Morgunblaðið - 08.08.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
39
vildi að Santi hjálpaði sér að
finna unga stúlku til kaups á
Hua Lambong-brautarstöðinni í
Bangkok og leigja hana sem hjú,
ef hún væri ein síns liðs, ella
festa kaup á henni, ef hún væri í
fylgd „umboðsmanns". Það er
mikil umferð um brautarstöð
þessa og þar koma fátæk ung-
menni af landsbyggðinni, að
freista gæfunnar í borginni
stóru.
Þeir félagar voru þarna á
vappi dag hvern í heila viku og
lituðust um, en börnin voru flest
í fylgd með skyldmennum sín-
um, ellegar umboðsmönnum
vinnumiðlunarskrifstofa í
Bangkok. I eitt skipti buðust
þeim tvær stúlkur, sem vildu fá
um 150 pund árlega í tekjur, en
Bond hafnaði því boði, vegna
þess að þær voru í fylgd með for-
eldrum sínum. Þeir tóku að ger-
ast taugatrekktir í leitinni, því
komutími blaðamannsins mikla,
John Pilgers, nálgaðist óðum.
Loks ákvað Snati að taka málið í
sínar hendur.
f KAUPMENN-VERSLUNARSTJÓRAR
AVEXTIR
IKUNNAR
Bananar — Appelsínur Outspan — 56/ 72/ 88 Klem-
entínur — Epli græn — Granny Smith — Epli frönsk
— Sítrónur Outspan — Greip Outspan — Melónur
Hony Dew gular — Vatnsmelónur — Vínber græn —
Vínber blá — Perur franskar — Plómur rauðar —
Plómur gular — Ferskjur ítalskar — Nektarínur
ítalskar — Ferskar döðlur.
EGGERT KRISTJANSSON HF
Sundagörðum 4, simi 85300
Með hjálp vinkonu sinnar
komst hann í tæri við Toi
Nantapan, fátæka konu, sem bjó
í Bangkok og var gift hermanni,
sem nú var í þjónustu suður í
landi. Konan átti dóttur, einmitt
á þeim aldri sem Bond og félagi
hans leituðu eftir. Santi gekk nú
að samningum við konu þessa og
skýrði fyrir henni, að hún og
dóttir hennar ættu að leika í
kvikmynd, sem útlendingar
nokkrir væru að framleiða um
þessar mundir og bæri nafnið
„Vítisverksmiðjan". Fjallaði hún
um unga stúlku sem væri þving-
uð til að vinna í borginni, en með
hjálp góðra manna næði hún
samvistum við móður sína. Santi
lofaði svo konuskepnunni mikl-
um peningum fyrir þetta viðvik
og hún beit á agnið í fátækt
sinni.
Santi sagði að það hefði verið
lítið framboð á stúlkum um
þessar mundir og ef hann hefði
reynt að kaupa stúlku gegrium
agent, hefði sá hirt megnið af
fénu sem Pilger bauð. Þess
vegna greip Santi til þessa belli-
bragðs og með þessu lagi rann
líka mestöll upphæðin í hans
vasa.
fer frá Keflavík á föstudögum í allt sumar!
Konukindin hélt norður í
land til mágkonu sinnar,
klæddi sig í larfa og beið hinna
„góðu“ útlendinga í kofanum
fyrrnefnda. Á méðan afhenti
Santi stúlkubarnið í hendur
Pilgers, sem þakkaði honum
margfaidlega fyrir alla „aðstoð-
ina“. Síðan ók Pilger með fríðu
föruneyti norður eftir til að full-
komna góðverkið og sameina
móður og barn. Konan grét í
fögnuði sínum og faðmaði stúlk-
una sína innilega að sér, á með-
an ljósmyndarinn myndaði í gríð
og erg og Pilger hripaði niður
stutta lýsingu. Svo héldu þeir
menn á brott og flugu með
fyrstu flugvél til Lundúna og
tóku til við að skrifa um „hina
illræmdu þrælasölu í Thailandi".
Santi greiddi konunni 500
baht (thailenski gjaldmiðillinn)
eða um 12 pund fyrir þetta við-
vik og lofaði að meira myndi
koma frá Lundúnum til að
hjálpa uppá með henni og manni
hennar við að kosta Sunee litlu í
áframhaldandi nám í Bangkok.
En mæðgurnar hafa ekki séð
krónu meira úr þeirri átt, þrátt
fyrir yfirlýsingar Pilgers í Daily
Mail, og iðrast nú sáran gerða
sinna. Konan sagðist aldrei hafa
gert svona nokkuð, ef hún hefði
haft minnstu hugmynd um að
það gæti skaðað föðurland sitt á
alþjóðavettvangi.
Þannig fór semsé um sjóferð
þá — og „rannsóknarblaðamað-
urinn" John Pilger hlýtur að
eiga erfitt uppdráttar í blaða-
heiminum eftir að hafa verið
dreginn svo eftirminnilega á
asnaeyrunum ...
Jakob F. Ásgeirsson
Breska bílalestin er nafn á sérstöku ferðatil-
boði breska ferðamálaráðsins BTA og Flug-
leiða.
Flogið er til Glasgow eða London og síðan
ferðast hver og einn um Bretland eins og
hann lystir með bílaleigubíl eða lest og gistir á
góðum hótelum víðsvegar um landið, sem eru
þátttakendur í samstarfinu.
Breska bílalestin er feróamáti sem
allir geta notfærtséren þóekkisíst
fjölskyldur, þvíbörn og unglingar fá
verulegan afslátt í flestum tilfellum.
Það verður flogiö frá Keflavík á
föstudögum í allt sumar og stefna
tekin á Glasgow eða London. Flug,
bílaleigubílar, lestarferðir og gisting
eru á frábæru verði. T.d. kostar flug-
far, vikugisting í tveggja manna
herbergi og morgunverður
aðeins frá 5.133 krónum sé
flogið til London og flugfar,
vikugisting í
tveggja manna herbergi og morgunverður
aðeins frá 4.659 krónum sé flogið til Glasgow.
Austin Mini er hægt að leigja fyrir minna en
60£ á viku með ótakmörkuðum akstri og ýmsa
stærri bíla fyrir álíka hlægilegt verð.
Ef þér hentar ekki að hefja ferðina á föstu-
degi, getur þú tengt tilboðsverðið á bílaleigu-
bílunum, lestarferðunum og gistingunni
þeim sérfargjöldum, sem í boði eru
hverjusinni.
Leitið uþplýsinga og fáið bækl-
ing hjá söluskrifstofum Flug-
leiða, næsta umboðs-
manni eða ferðaskrif-
stofunum.
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi