögn sína „varpa skýru ljósi á þræla- söluna, sem er orðin meiriháttar atvinnugrein í Thailandi“, eins og hann komst að orði. Það er vissulega rétt að þrælasala er fyrir hendi í Thailandi og jafnvel börn ganga þar kaupum og söl- um, en kunnugir segja að hún sé allmiklu minni en Pilger gefi í skyn. Engu að síður berjast stjórnvöld hatrammlega gegn þrælasölunni og sextíu manns eru daglega á fullu kaupi í einni deild innanríkisráðuneytisins við að reyna að uppræta hana. Strax og fréttir bárust af stúlkunni Sunee á forsíðum Thailensk stúlka. Er hún í þrælahaldi? Enski blaðamaðurinn John Pilger gerði sér lítið fyrir og keypti sér átta ára gamla stúlku á ,,þrælamarkaði“ í Bangkok, skrifaði síðan stóra grein um hneyksl- ið — en svo kom á dag- inn að stúlkan Sunee var ósköp venjuleg skólastelpa og hafði aldrei lent í neinu mis- jöfnu, hvað þá þræla- haldi... dagblaða í Englandi og alvarleg- um afieiðingum þeirrar fregnar, fóru starfsmenn þar að grafast fyrir um málið, því þeim þótti frásögn Pilgers öll með ólíkind- um. Rannsóknarmenn héldu rakleiðis norður eftir, þangaö sem Pilger kvaðst hafa skilað barninu til móðurinnar, í Phits- anulok, en þar fannst hvorki tangur né tetur af þeim mæðg- um. Loks gaf kona nokkur sig fram og kvaðst vera mágkona „Daeng-toi, hinnar 38 ára gömlu ekkju". Konan sagði: „Það var fyrir nokkru síðan, sem mágkona mín kom hingað með dóttur sinni í fylgd með breskum kvikmyndagerðar- mönnum. Þeir voru að framleiða kvikmynd og þær mæðgur léku hlutverk í myndinni og fengu greiðslu fyrir! Bestu menn og ég lánaði þeim kofann atarna til að kvikmynda í.“ Svo gekk konan að kofaskrifli einu og rannsóknarmennirnir sáu í hendi sér að hér var „heim- ili“ Sunee komið, sem Pilger lýsti svo: „Kofaræfill, kominn að hruni, eitt herbergi undir göt- óttu bárujárni ... Þetta var dæmigerð fátækt í þessu landi, eins hreyfingarlaus og mýr- lendið framundan ...“ (Ekkert „mýrlendi" er þó á þessum slóð- um í Thailandi.) Konan afhenti svo mönnunum heimilisfang mágkonu sinnar í Bangkok. Það reyndist semsé stór maðkur í mysunni. Stjórn- völd héldu áfram rannsókn málsins og gáfu svo frá sér yfir- lýsingu með undirskriftum mæðgnanna og fullyrtu að saga Pilgers væri uppspuni frá rótum og þóttust sýna fram á rök því til sönnunar. En fjölmiðlar í Eng- landi sýndu málinu engan áhuga og allra síst Daily Mail, sem nú hafði ráðið til sín lögfræðinga til að hefja málsókn gegn Auberon Waugh, þeim kunna dálkahöf- undi (syni Evelyn) fyrir meið- andi ummæli í pistlum sínum í tímaritinu Spectator. Forráða- menn þess tímarits ákváðu að komast sjálfir til botns í málinu og fengu blaðamenn Far Eastern Economic Review í lið með sér og skulum við nú slást í för með Paisal Sricharatchanya, en sá (eða sú?) stjórnaði rannsókn- inni. Paisal komst að því, að Pilger hefði aldrei sjálfur „keypt“ stúlkuna Sunee, heldur hefði „reddari" nokkur í Bangkok, Santi Ditthakornburi að nafni, séð um þau viðskipti. Slíkir menn, reddarar, eru gjarnan bíl- stjórar og sá var einmitt starfi Santis þegar síðast fréttist, en bregða sér í ýms gervi fyrir ríf- lega greiðslu útlendinga, sem fela þeim verkefni á hendur — eins og til dæmis að finna unga stúlku til kaups fyrir 85 pund! Ráðunautur Pilgers í þessum viðskiptum var félagsráðgjafinn Tim Bond, fyrrum starfsmaður Sameinuðu þjóðanna á þessum slóðum, og átti hann að undirbúa jarðveginn í Bangkok áður en Pilger kæmi á vettvang. Bond þessi þekkti Santi mætavel. Hann hafði verið í Thailandi árið 1979 á vegum Sameinuðu þjóðanna og rann- sakað meint þrælahald barna í landinu; skilaði hann mikilli skýrslu um málið, þar sem Santi þessi er helstur heimildarmaður! Bond hafði strax samband við Santi, þegar hann kom þangað í marsbyrjun á þessu ári. Hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.