Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 19 llve mikill er kostnaðurinn við komu ykkar hingað? „Úff! Fyrir utan keppnisbílana sem Sambandið flytur, kostar þetta ferðalag okkur líklega um 30.000 dollara (um 390.000 ísl. krónur), og er það með öllum kostnaði," svaraði Giraudo. En þið akið sem sagt í einu stór- ralli árlega? „Já, við getum sagt það. Vanda- málið er tíma- og peningaleysi. Við neyðumst til að velja og hafna," sagði Cavarelli, en Gir- audo bætti því við, að íslenska rallið væri það besta. Finnst ykkur leiðirnar ekkert grófar? „Nei, Safari-rallið í Afrfku er gróft, en ekki íslenska ..." llafio þið æft ykkur i akstri í ám? „Það er ekki sérlega mikilvægt. Árbotnarnir eru yfirleitt harðir. Það er best að fara rólega í þær, þetta ætti að bjargast," sögðu Cavalleri og Giraudo. Fáið þið nokkurn tímann þá lil finningn, að þið séuð týndir, þegar þið akið um óbyggðir íslands. „Já, við getum orðið fyrir þeirri reynslu. Það einmitt ein ástæðan fyrir því að við komum, eyjan er stór og íbúar fáir. Við getum ekið fleiri tugi kílómetra án þess að rekast á nokkurn lif andi mann. Þú færð sömu tilfinningu þegar ekið er í Sahara- eyðimörkinni, eins og við gerðum í París-Dakar-rallinu," sagði Cavalleri. Ilafio þið skoðað keppnisleiðirn- ar? „Eins og þú veist, þá sá ég lítið í fyrra," svaraði Cavalleri brosandi, en hann valt í byrjun keppninnar. „Kn í lok keppninnar skoðuðum við nokkrar sérleiðanna." ítalirnir hyggjast líta á einhverjar leiðir nú í vikunni. Cavalleri, hvao gerðist þegar bíll þinn valt í fyrra? „Önnur góð spurning. Ég var að reyna að skýra fyrir aðstoðaröku- manni mínum hvernig nota ætti tölvuna við útreikning á tímakort- inu. Ég fylgdist ekki nægilega vel með veginum og þegar ég leit upp ... þá var það of seint. Við ultum á toppinn. Skemmdist bíllinn mikið? „Já, það þurfti að skipta um „body" á bílnum. Vinur minn hér sá um það og gerði allt mjög vel. Ef einhver annar hefði smíðað bíl- inn, þá hefði það bæði verið dýrt og ekki eins vel gert." Hefur undirbúningur fyrír þetta rall tekið langan tíma? ^Nei, það get ég ekki sagt. Við erum allir vinnandi menn og tím- inn líður hratt. Mest hefur verið unnið á kvöldin og næturnar," sagði Cavalleri. Eru bílar ykkar þá í góðu standi? „Já. Ascona-bíllinn er kannski gamall, en hann er mjög kraftmik- ill. Lfklega skilar vélin 180 DIN- hestöflum. Hinir bílarnir eru frá 120-160 DIN hesthöfl." Hvernig verður með viðgerðar- þjónustu hjá ykkur? „Við munum hjálpast að við við- gerðir hvor hjá öðrum. Vonandi bilar ekkert alvarlega. Við ætlum að athuga hvort sambandið getur hjálpað okkur um einn viðgerð- armann. Halldór Gíslason, um- boðsmaður okkar, og bróðir hans, Sverrir, munu veita okkur aðstoð. Það hafa margir hjálpað okkur hingað til, og við erum þakklátir fyrir það." Ætlið þið að berjast um toppscti í Ljómarallinu? „Ég vonast aðeins til að ljúka keppni," svaraði Giraudo. Cavall- eri sagði: „Já, þetta er í þriðja skiptið sem við komum og það er tími til kominn að ljúka keppni. Við látum ómar, Hafstein og Braga um baráttuna. Kannski eru fleiri góðir, sem við ekki þekkj- um." Þið ætlið þá ekki að þrýsU á topp- ökumennina? Hver veit? Það fer eftir ýmsu, markmið okkar er að ljúka keppn- inni. Við reynum að finna rétta hraðann." Langar engan ykkar ao sigra í rallinu? „Allir vilja sigra, að sjálfsögðu. Vandamálið er að finna rétta takt- inn milli hraða og gætilegrar með- ferðar á bílnum. Islensku öku- mennirnir munu svo sannarlega ekki fara rólega. Það skemmtileg- asta hjá okkur ítölum verður hver þessara þriggja ökumanna verður efstur," sagði Cavalleri og benti á hina. „Ég ætla að ljúka keppni. A.m.k. veit ég ekki ... við verðum einnig að athuga það að við höfum lítið viðgerðarlið. Kannski verður kaffibolli og sígaretta allt sem við fáum á viðgerðarsvæðum. Við höf- um eitthvað af varahlutum, en munum leggja áherslu á að nota þá í næturstoppum í Reykjavík." Nú vonuðu áhugamenn um rall akstur ao þið mynduð sýna tennurn ar og slá íslensku ökumönnunum við. „Já, ég held að allir skilji það að við viljum ljúka keppni. Við at- hugum gang mála eftir fyrsta dag- inn og ef við teljum okkur eiga möguleika, þá er aldrei að vita hvað skeður," sagði Cavalleri að lokum. -GR. Stykkishólmur: Minna um mink en var í iyrra Slykkíshólmi, 14. igúst GUÐJÓN lljaltalin í Brokey hefir undanfarin ár annast minkaveiðar hér um nærliggj- andi eyjar og eins á iandi. Hann sagði mér í gaer, að sér virtist vera minna af mink í eyjunum í ár en í fyrra. Hann sagdist vera húinn að vinna á um 70 stk. nú, en það ætti eftir að bætast við áður en árið yrði úti. Hann kvað talsvert hafa verid uiu mink á Skógar- ströndinni, en erfitt að ráða við hann því mikið af þessu væru hlaupadýr, sem kallað er, eins og í eyjunum. Guðjón hefir ásamt tveim félögum sínum verið í þara- töku hér og hefir það sem afl- ast hefir verið flutt að Reyk- holum. Hann segir þá félaga vera búna að fá um 1.000 tonn og er það mjög góður fengur. En mikið þarf að hafa fyrir þessari veiði, m.a. að sæta sjávarföllum. Fréttaritari Fyrirlestur á vegum Landfræðifélagsins og Jöklarannsóknafélagsins: Sýndar litskyggnur frá og rætt um hæstu fjöll heims Á VEGUM Landfræðifélags íslands og Jöklarannsóknafélags íslands verður haldinn fyrirlestur og sýndar litskyggnur frá alþjóðlegum leið- angri um fjallasvæðin í Karakorum í Asíu á árinu 1980 í stofu 201 í Árna- garði á morgun fimmtudag, klukkan 17.15. I fjallaklasanum í Karakorum er að finna mörg af hæstu og þekktustu fjöllum veraldar, en svæðið er í Himalaya á landamær- um Kína, Pakistan, Sovétríkjanna, Afganistan og Indlands. Hið konunglega enska land- fræðifélag hélt upp á 150 ára af- mæli sitt á árinu 1980 með því að standa fyrir alþjóðlegum leiðangri vísindamanna frá Kína, Pakistan, Sviss og Bretlandi á þetta hættu- lega háfjallasvæði. Leiðangurinn var styrktur af stjórnvöidum í Bretlandi, Kína og Pakistan, en stjórnandi hans var Keith Miller, prófessor, sem m.a. vann við rann- sóknarstörf ásamt íslenzkum vís- indamönnum á Vatnajökli á árun- um 1976 og 1977. Fyrirlesturinn, sem er opinn öll- um, verður fluttur á ensku og verða m.a. sýndar fjölmargar myndir af nokkrum hæstu fjöllum veraldar. Meðan á leiðangrinum stóð urðu nokkur slys á mönnum, enda land- ið mjög erfitt og hættulegt yfir- ferðar, m.a. fórst einn leiðang- ursmanna, Jim Bishop, en hann hafði einnig unnið að vísindastörf- um uppi á Vatnajökli, auk þess sem hann hafði unnið mikið að vísindastörfum á Suðurskauts- landinu. Husnæðismiðlun námsmanna: Hörgull á íbúðum llúsnæoi.smiolun námsmanna tók til starfa þann 1. júlí sl. Miðlunin er fjármögnuð af Félagsstofnun stúd- enta en rekin af Stúdentaráði. Hlut- verk hennar er að útvega háskóla- stúdentum húsnæði, því eins og ástatt er nú í húsnæðismálum þessa fólks anna Stúdentagarðarnir engan veginn eftirspurn háskólastúdenta eftir húsnæði. Að sögn Jóhanns Gunnars Birgissonar formanns Stúd- entaráðs gekk húsnæðismiðlunin fremur illa fyrst í stað, en heldur hefði nú glæðst framboð i húsnæði. Það væri einkum einstaklings- herbergi sem í boði væru, en f lestir þeirra, sem leituðu eftir húsnæði hjá miðluninni, væru fólk sem væri að leita eftir íbúðum. Jóhann Gunnar sagðist því vilja hvetja alla þá sem ættu íbúðir sem stæðu ónotaðar að setja sig í samband við húsnæðismiðlun námsmanna, sem yrði opin til 15. sept. nk. Því meiri kröf ur, sem þú gerir til utanhúsmálningar því meiri ástæða er til aö þú notir HRAUN, sendna akrýlplastmáln- ingin hef ur allt það til aö bera, sem krafist er af góöri utanhússmáln- ingu: Mikinn bindikraft, frábæra endingu — dæmi eru til um meiraen 17ár. Þekur vel — hver umferð jafnast á við þrjár umferðir af venjulegri plastmálningu. Hefur fallega áferð — til bæði fín og gróf, og fæst ífjöl- breyttu litaúrvali. HRAUN stenst allan verðsamanburð. HRAUN litakortið fæst í öllum helstu máln- ingarvöruverslunum landsins. málning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.