Morgunblaðið - 08.08.1982, Side 28
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
5? Of 5tÓr ?"
/ f
... að leyyja
kinn vid kinn.
TM Reo U S Pat Oft -all riflhts reserved
®1982 Los Angeles Tlmes Syndicate
Með
m orgnnkaffin u
vw
Kg fór til rakarans og við lentum í
hörkurifrildi.
Blessaður vinur. — Hvernig geng-
ur að láta endana ná saman á þess-
um erfiðu tímum?
Á götumarkaði i Dyflini.
Aðdragandi að ferða-
lagi — og lítið meira
Sólveig Pálsdóttir frá Niku skrif-
ar:
„Velvakandi.
Mig langar að segja hér litla
sögu um hvað er hægt að gera, ef
allir eru samtaka og vilja vel.
Náttúrlega er fyrsta skilyrðið að
vera ekki alveg rúmliggjandi.
Eg er að nafninu til búsett á
Selfossi, þó ég dvelji þar ekki, og
er í félagi með aldraða fólkinu
þar. Nú er það orðin föst regla hjá
félaginu að efna til utanlands- og
innanlandsferðar á hverju sumri.
Svo er það einn daginn, að ég fæ
bréf með tilboði um að fara til
írlands. Þangað hafði mig alltaf
langað að fara, en nú var ekki gott
í efni. Samt lét ég skrifa mig á
listann; það var eiginlega ekkert
annað framundan hjá mér en að
fara á Vífilsstaði, svo léleg var ég
til heilsunnar. En um þetta leyti
var verið að hálftæma öll sjúkra-
hús vegna verkfalls hjúkrunar-
fólks, og var þá næsta ráðið að
fara til Brynleifs læknis á Sel-
fossi.
Eg hafði oft farið til hans áður
og alltaf reynst það mjög vel.
Hann skrifaði lyfseðil og ég sagði
honum af fyrirhugaðri ferð. Ég sá
hann varð svolitið áhyggjufuilur,
sem hann er nú ekki vanur að
vera, og hann sagði: Heldur þú það
sé ekki nóg fyrir þig að fara í inn-
anlandsferðina, var það ekki
ágætt í fyrrasumar? Víst var það,
og varð ég að samþykkja það. Ég
lét strika mig út af írlandslistan-
um.
Það hagaði svo til, að ég þurfti
að vera á Selfossi í þrjár vikur,
aðallega til að líta eftir einum
stálpuðum krakka og einum litlum
hundi. Þetta var nokkuð líflegur
félagsskapur og náttúrlega tók ég
lyfin, sem Brynleifur hafði skaff-
að mér. Nema það er ekki að orð-
lengja það: Mér fer að batna dag
frá degi. Það var meira en ég gat
búist við. Svo ég hringdi aftur og
spurði hvort það væri ekki búið að
ráðstafa í Irlandsferðina. Og mér
var sagt það væri búið og ég gæti
ekki fengið pláss. Það var ekkert
við því að gera.
Svo fór ég í Hveragerði þar sem
ég dvel, Það var 13. júní. Morgun-
inn eftir er hringt til mín og sagt
ég geti verið með, það hafi tveir
hætt við að fara. Og næsta morg-
un er dóttir mín komin kl. 10 að
sækja mig. Ég þurfti að fá vega-
bréf (hafði aðeins farið til Norður-
landanna áður) og fara í banka til
að fá gjaldeyri. Allt var þetta
komið í kring kl. 12, nema að
sækja vegabréfið á sýsluskrifstof-
una, en það vefst ekki fyrir þeim á
Selfossi að afgreiða svona smá-
muni.
Við áttum að mæta kl. 4.00 að-
faranótt 18. júní, í Tryggvaskála,
og vorum komin í loftið kl. 7.15
eða því sem næst. Og Eyjan græna
framundan, með millilendingu í
Glasgow.
Dvalist var tvo daga í Dublin og
borgin skoðuð og nágrenni. Svo
var ekið vítt og breitt um landið,
gist á fimm hótelum, og svo aftur
þrjár nætur í Dublin í bakaleið-
inni.
Mér fannst þetta svo dásamlegt
ferðalag, það gat ekki verið betra.
Stundum var ég dálítið þreytt, en
fólkið var svo gott og hjálpsamt.
Allir sem einn. Samt var hún
Kristín alveg einstök. Ég þurfti
stundum að doka við og sækja í
mig veðrið eða loftið, og alltaf beið
Kristín.
Mér fannst landið yndislega
grænt og fallegt, og öll blómin í
borgunum og meðfram vegunum.
Og öll þjónusta svo góð sem hægt
var.
Svo fylgja hér nokkrar vísur af
þeim sem urðu til í ferðinni. Ann-
ars var hún Marta miklu duglegri
að yrkja en ég.
Maður býr að svona ferð allt ár-
ið. Mig langar til að senda öllum
sem þarna áttu hlut að máli kærar
þakkir og bestu kveðjur.
Vísur úr írlandsferö
Til bílstjórans:
Við höfum engar áhyggjur,
allt er í traustum höndum.
Blessaður veri bílstjórinn,
hann ber af sínum löndum.
Og sídasta daginn:.
Ég er nú í illum ham
angrið sárt mig plagar
hefði viljað sjá hann Sam
en svarti hlerinn bagar.
f/m Höllu:
Mér fannst gott að halda í Höllu,
hún var alltaf brosandi,
gerði líka gott úr öllu
gegnum sneitt á írlandi.
Hún var okkar hjálpardís;
hún er eins og alparós,
aldrei tínd, en alltaf vís
á hún skilið margfalt hrós.
Fararstjórinn Úlfar Þormódsson:
Fararstjórann fullkominn
flest við munum telja.
Flf við ferðumst annað sinn
öll hann skulum velja.
íllfar Þormóðsson
Hann var mikiil sagnasjór
og sagan hefur gildi;
en það sem kom því miður fór,
þó ég muna vildi.
Ef allir væru eins og þú,
alltaf svona góðir.
Um heiminn mætti byggja brú
og bjargast allar þjóðir.