Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 14
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. AGUST 1982 GRAFLAX, SPERGIL- KÁL OG KERFILL 1.rsA Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Fyrir rúmu ári birtist hér upp- skrift af graflaxi. Kkki hafa vin- sældir graflaxsins minnkað síðan þá, svo hér birtist uppskriftin aft- ur. Kf ykkur finnst graflax góður, þá búið hann til sjálf. Uppskriftin hér á eftir svíkur ekki, og einfald- ari rétt er vart hægt að hugsa sér. Spergilkál er eitt af því ágæta grænmeti sem nú skýtur upp koll- inum hér. I>að hefur stöku sinnum sést innflutt, en nú hefur fengist hér íslenzkt spergilkál. I'að er mjög ánægjulegt að sjá fleiri grammetistegundir bætast við, og fá nú tækifæri til að bæta enn við reynsluheim matreiðslunnar... Góða skemmtun! Graflax Það er gömul geymsluaðferð að grafa lax og reyndar aðra fiska. Þó við höfum nú aðrar og betri aðferðir við geymslu mat- væla, þá hefur graflaxinn ekki gleymzt, heldur er nú borinn fram sem sérstök tyllidagamál- tíð. Þetta á vel við, því góður graflax er lostæti. Og eins og hann er góður, þá er einkar auð- velt að útbúa hann í heimahús- um. Þið þurfið ekkert að óttast í þeim efnum. En hér gildir auð- vitað hreinlæti eins og alltaf við matseldina. Ef ykkur hefur ein- hvern tíma verið trúað fyrir því að það væri bæði flókið og vandasamt, þá gleymið þeirri þjóðsögu strax og hefjizt handa, ef ykkur munar í þetta lostæti. Hafið þið annars tekið eftir því hve margar dularfullar erfið- leikasögur umlykja matar- gerð... En það er þetta með lax- inn Hann hefur t.d. þann mikla kost að hann er tilbúinn löngu áður en það á að bera hann fram. Sósan er mikilvægur hluti vel heppnaðs graflax, og ég er hér með uppskrift ættaða úr Noregi. Sú finnst mér taka öðrum slík- um fram, sem ég hef séð og bragðað, já þar er mikill munur á. Svíar eru miklir graflaxunn- endur. Auk þess sem þeir borða hann sneiddan í þunnar sneiðar, kaldan, taka þeir sig einnig stundum til og steikja hann ör- stutta stund á þurri, heitri pönnu. Þegar sneiðarnar koma á heita, þurra pönnuna ku þær taka til að hoppa, og kallast því glödhoppa. Einnig hef ég séð uppskrift að innbökuðum graf- laxi. Ég hef smakkað roð af graflaxi, skorið í ræmur og rist- að á pönnu. Það er afar gott. En hér kemur uppskriftin, eða öllu heldur aðferðin. Útbúið gjarnan meira en minna. Hann geymist vel frystur, en þá án saltsins og sykursins. Stór lax hentar einkar vel í graflax. Sá minni er góður soðinn eða bakaður, eins og kunnugt er. 1. Flakið laxinn, Blandið sam- an jafnmiklu af sykri og salti og stráið á flökin, þannig að þau séu þakin, en hafið lagið ekki þykkt. Malið svolítið af pipar yf- ir. Leggið flökin saman með 1—2 knippum af nýju eða frystu dilli á milli. Ein meginundirstaða vel heppnaðs graflax er að nota ekki þurrkað dill. Dill er ein þeirra kryddjurta sem tapar bragði við þurrkun. Ef þið náið ekki í nýtt dill, eða fryst, notið þá heldur aðrar jurtir, t.d. kerfil eða slepp- ið hreinlega dillinu og notið t.d. steytt fennelfræ og eða koríand- erfræ í staðinn. Ýmsir halda því fram að 1—2 msk. af kokníaki sé mjög til bóta. 2. Pakkið laxinum inn í ál- pappír. Nú kemur smá ágrein- ingur í ljós meðal graflaxgerð- armanna. Sumir setja farg á laxinn, en aðrir ekki. Rökin gegn því að setja farg eru þau að þá þorni laxinn um of. Hér verður hver að gera eins og honum lízt bezt. 1 mólkurhyrna er þó t.d. ágæt. 3. Látið laxinn standa í kæl- iskáp í 3 daga og snúið pakkan- um daglega við. Laxinn geymist í nokkra daga í viðbót, en hreinsið þá saltið og sykurinn af. 4. Síðan er laxinn borinn fram, skorinn í þunnar sneiðar, er bezt að láta laxinn í frysti í um 30 mín., þannig að hann rétt frjósi, en þó ekki. Þá harðnar hann og verður meðfærilegri. Berið hann fram með ristuðu brauði, og ekki má gleyma að með honum á að vera góð... Graflaxsósa 200 gr sýrður rjómi 1 msk Ijóst, franskt sinnep 1 msk tómatsósa, ekki of sæt tegund 1 msk Worcestershiresósa (ensk sósa) 1—2 tsk karrý (eftir smekk) 1—2 knippi fínsaxað, nýtt eða fryst dill. 1. Öllu þessu er blandað sam- an. Sósan er bezt þegar hún hef- ur fengið að standa í nokkrar klst. en heizt um nótt, eins og aðrar líkar sósur. Spergilkál Spergilkál, eða broccoli eins og það heitir á ítölsku, er afar ljúffengt kál. Nafnið er tilkomið vegna þess að sumum þykir bragðið minna á spergil og kálið kallast stundum spergill hins fá- tæka. Það er því ekki undarlegt að sumir telji það bragðbeztu káltegundina. Bæði blómhnapparnir og stöngullinn eru borðaðir. Skerið neðan af stönglinum eftir því sem þarf. Þegar kálið er soðið heilt, kljúfið þá stöngulinn með því að skera í hann að endilöngu í kross upp að blómhnöppunum, því annars þarf hann lengri suðu en hnapparnir. Einnig er hægt að skera kálið í bita og sjóða það þannig. Sjóðið heilt kálið í um 10 mín. en niðurskorið um 5 mín. Eins og allt grænmeti missir spergilkálið áferð sína, bragð og bætiefni við of langa suðu. Það er yfirleitt aðeins borðað hrátt meðan það er mjög lítið. Spegilkál er hægt að matreiða eins og blómkál og einnig eins og spergil. Það er afar gott soðið með bræddu smjöri og rifnum osti, eitt sér eða sem meðlæti með kjöti. Einnig er gott að sjóða það og baka síðan í ofni, ekki sízt með osti. Það er einkar gómsætt í hvers kyns ostarétti og pæa. Með pasta (makkarón- um), smjöri og osti er það frá- bært. Skinka og reyktur lax er góð viðbót í spergilkálsrétti. Meira um kerfil Ég hef áður minnzt á kerfil. Hér kemur meira af ábending- um um hvað hægt er að gera gott úr kerfli. Hugmyndarík húsmóðir útbjó kjötbollur, sem voru vafðar inn í kerfilsblöð og steiktar á pönnu. Þetta var mik- ið lostæti. Silungur sést væntanlega á borðum margra þessar vikurnar. Útbúið kerfilbeð í botninum á smurðu, ofnföstu fati, leggið hreinsaðan, heilan silung þar á og þekið fiskinn síðan með kerfli, auk þess að setja nokkur blöð inn í fiskinn. Hellið 1 dl af vatni (og e.tv. nokkrum msk. af þurru hvítvíni eða þurru, frönsku vermút) yfir blöðin, lok- ið fatinu með loki eða álpappír og bakið fiskinn við 200° í um 20 mín, allt eftir stærð fisksins. Fiskurinn er bakaður þegar hægt er að draga bakuggann átakalaust úr. Hellið soðinu úr fatinu í lítinn pott og hitið ásamt bræddu smjöri, um 100 gr fyrir fjóra. Kryddið með pipar og e.t.v. söxuðum kerfilsblöðum og/eða hvítlauk og berið fram með fiskinum og soðnum kart- öflum. Það er smekksatriði hvort þið borðið kerfilinn með eða látið nægja bragðið sem hann hefur þegar gefið fiskinum. Það er sjálfsagt að bera silung- inn fram í kerflinum, því bleikur silungur tekur sig fjarska vel út á dökkgrænum laufabeðnum! (C3) LITMYNDIR SAMDÆGURS! Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17. Verzlið hjá fagmanninum LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI85811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.