Morgunblaðið - 08.08.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
57
möguleikum sem hægt er að vir-
kja með góðu skipulagi. Og þess
vegna vilja SATT-menn stefna að
því að koma upp félagslegri að-
stöðu með því að reisa félags-
miðstöð fyrir popptónlistarmenn
þar sem þeim verður sköpuð að-
staða til að vinna að sínum áhuga-
málum og sérsviði, sem er lifandi
tónlist.
Verkefni fyrir okkur SATT-
menn blasa alls staðar við. Eitt er
til dæmis að leiðrétta ákveðna
þætti í kjaramálum í sambandi
við dansleikjahald, en nú er svo
um hnútana búið að það er næst-
um ógerlegt fyrir hljómsveitir að
halda dansleiki vegna kostnaðar.
Ég held að óhætt sé að fullyrða að
svona dansleikir séu eina fyrir-
brigðið sem er skattlagt á brúttó-
tekjur og það er auðvitað ekki for-
svaranlegt. Þetta viljum við leið-
rétta enda er það grundvöllurinn
fyrir því að lifandi tónlist geti
þrifist í landinu. Hljómlistarmenn
eru með rándýr atvinnutæki sem
þarfnast endurnýjunar, þeir skapa
miklar tekjur fyrir ýmsa aðila og
það hlýtur að vera lágmarkskrafa
að þeir geti lifað af þessu sjálfir."
„Mikið í húfi að happ-
drættið takist vel“
„En svo að ég komi aftur að höf-
uðverkefni samtakanna, að reisa
félagsmiðstöð, þá höfum við
hleypt af stokkunum byggingar-
happdrætti sem við bindum mikl-
ar vonir við. Til að ná upp ein-
hverjum styrk í félaginu er mikið
í húfi að vel takist til með þetta
happdrætti og við höfum þegar
fengið til liðs við okkur flestar
starfandi hljómsveitir í landinu,
sem nú eru komnar með miða og
merki frá SATT, sem þær bjóða í
sumar á samkomum og skemmt-
unum um land allt.
Markmiðið er að selja 50 þúsund
miða þar til dregið verður í októ-
ber. Hver hljómsveit þarf þá að
selja um það bil 660 miða á mán-
uði. Auk þess erum við með sölu-
fólk á okkar snærum þannig að
með sameiginlegu átaki ætti
okkur að takast að ná því marki að
selja alla miðana. En það reynir á,
að félagsmenn leggi sig fram við
að sinna þessu verkefni í þágu
þeirra sjálfra. Það er vissulega til
mikils að vinna, bæði fyrir fram-
tíðarskipulag SATT og svo ekki
síður fyrir aðstöðu íslenskra dæg-
urtónlistarmanna í framtíðinni.
Þess vegna viljum við endilega sjá
einhvern árangur af þessu starfi
þannig að hægt sé að koma festu
og formi á málefni hljómlistar-
manna í næstu framtíð. Ég spái
því að okkur takist þetta og lifandi
tónlist eigi framtíðina fyrir sér
hér á landi.
Ég nefndi það áðan, að þegar ég
var í Englandi gerði ég mér grein
fyrir að íslenskir dægurtónlist-
armenn gáfu þeim, sem voru að
gera garðinn frægan þar, ekkert
eftir hvað getu snerti. Það eina
sem skildi á milli var aðstöðumun-
ur. I Bretlandi er popptónlist við-
urkennt menningarlegt fyrir-
brigði auk þess sem hún er álitin
nauðsynlegur hlekkur í efnahags-
lífinu. Bítlarnir fengu orðu á sín-
um tíma vegna þeirrar gífurlegu
tekjuöflunar sem popptónlist var
orðin í bresku efnahagslífi. Miðað
við aðrar Norðurlandaþjóðir eru
íslenskir popptónlistarmenn mjög
góðir og ég leyfi mér að fullyrða
að þeir séu mun betri en gerist og
gengur í Skandinavíu. Samt hafa
Svíar til dæmis náð umtalsverðum
árangri á alþjóðavettvangi. Ef
SATT verður að afli í íslensku
þjóðfélagi er ég ekki í nokkrum
vafa um að okkur tekst þetta líka.
Þetta unga og efnilega fólk sem
nú er að koma fram á sjónarsviðið
hjá okkur býr hins vegar við að-
stöðuleysi sem er ekkert sambæri-
legt við það sem gerist og gengur
hjá öðrum þjóðum. Það er þetta
sem við SATT-menn ætlum okkur
að lagfæra og með samstilltu
átaki tekst okkur það.“
— Sv.G.
SÓL ÉG SÁ
í tilefni af áttræðisafmæli Steindórs þann 12. þ.m. höfum við
iátið sérbinda 80 tölusett eintök bokarinnar, árituð af höfundi.
ÓmogOrlygur
Síðumúla 11, sími 84866.
Sjálfcævisaga
Steindórs Steindórssonar tra niooum
í haust munum við gefa út fyrsta bindi sjálfsævisögu
Steindórs Steindórssonarfrá Hlöðum,
sem hann nefnir SÓL ÉG SÁ
Þessi 80 tölusettu og árituðu eintök eru til sölu í verslun okkar
að Síðumúla 11. Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins geta
pantað hana í síma og fengið síðan senda í póstkröfu.
i
Mazda Tímamótabíllinn
929 frá Japan.
Mazda 929 — Örugglega bestu bflakaupin í dag.
Mazda 929 Sedan uppfyllir aflar óskir þeirra kröfu-
hörðustu um glæsilega hönnun, þægindi og spar-
neytni.
Eftirtalinn búnaður er innifalinn í verði á MAZDA
929 Limited.
Útispeglar beggja vegna
Viðvörunartalva.
Snúningshraðamœlir.
Tölvuklukka.
Stokkur milli framsæta með
geymsluhólfi.
Opnun á benzínloki og far-
angursgeymslu innan frá.
Barnaöryggislæsingar.
Halogenframljós.
Rafknúnar rúður.
Rafknúnar hurðarlæsingar.
5 gira gírkassi.
Veltistýri.
Vökvastýri.
Innilýsing með tímarofa.
Stillanlegir höfuðpúðar á
aftursætum.
60A rafgeymir.
Litað gler i rúðum.
Ljós i hanskahólfi og skotti.
Farangursgeymsla teppa-
klædd í hólf og gólf.
Diskahemlar á öllum hjól-
um.
Hitastokkur aftur í.
Innfelld rúllubelti á fram
og aftursætum.
Framsæti stillanlegt á 8
mismunandi vegu.
Fáanlegur aukabúnaður:
Sjálfskipting.
Rafknúin sóllúga.
Álfelgur.
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23, sími 812 99.