Morgunblaðið - 08.08.1982, Síða 8
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
Húsavík
Hús til sölu
Einbýlishúsiö „Þórshamar" er til sölu. Tilboð um
verð og greiöslu sendist til Elínar Tryggvadóttur
Hæðagaröi 50, Rvk, fyrir 15. ágúst. Nánari upplýs-
ingar í síma 37934. Allur réttur áskilinn til að taka
hvaöa tilboöi sem er eða hafna öllum.
SUMAR
MATSEÐILL
TOURISTMENU
VIÐ BJÓÐUM SUMARMATSEÐILINN:
REYKJAVÍK:
Árberg, Ármúla 21
Brauöbær, Þórsgötu 1
Hótel Borg, Pósthússtræti 11
Hótel Esja, Suðurlandsbraut 2
Hótel Hekla, Rauðarárstíg 18
Hótel Loftleiðir, Reykjavíkurflugvelli
Hressingarskálinn, Austurstræti 20
LANDSBYGGÐIN:
Hótel Borgarnes, Borgarnesi
Hótel Stykkishólmur, Stykkishólmi
Hótel Hamrabær, ísafirði
Hótel ísafjörður, ísafirði
Staðarskáli, Hrútafirði
Hótel Varmahlíð, Skagafirði
Hótel Mælifell, Sauðárkróki
Hótel Höfn, Siglufirði
Hótel Ólafsfjörður, Ólafsfirði
Hótel KEA, Akureyri
Hótel Varðborg, Akureyri
Hótel Reykjahlíð, v/Mývatn
Hótel Reynihlíð, v/Mývatn
Hótel Húsavík, Húsavík
Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum
Hótel Höfn, Hornafirði
Hvoll, Hvolsvelli
Hótel Selfoss, Selfossi
V Börn 6-12 ára Vi verð, 5 ára og yngri frítt
„Þessi upphæð fær
mig ekki til að skjóta“
Loftur Kunólfsson oddviti á
Strönd í Meóallandi var í óða önn
aó draga reimskífu af heyblásara
þegar við litum inn í smiðju hans
fyrir skömmu.
„Viðtal? — Nei, en við skulum
samt spjalla saman fyrst þið eruð
komnir alla leið hingað," sagði
l.oftur og taldi flest skynsamlegra
en að rekja úr sér garnirnar. Á
Strönd býr hann ásamt bróður sín-
um og aidraðri móður. Við spurð-
um hann hvernig sveit Meðalland-
ið væri.
„Ég skal ekki segja. Landið
okkar er gott til ræktunar en við
erum líka illa í sveit settir. Héð-
an er mjög langt í alla verslun og
þjónustu. Auk þess eru miklar
vegleysur hér og oft símasam-
bandslaust vegna bilana. Við
segjum stundum að þetta sé van-
þróað hérað. Að vísu höfum við
nóg að borða, öfugt við þá í Asíu,
en að öðru leyti er þetta ósköp
svipað."
— Engin þróunaraðstoð?
„Jú blessaður, þeir þykjast
alltaf vera að bjarga okkur, eru
sífellt að mæla og gera kostnað-
aráætlanir. Það er líka það eina
sem þeir gera — öll þróunar-
aðstoðin."
— Þið hafið þó útvarp eins og
við á þróaðri svæðum landsins?
„Já og ég horfi mikið á sjón-
varp, eiginlega allt annað en
bíómyndir. Ég má fyrir enga
muni missa af innlendum frétt-
um og fréttaskýringum. Hins
vegar hef ég litla ánægju af er-
lendum myndum þar sem sífellt
Úr einu
í annað með
Lofti á Strönd
er verið að ryðja niður fólki. Ég
slekk alltaf á tækinu þegar þeir
segja að efnið sé ekki fyrir börn,
því þá er það ekki heldur fyrir
mig.
Mitt uppáhalds útvarpsefni er
þegar Laxness les úr eigin verk-
um. Eftir að hafa heyrt hann
lesa einu sinni, held ég að maður
nyti þess ekki að heyra einhvern
annan lesa verkin. Þetta er eins
og með Helga Hjörvar þegar
hann las Bör Börson hér um ár-
ið. Alls staðar þar sem útvarp
var sátu menn sem fastast við og
hlustuðu.
„Sérfræðingar í
ópum og orgi“
Ég er frekar ánægður með
þessa fjölmiðla. Oft kemur fyrir
að ég vil hlusta á hvoru tveggja,
útvarp og sjónvarp. Aftur á móti
er ég óánægður með fimmtu-
dagskvöldin á veturna þegar
ekkert er í sjónvarpi. Mér leiðist
nefnilega þessi fimmtudags-
leikrit alveg óskaplega, því leik-
ararnir eru meira og minna allt-
af æpandi og organdi meðan þau
standa yfir. Þeir eru sérfræð-
ingar í ópum og orgi þarna hjá
útvarpinu. En svo við tölum um
björtu hliðarnar þá sækist ég
mjög eftir að heyra í nýjum
prestum. Ég hef gaman af að
heyra hvernig þeir predika. Þeir
fara nefnilega misvel með.“
— Ertu trúrækinn?
„Ég svíkst allavega ekki um að
fara til kirkju þegar messað er.
Mér líður nefnilega frekar vel í
kirkju. Ef menn fara reglulega
til kirkju, eiga þeir léttara með
að taka þátt í messunni. Hingað
í sveitina er kominn kvenprestur
sem flytur ágætar ræður. Mér
hefði nú ekki staðið á sama
hvaða kvensa sem er færi í
hempuna hér, en þetta hefur
tekist mjög vel hjá henni."
Síðastliðinn áratug hafa þrjár
jarðir í Meðallandi nytjað í fé-
lagi þá selveiði sem gefist hefur í
Kúðafljóti á vorin. Ein þessara
jarða er Strönd. Við báðum Loft
að segja okkur svolítið frá þess-
ari veiði, sem svo hugstæð er
mönnum nú um stundir.
„Ég hef verið 10 ár í selnum.
Þegar ég byrjaði voru selskinn
tískufyrirbrigði hjá leikkonum
og svoleiðis fólki. Þá var salan
góð. í dag er það aftur á móti í
tísku hjá þessu sama fólki að
Útsalan
hefst á morgun
mánudag
Mikill afsláttur