Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Jft*r#nn(!Uifeife pinr^mtiMalii^ Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 MIÐVIKUDAGUR 18. AGÚST 1982 Frönsk stúlka myrt á Skeiðarársandi og systur hennar misþyrmt: Leitað að árásarmanninum í jökulgíg í Svínafellsjökli Lra Olafi JóhannHHyni, blaðamanní Mbl. i Skarufelli, 17. ágúnt. „I.i KI'K benda til þess, að maðurinn, sem grunaður er um að hafa myrt frönsku stúlkuna og misþyrmt hinni, sé í gíg í Svínafellsjökli, um 1—2 km frá rótum jökulsins, en gigur þessi er tugir metra á dýpt," sagði Friðjón Guðroðarson, sýslumaður Austur Skaftfcllinga, í samtali við Mhl., en hann hefur stjórnað leitinni að fertugum manni, sem grunaður er 'um morð á franskri stúlku, auk þess að misþyrma systur hennar, sem nú liggur í Borgarspítalanum. í gærkvöldi átti að útvega nauðsynlegan búnað til að síga í gíginn, en það ætluðu tveir menn úr héraðinu að gera nú í morgunsárið. „Vöruflutningabíllinn kom í hlað í Skaftafelli um klukkan eitt í fyrnnótt og tilkynnti ökumaður- inn, að úti á Skeiðarársandi væri mikið slösuð stúlka, sem þyrfti að- stoðar við. Héðan fór lögreglumað- ur cg tveir landverðir til aðstoðar," íagði Friðjón Guðröðarson enn- fremur. „Við ókum um hríð vestur Skeið- aiái.^and, en snérum við þegar við fundum ekkert. Þegar við ókum til baka og vorum í nánd við afleggj- ara að sæluhúsi, sem er skammt vestan við brúna á Skeiðará, kom stúlkan inn í geislana af bílljósun- um og veifaði hún okkur. Stúlkan var mjög blóðug í andliti og með talsverða höfuðáverka. Einnig blæddi henni mjög," sögðu land- verðirnir Lára V. Helgadóttir og Þorbergur Jónsson, í samtali við Mbl. Sá grunaði tók þær systur upp í bíl sinn í fyrrakvöld og ók þeim í sæluhúsið við Skeiðará. Þangað komu þau um kl. 20.00. Hann hélt þá heim til sín og þær lögðust til svefns. Um klukkan 23.00 kom maðurinn að nýju í sæluhúsið. í viðtalinu við þau Láru og Þorberg kom fram, að stúlka hefði sagt þeim, að maðurinn hefði heimtað að þær kæmu með honum til Hafn- ar í Hornafirði. Þær neituðu því hins vegar. Þá fór hann út í bíl og sótti rafmagnsvír, sem hann hótaði að binda þær með, auk þess sem hann hafði riffil meðferðis. „Hót- aði hann stúlkunum öllu illu og lenti stúlkan, sem við okkur ræddi, í slagsmálum við manninn, en syst- ur hennar tókst að hlaupa út. Taldi stúlkan, að maðurinn hefði síðan rotað sig. Þegar hún rankaði við sér eftir nokkurn tíma voru árásar- maðurinn og systir hennar á bak og burt. Hún hélt sig heyra óp á sand- inum og skothvell. Eftir það hefði allt orðið hljótt," sögðu þau Lára og Þorbergur ennfremur. „Maðurinn stóð við bílinn og ég stoppa þá flutningabílinn og skrúfa niður rúðuna og heyri ógurleg neyðaróp stúlkunnar," sagði Sveinbjörn Garðarsson, bílstjóri, sem kom á vettvang á Skeiðarár- sandi, þar sem maðurinn og stúlk- an, sem nú er látin, voru. Sveinbjörn sagði ennfremur í samtali við Mbl.: „Ég spurði mann- inn hvað hefði komið fyrir og sagð- ist hann hafa ekið á stúlkuna í myrkrinu. Þá sá ég hvar stúlkan kom aftur undan Benzinum og kraflar sig í átt að bílnum mínum, grípur í stuðarann, skríður upp tröppurnar á bílnum og nær hand- festu á spegilfestingunni. Hún hrópaði: „Please help me. He tries to kill me," og endurtók þetta í sí- fellu. Ég spurði manninn því hvað gengi á og segir hann stúlkuna vankaða eftir höggið og biður mig að sækja hjálp. Þegar ég ætla að aka af stað til að sækja hjálp, hélt hún dauðahaldi í bílinn. Þá endur- tók hún hrópið: „Please help me. He tries to kill me." Ég bað mann- inn að fjarlægja hana af bílnum, svo að ég keyrði ekki yfir hana. Hann gerði það og hrópaði stúlkan stöðugt á meðan. Ég ók af stað og það síðasta sem ég sá var að hann hélt henrii við bíl sinn," sagði Sveinbjörn Garðarsson ennfremur. Læknirinn frá Höfn gerði að sár- um stúlkunnar, sem síðan var send með flugvél í Slysadeild Borgar- spítalans, þar sem gerð var mikil aðgerð á höfði hennar og er hún talin úr Hfshættu. Græni Benzinn, sem hinn grunaði ók, fannst síðan um níuleytið í gærmorgun við Hafrafell, skammt fyrir innan Skaftafell. Lík stúlkunnar fannst í farangursgeymslunni og voru á því 5 skotsár, en litlir áverkar að öðru leyti. Skotin eru talin vera úr 22 kalibera riffli. Friðjón Guðröðarson sagði menn hafa verið nokkuð uggandi við leit: ina, en leitað var á landi og í lofti. I gærdag var svo leitað eftir aðstoð sporhunda Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði, sem fór austur. Hund- urinn Perla hóf leit við bílinn og tók fljótlega ákveðna stefnu upp á Svínafellsjökul við Hafrafell og endaði slóðin við gíg á jöklinum og telja menn líklegt að maðurinn sé þar niðri. Stúlkurnar komu hingað til lands 26. maí sl. með Flugleiðum og hafa síðan verið á ferð um landið. Sú látna hét Yvette Marie Bahu- aud, fædd 19. maí 1961, en systir hennar, sem liggur slösuð í Borg- arspítala, heitir Marie Luce Bahu- aud, fædd 20. júní 1953. Þær hafa búið í úthverfi Parísar. Hinn grun- aði er fertugur að aldri og hefur búið á Hofi í Öræfum sl. tvö ár og starfað við bílaviðgerðir. Sjá fráHÖgn og myndir í miðopnu. Ljósmynd MbL: KÖE. Farangur frönsku stúlknanna borinn út úr sæluhúsinu, sem stendur skammt fyrir vestan Skeiðarárbrú. Enn deilir ríkis- stjórnin um efna- hagsaðgerðirnar Framsóknarmenn bjóða upp á afgreiðslu vísi- töluskerðingarinnar með bókun í ríkisstjórn STJORNARLIÐAR hafa enn ekki náð samstöðu um hvernig standa skuli að fyrirhuguðum efnahagsað- gerðum og þrátt fyrir stöðug fundar- höld síðustu dægur stendur enn í stappi með afgreiðslu eins meginþátt- ar aögerðanna. Stjórnarliðar eru ekki á eitt sittir um í hvaða formi almenn- ingi skuli birt sú sameiginlega ákvörðun þeirra að skerða verðbóta- þátt launa hinn 1. janúar nk. um helming, eða sem nemur 10%. Nokkr- ar sviptingar hafa verið í stjórnarher- búðunum síðasta sólarhringinn vegna þessa og var ríkisstjórnarfundi sem halda átti í gærmorgun frestað til Miami á Florida: Islenzkar stúlkur teknar með fíkniefni TVÆR íslenzkar stúlkur voru hand- teknar á Miami í Bandaríkjunum sl. sunnudag fyrir að smygla 14 kg af marihuana inn í landið. Komu þær fyrir rétt í gær og játuðu báðar sekt sína. Stúlkurnar sögðu við réttar- höldin að þær hafi ætlaö að nota fíkniefnin í eigin þarfir, en ekki til sölu. Dómarinn dæmdi stúlkurnar í eins árs skilorðsbundið fangelsi og ráðlagði þeim að hverfa til síns heima. Að sögn Þóris S. Gröndal, fréttaritara Mbl. í Florida, þykir þetta vel sloppið. Að sögn Þóris hefur mikil her- ferð verið hafin í Florida til að hafa hendur í hári fíkniefna- smyglara. dagsins í dag. Síðdegis í gær var þó talið af flestum viðmælendum blaðs- ins úr hópi stjórnarliða, að takast myndi að ná saman, en þó mætti enn biða niðurstaðna i einhvern lima. Gunnar Thoroddsen og framsókn- armenn Iögðu fyrst á það áherslu, eins og kom fram í frétt Mbl. í gær, að ákvæði um vísitöluskerðingu yrðu sett í lög. Alþýðubandalagið lagði þá til, að lagaákvæðið væri heimildarákvæði, þ.e. ríkÍ3stjórnin hefði heimild til að ákveða þessa verðbótaskerðingu, en framsókn- armenn og forsætisráðherra voru ekki tilbúnir til að fallast á slíkt. Lagði þá forsætisráðherra fram málamiðlunartillögu sem fól í sér að hann einn hefði heimildina. Á þing- flokksfundi Framsóknarflokksins í gær kom fram mjög sterk andstaða gegn því að Gunnari Thoroddsen yrði veitt slík heimild. Þingflokkur- inn samþykkti í framhaldi af því heimild til ráðherra sinna að gengið yrði frá ákvæðinu um vísitöluskerð- inguna með bókun í ríkisstjórn og fæli bókunin í sér skilyrðislaust ákvæði um að lagt yrði fram frum- varp til laga um vísitöluskerðinguna á komandi vetri. Alþýðubanda- lagsmenn voru í gærkvöldi ekki fremur til umræðu um þennan hátt á afgreiðslunni fremur en hinn. Auk þessa ágreiningsefnis eru ýmis atriði í væntanlegum efna- hagsaðgerðum sem djúpstæður ágreiningur er um meðal stjórnar- flokkanna. Stjórnarliðar sem Mbl. ræddi við í gærkvöldi voru þó á einu máli um það, að áður en til þess kæmi að reynt yrði að ná saman um aðrar aðgerðir, svo sem skráningu nýs gengis, vaxtahækkun og fleira, yrði að ná samstöðu um þetta mál. Ríkisstjórnarfundi í gærmorgun var frestað eins og fyrr segir, en mikið var samt sem áður um fund- arhöld. Árdegis fundaði ráðherra- nefndin um efnahagsmál, auk efna- hagsmálanefndar ríkisstjórnarinn- ar. Þingflokkur Framsóknarflokks- ins kom saman kl. 14 og sat fund til kl. 17, en þá kom ráðherranefndin saman á ný. Þingmenn Framsókn- arflokksins settust að nýju til við- ræðna kl. 20.30 í gærkvöldi og efna- hagsnefnd ríkisstjórnarinnar kom saman enn á ný kl. 22. Það vakti athygli, að þrátt fyrir alla þessa fundi í gær sáu þingmenn Alþýðu- bandalagsins ekki ástæðu til að koma saman. Efnahagsnefndin ásamt ráðherranefndinni kemur saman kl. 9 árdegis, ríkisstjórnar- fundur hefur verið boðaður kl. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.