Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 53 Sigurður Baldursson við hlið „SnjókatUrins" ásamt Júlíusi bílstjóra. verða ákaflega sterk. Fyrsta sumarið sem ég fór á jökulinn var ég mesti afglapi, þekkti ekki til veðurfarsins og lenti í kröggum. Þegar minnst varði gerði mikil óveður. Ef spáð var suðaustan kalda þá þýddi það glórulausa stórhríð uppi á jökli. Ég fór því að stúdera veðurfarið og nú þarf ég einungis að vita hvar lægðir og hæðir halda sig til þess vita hvernig muni viðra. Einhverju sinni fór ég í hvass- viðri upp á Bárðarbungu og það gerði glórulausa stórhríð og ekki viðlit að sjá neitt út. Við urðum að senda menn út til þess að leið- beina okkur og voru þeir bundnir saman. Þrír menn fóru út, einn gekk næstur „Kettinum" til þess að halda tauginni strekktri, sá næsti þremur metrum framar og þremur metrum frá honum var sá er varðaði leiðina. Þannig fikruð- um við okkur áfram í fjórar klukkustundir þar til við loks komum að jökulbrúninni. Þetta var sumarið 1973. Eitt sinn vorum við nokkur í stórhríð uppi á jökli í „Kettinum" með VW-rúgbrauð í eftirdragi. Þar var eldunaraðstaða og einnig klósett og var tjald dregið fyrir. Með okkur voru tvær stúlkur sem vildu ómögulega nýta sér salernis- aðstöðuna og heimtuðu að fá að fara út. Ég leyfði það, en skömmu síðar hrópuðu þær hástöfum á hjálp. Þær lágu afvelta og gátu ekki hysjað upp um sig — buxur þeirra höfðu fyllst af snjó.“ — Hefur þú farið á hverju sumri upp á jökul? „Nei, ég fór ekki upp á jökul 1976. Þá stóð til að ég færi með franska ferðamenn og þeir höfðu greitt inn á farið. Daginn fyrir brottför hætti ég skyndilega við förina. Það var eitthvað sem lagð- ist á mig og ég sagði þeim að ekki gæti orðið af ferðinni. Þeir tóku því vel. Þetta sumar fór ég ekkert upp á jökul. Eitthvað hélt mér frá að fara það sumarið." — Er ekki gífurlegur kostnaður við að fara upp á jökul? „Já, þetta eru dýrar ferðir og í dag notum við um 400 lítra af benzíni og förum um 80 kílómetra. Til þess að gera hafa fáir íslend- ingar farið með mér. Það eru eink- um útlendingar sem hafa farið upp á jökulinn. Við höfum reynt að halda kostnaði í lágmarki. I fyrra fluttum við um 150 manns upp á jökul. Það stóð á endum, að þegar við höfðum greitt útlagðan kostnað var allt fé uppurið. Við fengum ekkert fyrir vinnu okkar. Ferðir upp á jökul þyrftu að vera lengri, nokkurra daga ferðir og þá með snjósleða og „Snjókött- urinn“ yrði þá nokkurs konar móðurskip. Þá væri hægt að fara á fleiri áhugaverða staði. Það mætti hugsa sér að halda fyrst á Bárð- Sigurður Baldursson þar sem jökullinn hefur sigið I Grímsvötnum og ísbreiðan brotnað. Keith og Thomas veruleika. á jöklinum varð draumur enska drengsins að Sólin sest og lagt af stað niður af jöklinum. arbungu, síðan í Grímsvötn og suður í Öræfi og fara að Hvanna- dalshnúki. Þaðan mætti halda til Kverkfjalla, í Hveradalinn og baða sig þar í heitu vatninu. Upp- lagt væri að fara austur á Grendil. Til þessara ferða þarf góðan út- búnað og fólk þyrfti að sofa í jöklatjöldum. Ég veit ekki hvert framhald verður á ferðum í núver- andi mynd. Þetta er allt of mikið álag. Ég verð hér í sumar, en er efins að framhald verði á,“ sagði Baldur. Við vorum nú í Grímsvötnum. Jökulbreiðan hefur sigið á stóru svæði við síðasta hlaup. Gríms- fjallið gnæfir yfir skálinni og ægi- fagurt Tröllkonuþil. Mjög heitt var í Grímsvötnum þennan dag, svo heitt að fólk hafðist vart við í fötum. Nestis var neytt og nán- asta umhverfi skoðað og síðan var haldið upp á sjálft Grímsfjallið og súpa hituð í skála Jöklarannsókn- arfélagsins. Frá Grímsfjalli blasti Hvannadalshnúkur við; ægifagur og tignarlegur. Komið var kvöld og lagt var af stað til baka. „Snjókötturinn" dró nokkra okkar eftir að því er virtist endalausum ísbreiðum. Með mér í togi voru Englendingur, Keith Saunders og Svisslendingur, Thomas Haberle. Báðir eru kenn- arar, og báðir kenna þeir jarð- og landafræði. Keith var í sinni fyrstu ferð til íslands, Thomas þekkir landið betur en margir ís- lendingar og talar ágæta íslenzku. Hann var í sinni sjöundu ferð til íslands. Kom fyrst til íslands árið 1975 og ári síðar kom hann aftur, vann í hálft ár á Hallfríðarstöðum í Hörgárdal. Ári síðar, 1977, kom hann í þriðja sinn til íslands, og 1978 skrifaði hann lokaritgerð sína í jarðfræði frá Zúrich- háskóla. Hann tók fyrir strendur Mývatnssveitar. í því skyni dvaldi hann um nokkurt skeið í Reykjavík þar sem hann las um Mývatnssveit og síð- an dvaldi hann fyrir norðan við Gæsavötn, þar er skáli Jöklaferða Baldurs Sigurðssonar. rannsóknir. Hann hefur komið hingað til lands á hverju ári, nema 1980, frá því hann fyrst steig fæti á íslenzka grund og sagðist ætla að koma aftur um jólin. Island hefur heillað hann. „Ég læri alltaf eitthvað nýtt í hvert sinn sem ég kem hingað. Hvort sem ég fer í Öræfin eða dvel í Ódáðahrauni. Á eftir skilur maður betur baksvið þjóðsagna ykkar. Þessi ferð upp á Vatnajökul hefur verið stórkost- leg,“ sagði Thomas. „Það er svipað farið fyrir mér og Kjartani Júlíussyni, bónda í Eyjafirði, þar sem hann lýsir þrá sinni til þess að ganga á fjöll, fara um Öræfi eða upp á jökul í bók sinni Reginfjöll á haustnóttum. Þegar þráin hefur rætst, tekur ný við. Nú er ég á Vatnajökli og það hefur djúp og varanleg áhrif á mig. Áður en ég lagði upp, langaði mig fyrst og fremst að fara í Grímsvötn. Þar lá landfræðilegur áhugi að baki — en svo þegar Hvannadalshnúkur blasti við, þá greip mig löngun til að fara þang- að,“ sagði Thomas. „Vonir þær sem ég gerði mér um ferðina hafa meir en verið uppfylltar. Þetta hefur verið stórkostleg reynsla og ég held, að marga Englendinga muni fýsa í svona ferð. Ég hef tvívegis áður gengið á jökla, en þeir standast engan samanburð. Annar var í Colorado í Bandaríkjunum, hinn í Austurríki. Þetta er allt annar heimur — hér er ægifagurt,“ sagði Keith. Klukkan var langt gengin í ellefu þegar við komum að jökul- brúninni. Fólk gekk síðasta spöl- inn niður af jöklinum. Ferðalang- arnir voru þreyttir — en ánægðir. Giftusamlegri ferð á Vatnajökul var lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.