Morgunblaðið - 08.08.1982, Qupperneq 22
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
„Við eyddum um 40 tímum í
stúdíóinu og ég heid aö það só
vel sloppíð,“ sagði Adolf Frið-
riksson, framkvæmdastjóri Akra-
nessflokksíns Tíbrár, er Járnsíð-
an ræddi víð hann fyrir
skemmstu. Adolf er sennilega
kominn til Hondúras þegar þetta
birtist nú, þar sem hann mun
dvelja a.m.k. til áramóta. „Við
reyndum að fara eins spart með
tíma og viö gátum," hélt hann
áfram, „og þrátt fyrir reynsluleysi
okkar í stúdíói held ég að við get-
um verið ánægðir meö útkom-
una. Hljómurinn er með því besta
sem gerist, þökk sé Geoff Valver,
sem skar plötuna."
Tíbrá er, eins og fram hefur
komið á Járnsíöunni, 6 manna
flokkur frá Akranesi og sá eini þar
í bæ, auk Dúmbó og Steina, sem
gefið hefur út plötu. Nefnist 6 laga
framlag piltanna „í svart-hvítu".
Agætur titill og umslagiö smekk-
legt og í fullu samræmi við nafn-
giftina.
poppfréttir
„Við tókum upp 4 lög i
Kaupmannahöfn, svona alveg
á óvart“ sögöu þeir kumpánar
Sigtryggur trymbill, og Hilmar
bassaleikari, meðlimir Þeys-
flokksins er þeir ræddu viö
umsjónarmann Járnsíðunnar
fyrir skemmstu.
„Þannig var mál með vexti
að við hittum þarna mann, sem
vildi endilega allt fyrir okkur
gera. Hann bauö okkur uppi-
hald og afnot af hljóðveri fyrir
smápening svo viö gátum eig-
inlega ekki annaö en tekiö
þessu kostaboði hans. Tókum
því upp 4 lög.“
— Er svo ætlunin að gefa
þetta út á næstunni?
„Já, við erum með plötu í
sigtinu. Reyndar eigum viö
nokkur lög, sem voru tekin upp
hér heima áður en við fórum út,
þannig að við eigum oröiö efni
á plötu. Líkast til verður þaö
Fálkinn, sem gefur hana út því
útgáfufyritæki okkar, Eskvimó,
hefur ekki bolmagn öllu lengur
til að standa í þessu. Þetta hef-
ur verið þungur róður og erfiö-
ur fyrir lítiö fyritæki.“
— Steinar hafa ekki verið inni
í myndinni?
„Nei, það kom aldrei til
greina. Það hefði veriö þvert
ofan í okkar „prinsipp" aö leita
ásjár hjá því fyrirtæki.“
— Hvernig eru þessi lög,
sem þiö eruö meö núna?
„Það kveður nokkuð við
annan tón að þessu sinni. Já,
þetta er talsvert annað en viö
höfum verið aö gera.“
— Hvað um utanreisuna,
sem varð hálf endaslepp?
„Það var fínt aö vera í Sví-
þjóð og viö förum aftur út 10.
október og þá til Danmerkur
einnig. Bæði útvarp og sjón-
varp eru inni í myndinni í þess-
um löndum. Viö fengum þátt í
sænska útvarpinu og heilsíöu
viðtal í hinu sænska „NME“.
Blaðamennirnir þar urðu svo
uppveðraðir að þeir koma
hingað í ágústbyrjun. Síöan er
ætlunin aö viö leikum á
tónleikahátíð í Helsinki dagana
29. og 30.‘október.“
— Hvaö brást í fyrirhugaöri
Englandsferö?
„Það var fyrst og fremst
skortur á tengiliöum, sem varð
okkur að falli. Við gerum okkur
nú engu að síöur vonir um að
komast þangað eftir Noröur-
landareisuna, e.t.v. fyrr ef vel
tekst til.“
— Hvaö hefur flokkurinn
verið aö sýsla undanfariö?
„Við erum búnir að vera mik-
iö í myndbandapælingum með
Sigurjóni Sighvatssyni. Þar höf-
um við verið aö fikta meö þau
gömlu færði, að hver litur eigi
sér sinn tó og öfugt. Út úr
þessu hefur komið býsna margt
skemmtilegt. Þessa dagana er
verið að ganga frá ýmsum laus-
um endum, bæöi i sambandi
við Svíþjóð og England."
— Engir tónleikar hér
heima á döfinni?
„Nei, ekki að svo stöddu.
Það er reyndar aldrei aö vita
hvað kemur upp, en eins og er,
hafa myndböndin forgang."
Af Vonbrigdum, Jonee og Steina
Áður en mjög langt um líður
geta menn átt von á því aö heyra í
hljómsveitinni Jonee Jonee á
plasti. Hljómsveitin hefur lokiö við
LP-plötu, sem er þessa dagana í
skuröi. Ætti hún að lita dagslns
Ijós í síðari hluta þessa mánaöar. Á
henni eru 14 lög.
Þá mun plötu Vonbrigða einnig
vera að vænta en lengra er í hana.
Tekin voru upp 9 lög, en síðan er
eftir aö velja 4 þeirra úr og þrykkja
i plast. Kunnugir telja aö þar sé um
áhugaveröa plötu að ræða. Var
hún tekin upp í Stúdió Hanagal.
Síöast en ekki síst fer nú aö
styttast í sólóplötu Þorsteins
Magnússonar. Eins og við höfum
áður skýrt frá er hér um ákaflega
óheföbundna tónlist aö ræöa og
fer Þorsteinn ótroönar slóöir í eigin
hljóðfæraleik. Allar þessar plötur
eru gefnar út á vegum Gramms.
Segir stjóri Tíbrár um nýútkomna plötu flokksins
Poppinu vex ás-
megin erlendis
— Hver gefur gripinn út?
„Það er Dolbít, sem sér um allt í
sambandi viö plötuna. Enginn
fékkst til að gefa þetta út, en við
nutum góðrar hjálpar Steina hf. við
dreifingu. Við dreifum sjálfir en
fengum holl ráð þaðan.“
— Hvernig hefur sala plötunnar
gengið?
„Viö létum bara pressa 500 ein-
tök til aö byrja með. Viö þurfum
um 900 plötur til aö fyrirtækið
standi undir sér og til þessa hefur
platan selst þokkalega. Málið er
bara þaö, aö öll plötusala er mjög
dauf eins og er. Við höfum jafnvel
verið með þá hugmynd í kollinum
aö ganga meö plötuna í hús á
Akranesi og selja hana þannig.
Ætlunin er, ef af því veröur, að láta
hluta andviröisins renna til bif-
reiöasöfnunar dvalarheimilisins
Höfða."
Þaö er Valgeir Skagfjörö, sem
er skráöur fyrir öllum lögum plöt-
unnar og hann á aö auki helming
textanna, þá þrjá, sem eru á
ensku. „Þótt hann sé skráöur fyrir
lögunum má ekki skilja þaö sem
svo, að hinir meölimirnir eigi ekk-
ert í lögunum. Venjulega er þaö
þannig, að hann kemur meö
hugmynd að lagi og síöan er hún
fullunnin í sameiningu af allri
hljómsveitinni."
— Hvaó er framundan hjá Tíbrá?
„Það er nú ekki svo gott fyrir
mig að segja til um þaö, þar sem
ég er á förum af landinu, en vissu-
Fyrir skömmu mátti sjá aö
margar platnanna voru komnar í
dreifingu hjá fyrirtækinu, sem hef-
ur um 40—50 manns í vinnu hjá
sér. Járnsíðunni barst í hendur
pöntunarlisti frá þessu ágæta fyrir-
tæki og mátti þar m.a. sjá plötur
Grafík, sem reyndar var mælt með
af hálfu fyrirtækisins, Start, Þeys,
Þursaflokksins, Graham Smith,
Purrks Pillnikks, auk þess sem lög-
in úr Rokk í Reykjavík eru þarna til
sölu. „But mom, they’re gonna be
playing Thursaflokkur" segir m.a. á
kápu listans yfir innfluttu plöturn-
ar.
Með hverri plötu fylgir stutt
ávarp, þar sem Green World fylgir
viökomandi úr hlaði með nokkrum
oröum. Þar er reynt að varpa Ijósi
á viökomandi listamann/ hljóm-
sveit í sem allra fæstum orðum.
Fylgir siðan í lok umsagnar „re-
commended” eða „strongly re-
commended” (mælt með — sterk-
lega mælt með) ef fyrirtækinu þyk-
ir sérstök ástæöa til aö vera at-
hygli á plötunni. Hins vegar er ekki
lagður frekari dómur á plöturnar
nema í einstaka tilvikum.
Þannig er t.d. sagt um Start, aö
platan bjóöi upp á „beautiful vocal
harmonies (in lcelandic!)”. Um
Þeysara segir „Sounds a bit like
Killing Joke". Er þaö nú? Ummælin
skipta e.t.v. ekki öllu máli, hitt er
mikilvægara að einhver hreyfing er
komin á málin.
Þá hefur Járnsíöunni áskotnast
Ijósrit af norskum plötukynningar-
lista, svo og einum frá Englandi.
Þar er í báöum tilvikum um Purrk
Pillnikk að ræða. Segir í norsku
kynningunni að tónlist Purrks
Pillnikks sé „et spennende be-
kjentskap”. Er þar átt við þlötuna
Ekki enn. Koma þessi ummæli
þvert ofan i umsögn í einu norsku
blaðanna þar sem sagöi aö PP
væri 5 árum á eftir Norðmönnum,
en þeir væru aftur 5 árum á eftir
tímanum í poppinu. Norömenn
hafa alltaf verið skrýtnir.
lega er önnur plata í sigtinu. Þaö
gæti jafnvel orðið stór plata.
Sumariö er ekki rétti tíminn til
plötuútgáfu þótt viö höfum farið út
í slíkt. Þessi plata er að vissu leyti
uppgjör viö liöna tíma, en það er
margt að gerjast."
— SSv.
Tíbrá í spariklæöunum. Frá vinstri: Eðvarö, Eirfkur, Jakob, Floai, Finnur og Valgeir.
Eins og skýrt var frá hér á
Járnsíöunni fyrir talsveröum
tima, var hér á landi á ferö í vor
maóur frá bandaríska dreifingar-
fyrirtækinu Green world, sem
hefur aðsetur sitt í Kaliforníu aó
okkur minnir. Hvaó um þaö. Þessi
ágæti maður, sem hér var á feró,
tók meó sér einar 1000 plötur
meö hinum og þessum íslensk-
um aóilum.
Einar Örn Benediktsson, raddari
Purrksins. Hróöur flokksins berst
víóa, ef marka má erlenda plötu-
lista.
Sá feiti situr fast
Það er alltaf jafn fróóleg og
skemmtileg lesning að fylgjast
með hræringum á ensku vin-
sældalistunum, þeir bandarísku
eru mjög staónaóir frá einni viku
til annarrar.
Algengt er aó eldri breióskífur
taki skyndilegt hopp inn á listann
og svo varð nýverió meó bæói
plötu Dire Straits, Making Movi-
es, sem læddi sér upp í 89. sætiö
á „Topp-100 listanum".
Hún var ekki sú eina sem kom á
ný inn á listann. For Those About
to Rock með AC/DC tók mikiö
stökk og situr nú i 59. sæti. Þá má
nefna að bæði The Wall með Pink
Floyd og The Rise and Fall of
Ziggy Stardust með David Bowie,
sem báöar eru á ný á listanum
eftir nokkurt hlé.
Ekki verður skiliö við þessa
klausu án þess að minnast á Bat
out of Hell með Meatloaf, sem set-
ið hefur á listanum í 185 vikur, þótt
undirritaöan gruni reyndar að það
eigi að vera 175. Engu að síður
makalaust afrek feita kallsins.
Bleik brugðið
Frank Zappa sagði fyrir
nokkru í viðtali við tímaritiö
Guitar World, sem gefiö er út í
Bandaríkjunum, að útvarps-
stöðvar virtu plötur hans ekki
viðlits lengur. Sem dæmi um
slíkt, sagði hann plötuna „You
Are What You ls“ aðeins hafa
verið spilaöa í tveimur fylkjum.
Bætti hann við að hann seldi
fleiri plötur í gegnum póstkröfu
en í verslunum. Bleik er brugð-
ið.
„AÐ VISSU LEYTI UPP-
GJÖR VIÐ LIÐNA TÍMA“