Morgunblaðið - 08.08.1982, Side 7
orðað í skýrslunni, þrátt fyrir
samdrátt í útbreiðslu.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
43
MAD
á myndbandi
MAD-tímaritið er áreiðanlega
eitt „ósjálfvirkasta" fyrirtæki í
heiminum. Framkvæmdastjórinn,
William M. Gaines, notar enn
gamaldags reiknivél við bókhaldið
og spjaldskráin yfir áskrifendur
er handskrifuð. En til að halda
upp á þrítugsafmælið hefur nú
verið ákveðið að flytja hluta út-
gáfustarfseminnar á hið „æðra
plan“ tæknivæðingarinnar. Þessi
„minningarútgáfa" MAD verður í
formi myndbands, sem í alþjóð-
legu tali nefnist „video“, og er
þetta tregablandin viðurkenning
herra Gaines á því að listin að lesa
sé á undanhaldi vegna áhrifa sjón-
varps. „En við viljum koma til
móts við þetta fólk sem nennir
ekki að lesa lengur," segir herra
Gaines, „og þess vegna fær það
MAD á sjónvarpsskerminn."
Myndbandið mun innihalda lífleg
„meistaraverk" úr þriggja áratuga
sögu blaðsins, þau verk sem útgef-
endur telja að staðið hafi upp úr
og er þar af mörgu að taka.
Herra Gaines, sem er 62 ára
gamall, feitlaginn náungi sem
heldur síðu gráu hárinu í skorðum
með fagurlega skreyttum hár-
spennum, hefur starfað við MAD-
tímaritið frá upphafi. Hann hefur
alla tíð verið á móti auglýsingum í
blaðinu, þótt blaðið hafi á fyrstu
árunum stuðst við auglýsingatekj-
ur. En eftir að MAD tók á sig nú-
verandi mynd, rétt fyrir 1960,
hafa engar auglýsingar birst í
blaðinu. „Tímarit sem byggja á
auglýsingatekjum geta orðið háð
auglýsendum, en við viljum hafa
óbundnar hendur í þeim efnum,“
segir Gaines.
MAD er þó engan veginn á
flæðiskeri statt. Upplag blaðsins
hvern mánuð er rúmlega 1,2 millj-
ónir eintaka í Bandaríkjunum ein-
um, en að auki selst það vel víða
um heim og sérstök útgáfa er í 12
öðrum löndum. Þá eru ónefndar
MAD-bækur, en a.m.k. níu slíkar
eru gefnar út á hverju ári. Aðeins
þrjú prósent af sölu blaðsins eru
til fastra áskrifenda en þótt mörg-
um kunni að þykja sú tala óeðli-
lega lág heldur það ekki vöku fyrir
útgefendum MAD. Blaðið hefur
haldið velli í þrjá áratugi og að
sögn Gaines er ekki til umræðu að
breyta rekstrinum eða grípa til
einhverra verslunarklækja til að
auka tekjurnar. „Alfred E.
Neuman stendur fyrir sínu og vel
það,“ segir hann.
Heiður að vinna
fyrir blaðið
Ein af ástæðunum fyrir því að
MAD skilar umtalsverðum hagn-
aði er að fast starfsfólk er í lág-
marki og þar hefur aldrei mynd-
ast „yfirbygging", eins og oft vill
verða í stórfyrirtækjum. Á aðal-
skrifstofunni í New York eru að-
eins níu fastir starfsmenn. Flestir
höfundar og teiknarar eru laus-
ráðnir, eða það sem kallað er
„free-lance“ í blaðaheiminum, og
að sögn Gaines fá þeir í mörgum
tilfellum minna fyrir sinn snúð en
þeir gætu fengið annars staðar.
Ástæðan er sú, að þeim líkar vel
að vinna fyrir MAD og vilja
hvergi annars staðar vera. „Þeim
finnst heiður að því að vinna fyrir
blaðið," segir Gaines.
Besti mánuðurinn í sögu MAD
var júní árið 1973, en þá seldist
blaðið í 2,3 milljónum eintaka.
Síðan hefur orðið nokkur sam-
dráttur i sölunni og að sögn Gain-
es má einkum kenna þrennu um:
Hækkun útsöluverðs úr 25 sentum
í 90 sent, myndbandvæðingunni og
þeirri staðreynd að „fólk les ekki
eins mikið nú og áður“.
Við skulum þó vona, að enn um
sinn haldi almenningur við lestr-
arkunnáttu sinni, hvort heldur
menn lesa sér til fróðleiks eða af-
þreyingar og á meðan verður allt-
af þörf fyrir tímarit á borð við
MAD, til að lífga upp á gráan
hversdagsleikann.
Sýnishorn af skopþáttum úrMAD
OUT TO LAUNCH OEPT.
AHTtftT R WRITEN SERGIO ARAGONES
Skopþáttur eftir Sergio Aragones.
You’re votcd “The Most ... and now, all the guys are
36 Popular Girl In School” too insecure to talk to you!
Jafnvel þótt þú vinnir, þá taparðu: „Þú ert kosin vinsælasta stelpan í
skólanum ... og nú eru allir strákarnir of feimnir til að tala við þig.“
OON MARTIN OEPT PART IM
ONE FINE DAY CROSSTOWN
Þættir teiknarans Don Martin eru með vinsælasta efni blaðsins.
í MAD er fastur þáttur sem ber
heitið „Bjartari hliðin á tilver-
unni“. Hér sjáum við bjartari
hliðina á „Stefnumótum”. í
lauslegri þýðingu er textinn
þessi: „Judy, elskan, geturðu
fyrirgefið mér að vera 20 minút-
um of seinn á stefnumótið. —
Ég veit það ekki, ég þarf að
hugsa um það. — Okei, ég hef
hugsað um það. Þótt þú eigir það
ekki skilið skal ég fyrirgefa þér.
Komdu inn og sestu. Ég verð
tilbúin eftir um það bil klukku-
tíma.“
DATING
— Sv.Q.