Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 12
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
útfjólublátt
k.
>»
«5
<0
'O
3
O)
©
jfí
100
1 T~ 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Leysiljós
1 1 1 1 1 1 1 1 1 í (Laser)
Illutfallsleg Ijósdreiflng nokkurra Ijósgjafa á bylgjusviði Ijós frá innrauðu
upp í útfjólublátt. Laser hefur mjög litla Ijósdreifingu og hentar því vel í
greiningartækið.
eina Ijósbylgjulengd, en þó tel ég
það hæpið.“
Hvers vegna eru tvær bylgju-
lengdir nauðsynlegar og hvaða
bylgjulengdir koma helzt til
greina?
„Ef tekin er mynd ofanyfir fisk-
flak sem lýst hefur verið upp með
einhverri tiltekinni bylgjulengd af
Ijósi k.oma fram á myndinni björt
og dimm svæði, og stafa þau af
mismunandi Ijósdreifingu í fisk-
holdinu og aðskotahlutum, hring-
ormi og beinum, ef þetta er til
staðár. Nú væri vel hugsanlegt að
finna mætti aðra bylgjulengd, sem
væri þannig að mynd sem væri
tekin af flakinu sýndi aðeins
óreglu sem stafaði af ljósdreifingu
í flakinu, en enga óreglu í ljós-
dreifingunni vegna hringormsins.
Greiningartæki er
stadsetur hringorm
Ef réttar ljósbylgjulengdir
væru notaðar er ekki ósennilegt að
staðsetja mætti hringorminn
nákvæmlega í flakinu með tiltölu-
lega einföldu myndgreiningar-
tæki. Nú hef ég ekki kynnt mér
myndgreiningartækni sérstak-
lega, en ég held þó varla að
myndgreiningin yrði vandamál í
þessu sambandi. Það sem mynd-
greiningartækið þyrfti að gera er
einfaldlega að geyma þessar tvær
myndir, bera þær saman og finna
mismuninn á þeim. Mynd sem
sýndi staðsetningu hringormsins
og útlínur flaksins mætti síðan
varpa fram á sjónvarpsskjá eða
tengja tækið beint við vélmenni
sem næmi hringorminn úr flak-
inu.
Eftir þeim frumrannsóknum
sem ég hef gert varðandi þetta
verkefni virðist heppilegast að
nota lengri ljósbylgjulengdir til að
greina hringorm, og yrði önnur
þcirra væntanlega fyrir utan sjón-
svið mannsaugans, þ.e. innrauð.
Varðandi greiningu beina yrði út-
fjólublátt Ijós líklega áhrifamest.
Hugsanlegt er líka að finna mætti
Ijósbylgjulengd sem sýndi skugga-
mynd af hringormi, og dygði hún
þá ein sér til þess að greina hann.“
Hvað er þá að vanbúnaði varð-
andi það að fara út í hönnun þessa
greiningartækis?
Mikil rann-
sóknarvinna
„Ef vilji er fyrir hendi að hanna
tæki af þessu tagi yrði að byrja á
því að framkvæma viðamikla og
tímafreka rannsóknarvinnu til að
finna réttar ljósbylgjulengdir. Þá
tel ég víst að mikil hönnunarvinnu
yrði að leggja í myndgreiningar-
tækið, þannig að það yrði nógu
nákvæmt en þó ekki of dýrt.
Prufumódel af þessu tæki yrði ör-
ugglega mjög dýrt — en hins veg-
ar er það eins og alltaf, að hugs-
anlega væri hægt að einfalda
prufumódelið og staðla, þannig að
Hálfleióaralaser er ekki fyrirferð-
armikill. Hann er ódýr, enda fram-
leiddur með sömu aðferð og transist-
orar.
það þyrfti ekki að verða svo mjög
dýrt í framleiðslu.
Nú er ég síður en svo að reka
áróður fyrir því að farið verði út í
rannsóknir eða hönnun varðandi
tæki sem byggði á þessum hug-
myndum öðruvísi en að vel athug-
uðu máli. Rétt er að það komi
fram að hugsanlegt væri að hanna
hagkvæmari greiningartæki með
öðrum aðferðum t.d. hljóðbylgju-
(sónar) eða röntgentækni. Eg hef
hins vegar ekki kynnt mér þær að-
ferðir nægilega vel til að meta
hvort þær kæmu að gagni við
lausn þessa vandamáls."
Nú eru leysigjafar tiltölulega
dýrir — hvaða meginkosti hefur
leysir framyfir venjulegt ljós
varðandi greininguna?
Ljósgjafar — leysir
„Hugsanlegt væri að nota
venjulegt ljós en þá yrði greining-
artækið að vera mjög nákvæmt.
Til að ná skýrri mynd þarf ein-
hvern lágmarks ljósþéttleika. Með
venjulegri peru fæst í sjálfu sér
nóg ljós, en það er samansett af
mörgum ljósbylgjulengdum. Þeg-
ar sú bylgjulengd, sem nota
skyldi, yrði hins vegar ein eftir
yrði lítið ljósmagn eftir.
Þá dreifist Ijós frá venjulegum
Ijósgjafa í allar áttir en leysiljós
dreifist hér um bil ekkert. Mest-
allt ljós venjulegs ljósgjafa færi
þannig til ónýtis og ylli aðeins
upphitun. Leysiljós er hins vegar
eðli sínu samkvæmt í mjög þröngu
bylgjusviði og geislinn sjálfur get-
ur verið grannur því hann breiðir
mjög lítið úr sér. Hann myndi
þannig henta mjög vel við þetta
verkefni.
Flestir leysar sem nú eru notað-
ir eru svonefndir gasleysar og
„solid state“-leysar, og eru þeir
mjög dýrir. Heliumneon leysar
væru trúlega nothæfir við þetta
verkefni en þeir eru fremur ódýr-
ir. Vænlegast væri þó að nota
hálfleiðaraleysa, sem eru fram-
leiddir með sömu tækni og smárar
og tölvueiningar, og eru þar af
leiðandi mjög ódýrir. Almennt má
búast við að verð á leysigjöfum
fari mjög lækkandi vegna aukinn-
ar fjöldaframleiðslu. Leysitækni
er nú orðin stórt sérsvið nátengt
rafeindatækni, og framfarir þar
mjög örar um þessar mundir. Nú
þegar er leysir notaður í mörg
tæki til daglegra nota s.s. mynd-
diska, tæki til að lesa verðmerk-
ingar af vörum, litljósprentun, og
einnig er leysitækni mikið notuð
til fjarskipta af ýmsu tagi. Ég tel
því öruggt að verð á leysigjöfum
hljóti að fara lækkandi."
Hversu langan tíma myndi taka
að finna réttar ljósbylgjulengdir
með rannsóknum?
„Ég tel að það myndi varla taka
minna en eitt ár ef unnið væri að
því með sæmilegum tækjabúnaði,
en á þeim tíma ætti að vera hægt
að ganga alveg úr skugga um
hvaða ljósbylgjulengdir eru heppi-
legastar, prófa tækni til mynda-
töku og velja ljósgjafa. Auðvitað
gæti einhver heppni orðið til þess
að réttu bylgjulengdirnar fyndust
fljótlega í rannsóknunum, en hæp-
ið er að treysta á það.“
Hvenær gæti framleiðsla grein-
ingartækis af þessu tagi komist af
stað ef hafist væri handa við
grunnrannsóknir fljótlega?
Framleiðsla vinnslu-
tækis 1984/85?
„Ef hönnun tækis sem byggði á
þessum hugmyndum yrði hraðað
sem kostur væri gæti ég hugsað
mér í fljótu bragði að vel nothæfu
reynslutæki mætti koma saman á
einu og hálfu ári. Þetta væri þó
því aðeins unnt ef val og prófun á
aðferðum til að skynja ljósið hæf-
ust fljótlega eftir að ljósbylgju-
rannsóknirnar væru farnar að
skila árangri og samtímis yrði afl-
að upplýsinga um hugsanlegar
myndgreiningaraðferðir. Ef hönn-
un vinnslutækis í samvinnu við
fyrirtæki í rafeindaiðnaði yrði
hafin í beinu framhaldi af þessum
rannsóknum og tilraunum með til-
raunatæki, gæti framleiðsla þess
hafist einhverntímann á tímabil-
inu 1984/85. Þetta hefðist þó því
aðeins að grunnrannsóknir færu
fljótlega af stað og einstökum
þáttum verkefnisins yrði hraðað
svo sem kostur væri.“
— bó.
Laugardalsvöllur — Aðalleikvangur
í kvöld kl. 20.00
Framarar
fjölmennum og hvetjum
FRAM TIL SIGURS