Morgunblaðið - 19.08.1982, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982
Norðmenn úr hval-
veiðinefndinni?
ÓnIó, IH. ágúnt — frá Jan Krik Lauré, frétUrit-
ara Morgunblaðsin.s.
Landsstjórn Norska
fiskimannasambandsins telur aö
Norðmenn eigi að ganga úr Al-
þjóða hvalveiðinefndinni verði
reglum nefndarinnar ekki breytt
hið bráðasta. Telur fiskimanna-
sambandið að Norðmenn eigi að
hafa frumkvæði að því að nýrri
alþjóðastofnun verði komið á fót
með þátttöku þeirra þjóða sem
stunda hvalveiðar.
Thor Listau sjávarútvegsráð-
herra segir ríkisstjórnina enn ekki
hafa tekið afstöðu til þess hvort
Norðmenn eigi að segja sig úr
nefndinni. Hins vegar sé ljóst að
Norðmenn eigi áfram að taka þátt
í alþjóðlegu samstarfi á sviði fisk-
veiða, en þessi yfirlýsing ráðherr-
ans er talin vísbending um að
stjórnin hyggist ekki fara að
áskorun fiskimannasambandsins.
Enn um hjónaband Marks og Önnu prinsessu;
Fregnir um hjónavandann
fá byr undir báða vængi
ÍAindúnum, 18. ágúat AP.
SÚ STAÐREYND, að Anna prins-
essa og eiginmaður hennar, Mark
Phillips, hafa ekki sést saman í 12
daga þykir ýta enn frekar undir
þann orðróm, að ekki sé allt með
felldu í sambúð þeirra hjóna.
Anna hélt upp á 32 ára afmæl-
isdaginn í Balmoral-kastala í
Skotlandi á sunnudag, en Mark
var þar hvergi nærri. Talsmaður
Buckingham-hallar gaf þá skýr-
ingu, að hann væri upptekinn við
vinnu sína á búgarði þeirra hjón-
anna, en enskir fjölmiðlar láta sér
ekki slíkar útskýringar nægja.
Telja enskir slúðurdálkahöfund-
MiIIisvæðamótið
í Toluca:
Nunn og Ivanov
deila með sér
toppsætinu
Toluca, Mexíkó, 18. ágúut. AP.
EFTIR 6 umferðir á millisvæðamót-
inu í skák í Toluca í Mexíkó hafa
þeir John Nunn frá Bretlandi og Ig-
or Ivanov frá Kanada forystuna með
4 vinninga hvor.
Yasser Seirawan frá Bandaríkj-
unum vann biðskák sína gegn
Adorjan frá Ungverjalandi eftir
77 leikja viðureign og er nú með
3,5 vinninga en á biðskák ólokið
gegn Rubinetti frá Argentínu.
Boris Spassky, fyrrum heims-
meistari, er einnig með 3,5 vinn-
inga, ennfremur þeir Portisch og
Adorjan frá Ungverjalandi og
Balashov frá Sovétríkjunum.
Yusupov frá Sovétríkjunum og
Torre frá Filippseyjum eru báðir
með 3 vinninga. Yusupov gerði
jafntefli í 104 leikjum við Kúbu-
manninn Rodriguez í biðskák, sem
þeir áttu ólokið, í gærkvöldi. Á
eftir þeim koma þeir Hulak frá
Tékkóslóvakíu og Polugajevski frá
Sovétríkjunum með 2,5 vinninga.
Rubinetti og Rodriguez eru með 2
vinninga hvor, en sá fyrrnefndi á
eftir biðskákina við Seirawan.
Neðstur er Líbaninn Kouatly með
hálfan vinning.
ar nú víst, að óðum styttist í bita-
stæð tíðindi frá Buckingham-höll.
Síðast þegar álíka atburður var í
uppsiglingu var þegar Margrét
prinsessa og Snowdon lávarður
skildu. Hann hefur þó æ síðan ver-
ið ljósmyndari við hirðina.
... ■■
4
Varð að
gefast upp
Ungi pilturinn er býsna óásjá-
legur i þeim ham, sem hann er í
á myndinni. Petta er hinn 11 ára
gamli, Ja-son Pipoly, sem reyndi
að synda yfir Ermarsund á laug-
ardag, yngstur manna til þessa.
Jason litli varða að gefast upp er
hann átti þriðjung leiðarinnar
eftir. Lenti hann í þungum
straumi, auk þess, sem tekið var
að hvessa.
Aðkoman eftir eina sprenginguna í París á síðastliðnum 10 dðgum, en í þetta skiptið var fórnarlambið kona nokkur,
er var á gangi fyrir utan banka Gyðinga í borginni.
Frakkland:
Barátta hafin við
hryðjuverkamenn
ParÍN, 18. ágÚHt. AP.
Hryðjuverkasamtökin „Direct
Action“ voru í dag gerð útlæg úr
Frakklandi og meðlimum þeirra hót-
að fangelsun sem tilraun til að binda
endi á öldu hryðjuverka sem hefur
gengið yfir Frakkland á undanfórn-
um mánuðum.
Ákvörðun franskra stjórnvalda
nú að banna starfsemi þessa
vinstrisinnaða öfgahóps kom að-
eins 17 klukkustundum eftir að
forseti Frakklands, Francois Mitt-
erand, tilkynnti væntanlegar að-
gerðir stjórnvalda til að reyna að
forða frekari hryðjuverkum þar í
landi.
í þessum nýju tilraunum felst
að myndað verður sérstakt emb-
ætti í ríkisstjórninni sem fer með
hryðjuverkamál og náið verður
fylgst með því að enginn komist
ólöglega inn í landið. Einnig verð-
ur sett upp tölvumiðstöð þar sem
verður að finna skrár yfir
hryðjuverkamenn og þjálfað verð-
ur sérstakt lögreglulið til að fást
við þessi mál.
Fyrstu fjórtán dagana í ágúst
voru sjö árásir hryðjuverkamanna
í París, sem leiddu til dauða sex
manna og 29 særðust. Leiðtogi
„Direct Action“, sem er 30 ára að
aldri og eftirlýstur af lögreglu,
sagði í viðtali við franskt dagblað
að hreyfing hans bæri einungis
ábyrgð á þremur þessara sjö
árása.
Hann taldi upp þær þrjár árásir
sem hann viðurkennir að samtök
sín hafi borið ábyrgð á, en í þeirri
upptalningu eru sprengjur sem
sprungu á mannlausum stöðum og
segir hann því að hreyfing hans
beri enga ábyrgð á þvi manntjóni
sem aðrar árásir hafa haft í för
með sér.
„Direct Action" hefur einnig
lýst sig ábyrga fyrir meira en 30
öðrum sprengingum og hryðju-
verkaárásum í Frakklandi frá því
hreyfingin var stofnuð fyrir þrem-
ur árum.
Vestur-Beirút:
Matarbirgðir Rauða
krossins uppurnar
Beirút, Libanon, 18. á^ÚHt. AP.
MATVÆLABIRGÐIR Rauða kross-
ins í Vestur-Beirút voru uppurnar í
morgun, en þær hafa hingað til
hjálpað þúsundum manna sem eru
peninga og atvinnulausir vegna
bardaganna í þessum hluta borgar-
innar.
Svo fór um sjóferð þá
Norðmenn í „haldi“ um borð í rússnesku skipi
OnIó, 18. ágÚHt, frá Jmn Krik Lmuré
fréttmritmrm Vlorgunblaðsins.
TVEIR norskir tæknimenn komu í
gær heim til Osló eftir þriggja
vikna nauðungarvist um borð í
sovézku rannsóknarskipi. Menn-
irnir komu um borð í skipið í Kiel
og sluppu ekki í land aftur fyrr en
í Reykjavík, en þaðan voru þeir
fljótir að koma sér heim til Nor-
egs.
Upphaflega var ætlunin sú að
Norðmennirnir, sem starfa hjá
Bergens Mekaniske Verksted og
Bergens Nautic, færu með skip-
inu frá Kiel til Hollands og færu
þar í land, en dyttuðu að ýmsu
um borð meðan á ferðinni stæði,
en hún átti að taka tvo daga.
Þegar til átti að taka lagðist
skipið alls ekki að bryggju í
Hollandi og heldur ekki á Kan-
aríeyjum eins og ráðgert hafði
verið, þannig að Norðmennirnir
komust ekki í kallfæri við fjöl-
skyldur sínar og vinnuveitendur
til að láta vita um ferðir sínar.
Eins og nærri má geta var farið
að undrast um þá þegar þeir létu
loks frá sér heyra, en það var í
gær og þá hringdu þeir frá
Kaupmannahöfn. Þá kom í ljós
að þeir höfðu ekki fengið að fara
í land fyrr en skipið lagðist að
bryggju í Reykjavík, sem var á
mánudaginn, en nú eru þessir
„sjanghæjuðu" tæknimenn sem
sé komnir til síns heima.
Handan við „Grænu línuna"
sem skiptir borginni hefur Rauði
krossinn hundruð tonna af mat-
vælum, lyfjum og öðrum hjálpar-
gögnum, sem ekki er hægt að
koma yfir til hins umsetna borg-
arhluta vegna þess að ísraelar
hefta þar alla umferð.
John de Salis, sem er yfirmaður
Rauða krossins á staðnum, sagði
að einungis sex bílfarmar af mat-
vælum hefðu komist í gegn á und-
anförnum tíu dögum og hann
bætti við: „Hvernig endar þetta í
þessari hrjáðu borg?“
Þessir sex vöruflutningabílar
sem komust í gegn fluttu 2.250
„fjölskyldupakka", eða matvæli
sem ættu að duga meðalstórri líb-
anskri fjölskyldu í tvær vikur.
Hins vegar séu í hinum hluta
borgarinnar 11700 „fjölskyldu-
pakkar" að auki ásamt miklu
magni af ópökkuðum matvælum.
Israelar lokuðu einnig fyrir
vatn til borgarhlutans þar sem
búa um hálf milljón manna, en
þeir hleyptu því aftur á um síð-
ustu helgi.
Ekki er vitað hversu margir
þjást af matarleysi í Vestur-
Beirút, en áætlað hefur verið að
þar sé um að ræða 40.000 til 60.000
manns sem hafi í það minnsta lít-
ið að bíta og brenna.
Bauð apan-
um í glas
Munchen, 18. ágúst. AP.
BÆVERSKUR bjórdrykkjumaður
fékk skyndilega þá hugdettu að
vingast við apa nokkurn í dýrag-
arðinum í Munchen og vildi fyrir
alla muni leyfa honum að njóta
forláta bjórs, sem hann hafði í þar
til gerðri krús, með sér.
Klifraði hann yfir girðinguna og
inn til simpansa, sem var þar fyrir
innan. Apinn reyndist þegar til
kom lítt ölkær, en launaði góðvilj-
ann með því að ráðast á viðkom-
andi. Lauk viðureigninni með því
að apinn beit fingur af gestinum,
braut á honum annan handlegginn
og klóraði illa í framan. Var hon-
um ekið i ofboði á sjúkrahús þar
sem gert var að meiðslum hans.