Morgunblaðið - 08.08.1982, Síða 18
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
Umsjón: Séra Karl Sigurbjömsson
Séra Auöur Eir Vilhjálmsdóttir
A U DROTTINSDEGI
Einhver var að segja að við héldum að við hefðum aldrei (íma til að gera
neitt. Skyldi það vera satt?
Ég má ekki
vera að því
sem er nauðsynlegt, vanrækt
það svo að sums kunnum við
ekki lengur að njóta og annað
stendur okkur ekki lengur til
boða þegar við svo þurfum á
því að halda.
Eg held að þótt vinnusemi sé
iofsverð og vinnusemi okkar ís-
lendinga sé okkur sjálfum einatt
lofgerðarefni, þá hafi hún gengið
út í miklar og hrikalegar öfgar.
Ég heid að við séum meira en
lítið upp með okkur hvert og eitt
af okkar eigin annríki. En í
rauninni erum við trúlega í aðra
röndina að flýja þann vanda að
hafa sjálfstætt framtak í frítím-
um og sækjast eftir og sinna
tengslum við annað fólk.
Ég má ekki vera að því —
og ég lofa alls ekki að koma
þótt mér sé boðið
Núna rétt um daginn hitti ég
góða og skemmtilega konu á
förnum vegi. Við vorum sam-
ferða upp að dyrum hjá henni og
hún bauð mér inn í kaffisopa.
„Ég má bara ekki vera að því,“
sagði ég, kvaddi og flýtti mér
áfram. Þar með svipti ég sjálfa
mig tækifæri til að spjalla við
hlýlega manneskju í stundar-
korn. Ég dreif mig til að gera
það, sem ég þurfti, það tók allan
daginn. Ég hugsa að það hefði
frekar tekið styttri tíma ef ég
hefði haft vit á að eflast og
gleðjast við gott en stutt samtal.
Ég fer að minna mig á manninn,
sem sagði þegar honum var boð-
ið á góðra vina fund: „Ég lofa
engu.“ Ekki er nú hrokinn lítill.
Ætli það sé ekki vegna dræmra
undirtekta, sem við veigrum
okkur títt við að bjóða öðrum —
og aðrir gefast upp á að bjóða
okkur.
Handprjónaðir dagar
og vélprjónaðir
Dagar okkar eru misjafnir.
Sumir eru fleytifullir. Aðrir
tómlegir. Líklega er þó réttara
að tala um mismunandi tímabil í
ævi okkar. Sum þeirra líða allt
of hratt, við erum allt of önnum
kafin og finnst tíminn hverfa frá
okkur án þess okkur auðnist að
gera nema lítið eitt af því, sem
við ætluðum. Önnur líða hægt og
silalega og það er erfitt að finna
upp á einhverju til að fylla tím-
ann. Ég kalla þetta stundum
handprjónaða daga og vélprjón-
aða. Vélprjónuðu dagarnir eru
miklu auðveldari, held ég. Það
eru þeir, sem þeysast áfram,
verkefnin koma af sjálfu sér upp
í hendurnar á okkur og við höf-
um ekki við að sinna þeim. Á
handprjónuðu dögunum gerist
fátt af sjálfu sér, við verðum
sjálf að láta það gerast, sem ger-
ist. Ég held að það sé mun erfið-
ara.
Vinnan ræður ferð-
inni og við fylgjum
Því meir sem við sökkvum
okkur niður í vinnu okkar því
óviðbúnari verðum við líklega
hinum hæggengari tímabilum
lífsins.
Við höfum vanið okkur á að
láta verkefnin, sem berast að
okkur, ráða ferðinni, án þess
að ákveða sjálf hvenær við
ætlum að vinna og hvenær
við ætlum að eiga frí. Við
höfum vanrækt svo margt,
Jesús var
alltaf í boðum
Enn einu sinni rifja ég það
upp fyrir sjálfri mér að Jes-
ús var alitaf í boðum. Hann
heimsótti vini sína og fólk
úti í bæ. Og hann gaf sér
tíma til að ganga með
strönd Galíleuvatnsins og
ráfa inn í óbyggðir, einn eða
með vinum sínum.
Ef einhver spyrði mig hvað
mér þætti hvað brýnast að ræða
í kirkju okkar, myndi ég svara:
Við skulum ræða um streituna
og hvíldina, um menninguna og
vináttuna. I slíkum samræðum
verður okkur það ljósara að upp-
haf allrar lífsgleði, lífsfyllingar
og jafnvægis er að leita fyrst
ríkis Drottins og réttlætis.
Hvernig getum
við gefiÖ okkur
meiri tíma?
Séra Hjalti Gpðmundsson
dómkirkjuprestur hló þegar ég
lagði spurninguna fyrir hann.
„Það er rétt að spyrja mig, sem
hef varla nokkurn tíma frá
morgni til kvölds," sagði hann,
og ég svaraði: „Það er nú ein-
mitt þess vegna, sem ég spyr
þig.“ „Við eigum að skipuleggja
tímann vel,“ sagði séra Hjalti
svo. „Margir þeir, sem hafa
mikið að gera, eru svo yfir-
þyrmandi þrúgaðir af öllu, sem
á þeim hvílir, að þeir vita ekki
hvar þeir eiga að byrja. Það er
ágætt ráð að taka eitt mál
fyrir í einu og ljúka því, ganga
svo á röðina og ljúka hverju
máli fyrir sig. Óg þá sjá menn
að það er nógur tími fyrir þau
hugðarefni, sem þeir vilja una
sér við í ró og næði og geta
þannig skapað sér betra og
skemmtilegra líf.“
Hvernig getum við
fyllt tíma okkar?
En það eru ekki allir í vinn-
unni frá morgni til kvölds.
Sumir eru komnir á þann aldur
að þeir eru hættir þeirri vinnu,
sem þeir hafa sinnt um ára-
tugi. Ég hringdi til séra Óskars
J. Þorlákssonar, sem lengi var
önnum kafinn frá morgni til
kvölds í vinnu fyrir dómkirkju-
söfnuðinn. Hvernig líður tími
hans núna?
„Það er enginn vandi að láta
tímann líða þegar fólk á sín
hugðarmál," svaraði séra
Óskar. „Það er enginn vandi
þegar menn eiga heimili. Ég er
líka í ýmsu félagslífi og eftir að
ég hætti störfum hef ég allt of
lítinn tíma til að sinna hugð-
armálum mínum. Já, það eru
auðvitað vandræði ef hugð-
armálin eru engin. En þá verða
menn að eignast þau. Menn
mega ekki búast við að allt
komi til þeirra á silfurfati. En
það er margt í boði, bæði í list-
um og öðru. En menn verða að
sinna því.“
Hugsaðu þér ef Móses hefði sagt: Ég hef bara ekki tíma, Guð, ég er alveg
upptekinn af fénu.
„Seljið eigur yðar
og gefið ölmusu .. “
9. sunnudagur eftir
þrenningarhátíð
Lúk. 12, 32-48
Þú kannast ef til vill við
þessi fleygu orð guðsmanns-
ins: „Sumir eru að tala um að
það sé svo erfitt að skilja
Biblíuna. Sjálfur á ég í mest-
um vandræðum með það sem
ég skil.“
„Seljið eigur yðar og gefið
...“ Það er ekki erfitt að
skilja þessi orð Jesú. Krafan
er ótvíræð. Jafnvel þótt við
reynum að umtúlka þau. Svo
sem eins og það, að það geti
enginn fylgt þeim bókstaf-
lega í nútímaþjóðfélagi. Eða
þannig, að það megi túlka
þetta orð „eigur" svo að það
nái yfir annað en peninga,
þýði t.d. það að maður gefi
sinn dýrmæta tíma til að
skreppa til kirkju á sunnu-
dögum. Nei, siíkar túlkunar-
tilraunir gagna ekkert, því að
við skiljum þessa kröfu alltof
vel. Okkur er það deginum
Ijósara að Kristur krefst þess
að maður hafi þá afstöðu til
eigna sinna, já og tíma síns,
og annarra verðmæta, að
maður sé FRJÁLS, algjörlega
óbundinn. Og það skiljum við
líka, að um er að tefia að
hlotnast hin æðstu verðmæti
og stórkostlega auð sem er
ríki Guðs, það svið þar sem
vilji Guðs verður að fullu og
öllu, og gleðin og kærleikur-
inn og friðurinn sem hann
gefur.
Nei, það er ekki erfitt að
skilja þessi orð, en það er erf-
itt að fást til að reyna að lifa
samkvæmt þeim. Það er erf-
itt að fylgja Jesú Kristi, þeg-
ar kemur til lífs og breytni og
krafna hversdagsins. Þá er
erfitt að miða allt sitt líf við
það að lifa fyrir aðra, í lífs-
afstöðu kærleikans.
„Verð ég þá að gefa eigur
mínar tii að geta kallast
kristinn?" „Hvað má ég þá
eiga?“ „Verð ég hitt?“ „Verö
ég þetta?" Nei, þetta eru eng-
in lög, ekkert lögmál. Lögin
þvinga og neyða. Þetta er
engin kvöð. Þetta er gleði-
boðskapur, fagnaðarerindi
frelsarans, sem þekkir þig og
elskar. Hann setur þetta ekki
sem nein skilyrði sem þú
verður að uppfylla til að geta
kallast verður. Hann vill
vekja kærleikann í hjarta
þínu. Kærleikann til Guðs og
manna. Hann sem gaf líf sitt
til lausnargjalds fyrir þig,
vill að þú sért frjáls til að
þjóna, gefa og elska. Frjáls
undan kvöð sjálfrar elskunn-
ar, sem krefst þess, að hver
sé sjálfum sér næstur. Frjáls
til að „Það sem þér viljið að
aðrir menn gjöri yður, það
skulið þér og þeim gjöra".
Frjáls til að lifa lífi kær-
leikans. Því eins og Páll segir
í óði sínum um kærleikann í
13. kafla 1. Korintubréfs:
„ög þótt ég deildi út öllum
eigum mínum, og þótt ég
framseldi líkama minn til að
verða brenndur, en hefði ekki
kærleika, væri ég engu bætt-
ari.“